Morgunblaðið - 17.12.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.12.2000, Blaðsíða 18
i8 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Jórunn Sigurðardóttir í hlutverki sínu. Morgunblaðið/Sverrir Leit að helgidómnum Fimmta frumsýningin í einleikjaröðinni í öðrum heimi í Kaffíleikhúsinu er Missa Sol- emnis. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við einleikara sýningarinnar, Jórunni Sigurð- ardóttur, og höfundinn og leikstjórann, Kristiinu Hurmerinta, um uppsetninguna. Nýjar bækur • UTerkomin bókin fslensk byggingar- arfleifðn, Varð- veisluannáll 1863-1930. Verndunaróskir eftir Hörð Ágústsson. I þessu síðara bindi um ís- lenska bygging- ararfleifð leitast höfundur við að rekja varð- veislusögu hennar, segja frá því hvemig henni hefur reitt af, hafa það sem honum fmnst vel hafa verið gert, en gagnrýna það sem miður hefur farið. Settar eru fram varð- veisluóskir og hvernig að þeim skuli staðið. Bókin er eins og fyrra bindi rúmar 400 blaðsíður og í henni hátt í 800 ljósmyndir og teikningar sem leggja áherslu á skýringar við megintexta hennar. Margt af þessu myndefni hefur ekki komið fyrir almennings- sjónii’ áður. Hörður Áskelsson er lands- þekktm' listmálari, hönnuður og myndlistarkennari. Síðustu áratugi hefur hann nær eingöngu helgað sig rannsóknum á íslenski-i bygging- ai’sögu og hlotið margskonar við- urkenningar, meðal annars heið- ursdoktorsnafnbót frá Háskóla íslands og tvlvegis íslensku bók- menntaverðlaunin. Utgefandi er Húsafriðunarnefnd , ikisins. Dreifíngu annast Hið ís- Jenska bókmenntafélag. Leiðbein- andi verð: 8.900 krónur. Félags- mannaverð: 7.120. Nýtt rit • ÚT er kominn 13. árgangur Skaftfellings. Ritið er til sölu á Sýslusafni Austur-Skaftafellssýslu á Höfn og þar fást einnig eldri ár- gangar. Skaftfellingur er í nýju og stærra broti og útliti hans hefur einnig verið breytt. Meðal efnis er ritgerð Nönnu Dóru Ragnarsdóttur um upp- græðslu lands í Austur-Skafta- ellssýslu. Þrúðmar Sigurðsson jallar um samgöngur og brúar- rerð í sýslunni og Kristín Gísla- lóttir gi-einir frá rannsóknum sín- m á andláts- og útfararsiðum og •reytingum á þeim á 20. öldinni. tð auki eru greinar eftir eldri og jekktari höfunda eins og Sigurð Björnsson á Kvískerjum sem jkrifar meðal annars um eyðingu ■ikóga og Unni Kristjánsdóttur en nún fjallar um Vatnsdalshlaup. Þessu til viðbótar er áhugaverð grein eftir Helmut Verleger í þýð- mgu Ásgeirs Guðmundssonar. Hún lýsir á sérstaklega mann- legan hátt jarðarför sem höfundur fylgdist með á ferð sinni um Skaftafellssýslu árið 1934. Útsöluverð Skaftfellings er 2.500 krónur. MISSA Solemnis er heitið á fimmta ein- leiknum í einleikja- röð Kaffileikhússins „í öðrum heimi.“ Missa Solemnis, sem verður frum- sýnt sunnudaginn 17. desember, er helgileikur eftir finnsku leikhúslista- konuna Kiistiinu Hurmerinta og er byggður á sögunni Gaspard, Melchi- or, Balthazar eftir Michael Tournier. Leikstjóri sýningarinnar er Kristiina Hurmerinta og einleikari er Jórunn Sigurðardóttir. Missa Solemnis var fyrst sett á svið á finnsku árið 1991. Kristiina Hurmerinta samdi handritið á grundvelli bókar franska heimspek- ingsins Michel Tournier. Sjálf lék Kristiina eina hlutverk sýningarinn- ar. Sagan sem leikritið Missa Sol- emnis byggir á, Gaspard, Melchior, Balthazar, er aftur byggð á gamalli rússneskri sögn um vitringana þrjá sem fóru að vitja Jesúbarnsins og þann fjórða sem kom frá Indlandi, náði ekki til Betlehem í tæka tíð en tókst í staðinn á hendur að bjarga lífi nokkurra saklausra bama. Myndrænt og einfalt verk Þegar Jómnn Sigurðardóttir er spurð hvers vegna þessi helgileikur hafi verið valinn til sýninga í ein- leikjaröðinni segir hún: „Mér fannst mjög viðeigandi að setja upp jólaleik- rit á þessum tíma. Ég vissi af þessum einleik og af reynslu minni af því að vinna með Kristiinu vissi ég að það sem hún gerir er mjög huglægt og byggist á öðram leikhúsáhrifum en við eram vön að vera með í leikhúsi." Hvaða áhrif era það? „Hún byggir verk sín ekki upp á jöfnum skiptum, það er að segja þeirri tækni að vera stöðugt að skipta um ryþma. Það er samt að vissu leyti gert í þessari sýningu en með öðram hætti. Við leyfum okkur að fara mjög hægt og stækka í raun- inni hlutina með öðrum hætti en venjulega er gert til að opna þá. Hreyfingar era til dæmis til að und- irstrika orð eða tilfinningar eða and- rúm. Það gefur aðra mynd. Það sem ég vissi líka um leikhús Kristiinu, sem hún rak í Vasa í tutt- ugu ár, var að það leikhús var mjög myndrænt og einfalt. Miðað við allt jólaatið fannst mér vel þess virði að gera þá tilraun að vera með svona leikhús í kringum jólin. Þar fyrir utan held ég að það sé kominn sá tími að við - manneskj- urnar í vestrænu samfélagi - höfum þörf fyrir að veita tilfinningum okkar útrás. Ef við lítum til dæmis á Myrkradansarann eftir Lars von Trier, þá er þar farið alveg út að mörkum tilfinningaseminnar. Þegar reynt er að hafa bein áhrif á tilfinn- ingarnar, eins og Lars von Trier ger- ir, er alltaf hætta á því að farið sé yfir strikið. En ég tek hann sem dæmi vegna þess að hann fær hörðustu nagla til að skæla. Þá er stutt í til- finningasemina og kúnstin felst í því að halda sig réttum megin við strikið. En við höfum tilfinningar og viljum finna fyrir þeim, bæði í gleði og sorg.“ Hringrás tímans „Mér fannst líka rétt að setja þetta verk upp vegna þess að seinustu tvo áratugina, að minnsta kosti, hefur eftirsókn í veraldleg gæði einkennt okkúr íslendinga," segir Jórann. „Það hafa orðið ótrúlegar framfarir á þessum tíma og það er alveg óhætt að segja að þetta séu spennandi tímar sem við lifum á. En samt sem áður held ég að tilfinningamar þróist ekki jafnhratt. Við eram svo miklar frummanneskjur á þvi sviði ennþá. Kannski hafa tilfinningunum ekki verið sýnd nógu mikil atlot. En mað- ur sér það aftur og aftur í sögunni að það verða stöðugt kúvendingar. Þetta er ein eilíf hringrás. Ég er ekki frá því að á næstu áram muni tíminn hneigjast til rneiri rómantíkur. En Missa Solemnis er ekki síður sett upp fyrir okkur sem störfum hér í Kaffileikhúsinu. Þetta er fjórða uppfærslan í þessu litla húsi frá því í ágúst og sannkallað „balsam" fyrir sálina að fá að eyða tíma með vitring- unum þremur og Taor.“ Frumsýningin á Missa Solemnis verður sunnudaginn 17. desember klukkan 17.30. Síðan verða sýningar á hverjum degi klukkan 17.30 allt til 23. desember. „Þá er hægt að koma hingað í Kaffileikhúsið og slaka á eft- ir vinnu eða erilsöm innkaup," segir Jórann og bætir því við að síðan verði sýningar klukkan tólf á mið- nætti á Þorláksmessu og aftur klukkan tólf á miðnætti á aðfanga- dagskvöld. Síðan verði ekki sýnt aft- ur fyrr en á þrettándanum. „Það er dagur vitringanna og síðasti dagur jóla,“ segir hún. „Eftir það verður sýningum hætt og verkið ekki tekið aftur upp fyrr en um næstu jól. Ég lít á þetta sem fjárfestingu fyrir Kaffi- leikhúsið." Sögupersónan í okkur öllum Þegar höfundur verksins og leik- stjóri, Kristiina Hurmerinta, er spurð hver hún sé, konan í Missa Sol- emnis, segir hún: „Hún er einhvers konar sögukona. Hún ávarpar vitringana og í mín- um huga er hún persónan sem lifir í öllu fólki og bregst við öllum sögum heimsins, bæði ævintýram og goð- sögnum, gömlum og nýjum, þar sem verið er að fjalla um hið góða og hið illa. Það geta allir sagt sögur og það er undir hveijum og einum komið hvort hann finnur leiðina að sögu- manninum sínum. Sögukonan í Missa Solemnis ávarpar vitringana þrjá, Kaspar sem er upptekinn af ástinni, stúlkunni sem hann elskar, Balthazar sem er upptekinn af list- um, fiðrildinu sem hann gerir eilíft, og Melchior sem er upptekinn af konungdæminu í Palmira sem föður- bróðir hans, harðstjórinn, hefur söls- að undir sig. Hún segir þeim öllum að líta inn á við. Síðan bætist Taor prins við. Þegar hann sér að helgi- dómurinn sem hann er að leita að er tómur vaknar spurningin um það hvað framtíðin hafi þá upp á að bjóða. Sögukonan bendir honum á að framtíðin sé ekki tóm og felist ekki í uppgjöf, heldur eigi hann að beina sjónum sínum að því hvað taki við þegar allt sem hann væntir er horfið. Hann fór að leita að sykri en fann andstæðuna, salt. Og hvað tekur þá við?“ Sem fyrr segir er Kristiina leik- stjóri, einleikari er Jórann Sigurð- ardóttir, leikmynd og búninga hann- ar Rannveig Gylfadóttir sem hefur hannað leikmynd og búninga allra einleikja Kaffileikhússins. Hönnun lýsingar er í höndum Jóhanns Bjama Pálmasonar. Hörður Ágúslsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.