Morgunblaðið - 17.12.2000, Side 24
24 SUNNUDAGUR17. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ákvörðun sína á. Á þeim tíma sem
mál Salar Islandica var til umfjöll-
unar hjá stofnuninni bárust kærur
vegna ákvörðunar hennar í máli
AGVA í Mjóafirði. í því máli hafði
Skipulagsstofnun ákvarðað að
framkvæmdir þar skyldu ekki háð-
ar mati á umhverfisáhrifum. Af
þeim sökum var óskað eftir frekari
gögnum frá okkur og voru þau af-
hent.
I kærum kom gjaman fram mál-
flutningur þar sem tiltekin voru
vanhugsuð dæmi um hættu sem
stafaði af sjókvíaeldi.
Á einum stað var fullyrt að það
tæki eldislax úr Berufirði ekki
nema 3 til 4 klukkustundir að
synda upp í Vopnafjarðarárnar.
Forsendur útreikninga voru þær að
almennt synti laxinn 20 til 30 kíló-
metra á dag. Vegalengdin frá Beru-
firði að Vopnafirði er minnst 150
kílómetrar í beinni línu. Það er lax-
inum augljóslega lífeðlisfræðilega
ómögulegt að þóknast þessum
reikningi.
Annað dæmi, sem einnig hefur
verið nefnt í fjölmiðlum, er ástand
laxastofna í Maine. Kærandi vitnaði
í þýðingu á umhverfisskýrslu
bandarískra yfirvalda um Maine-
fylki og dró víðtækar ályktanir af
henni. Laxastofnar þar eru í hættu
vegna iðnvæðingar, stíflugerðar og
ofveiða í sjó við strendur Kanada
og Grænlands. Stofnarnir í Maine
eru í mikilli útrýmingarhættu og
því var gripið til víðtækra neyð-
arráðstafana. Ástandið í Maine er
einstaklega slæmt og lýsir á engan
hátt almennu ástandi í heiminum.
Ég hef sótt um starfsleyfi fyrir
fjórar sjókvíaeldisstöðvar í Noregi.
Þar í landi er hægt að nálgast sér-
stakt, staðlað og aðgengilegt um-
sóknareyðublað hjá yfírvöldum. Á
eyðublaðinu er óskað eftir: 1) Nafni
umsækjanda, 2) Tilgreiningu á
staðsetningu kvíanna sem gefin er
upp í hnitum. 3) Hve mikið á að
framleiða af fiski, 4) Undirskrift
stöðvarstjóra. Með skal fylgja kort
af eldissvæði. sjókort, kort frá A4 -
A3 þar sem merktar eru inn á stað-
setningar stöðvanna. Straummæl-
ingar eiga einnig að fylgja umsókn.
Tekið er tillit til nálægðar við við-
urkenndar laxveiðiár. Fjarlægð
eldisstöðva frá viðurkenndum lax-
veiðiám er 5 kílómetrar í Noregi.
Tilgreina þarf hvaða tegund fóðurs
er ráðgert að nota. Framangreind-
ar upplýsingar eru síðan sendar til
eftirfarandi yfirvalda: 1) Sveitar-
stjórnar, 2) Héraðsdýralæknis, 3)
Fiskeridirektoratet. Tekin eru
botnsýni undir eldiskvíum í byrjun
eldis og síðan aftur á sama stað
átján mánuðum síðar. Sveitar-
stjórnin auglýsir staðsetningu
stöðva og gefst mönnum þá mögu-
leiki á að gera athugasemdir við
staðsetninguna. Út frá þessum
upplýsingum geta viðkomandi yf-
irvöld tekið ákvörðun um hvort
veita skuli leyfi. Þetta gerir eld-
ismönnum tiltölulega auðvelt að
hefja átvinnurekstur og veitir jafn-
framt sveitarstjórnum tryggingu
fyrir því að aðhalds sé gætt. Við
umsókn okkar um starfsleyfi fyrir *
sjókvíaeldisstöð í Berufirði höfum
við lagt fram öllu ítarlegri gögn en
almennt er krafist í Noregi við af-
greiðslu leyfa til jafn stórra stöðva.
Varðandi umræðuna hér á landi
þá átta menn sig ekki á að mikil
undirbúningsvinna hefur verið unn-
in bæði af aðstandendum fram-
kvæmda en einnig hjá ýmsum emb-
ættum, sveitarfélögum og fjár-
festum. Menn átta sig ekki á að
hægt er að vinna ötult starf án þess
að leggja það sífellt fyrir fjölmiðla.
Að tala t.d. um fyrirhyggjulausa
framtakssemi í ljósi aðstæðna lýsir
þeim sem það segir. Að undirbún-
ingi þessa eldis standa vel mennt-
aðir einstaklingar með langa
reynslu af fiskeldi hjá stærstu
framleiðsluaðilum greinarinnar.“
Það er talað um sjúkdómahættu?
„í því tilliti vil ég benda á um-
mæli Gísla Jónssonar, yfirdýra-
læknis fisksjúkdóma, í heimilda-
myndaþættinum „Aldahvörf - fisk-
eldi“ í umsjón Páls Benediktssonar
sem var sýndur í ríkissjónvarpinu
en þar lýsti hann því yfir að hann
óttaðist ekki að sjúkdómar né
erfðamengun gætu skaðað villta ís-
lenska laxastofninn þegar tekið
væri tillit til staðsetningar eldis-
stöðva á þeim stöðum sem sótt hef-
Morgunblaðið/Kristinn
Byggjum á nýjustu
tækni og þekkingu
Mikil umræða hefur verið undanfarið um
sjókvíaeldi hér á landi. Salar Islandica ehf.
hyggst setja upp eldisstöð í Berufirði með
8000 tonna framleiðslu á ársgrundvelli.
Gunnar Steinn Gunnarsson cand. scient. í
fískifræði og fískeldi er einn aðstandenda
fyrirhugaðra framkvæmda en hánn lauk
prófí frá háskólanum í Bergen og hefur
starfað upp frá því við fískeldi þar í landi.
Hann hefur rekið seiðaeídisstöðvar, stórar
kvíaeldisstöðvar og rekur nú laxasláturhús
með 14 þúsund tonna vinnslugetu á ári.
G HEF unnið að undir-
búningi þessara fram-
kvæmda ásamt norskum
samstarfsmönnum um
tveggja ára skeið,“ segir Gunnar
Steinn. „Kannaðar voru aðstæður í
nokkrum fjörðum hér við land og
sáum við fljótlega að Berufjörður
væri ákjósanlegur. Við höfðum
samband við heimamenn sem tóku
okkur vel og fögnuðu þeim atvinnu-
tækifærum sem gætu skapast í
tengslum við eldið. Við ákvörðun á
staðsetningu kvíanna var tekið mið
af straumum í firðinum, veðurlagi
en einnig voru staðkunnir heima-
menn okkur innan handar. Áform
eru uppi um að ná fullri framleiðslu
tveimur árum eftir að starfsemi
hefst. Fyrirhugað er að reisa laxa-
sláturhús á Djúpavogi með 50
tonna vinnslugetu á dag.
í Noregi eru framleidd 420 þús-
und tonn af laxi á ári og hefur það
gengið stórslysalaust. A þeim tíma
sem kvíaeldi hefur verið stundað í
Noregi hafa fjöldamörg vandamál
verið leyst og er greinin nú búin að
slíta barnsskónum. Þetta má sjá á
því að best reknu stöðvar í dag eru
svo vel tækjum búnar að þær eru
ekki að missa lax úr eldi. Það er at-
hyglivert að notkun lyfja er hverf-
andi. Norskt fiskeldi í heild sinni
notar álíka mikið af fúkkalyfjum og
eitt meðalstórt svínabú.
Menn hafa látið í ljós ótta við
erfðablöndun og haldið því fram að
villtum laxastofnum stafi hætta af
kvíaeldi. Það er einfaldlega rangt.
Ekkert bendir til þess villtir laxa-
stofnar séu í hættu vegna erfða-
blöndunár af völdum eldisfisks.
Þú villt sem sagt segja að hætta
á erfðablöndun sé engin?
„Það sem ég er að segja er að í
Noregi bendir ekkert til þess að
erfðablöndun villtra laxa og laxa úr
sjókvíaeldi hafi skaðað villta stofna.
Éldislaxinn á uppruna í sama gena-
mengi og sá lax sem syndir í ám
hér á landi. Menn þurfa að skoða
heildarmyndina en horfa ekki á
málið frá þröngu sjónarhomi.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að eld-
islax er ekki dugmikill við hrygn-
ingu og á erfitt uppdráttar úti í
náttúrunni. Þegar litið er á þá stað-
reynd er ljóst að hugsanleg áhrif
eldislaxa eru fljót að hverfa. Hver á
er mjög krefjandi vistkerfi og inni í
slíku vistkerfi lifir enginn af sem
ekki passar inn í það.“
Villtum laxi stafar ekki hætta
af strokulöxum úr eldi
Sagt er að 95% laxa í einstökum
ám séu eldislaxar og að 35% laxa í
norskum ám á hrygningartíma séu
eldislaxar.
„Laxinum er það náttúrulegt að
leita upp í ferskvatn á hrygning-
artíma. I laxveiðiám gætir eldislax
mjög lítið yfir hrygningartímann og
hann hverfur á brott oftast eftir
mislukkaða hrygningu. Á hrygning-
artíma á eldislax það til að leita í ár
sem ekki bera lax. Þar fjölgar hann
sér ekki né veldur þar skaða frem-
ur en í öðru lífríki. Hins vegar er
hann nánast 100% laxa sem þar
veiðast. Með því að reikna slíkar ár
inn í meðaltöl fást ýktar tölur eins
og þú nefnir í spurningu þinni. Það
ber að fara varlega í að fjalla um
tölfræði út frá prósentum einum
saman. Það er algengt að prósentu-
tölur séu notaðar á óheiðarlegan
hátt til að þjóna ákveðnum málstað.
Við eldismenn og stangveiðimenn
eigum það sameiginlegt að vilja
ekki að lax sleppi úr kvíum.“
En þeir sleppa samt. Eiga villtir
stofnar ekki að njóta vafans í þess-
um efnum?
„Eins og ég kom að áðan, þá
stafar villtum laxastofnum ekki
hætta af strokulöxum úr eldi. Aðrir
hlutir hafa leikið villta laxastofna
grátt og má þar nefna búsvæð-
aröskun vegna stíflugerða, loft-
mengun og fleira. Strok úr kvíum
er nú hverfandi eins og norskir vís-
indamenn hafa bent á og er nú á
bilinu 0,1-0,5%. Þegar laxar sleppa
úr kvíum þá eru þeir gjarnan
veiddir aftur af eldismönnum. Eld-
islaxar spjara sig illa í náttúrunni
eins og títt er um alin dýr.“
Því er haldið fram að sú laxakví
sé ekki til sem geti örugglega hald-
ið htxi og að íslensk veðrátta muni
ganga frá þessum búnaði'éins og
síðast.
„Þeir sem halda slíku fram hafa
greinilega ekki kynnt sér þann
búnað sem þróaður hefur verið síð-
asta áratug. Illviðri hafa komið í
Noregi sem jafnast á við það versta
sem við þekkjum hér á landi. Þá
sýndi það sig að sú framþróun sem
markvisst var unnið að í norskum
sjókviaiðnaði hafði skilað tilætluð-
um árangri. Ekki má gleyma þeim
mikilvæga þætti sem staðarval
sjókvíanna er. Við þá svartsýnis-
menn sem óttast það versta vil ég
segja að fyrir örfáum árum sluppu
tífalt fleiri laxar en í dag og greinin
þróast hratt um þessar mundir.
Það er ætlun okkar að notast við
besta búnað og starfshætti sem tíð-
kast á hverjum tíma. Eldismönnum
er mikið kappsmál að fiskur sleppi
ekki úr kvíum og því hafa menn
lagt áherslu á að bæta kvíar þannig
að fiskurinn geti ekki sloppið út úr
þeim. Tilkoma tölvutækninnar hef-
ur gert mönnum kleift að telja af
mikilli nákvæmni þann fisk sem
settur er í kvíarnar. Allur fiska-
dauði í kvíum er skráður og allur
fiskur sem tekinn er úr kvíunum er
talinn. Reynslan sýnir að í full-
komnustu kvíunum sem eru sömu
gerðar og við munum nota hefur
enginn fiskur 'sloppið úr.“
Ástandið í Maine slæmt en
ekki dæmigert
„í sumar tilkynntum við Skipu-
lagsstofnun um fyrirhugaðar fram-
kvæmdir í Berufirði eins og lög
gera ráð fyrir en það fellur í hlut
stofnunarinnar að ákveða hvort
framkvæmd skuli háðar mati á um-
hverfisáhrifum. Við afgreiðslu er-
indisins var leitað álits sveitar-
stjórnar Djúpavogshrepps, Haf-
rannsóknastofnunar, Hollustu-
verndar ríkisins, Náttúruverndar
ríkisins og Veiðimálastjóra. Að
fengnu áliti þessara stofnana var
ákveðið að framkvæmdir skyldu
ekki háðar mati á umhverfisáhrif-
um. Ákveðnir aðilar hafa ekki sætt
sig við þá niðurstöðu og hafa kært
ákvörðunina til umhverfisráöuneyt-
isins.
Það sem kom mér einna mest á
óvart við lestur kæranna var að
ákveðnir kærendur virtust ekki
hafa kynnt sér fyrirliggjandi gögn
sem Skipulagsstofnun grundvallaði