Morgunblaðið - 17.12.2000, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR17. DESEMBER 2000 33 >
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 16. desember
Á leið úr skólanum. Morgunblaðið/Kristinn
Frumkvöðull
samtúnans
LÍKLEGA er á engan
hallað þótt Mlyrt sé
að Kári Stefánsson,
forstjóri íslenzkrar
erfðagreiningar, sé frumkvöðull okkar samtíma á
íslandi. Um hann fjallar Ásdís Halla Bragadótt-
ir, bæjarstjóri í Garðabæ og fyrrverandi blaða-
maður á Morgunblaðinu, í bók sinni I hlutverki
leiðtogans sem út kom fyrir skömmu. Ásdís
Halla hefur raunar sjálf skipað sér í ákveðna for-
ystusveit á ungum aldri því að hún er einungis
fjórða konan sem valizt hefur til slíkra forystu-
starfa í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu.
Hin fyrsta var Hulda Jakobsdóttir, sem var í
nokkur ár bæjarstjóri í Kópavogi, síðan Auður
Auðuns, sem um skeið var borgarstjóri í Reykja-
vík, þá Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
og loks Asdís Halla sjálf, sem tók við starfi
bæjarstjóra í Garðabæ nú í októbermánuði sl.
Kári Stefánsson fékk hugmynd þar sem hann
bjó og starfaði í Bandaríkjunum. Hann leitaði til
áhættufjárfesta í Bandaríkjunum sem voru tii-
búnir að leggja fram fé til að gera þessa hug-
mynd að veruleika. Um fyrirtækið, sem stofnað
var á grunni hugmyndarinnar, birtist yfirlætis-
laus frétt í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum
sem vakti ekki mikla athygli.
Síðan hefur orðið til eitt mesta ævintýrið í ís-
lenzku atvinnulifi á síðari hluta aldarinnar. Eng-
inn getur fullyrt neitt um það á þessari stundu
hvernig til tekst. Það vissu menn ekki heldur
þegar Thor Jensen gekk á land á Borðeyri seint á
síðustu öld. Dægursviptingar í hlutabréfaverði
skipta litlu máli í þessu sambandi heldur árang-
urinn þegar upp verður staðið.
Veruleikinn er hins vegar sá að á grundvelli
hugmyndar Kára Stefánssonar er risið eitt öfl-
ugasta fyrirtæki á íslandi með á fjórða hundrað
hámenntaðra starfsmanna sem hefðu sennilega
aldrei fundið atvinnu við sitt hæfi á íslandi ef Is-
lenzk erfðagreining hefði ekki komið til sögunn-
ar. Ut frá þessu fyrirtæki hafa svo orðið til önnur
fyrirtæki og aðrir sérfróðir menn hafa sett upp
atvinnustarfsemi á áþekkum grundvelli og Is-
lenzk erfðagreining byggir á. Ný atvinnugrein
hefur orðið til á Islandi á einungis örfáum árum.
Aðdragandanum að því að þetta ævintýri varð
lýsir Kári Stefánsson svo í bók Ásdísar Höllu:
,Árið 1995 fór ég að velta fyrir mér stofnun ís-
lenzkrar erfðagreiningar en ég hafði þá verið að
vinna að rannsóknum á erfðafræði MS-sjúk-
dómsins ásamt fleiri rannsóknarmönnum. Einn
þeirra var Jeff Gulcher, sem síðar kom með mér
til Islands og er nú framkvæmdastjóri rannsókn-
arsviðs fyrii-tækisins.
Þegar við vorum að þróa MS-rannsóknirnar,
meðal annars í góðu samstarfi við íslenzka MS-
félagið, var tvennt, sem var algjörlega ljóst í
mínum huga. í fyrsta lagi voru ýmsar ástæður
fyrir því, að hagstætt væri að vinna að erfða-
fræðirannsóknum hér á landi. íslenzka þjóðin
er einsleit og hér liggja fyrir ítarlegar upplýs-
ingar um ættir og vensl. Auk þess má nefna, að
heilbrigðisþjónusta á íslandi hefur verið ágæt
og sjúkraskrár hafa verið færðar um langt
skeið.
í öðru lagi var ljóst, að til þess að hægt væri að
vinna að erfðafræðirannsóknum eða rannsókn-
um á mannerfðafræði, þannig að maður væri
samkeppnishæfur, þá þyrfti að hafa mjög mikið
umleikis og mun meira en hægt væri að byggja
upp innan háskólakerfisins. Þó að það sé mun
auðveldara að afla fjár til rannsókna í Bandaríkj-
unum en hér á landi taldi ég samt að það væri
ekki nokkur möguleiki að byggja upp eins öfluga
rannsóknarstofu innan bandarísks háskóla-
samfélags og við þyrftum.
Efth' að hafa velt þessu tvennu vel fyrir mér
ákvað ég að reyna að koma upp fyrirtæki, sem
gæti nýtt það sem íslenzkt samfélag hefði upp á
að bjóða og gæti byggt upp rannsóknarstofu,
sem gæti keppt við það bezta í heimi. Ég sá líka
fyrir mér möguleika á spennandi atvinnuupp-
byggingu á Islandi og mig langaði að hafa þau
áhrif í íslenzku samfélagi að auka nýsköpun til
þess að gefa vel menntuðu fólki aukin tækifæri.
Mér fannst líka heillandi að vinna að hug-
myndum, sem yrði snúið í verðmæti miklu hrað-
ar en það sem ég hafði áður unnið að. Stundum
sér maður fólk skipta rannsóknum í tvennt. Ann-
ars vegar eru það rannsóknir, sem unnar eru inn-
an veggja háskóla og sagt er að þær séu göfugar
vegna þess, að þær leita þekkingarinnar þekk-
ingarinnar vegna. Hins vegar eru það rannsókn-
ir, sem unnar eru í iðnfyrirtækjum og sumir
segja að þær séu ekki göfugar vegna þess að þar
séu menn að reyna að búa til verðmæti og það sé
ekkert sérstaklega gott.
Menn verða hins vegar að gera sér grein fyrir
því, að öll lyf og allar nýjar aðferðir, sem notaðar
eru til að lækna fólk koma úr iðnfyrirtækjum,
sem vinna við rannsóknir og þróun með það að
markmiði að búa til verðmæti.
Við búum í heimi, hvort sem okkur líkar betur
eða verr, þar sem við höfum falið markaðnum að
dreifa flestu. Ég skammast mín ekkert fyrir að
vinna að rannsóknum, þar sem við notum mark-
aðinn til að fjármagna það sem við gerum, þar
sem við notum markaðinn til að dreifa niðurstöð-
um rannsókna okkar og þar sem við notum mark-
aðinn til að búa til verðmæti úr rannsóknunum.
Ég er bara hreykinn af því.“
Nú er fyrirtækið komið af stað og hvert er þá
hlutverk stofnandans? Hann lýsir því með þess-
um orðum: „Mitt hlutverk sem leiðtoga fyrir-
tækisins hefur fyrst og fremst verið að halda sýn
þess lifandi. Það hefur verið mjög mikil vinna
vegna þess að ég vil að fólk sem starfar hér líti
ekki einungis á markmið fyrirtækisins sem við-
skiptaeiningar heldur líka sem vísindastofnun-
ar.
Sýn Islenzkrar erfðagreiningar er skýr. Það er
hægt að sækja þekkingu með því að nálgast sam-
félagið sem safn af upplýsingum og með því að
nálgast erfðafræðina fyrst og fremst sem rann-
sókn á þeim upplýsingum, sem fara í að búa til
mann og skoða hvernig þær flæða frá einni kyn-
slóð til annarrar. Sýnin felst líka í því hvernig
hægt er að nýda þessa þekkingu, sem tæki i heil-
brigðisþjónustunni. Mitt hlutverk hefur verið að
sýna fólki, innan fyrirtækisins og utan að hægt sé
að gera þetta.“
Tíminn einn leiðir svo í ljós, hvort með hug-
myndinni, sem Kári Stefánsson fékk og þróaði
árið 1995 hefur verið lagður grundvöllur að at-
vinnugrein, sem á eftir að verða fyrir íslenzkt
samfélag á nýrri öld, það sem sjávarútvegurinn
hefur verið á þessari öld.
„Það er ánægjulegt
að sjá svo vandaða
umfjöllun um feril
þessa hljóðláta en
merka athafna-
manns, sem þar að
auki hefur meiri og
betri yfirsýn yfir
tækniþróun þess-
arar aldar en flestir
aðrir.“