Morgunblaðið - 17.12.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 17.12.2000, Síða 34
-34 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Samstæðureikningur Reykjavíkurborgar 1993 - 2001 í milljónum kr. Skv. ársreikningi Á verðlagi í árslok 2000 Ár Nettó- skuld Lánskjara- vísitala í árslok Nettó- skuld Breytíng milli ára Breyting frá 1993 1993 1.674 3347 1.996 1994 4.644 3384 5.476 3.480 3.480 1995 5.911 3442 6.852 1.376 4.856 1996 6.499 3526 7.354 502 5.359 1997 11.024 3588 12.259 4.905 10.264 1998 16.497 3635 18.108 5.849 16.113 1999 18.453 3817 19.289 1.181 14.829 2000 18.006 3990 18.006 -1.283 13.546 2001 22.466 3990 22.466 4.460 20.470 > Ath. v. 1993-2001! Aukning um 2.559 m.kr á ári Aukning um 7,0 m.kr. á dag. Nettóskuld 1993 1.996 Nettóskuld 2001 22.466 Breyting 1993-2001 20.470 Nettóskuldir skv. samstæðu- reikningi 1993-2001 18.108 (á verðlagi í árslok 2000) 22.466 Aukning nettóskulda 1993-2001 Skuldirnar hafa 11,2 faldast! 1.996 ‘93 5.476 FJARHAGSAÆTLUNIN LEGG- UR EKKIGÓÐAN GRUNN AÐ FRAMTÍÐ REYKJAVÍKUR Á FYRSTA ári nýrrar aldar verður útsvar lagt á Reykvíkinga í því há- marki, sem lög leyfa, 12,7%. Aldrei áður hafa ^stjórnendur þessa lang- ’stærsta sveitarfélags landsins ákveðið að nýta þá heimild til fulls, enda Reykvíkingar notið traustrar fjármála- stjórnar lengst af og notið þeirrar hag- kvæmni sem stærð borgarinnar gefur og á að geta gefið. í áranna rás hefur Reykjavík ver- ið í fararbroddi annarra sveitarfélaga, ekki ein- ungis hvað snertir fjármál heldur einnig ýmsar nýjungar í rekstri og framkvæmdum. Með tilkomu R- listans og stjórnarhátta hans hefur orðið hér breyting á. f‘ Reykjavík sinnti höfuborgar- skyldum sínum af metnaði og fram- sýni, en R-listinn hefur innleitt kveinstafi yfir meintum þungum byrðum og kýs að bera sig saman við sveitarfélög, sem höllum fæti standa og þurfa að bregðast við fólksflótta og margvíslegum afleiðingum hans. Reykjavík hrapar sem fyrirmyndarsveitarfélag Nýlega var birt niðurstaða könn- unar tímaritsins Vísbendingar um fjármálastjórn sveitarfélaga. Þar kemur fram að Reykjavík hrapar úr 2. sæti niður í það 13. Kemur sú nið- urstaða fáum á óvart, sem fylgst hafa með málum. Á þessu kjörtíma- ibili hefur R-listinn tvisvar hækkað álagningarhlutfall útsvars. Útsvars- tekjur borgarinnar hafa auk þess vaxið vegna þeirrar tekjuuppsveiflu, sem er í þjóðfélaginu. Á milli ára 1999 og 2001 munu útsvarstekjur hækka um 23,2%. Ef horft er lengra aftur í tímann og litið til ársins 1998, en á því kosningaári var um það talað af hálfu frambjóðenda R-listans að gjöld á Reykvíkinga yrðu ekki hækk- uð, þá hefur útsvarshækkunin orðið 48,1%. Fasteignaskattar hafa líka tekið stórt stökk til hækkunar á undan- Áörnum árum. Á milli áranna 1999 og 2001 hafa þeir hækkað um 40%. Fasteignaskattar munu skila borg- arsjóði rúmum fjórum milljörðum króna á næsta ári. Hrikalegar afleiðingar lóðaskortsstefnu i Ástæðan fyrir þessum fasteigna- skattshækkunum er auðvitað sú mikla hækkun á fast- eignamati, sem hér hefur orðið og rekja má að miklu leyti til lóðaskortsstefnu R- listans. Eg tala um lóðaskortsstefnu vegna þess að með að- gerðum sínum og að- gerðarleysi hefur borgarstjórinn og aðrir kjömir fulltrúar R-listans komið þessu til leiðar. Á meðan að lægð var í efnahags- málum var tíminn ekki nýttur til að búa í haginn fyrir framtíð- ina. Það tók R-listans sex ár að undirbúa fyrsta hverfið, Grafarholt, sem skipulagt er á hans valdatíma. Til samanburðar má geta þess að 1982 þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók aftur við völdum í Reykjavík að loknu fyrra vinstratímabilinu og í óefni var komið í lóðamálum leið ekki nema eitt ár þar til að fyrstu lóð- unum var úthlutað í Grafarvogi. Á undanförnum árum hafa borg- arfulltrúar R-listans ítrekað rætt um óhagræði þess að fá nýja íbúa til borgarinnar. Því fylgdi mikill kostn- aður og ekkert vit væri í að þenja út byggingarland. Þegar aftur tók að birta í efna- hagsmálum, kaupgeta fólks batnaði og eftirspurn eftir lóðum fór að vaxa voru nánast engar lóðir til í Reykja- vík. Til að bæta gráu ofan á svart þá tók meirihlutinn sig til loksins þegar lóðir í Grafarholti voru tilbúnar og hélt uppboð á langflestum lóðunum. Mikil spenna var orðin á markaðin- um vegna lóðaskortsins og uppboðið leiddi til þess að verðið margfaldað- ist. Boðin sem bárust fóru upp í allt að 400% hærra verð, en áður hafði verið. Að jafnaði hækkaði verð á þessum lóðum um 200%. Einbýlis- húsalóðir voru hins vegar ekki boðn- ar upp heldur seldar á föstu verði og þegar allt er vegið saman mun hækkunin vera um 140%. Viðbótar- tekjur, sem borgin hefur af sölu byggingarréttar á þessu ári um 700 m.kr. Dugnaður og eyusemi ekki metin Hér á árum áður höfðu framtaks- samir einstaklingar í Reykjavík möguleika á að byggja yfir sig og sína. Þannig komu margar fjölskyld- ur sér upp sínu fyrsta húsnæði með mikilli vinnu, dugnaði og eljusemi, þrátt fyrir að tekjurnar væru ekki í stað framtíðarsýnar, segir Inga Jóna Þdrð- ardóttir, birtast mark- mið borgarstjóra í að skuldavæða fyrirtæki borgarinnar. alltaf háar. Nú er búið að taka upp þá reglu hjá Reykjavíkurborg að ein- staklingar, sem óska eftir að fá lóð fyrir einbýlishús verða að sýna að þeir geti staðið undir greiðslu 20 milljóna króna, annars koma þeir ekki til álita við úthlutun lóða. Að þessu standa flokkar, sem kenna sig við félagshyggju. Þannig að þeir ein- ir, sem hafa nógu háar tekjur fá lóð og það er liðin tíð að menn geti skap- að sér verðmæti í húsnæði með dugnaði og eigin vinnu. Við uppboðið á sölu byggingar- réttar í fjölbýlishúsum sáust dæmi um allt að fimmföldun á kostnaði við hverja íbúð. Meðalhækkunin á hverja íbúð er á aðra milljón króna. Þá er einungis verið að tala um það verð, sem þarf að greiða áður en hægt er að byrja að byggja. Það ligg- ur í augum uppi að afleiðingar svona stefnu hafa gríðarleg áhrif á fast- eignaverð í borginni. Auk þessa gæt- ir áhrifanna víðar, þvi að húsaleiga hefur hækkað í kjölfarið og afleiðing- amar eru þær að æ fleiri fjölskyldur ráða ekki við það verð og neyðast til að leita á náðir borgarinnar um nið- urgreitt húsnæði. Lóðaskortsstefna R-listans birtist því í hækkuðu fast- eignamati, hækkuðum fasteigna- sköttum og lengri biðröð fólks, sem þarf að leita til Félagsþjónustunnar. Forsjárhyggjan tekur á sig ýmsar myndir. Tillögur sjálfstæðismanna um skattalækkanir felldar Við fyrri umræðu um fjárhags- áætlunina lögðum við sjálfstæðis- menn til að þess yrði gætt við ákvörðun útsvarsálagningar að skattar hækkuðu ekki á Reykvíkinga og prósentuhækkunin yrði því ein- ungis sú, sem ríkið lækkaði tekju- skattinn á móti. Tekjutapið af þessu hefði orðið rúmar 500 m.kr. og fólst í tillögunni niðurskurður á móti í fjár- festingum. Þessari tillögu hafnaði R- listinn. Þá íluttum við tillögu um að holræsagjaldið yrði lagt af í tveimur áföngum, 500 m.kr. lækkun yrði strax á árinu 2001, gjaldið alveg lagt af 2002 og tekjutapi mætt með nið- urskurði í fjárfestingum. Þessi til- laga var sömuleiðis felld. Holræsa- gjaldið, sem nú er lagt á Reykvíkinga færir borginni 915 m.kr. á næsta ári. Millifærsla úr einum vasa í annan Skuldir Reykjavíkurborgar munu halda áfram að aukast á næsta ári. Þannig hefur þróunin verið í tíð R- listans og ekkert lát á. Að vísu verða langtímaskuldir borgarsjóðs greidd- ar niður um 2.300 m.kr. á næsta ári, en sú skuldalækkun stafar af lang- mestu leyti af millifærslu á fjármun- um frá Orkuveitu Reykjavíkur til borgarsjóðs. Á síðustu árum hafa miklir fjármunir verið færðir frá fyr- irtækjum borgarinnar til að sýna betri stöðu borgarsjóðs. Til viðbótar hefur verið stofnað sérstakt fyrir- tæki í þessum tilgangi, Félagsbú- staðir hf., en með stofnun þess seldi borgin sjálfri sér leiguíbúðir sínar og fékk háar fjárhæðir inn í borgarsjóð til að standa undir venjulegum rekstri. Allar þessar tilfæringar hafa leitt til þess að samanburður á stöðu borgarsjóðs milli ára verður vonlaus og eini raunhæfi samanburðurinn er samstæðureikningur borgarinnar, þar sem sýnd er staða borgarsjóðs pg fyrirtækja borgarinnar. Hagstofa íslands vakti sérstakti athygli á þessu eftir að Félagsbústaðir hf. voru stofnaðir. Skuldir aukast í gdðærí Ég hef gagnrýnt að verið er að halda áfram skuldasöfnun þegar góðæri ríkir og telqur borgarinnar vaxa ár frá ári. Á slíkum tímum eiga ábyrgir stjórnmálamenn að greiða niður skuldir. Það getur átt sér eðli- legar skýringar að skuldir safnist saman þegar illa árar og tekjur lækka. Þannig ástand var á árunum ’92-’94 þegar útsvarstekjur lækkuðu mikið og skuldir borgarinnar hækk- uðu töluvert. Þá var atvinnuleysi og borgaryfirvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að forða því að það skylli með miklum þunga á Reykvíkinga. Framkvæmdum á veg- um borgarinnar var haldið áfram af eins miklum krafti og skynsamlegt var talið með hliðsjón af heildarhags- munum. Þetta ástand var tímabund- ið og ekkert óeðlilegt við það að skuldir söfnuðust upp. Við þessar aðstæður tóku vinstri- flokkarnir undir merkjum R-listans við og gagnrýndu mjög skuldasöfn- unina, sem þá var orðin. Eitt helsta kosningaloforð þeirra 1994 var að stöðva skuldasöfnun og byrja síðan Inga Jóna Þórðardóttir að greiða niður skuldir. Hverjar hafa efndimar orðið? Heildarskuldir hafa hækkað ár frá ári og munu frá árslokum ’94 til árs- loka 2001 rúmlega tvöfaldast að raungildi, miðað við verðlag í nóv- ember sl. 7 milljónir á dag Ég hef látið skoða þróun nettó- skulda borgarinnar, en það eru heildarskuldir að frádregnum þeim fjármunum, sem til eru á hverjum tíma og ekki bundnir í fastafjármun- um eins og fasteignum, frá síðasta heila árinu undir stjórn Sjálfstæðis- flokksins áður en R-listinn tók við. Þessi mælikvarði, sem líka er kall- aður peningaleg staða, er talinn sá besti til að sýna raunverulega stöðu sveitarfélaga. Það kemur í ljós að nettóskuldir hafa 11-faldast á þess- um árum til ársloka 2001. Við þessa skoðun kemur glöggt fram hvernig gengið hefur verið í alla sjóði. í lok tímabilsins hafa nettóskuldir aukist um 20.470 m.kr. Það er tveir og hálf- ur milljarður á ári eða 7 milljónir króna hvern einasta dag. Lokaðar leikskóladeildir framtíðarsýnin I umræðum um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar hefur borgar- stjóri nánast ekkert fjallað um þau vandamál, sem uppi eru í rekstri borgarinnar. Þannig er til dæmis lít- ið vikið að þeim vanda, sem blasir við í leikskólum borgarinnar og foreldr- ar verða því miður áþreifanlega varir við á degi hverjum. Þó að töluvert hafi verið byggt á liðnum árum tekst samt ekki að hafa leikskólana í full- um rekstri. Meiri áhersla er lögð á steinsteypu, en starfið sjálft. Leik- skóladeildir eru lokaðar vegna þess að ekki tekst að manna þær. Eitt af loforðum R-listans var að hækka laun þeirra sem lægst hafa launin. Við athugun fyrir um ári kom í Ijós að laun í Ráðhúsinu höfðu hækkað þrisvar sinnum meira, en launin í leikskólum. Þetta er eitt dæmi um hvernig R-listinn stendur við loforð- in sín. Það var líka eitt af kosninga- loforðunum að öll börn eins árs og eldri fengju pláss á leikskólum borg- arinnar. Ekki var neitt um þetta að finna í framtíðarsýn borgarstjóra. Strætisvagnar Reykjavíkur taka til sín meira og meira fjármagn án þess að þjónustan aukist. Þvert á móti hefur verið dregið úr henni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að fram- lag borgarinnar til rekstrar þeirra verði 611 milljónir króna og hefur aukist verulega á síðustu árum. Sjálfstæðismenn hafa lagt fram til- lögur um samstarf og hugsanlega sameiningu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, en ekkert gerist. Engar raunhæfar tillögur eða hugmyndir er að finna í framtíðar- sýn borgarstjóra. Mörg fleiri dæmi mætti tína til. Málefni Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið mjög til umræðu og ég hef var- að við þeirri þróun, sem þar var haf- in. Um síðustu áramót var staða fyr- irtækisins orðið erfið, en ræst hefur úr að nokkru á þessu ári. Afleiðingar skuldsetningar og arðgreiðslukröfu í borgarsjóð eru flestum ljósar. Staða fyrirtækisins er efni í aðra grein, en nú seinast var Orkuveitunni gert að setja 100 milljónir króna inn í Línu.- Net hf. til að treysta erfiða greiðslu- stöðu þess. I stað raunverulegrar framtíðar- sýnar birtist markmið borgarstjóra í að skuldavæða fyrirtæki borgarinn- ar. Það er ekki lagður góður grunnur að framtíð borgarinnar með þeirra óábyrgu fjármálastjórn, sem hér er rekin. Það er ekki nóg að tala um framtíðina ef menn búa sig ekki und- ir hana. Stjórnarhættir borgarstjóra og R-listans í dag eru að binda hend- ur okkar gagnvart framtíðinni. Það þarf dug og djörfung til að takast á við nýtt og óþekkt og það þarf líka dug til að geta neitað sér um eyðslu og óhóf. Fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar fyrir árið 2001 ber það með sér að stjómendur borgarinnar kunna sér ekki hóf. Með henni er ekki verið að leggja góðan grunn að framtíð Reykjavíkur. Höfundur er leiðtogi sjáifstæðis- nuinnn í borgarstjórn Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.