Morgunblaðið - 17.12.2000, Side 35

Morgunblaðið - 17.12.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 35 SKOÐUN BYGGÐASTEFNA STJÓRNVALDA ÁRIÐ 2000 í FRÉTT frá Þjóðhagsstofnun ný- lega var greint frá könnun á atvinnu- ástandi í september sl. Þar kemur fram að atvinnurekendur á lands- byggðinni vilja helst fækka starfsmönnum um tæplega 400 manns með nokkrum undan- tekningum þó. Þessi fækkun sam- svarar liðlega 1% af vinnuafh á landsbyggð- inni og er spurn eftir vinnuafM þar í sögulegu lágmarki, og fer minnkandi í flestum at- vinnugreinum. Sam- kvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar hefur spum eftir vinnu- afM á landsbyggðinni ekki mælst minni í september frá því að mælingar hófust íyrir 15 árum. Á höfuðborgarsvæðinu er spum eftir starfsmönnum hinsvegar í sögu- legu hámarki, þar vantar Mðlega 1.000 manns tii starfa, sem er um 1,6 % af vinnuafM þar. Þess má einnig geta að áætlað er að spum efdr vinnuafli á höfuðborg- arsvæðinu vaxi um 3% næstu 12 mán- uði. Alvarleg tíðindi Þessi könnun var ástæða þess, að ég kvaddi mér hljóðs utan dagskrár á Alþingi nýlega til að ræða um ástand og horfur í atvinnumálum lands- byggðarinnar og byggðastefnu stjómvalda um þessar mundir. Áframhaldandi byggðaröskun og nið- urstaða áðumefndrar könnunar Þjóðhagsstofnunar em alvarleg tíð- indi. Úttektir vantar ekki Ríkisstjómarflokkamir hafa sett sér háleit markmið til að spoma gegn byggðaröskun, en lítið hefur orðið um efndir þeirra markmiða. Spyrja má eftirfarandi spuminga: Hefur byggðaáætlun Aiþingis virkað hingað á? Eða hefur byggðaáætlun- in kannski aldrei komið til fram- kvæmda ? Það er rétt að taka fram að umræður og úttektir á vanda lands- byggðarinnar skortir ekki. Það sem skortir á, er að þeim úttektum og um- ræðum verði fylgt eftir með beinum aðgerðum og að hugmyndum verði hrint í framkvæmd. Það hefur ekki verið gert. Fulltaf loforðum Ibúar landsbyggðarinnar hafa fengið nægan skammt af loforðum og háleitum markmiðum í ýmsum áætl- unum en það sem fólkið bíður hins- vegar eftir og það sem sárvantar nú eru markvissar úrbætur til þess að spoma gegn áframhaldandi byggð- aröskun. Kröftugt átak í atvinnumál- um iandsbyggðarinnar er langþýð- ingarmest um þessar mundir og þolir enga bið.Við þurfum svæðisbundið stöðumat á ástandi og horfum í at- vinnumálum fjölda byggðarlaga úti á landi. Við þurfum tafarlausar aðgerðir til að efla atvinnustarfsemi á lands- byggðinni, og sóknaraðgerðir íyrir nýsköpun í atvinnumálum. Nýsköpun í atvinnumálum landsbyggðarinnar hefur aldrei verið jafnmikilvæg og einmitt nú. Þess vegna er það mik- ilvægasta verkefni stjómvalda og byggðastefna nútímans að stuðla að stofnun nýrra atvinnutækifæra og skapa aðstæður til að þau nái að festa rætur - auk þess að efla þá starfsemi sem nú er fyrir hendi úti á landi. Þungaskattur - Landsbyggðarskattur Ymsar nýlegar ákvarðanir ríkis- stjórnarflokkanna og stefna þeirra em sérstaklega íþyngjandi fyrir íbúa og atvinnurekstur landsbyggðarinn- ar. Nægir þar að nefna breytingar á þungaskatti, sem hafa i íor með sér 36-40% hækkun flutningsgjalda, frá árinu 1998, hjá þeim flutningafýrir- tækjum sem keyra mest og lengst, eða um 100 þúsund km á ári. Þessi landsbyggðar- skattur og þessar hækkanir á þungaskatti sem rflrisstjómin hefúr samþykkt em mjög íþyngjandi fyrir allt at- vinnuMf á landsbyggð- inni svo og stórhækkað vöraverð. Flugmiðaskattur - Landsbyggð- arskattur Ekki má gleyma hin- um nýja flugmiðaskatti sem ríkisstjómin lagði á í vetur, skatti upp á 50-60 m.kr. á næsta ári sem flugfarþegar þurfa að greiða með hækkuðu farmiðaverði, en nú nýlega tilkynnti Flugfélag ís- lands þriðju hæklum sína á skömm- um tíma á þessu ári. Fyrst var hækkað um 5%, svo var hækkað um 10% og nú í síðustu viku um8%. Já, ríkisstjómin og stuðningsmenn Byggðaröskun und- anfarinna ára er vegna ákvarðana Alþingis, segir Kristján L. Möll- er, og á ábyrgð Alþingis og ríkisstjórnar. hennar em ánægðir með þær 50-60 m.kr. sem flugfarþegar greiða með þessum skatti. Ríkisstjómin hefur fundið fleiri breið bök til að skattleggja, líkt og elMlífeyris- og örorkuþega sem sífellt era látnir greiða hærri skatta af sín- um bótum. Flugfargjöld til Egilsstaða hafa hækkað um 38% í einni svipan og kostar nú rúmar 20.000 kr. að fljúga fram og til baka, svo dæmi sé tekið. Rúmar 27.000 kr. kostar að fljúga til Vopnafjarðar, en ekki nema 17.000 kr. til Barcelona samkvæmt nettil- boði Flugleiða fyrir um tveimur mán- uðum. Byggðastefna á Norðurlöndum I samanburði okkar við hin Norð- urlöndin kemur fram sú staðreynd að vandinn í byggðamálum er óvíða meiri en á íslandi, en aðgerðir era þó á fæstum stöðum minni en einmitt hér á landi. Það er líka staðreynd að við íslendingar veijum minnsta fé til byggðaþróunar af Norðurlöndunum. Þess máeinnig geta að framlag okkar íslendinga er að mestu lánsfé og það dýrt lánsfé miðað við vexti í dag, en á hinum Norðurlöndunum er um stofn- styrki og skattaívMnanir til atvinnu- uppbyggingar að ræða. Ábyrgð Alþingis og rflusstjórnar Þá atvinnuháttabreytingu sem átt hefúr sér stað á íslandi undanfama tvo áratugi má rekja til breytinga sem gerðar hafa verið á Alþingi, og á ég þá auðvitað við stefnuna í sjávar- útyegsmálum. í samantekt Stefáns Ólafssonar prófessors, um orsakir búferlaflutn- inga, segir hann m.a.: „Eigendur kvótans hafa við núverandi skipan fengið vænlega útgönguleið úr grein- inni með því að selja frá sér kvótann en með því er lífsbjörgin hinsvegar seld frá íbúum minni sjávarbyggð- anna. Það fólk á um fátt annað að velja en að flytja brott þegar svo er komið og jafnvel skiija eftir afrakstur ævistarfsins í verðlausu húsnæði, ef fólkið þarf þá ekki að taka með sér skuldirnar af því að auki.“ Sjávarút- vegsstefnan hefúr breytt grandvelM búsetu í mörgum sjávarplássum á ís- landi eftir 1990 og það er einmitt þess vegna, sem ég tel að Aiþingi og rík- isstjóm verði að taka fastar á mál- efnum landsbyggðar heldur en gert hefúrverið hingað til. Byggðaröskun undanfarinna ára er vegna ákvarðana Alþingis og á ábyrgð Alþingis og ríkisstjómar. Reynslutíminn er liðinn Um síðustu áramót vora byggða- mál flutt til iðnaðarráðuneytis og ný lög sett um byggðastofnun og ný stjóm kosin. Hvort þessi ákvörðun á eftir að verða til góðs kemur vonandi í ljós fljótlega, en reynslutíminn er Hðinn. Stjóm Byggðastofnunar hefúr far- ið í kynnisferð til Noregs og Evrópu- sambandsins til að kynna sér hvemig staðið er að byggðamálum þar. Ég bíð eftir nýjum tillögum frá ráðherra byggðamála og byggða- stofnun. Nágrannaþjóðir okkar og Evrópu- sambandið nota allt aðrar leiðir held- ur en við. Það era leiðir sem virka, leið stofn- styrkja, skattaívilnana og fleiri þátta. Leiðir og hugmyndir vantar ekki, það vantar vilja, þann vilja hefúr nú- verandi ríkisstjóm ekki. Stefna ríkisstjómar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks hefur ekki leitt tíl neins fyrir landsbyggðina nema svikinna loforða og fóUcsflótta. Samfylkingin viU nýjar leiðir í byggðamálum, m.a. skattaívilnanir fyrir fyrirtæki í nýjum atvinnugrein- um og eflingu sveitarstjómastigsins. Höfundur er alþingismaður Norður- landskjördæmis vestra fyrir Sam- fylkingu jafnaðarmanna. Gistihús Regínu Miðlnisholti 14. 3. hæð. símar 551 2050 oq 898 1492 Þaö verður opiö aö venju hjá okkur um jólin og áramót frá 17. des. fram til 5. janúar Ósíqitn öttum (andsmönnum nœr ogfjœr gkðiCegra jó(a, árs ogfriðar. Verð á herb. og íbúðum yfir hátíðarnar: Stúdíóíbúð kr. 5.000 á nóttu eöa kr. 20.000 á viku. Herb. með aðgangi að baöi á nóttu kr. 4.000 eðakr. 15.000 áviku. Ekki er um morgunverð að ræða á þessu timabili. H Q(eðUegjó( Kristján Möller Að óttast íslensku Það er engu líkara en að maðurhafi fengið litla tungumálslöggu í vöggugjöf ogsitji uppi með hana, sítuðandi ogfett- andi fingur út ípað sem maðursegir. Stundum dettur manni í hug að það að búa hugsun sinni íslensk- an búning sé eins og að fara í lopapeysu á sólarströnd. Ekki vegna þess að íslenska sé hallærisleg, heldur vegna þess að maður býður heim aðfinnslum og jafnvel aðdrótt- unum. Því er það, að á meðan sumir óttast um íslenskuna, þá era aðrir sem óttast íslenskuna. Það skyldi þó aldrei vera að hún eigi undir högg að sækja nú- orðið meðal annars vegna þess að margir íslendingar þori varla að taka sér hana í munn af ótta við að segja eitthvað vitlaust og fá á tilfinninguna að þeir hafi þar með brotið gegn æðra máttar- valdi - gert eitthvað sem rétt- lætir að sett sé ofan í við þá rækilega á VIÐHORF Eftir Krístján G. Amgrimsson opinberum vettvangi og krefst sam- viskubits í nokkra daga? Þetta kann að hljóma fárán- lega, en engu að síður er svarið við spurningunni sennilega já- kvætt, og þess era raunveruleg dæmi að fólk beinlínis sé hrætt við að segja það sem því býr í bijósti, ekki vegna feimni, held- ur vegna ótta við hina óopinbera tungumálslögreglu - sem talar líka stundum í útvarpið. Þá er kannski ekki að undra að margir leiti á náðir ensk- unnar, en umgengnisreglurnar er gilda um hana era eiginlega, að manni oft virðist, þveröfugar á við þær sem gilda um hina helgu íslensku. Enska er eins líf- legt og fjöragt tungumál og hægt er að hugsa sér, og það er eins og maður megi gera hvað sem er við hana, það verður eng- inn vondur og les yfir manni með fingurinn á lofti. Og enska er af þessum ástæðum alveg ein- staklega notendavæn. Það eru til margar sögur um það hvemig fólki sem talar ís- lensku hefur orðið hált á því svelli sem þetta tungumál stund- um virðist vera. Til dæmis var sögð saga af konu sem var ósátt við framgöngu dyravarðar á skemmtistað og hreytti í hann „Djöf... ertu óforsvífinn!" Þegar rétt hefði verið af konunni að segja dyravörðinn annaðhvort óforskammaðan eða ósvífinn. Og orðtækin, maður lifandi. Fólk er sífellt að hellast úr lest- inni, í stað þess að heltast, koma eins og þjófar úr heiðskíru lofti - en ekki eins og þrama úr heið- skíru eða þjófar að nóttu - menn hneppa hrossið, draga taum af einhverju (í staðinn fyrir dám), og ekki má gleyma það sem var einu sinni sagt mér og það sem égvill. Era hér ótaldar þær hremm- ingar sem stafsetningin getur leitt til. Maður veit aldrey - hvaða eyja skyldi það annars vera? Vandinn er ekki sá, að ís- lenska sé ómerkilegt mál sem lít- ið er varið í að tala. Það er hún ekki fremur en önnur tungumál (þótt það sé svo smekksatriði hvort hún er sérlega hljómfögur - til dæmis samanborið við ítölsku). Vandinn er heldur ekki sá, að íslenska sé lítið mál sem fáir skilja. Vandinn er sá, ein- faldlega, að af einhverjum ástæðum veigrar sumt fólk sér við að tala íslensku af ótta við að gera það „rangt“ og fá á baukinn fyrir og jafnvel teljast vitgrannt. Það skiptir engu máii þótt þetta hljómi fáránlega. Þetta er einfaldlega staðreynd, og er til marks um að málverndin hafi farið eitthvað úr böndunum. Hvað er íslensku óhollara en að hún sé ekki notuð? Og er til frá- leitari ástæða fyrir þvi að fólk veigri sér við að nota hana en sú, að fólk beinlínis óttist hana? Ekki svo að skfija að það þurfi engar reglur og engar hefðir og að engin ástæða sé til umhugs- unar um hvað maður segir. En málvöndunar- og málverndar- menn verða að gæta sín á því umfram annað, að ragla ekki saman eigin máltilfinningu og „réttu“ máM. Það er hægt að segja hlutina á óteljandi vegu. Ef nánar væri að gáð kæmi líklega í Ijós, að stór hluti þeirra „leið- réttinga“ sem gerðar era, era ekki á röngu máli, heldur bara máli sem er ekki í samræmi við máltilfinningu þess sem „leið- réttir". En það er betra að íslendingar séu óhræddir við að nota málið sitt en að aldrei heyrist nema gullaldarmál. (Að því ógleymdu, að það sem er gullaldarmál núna var vísast einhverntíma skelfileg ambaga.) En það er alls ekki ljóst við hvern á að kvarta. Eins og áður sagði er tungumálslöggan á ís- landi óopinber, og það era ekki fagmennirnir - íslenskukenn- aramir, prófarkalesararnir og umsjónarmenn málfarsumfjöll- unar í blöðum og útvarpi - sem eru uppstökkastir og argastir vegna meintra málglapa íslend- inga. Sennilega er það sagan og óljós hugmynd um íslenska sjálfsvitund sem hvílir þama eins og mara á manni, oftar en ekki ómeðvitað. Vegna þess að einu sinni var þetta spurning um sjálfstæði þjóðarinnar. En þá voru aðstæður aðrar. ísland var ekki sjálfstætt, það þurfti bein- línis að vinna því sjálfstæði. Núna er það sjálfstætt, og ekk- ert sem bendir til breytinga í þeim efnum. Engu að síður situr þessi saga í manni, og þar með sú hugmynd að fátt skipti meira máli en rétt íslenska. Manni finnst, jafnvel þótt maður geri sér ekki fyllilega grein fyrir hvers vegna, að það sé siðferðislega rangt - svona eins og það er rangt að stela - að tala vitlaust. Og að „tala vit- laust“ er að tala ekki í samræmi við reglur og hefð sem maður jafnvel skilur ekki, en veit að býr þarna aftur í sögunni. Því er þetta hreint ekki auð- velt viðureignar. Það er engu lík- ara en að maður hafi fengið litla tungumálslöggu í vöggugjöf, og sitji uppi með hana, sítuðandi og fettandi fingur út í það sem mað- ur segir. Kannski dettur einhverjum í hug að bera í bætifláka og segja sem svo, að íslenskan sé harður húsbóndi. En ber manni ekki fremur að líta á íslenskuna sem þjón sinn en sem húsbónda sinn?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.