Morgunblaðið - 17.12.2000, Page 41

Morgunblaðið - 17.12.2000, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR17. DESEMBER 2000 41 * Ég dvaldi hjá afa og ömmu á Brú- arlandi á æskuárum mínum í sum- arfríum og jafnvel jóla- og páskafrí- um. Hvert tækifæn var notað til að komast í sveitina. Atti ég þar mínar sælustu stundir við leik og störf. Þegar afi kom heim á daginn úr mjólkurferðum heilsaði hún honum alltaf með orðunum „komdu sæll góði minn“ og kyssti hann. Og þegar ég var orðin fullorðin og við ræddum um lífið og tilveruna sagði hún mér að hjón ættu aldrei að fara að sofa ósátt því ekki væri víst að þau hefðu hvort annað að morgni, þetta held ég að amma mín hafi ætíð haft að leið- arljósi og fannst mér þau vera mjög hamingjusöm. Aldrei heyrði ég þau mæla styggðaryrði af vörum hvort í annars garð. Amma var mjög vinnusöm og sinnti heimili þeirra afa með miklum sóma og átti alltaf eitthvað gott handa heimilisfólki og gestum. Hún var mikil hannyrðakona og prjónaði undurfallega dúka úr fínu gami sem prýða heimili ættingja hennar og vina og bera fögru handbragði henn- arvitni. Garðurinn var hennar yndi og sat hún þá ekki auðum höndum og horfði á hann heldur þvert á móti vann hún að útliti hans af kappi, rótaði í mold- inni, færði til blóm og klippti tré, auk þess sem hún ræktaði mikið af græn- meti. Hún hafði svo gaman af jarð- arberjaræktinni að hún vigtaði upp- skeruna jafnóðum yfir sumarið til að vita hve mikil hún yrði. Þau voru líka góð jarðarberin hennar með þeyttum rjóma. Allt óx og dafnaði hjá henni. Ég er ákaflega þakklát fyrir að hafa ekki aðeins þekkt ömmu mína sem barn heldur einnig sem fullorðin kona og móðir. Einnig að börnin mín skuli hafa fengið að kynnast henni. Ég vil að lokum þakka elskulegri ömmu minni fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Ég gleymi henni aldrei. Bryndís Borgedóttir. Elsku besta amma! Með bónda þínum reistir bú ábjargistóðþaðfast. Því vinnusemi, von og trú varðtilaðeigibrast Þú unnir öllu er andann dró ogeinnigþvísemgrær. Kjark og hugvit hafðir nóg oghendurþínartvær. Þitt óðal sýnir öllum vel hveiðinmunderhög. Að blómgrund gerðir beran mel ogblásinmoldarflög. Þitt hús æ opið öllum stóð því enginn fram hjá gekk. Hver gestur, sem að garði tróð, þar greiða bestan fékk. Þótt hafi manndómshjarta þitt núhætt,ogslá’eimeir. Og höndin endað hlutverk sitt helg minning þín ei deyr. Á meðan hrísla í hrauni grær oghrynuráinköld. Og foldu kyssir blíður blær um broshýrt sumarkvöld. Hafðu þakkir fyrir allar stundirn- ar okkar saman. Éyrir lestrarkennsl- una, afmælin, samræðumar við eld- húsborðið, spilamennskuna, veit- ingamar og allt hitt. Guð blessi þig og geymi um alla tíð. Þinn Brynjar Halldór. Nú kveð ég í hinsta sinn stór- brotna konu, sterkan persónuleika og vin minn, Halldóru Guðbrands- dóttur frá Brúarlandi. Hún kvaddi sér ekki hljóðs á fundum, lifði ekki fyrir sviðsljósið og líklega mun hún ekki komast á spjöld sögunnar en hún var hetja hversdagsins, einn af þeim burðarásum er íslenskt sam- félag hvíldi á. Ég kynntist ömmu Dóra, eins og við kölluðum hana alltaf, fyrir rúm- um 23 áram þegar ég trúlofaðist dóttursyni hennar. Þá strax mynd- aðist milli okkar sterkur strengur er aldrei síðan rofnaði. Við þurftum ekki alltaf orð til að skilja hvor aðra. Mér hefur alltaf fundist einkenna Dóra fyrst og fremst hversu mikil móðir hún var, hvort sem hún var að umgangast bömin sín, bamabömin eða bamabamabömin. Þessi óeigin- gjarna, umlykjandi hlýja og hugsun- arsemi var henni í blóð borin. Hún vildi hlúa að öllu sem lifði, hvort sem það var maður eða urt, og tókst fá- dæma vel upp við hvort tveggja. Mætti e.t.v. segja að hún væri eins og „Móðir náttúra" sem hún unni svo mjög. Gjöful, hlý, vermandi, nærandi og nægjusöm hvort sem stormur blés eða sólin skein. Enda mun garð- urinn á Brúarlandi verða hennar minnismerki um ókomin ár. Dóra hafði miklar skoðanir og hélt þeim fram ljúft en óhikað og þótt hún hefði mismiklar mætur á lífríkinu þá var komið fram við alla af prúðmennsku. Meira að segja arfmn í beðinu hafði sinn sess, þótt hann ætti auðvitað að vera annars staðar. Að giftast inn í Brúarlandsfjöl- skylduna var töluverð lífsreynsla og kom fljótlega í Jjós að þessi systk- inahópur var ótrúlega samheldinn, eins marglitur og hann er. Er dýpra var kafað sást að á bak við allan hóp- inn stóð homsteinn sem allir fylktu sér um, litu upp til og þjappaði fólk- inu saman. Og virðingin fyrir þessari einstöku móður var og er takmarka- laus. Dóra ól bömin sín upp í þeim gömlu góðu gildum sem hún hafði í ríkum mæli til að bera sjálf. Heið- arleiki, réttsýni, tryggð, umhyggja, iðjusemi og réttlæti vora kostir sem hún var búin og bar áfram til næstu kynslóðar. Enda era þessi þættir sterkir í öllum hennar afkomendum. Það er langur vegur frá því að við Dóra væram alltaf sammála. Aldrei lét hún mig þó finna að mínar ungæð- islegu skoðanir væru eitthvað verri en hennar, heldur var frekar spurt hvort ekki væri athugandi að líta á málið frá annarri hlið. Heimilið á Brúarlandi var rekið myndarlega og oft var þar mjög gestkvæmt. Um það þarf raunar ekki fleiri orð. Gestir koma ekki þangað sem þeir era ekki velkomnir. Dóra hafði mjög gaman af því að ferðast og ekki var verra ef hægt var að heimsækja ættingja, er bjuggu lengra frá, í sömu ferð. Eitt sinn er lagt var í ferðalag fékk hún mig til að vera ráðskona á Brúarlandi á meðan, þvi ekki var hægt að skilja Eirík eftir matarlausan. Ekki hafði hún áhyggj- ur af því hvort maturinn yrði þokka- legur, heldur var hún hrædd um að of mikið væri á mig lagt og að son- urinn yrði kannski óþekkur við ráðs- konuna. Svona var Dóra, alltaf um- hyggjusöm. Er Binni á Brúarlandi féll frá, langt um aldur fram, kom enn og aft- ur í ljós hinn gífurlegi sjálfsagi og innri styrkur sem Dóra hafði til að bera. Hendur vora ekki lagðar í skaut heldur hélt hún heimili með Ei- ríki syni sínum, eiginlega þar til hann féll frá fyrir tveimur áram. Einnig þá, við fráfall hans, reis hún upp, sterk sem aldrei fyrr, og stóð eins og klettur í gegnum alla þá raun. Og er heilsan tók að bila og líkaminn gegndi ekki ungum huganum var hvorki æðrast né kvartað, heldur sagðist hún vera heldur löt þessa dagana. Arið 1997 varð Dóra alvarlega veik og vart hugað líf. En með þraut- seigju, sem henni var svo eðlislæg, komst hún aftur á ról. Hún átti nefni- lega eftir að verða langalangamma. Er henni auðnaðist það síðan í vor sagði hún mér að nú væri væri allt komið sem hana hefði dreymt um að öðlast í lífinu og hún gæti því kvatt. Og svo kvaddi hún, með fullri reisn, og hvílir nú á öðrum beði í faðmi ást- vina sinna. Með Dóra er genginn persónuleiki sem fáir gleyma er kynntust. Kannski mætti segja að orðatiltækin „dropinn holar steininn“ og „þolin- mæði þrautir vinnur allar“ lýsi henni vel. Hún var fylgin sér og hafði ótrú- legan sjálfsaga og iðjusemi til að bera. En eins og hjá dropanum var ekki endilega framkvæmt með há- vaða og látum. Hún setti sér tak- mark og hvikaði aldrei frá því. Hægt og bítandi bar hvert skref hana nær þeim lokaáfanga sem hún hafði sett sér. Og sigur hafði hún yfirleitt að lokum. Og nú hefur Halldóra Guðbrands- dóttir gengið sín lokaskref, hægt og hljótt. Elsku Dóra mín, ég þakka þér að hafa fengið tækifæri til að rölta með þér nokkur af skrefum þínum. Ég gekk ríkari af fundi þínum. Hafðu mínar innilegustu þakkir fyrir allar þessar stundir. Guð blessi þig og geymi. Birna. • Fleiri minningargreinar um Hall- dóru Guðbrandsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast íblaðinu næstu daga. Atvinnuhúsnæði til sölu - Fjárfestar - Fyrirtæki! Erum með í sölu mjög spennandi eign á miklu athafnasvæði á milli Garðabæjar og Hafnarfjarð- ar með aðkomu frá Reykjanesbraut. Húsið er samtals tæplega 5.000 fm að stærð. U.þ.b. 1/3 hluti hússins er í traustri útleigu, landsþekkt fyrirtæki. Til staðar er leigutaki að 1/3 hluta til við- bótar ef vill. Gríðarlega stórt ný malbikað bílaplan og athafnasvæði fylgir. Kjörið tækifæri fyrir fjárfesta sem og öflug fyrirtæki sem vilja eiga stækkunarmöguleika. Mögulegt er að taka upp í minni sambærilega húseign. Hagstæð greiðslukjör fyrir traustan aðila. Allar upplýsingar veitir Franz í gsm 893 4284. og Ágúst í gsm 8947230 Sérhœfðir sölumenn í atvinnuhúsnœði Fjöldi eigna til sölu og leigu! Ekki hika við að hringja í okkur félagana, Franzgsm 893 4284, Ágúst gsm 894 7230. Fjöldi leigutaka á biðlista! Skúlagötu 17 sími 595 9000 Opið hús í dag milli kl. 15 og 18. Falleg og vel skipulögð íbúð á annarri hæð í þessari vinsælu blokk í hjarta vesturbæjarins. Parket á gólfum. Gott baðher- bergi. Rúmgott hjónaherbergi og barnaherbergi. Stórar svalir. Þvottahús á hæðinni. Góð eign á góðum stað. Verð 10,7 millj. iUNHAMAR FASTEIGMASALA Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði Sími 520 7500 Miðbær Hafnarfirði - Laus strax Til sölu glæsileg 3ja til 4ra herb. íbúð, ca 115 fm í þessu glæsilega virðulega húsi. íbúðin skiptist þannig, 1. hæð er sérinngangur og stigapallur, 2. hæð stofa, eldhús, baðherbergi og tvö svefnherb. Ris, rúmgott alrými, möguleiki m.a. her- bergi. Frábær staðsetn. í miðbæn- um. Útsýni yfir höfnina. Allt sér. Stutt í alla þjónustu. Eignin er ný- lega standsett að innan og utan. Áhv. húsbr. Verð tilboð. Upplýsing- ar veitir Helgi Jón Harðarson í síma 893 2233. Síðumúla 27 sími 588 4477 VALH O LL fax5884479 FASTEIGNASALA Heimasíða: valholi.is Spennandi atvinnuhúsnæði Yöluteigur Mos. 1.500 fm á fráb. verði. í einkasölu iðnaðarhúsn. sem má skipta í 250 fm bil. Góð aðkoma, bílastæði malbikuð, gott fermetraverð, 72 þús. Góðar innkeyrsludyr, 3,66 m á hæð. Nýsmíði sem afhendist í mars- apríl 2001. Traustur bygg.aðili. Bæjarlind í sölu eða til leigu á góðum stað fyrir fjárfesta stórglæsil. ca 400 fm verslunarhúsn. á jarðhæð. Húsn. skiptist í tvö sjálfst. bil, 150 og 250 fm m. sameign, sem er ca 30 fm, hluti er nú í leigu. Áhv. 36 m. Verð um 50 millj. eða tilb. 3994 Krókháls - Fyrir í járfesta Viðhaldslítið nýl. iðnaðarhúsn. m. stórum innkeyrslud. á besta stað á Höfðanum, ca 360 fm. Góð lán ca 19,5 m. Góður leigusamn. til 5 ára. V. 27,9 m. 3973 Þingholtsstræti - Ca 470 fm - Fyrir fjárfesta Á besta stað í hjarta borgarinnar vínveitingastaður í útleigu til 10 ára. Góð áhv. lán 27 m. Góð fjárfesting. V. 50 m. Við Hlíðasmára - Kópavogi .Á frábærum stað til sölu eða leigu ca 400 fm björt versl.hæð á einum besta stað í Smáranum (í sama húsi og Sparisjóður Kóp.). Hagst. verð/leiga. Upplýs. á skrifstofu/Magnús. Tangarhöfði 570 fm iðnaðar- og skrifstofunúsn. á tveimur hæðum. Þrjár inn- keyrsludyr. Húsn. í góðu standi, efri hæð nýstandsett. Góð áhv. lán. Gott verð um 34 millj. 3993 Laugavegur - Glæsilegt nýtt verslunar- og íbúðarhúsnæði Glæsileg verslunarpláss, 143, 245 og 455 fm á besta stað. Möguleiki að kaupa stæði í lokaðri bílgeymslu í kj. Afhending í apríl 2001. í húsinu eru einng til sölu glæsilegar „penthouse“-íbúðir á tveimur hæðum sem seljast tilb. til innréttinga. Lyfta í húsinu. A Grandanum Fyrir Qárfesta - ca 200 fm Leiga á mán. kr 260.000 á góðum stað með 10 ára góðum leigu- samn. Góðir og traustir aðilar. Allar upplýsingar utan skrifstofutíma veitir Magnús í síma 899 9271

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.