Morgunblaðið - 17.12.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.12.2000, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 *--------------------------- MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Norsk Hydro gerir athugasemd vegna sýningu heimildarmyndarinnar „Kdngar“ NORSK Hydro hefur sent norska ^ríkissjónvarpinu (NRK) athugasemd vegna sýningar heimildarmyndar sem sýnd var í Noregi á þriðjudags- kvöld og fjallaði um virkjunarfram- kvæmdir á íslandi. Heimildarmyndin „Kóngar“ er eft- ir tvo íslendinga, búsetta í Stokk- hólmi, þau Helga Felixson og Helgu Brekkan. Þar er fjallað um virkjun- aráform á Austurlandi vegna bygg- ingar íyrirhugaðs álvers Norsk Gagnrýnt að efni myndarinn- ar snúist um Fljótsdalsvirkjun Hydro og íslenskra ljárfesta á Reyð- arfirði. I athugasemd Norsk Hydro, sem greint er frá á kynningarsíðu Reyðaráls, er bent á að viðtal í þætt- inum við Eyvind Reiten, fram- kvæmdastjóra áldeildar fyrirtækis- ins, hafi verið tekið fyrir einu ári og frá þeim tíma hefði fyrirtækið ekki fengið tækifæri til að tjá sig um gerð myndarinnar. Ennfremur er vísað til þess að umfjöllunarefni myndarinnar séu framkvæmdir við Fljótsdalsvirkj- un og miðlunarlón á Eyjabökkum, en frá þeim framkvæmdum hafi verið fallið sl. vor og ákveðið að stefna á Kárahnjúkavirkjun þess í stað. Norska ríkissjónvarpið hafi þrátt fyr- ir þetta látið í veðri vaka við kynningu FASTEIGNA .. P MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 0-18. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. BON- OG BILAÞVOTTASTOÐIN HANNA TIL SÖLU Öll tæki og áhöld Bón- og bílaþvottastöðvarinnar Hönnu eru til sölu. Stöðin hefur verið í fullum rekstri frá árinu 1994 og selst til flutnings með öllum tækjum og búnaði. Góð viðskiptavild. Stöðin er til sýnis í dag og næstu daga í fullum rekstri á Þórðarhöfða 1. Allar frekari uppl. á skrifst. Armúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 BÁSBRYGGJA 51 Fullgerð þriggja herbergja íbúð, um 100 fm, auk bílskúrs. Glæsilegar kirsuberjainnréttingar, parket og flísar á gólfum. Einstakt útsýni yfir Voginn. Bílskúr um 30 fm. BOÐAGRANDI Góð þriggja herbergja íbúð um 90 fm á annarri hæð í litlu fjölbýli. Þvottaaðstaða í íbúðinni. Hagst. lán áhvílandi. LÆKJARÁS Stórt einbýli, tæpir 400 fm í allt, en þar af er bílskúr ca 36 fm. Efri hæð- in er mjög vegleg, parketlögð að mestu. Á neðri hæð er séríbúð, (ósamþykkt) með séraðkomu. Vinsæl staðsetning. EYRARHOLT Efri sérhæð ásamt risi auk bílskúrs, alls um 221 fm. Stór bílskúr. Eftir er að pússa húsið að utan. I íbúðinni eru alls 5 svefnherbergi. BREIÐVANGUR íbúðin er 143 fm á fyrstu hæð og kjallara í góðu fjöibýli. Alls eru 5 góð svefnherbergi í íbúðinni. Auk þess fylgja I kjallara þrjú óinnrétt- uð herbergi og baðherbergi með sérinngangi. HLÍÐASMÁRI Glæsilegt verslunar- og skrifstofu- húsnæði á fjórum hæðum. Hús- eignin hefur mikió auglýsingagildi þar sem það stendur í alfaraieið. Selst eða leigist í heilu lagi eða í 10 einingum. Teikningar á skrifstofu. SUMARBÚSTAÐALÓÐIR Höfum til sölu sumarbústaðalóðir, bæði fyrir austan fjall og eins handan við Hvalfjarðargöngin. Áhugaverðar lóðir á skipulögðum svæðum. 0888 55 30 BrifirfadSSS 5S40, Fasteignamiðlun Berg Háaleitisbrauf 58 Reykjavík Sími 588 5530 BJARTAHLÍÐ - M/BÍLSKÚR MOSFELLSBÆ Höfum til sölu fállega rúmgóða 3ja til 4ra herb. íbúð 105 fm. Stofa, sólstofa, Tvö stór herbergi ásamt rúmgóðum 28 fm bílskúr, hurðaopnari, heitt og kalt vatn. EFTIRSÓTT EIGN MEÐ GÓÐA STAÐSETNINGU V. 12,9 m. Áhv. 5,0 m. SÍÐUMÚLA 8 - 108 REYKJAVÍK Po,«,„n Egaonooon hd,., Símí 525 8800 og lögg. fasteignasali Fax 525 8801 óu Antonsson Gsm 897 3030 sölustjóri. netfang:framtidin@simnetis www.mbl.is/fasteignir/framtidin/ FELLSMULI 19 - OPIÐ HUS Falleg og talsvert mikið endurnýjuð 94 fm. endaíbúð á 2. hæð. Meðal annars er nýl. eld- húsinnrétting, hvít/ beyki, AEG tæki, flísalagt milli skápa. Tvö stór svefnher- bergi, mikið skápa- pláss. Stórt bað- herbergi, fiísalagt í hólf og gólf með t.f. þvottav. Bjartar og stórar samliggjandi stofur með útsýni m.a. yfir Sundin og til Esjunnar. Nýl. flísar á holi og eldh., nýl. parket á gangi, svefnherb. og stofum. Rúmgóðar suðvestur svalir. Hús nýl. viðgert og málað að utan. Verð 11,3 millj. og áhvílandi 5,1 millj. MAGNÚS OG SESSELJA TAKA Á MÓTI YKKUR í DAG KL. 13-15. Logafold - Glæsihús VALHÖLL Síðumúla 27 sími 588 4477 Vorum að fá í einkasölu þetta stórglæsil. einb. á 1 h. sem staðsett er neðst í lok. botnlanga v. óbyggt svæði. Teiknað af Kjartani Sveinssyni. Nýl. vand. sérsmíðaðar innréttingar. Glæsil. baðherb. Gegnheilt parket. Arinstofa. Glæsil. ræktuð lóð. Rúmgóður bílskúr m. geymslulofti. Þetta er hús fyrir vandláta. Áhv. ca 2 millj. V. 27,8 millj. eða tilb. Upplýsingar um húsið í dag í síma 899 1882. Laufrimi - Glæsilegt endaraðhús í einkasölu stórglæsilegt 185 fm endaraðhús á einni hæð ásamt risi. Innbyggður bílskúr. Húsið er fullfrágengið að innan á sérlega vandaðan hátt. Flísalagt bað, parket á gólfum. 3 stór svefn- herb., stórar stofur, vandað eld- hús, fallegur garður, timburver- önd. Eign í sérflokki. Áhv. hús- bréf 6,4 millj. Verð 19,7 millj. myndarinnar að Fljótsdalsvirkjun sé enn á dagskrá á íslandi og um hana i'fki enn miklar deilur. Norsk Hydro ekki aðili að byggingu vatnsorkuvers „Norsk Hydro er ekki þátttakandi í byggingu vatnsorkuversins og á ekki eignarhlut í virkjuninni. Unnið er að núverandi virkjunaráformum íyrir opnum tjöldum og samkvæmt ströng- ustu reglum um umhverfismat. Virkj- unin verður reist á svæði sem sam- kæmt upplýsingum íslenskra um- hverfisyfirvalda er ekki vemdað af alþjóðlegum umhverfissamþykktum. Itarlegar skýrslur um mat á um- hverfisáhrifum, bæði virkjunar og ál- vers, verða lagðar fram á næsta ári og stefht er að því að hægt verði að taka endanlega ákvörðun um framhald verkefnisins snemma árs 2002,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Norsk Hydro. ------------------ Svavar Gests- son flytur erindi hjá Sagnfræðinga- félaginu SVAVAR Gestsson sendiherra held- ur þriðjudaginn 19. desember fyrir- lestur í hádegisfundaröð Sagnfræð- ingafélags Islands sem hann nefnir „Sagan endalausa“. Fundurinn fer fram í stóra sal Norræna hússins, hann hefst kl. 12.05 og lýkur stund- víslega kl. 13. Aðgangur er ókeypis og er allt áhugafólk um stjórnmál og menningu velkomið. I erindi sínu mun Svavar ræða um nauðsyn þess að litið sé á íslenska stjórnmálasögu sem samhangandi heild. Nú sé orðið auðveldara að fjalla um fjölmargar grundvallar- spurningar þessarar sögu en var fyr- ir fáeinum árum. I því sambandi mun hann gera stöðu heimildanna að umtalsefni, einkum þó breytingar á dagblöðunum og tölvubyltinguna. Einnig mun Svavar ræða um mik- ilvægi þess að skapa stjórnmála- mönnum, sem og öðrum þátttakend- um í stjórnmálum, góðar aðstæður til þess að varðveita upplýsingar með skipulegum hætti þannig að þær fari ekki forgörðum, því að eins og hann mun gera grein fyrir í erindi sínu, verður stjómmálasagan aldrei fullskrifuð; hún er ótæmandi, sagan endalausa. Svavar Gestsson var ritstjóri Þjóðviljans 1971-78, alþingismaður 1978-99 og formaður Alþýðubanda- lagsins 1980-87. Hann var ráðherra viðskipta og utanríkisviðskipta 1978-79, heilbrigðismála 1980-83, félagsmála 1980-83 og menntamála 1988-91. Hann var skipaður sendi- herra með aðsetur í Winnipeg í Kan- adavorið 1999. Athygli skal vakin á þvi að lesa má aðra fjTÍrlestra í fundaröðinni í Kist- unni, vefriti um hugvísindi, á slóðinni www.h i ,is/~ mattsam/Kistan. Þar er einnig að finna skoðanaskipti fyrir- lesara og fundarmanna. Börn sýna í Neskirkju BÖRNIN í Granda- og Mela- skóla í vesturbæ Reykjavíkur unnu fyrr í haust verkefni í tengslum við kristnitökuafmæl- ið. I safnaðarheimili Neskirkju er nú sýndur hluti þeirra verka sem börnin hafa gert. Kennir þar ýmissa grasa og gefur þar að líta skemmtilega sköpunargleði sem einkennir oft börnin, segir í fréttatilkynn- ingu. Má þar nefna myndverk, ritgerðir, bænir og mósaík- krossa þar sem börnin eru að túlka kristnitökuna og biblíuleg stef á sinn hátt, segir í frétta- tilkynningu. Sýningin á verkum nemend- anna stendur til 20. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.