Morgunblaðið - 17.12.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 17.12.2000, Qupperneq 48
- SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ í dag er sunnudagur 17, desember, 352. dagur ársins 2000. Orð dagsins: > „A því munu allir þekkja, að þér eruð mínir laerisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jóh.13,35.) Skipín Reykjavfkurhöfn: f dag eru væntanleg Hákon ÞH, Skandia og út fer flutningaskipið Svanur. HafnarQarðarhöfn: A morgun er ms. Anker- •*#gracht væntanlegt. Fréttir Bökatfðindi 2000. Núm- er sunnudagsins 17. des. er 51919 og mánudags- ins 18. des. er 71591. Áheit. Kaldrana- neskirkja á Ströndum á 150 ára afmæli á næsta ári og þarfnast kirkjan mikilla endurbóta. Þeir sem vildu styrkja þetta málefni geta lagt inn á reikn. 1105-05-400744. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- ^pun kl. 8 bað, kl. 8.45 leik- fimi, kl. 9 vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 13 vinnu- stofa, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 pennasaumur og harðangur, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 félagsvist, kl. 13 opin smíðastofan, kl. 16 myndlist, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. ^ílélstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9-16 handa- vinna, kl. 9-12 búta- saumur, kl. 10 sam- verustund, kl. 13 bútasaumur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Guílsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30-18 s. 554-1226. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- >. gerð og myndlist, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.20 leikfimi, kl. 13 handa- vinna og fondur, kl. 13.30 enska framhald. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Á morgun kl. 9.45 leikfimi, kl. 10 fótaaðgerðastofan opin, kl. 13 spilað (brids). Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka kl. 10-13. Matur í hádeginu. Félagsvist fellur niður, ^iefst aftur 7. janúar. Dansleikur fellur niður, næst verður dansað 7. janúar. Mánudagur: Brids kl. 13, sfðasta skipti íyrir jól, næst verður spilað 4. janúar. Danskennsla Sigvalda kl. 19 fyrir framhald, byrjendur kl. 20.30. Söngvaka kl. 20.30. Stjórnandi Steinunn Finnbogadóttir, síðasta söngvaka á þessu ári. Þriðjudagur: Skák ki. 13.30, síðasta skipti fyrir íljó! Alkort fellur niður en hefst aftur eftir ára- mót. Silfurlínan opin mánud. og miðvikud. kl. 10-12 í síma 588-2111. Ath. Skrifstofan opin kl. 10-12, sími 588-2111. Uppl. á skrifstofu FEDBísíma 588-2111 kl. 10-16. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun k! 9-16.30 vinnustofur opnar, m.a. fjölbreytt handavinna, kl. 9.25 sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug, spilasalur op- inn frá hádegi, k! 15.30 danskennsla hjá Sig- valda. Allar veitingar í kaffistofu Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gullsmári, Gullsmára 13. Matarþjónusta er á þriðju- og fóstudögum, panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Fótaað- gerðastofan er opin alla virka daga. Á vegum bridsdeildar FEBK spila eldri borgarar brids mánudaga og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefjast stundvíslega kl. 13. Leikfimi á mánudögum k! 9 og 10, vefnaður kl. 9. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handavinnu- stofan opin, leiðbein- andi á staðnum frá kl. 9-17, kl. 9.30 keramik, kl. 13.30 lomber. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 postulíns- málun og perlusaumur og kortagerð, kl. 10.30 bænastund, kl. 13 hár- greiðsla, k! 14 sögu- stund og spjal! Hvassaleiti 56-58. Á morgun kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, keramik, tau og silkimálun og klippimyndir, k! 10 boccia, k! 13 spilað. Hæðargarður 31. Á morgun k! 9-16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9 hár- greiðsla, k! 14 félags- vist. Norðurbrún 1. Ámorg- un, bókasafnið opið frá kl. 12-15, k! 10 ganga, fótaaðgerðastofan opin frá k! 9. Vesturgata 7. Á morg- un, kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15 dans- kennsla, framhald, kl. 13.30 danskennsla, byrjendur, kl. 13 kóræf- ing. Kveðjum sr. Hjalta Guðmundsson dóm- kirkjuprest. Fyrir- bænastund í aðalsal fimmtudaginn 21. des kl. 10.30. Kór Félags aldraðra syngur undir stjórn Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur. Kaffiveitingar eftir messu. Fjölmennum. Allir velkomnir. Tréskurðarnámskeið hefst í janúar, leiðbein- andi Sigurður Karlsson. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan og hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, k! 13. leik- fimi, kl. 13 spilað. Háteigskirkja. Á morg- un, opið hús fyrir 60 ára og eldri, stund með Þór- dísi k! 10-12. Gengið inn Viðeyjarmegin. Félagsstarf SÁÁ. Félagsvist í Hreyfils- húsinu (3. hæð) á laug- ardagskvöldum k! 20 og brids á sunnudags- kvöldum kl 19.30. GA-fundir spilafikla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SAÁ, Síðumúla 3-5, og í Kirkju Oháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Sein- asta opið hús verður þriðjudaginn 12. des. Opið hús á þriðjudögum frá k! 11, leikfimi, helgi- stund og fleira. Jóla- gleðin verður 28. des. í Hjallakirkju kl. 14. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari upp! á skrifstofu GÍ, s. 530-3600. Minningarkort Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspftali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspítala- sjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningakort Áskirkju eru seld á eftirtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norðurbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Askirkju, Vesturbrún 30, sími 588-8870. KFUMogKFUKog Samband fslenskra kristniboða. Minningar- kort félaganna eru af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28, í s. 588- 8899 milli kl. 10ogl7 alla virka daga. Gíró- og kreditkortaþjónusta. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 669 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 669 1329, fréttir 669 1181, íþróttir 569 1156, ^éérblöð 5691222, augiýsingar 5691110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 669 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í iausasölu 150 kr. eintakið. Hver er mað- urinn og hvar er myndin tekin? MIKLAR framfarir hafa orðið í samgöngumálum hér á landi síðustu áratugina. Vegir með bundnu slitlagi hafa víða tekið við af gömlu malarvegunum. Þótt enn þurfi að hefla malarvegi er það gert með stórvirkari tækjum heldur en veghefli af þeirri gerð sem sést hér á þessari mynd sem lfklega er tekin í Borgarfirði syðra ár- ið 1935. Annað afturhjólið hefur dottið undan heflinum og maðurinn á myndinni virðist þungt hugsandi yfir vandamálinu. Bókaútgáfan Öm og Ör- VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags lygur óskar eftir upplýsing- um um hver maðurinn er og hvar myndin er tekin. Sími bókaútgáfunnar er 588-2013 og heimasími Örlygs Hálf- dánarsonar er 562-6658. Verkfall kennara ÉG er með hugleiðingar um kennaraverkfallið. Er það rétt að eftir 50-55 ára aldur hafi framhaldsskólakennar- ar minni kennsluskyldu, það er að segja, þeir kenna kannski hálfan daginn en fá samt full laun? Og svo er annað, hvers vegna er ekki útbúin aðstaða fyrir kenn- ara í skólunum, svo þeir geti lokið við sína vinnu í skól- unum en þurfi ekki að taka hana heim? Til dæmis að yf- irfara verkefni, undirbún- ingur og fleira. Ég er rík- isstarfsmaður og þarf að skila minni viðveru 8 klst. á dag. Það væri notalegt að geta tekið eitthvað af vinnunni heim, haft sveigj- anlegan vinnutíma og ég tala nú ekki um jóla- og páskafrí. Ég á bam í framhalds- skóla sem að öllum likindum getur ekld lokið við sína skólagöngu fyrir áramót eins og til stóð. Og ég á eldra bam sem lenti fjómm sinnum í kennaraverkfalli. Ég get ekki kennt stjóm- völdum eingöngu um núna. Mér finnst kennarar mjög ósveigjanlegir svo vægt sé tál orða tekið. Guðrún. Tapad/fundid Ungbamaarmband tapaðist UNGBARNAARMBAND úr gulli tapaðist í ágúst s! einhvers staðar á Stór: Reykjavíkursvæðinu. f armbandið er grafið nafnið Dagmar Silja. Nafnið er orðið frekar máð af plöt- unni. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 565-2085 eða 864-4259. Húslyklar í óskilum TVEIR húslyklar fundust nálægt Húsi verslunarinnar um síðustu helgi. Eigandi getur haft samband í síma 568-7215. Tveir gullhringar töpuðust LAUGARDAGINN 9. des- ember s! töpuðust tveir gullhringir, annar með ein- um demanti og hinn er sam- settur úr rauðagulli, hvíta- gulli og gulli. Þeir hafa sennilega tapast annaðhvort í Smáranum í Kópavogi, Holtagörðum eða í Kringl- unni. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 421-2594. Saknar þú jakka? SVARTUR, fínn kvenjakki af gerðinni Toi-Moi er í óskilum. Sú sem er með þennan jakka undir höndum saknar jakkans síns. Jakk- amir hafa sennilega víxlast í sumar á skemmtun hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 694- 9404. Dýrahald Vantar persneskan kettling PERSNESKUR kettlingur óskast á gott heimili. Upp- lýsingar í síma 554-6788. fRwgpmMiifófe Kros LÁRÉTT: 1 smánarlegur, 8 sekkir, 9 vondur, 10 greinir, 11 myntin, 13 liggja í sæng, 15 brúnar, 18 spilið, 21 skynsemi, 22 kyrrsævi, 23 loftgatið, 24 gætnar. sgata LÓÐRÉTT: 2 ósar, 3 ellihrumleikinn, 4 í vafa, 5 fuglinn, 6 stutta leið, 7 baun, 12 rfkidæmi, 14 ólm, 15 elds, 16 bölva, 17 sáldur, 18 var skylt, 19 skjóða, 20 nálægð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skálm, 4 þefar, 7 grunn, 8 rellu, 9 nam, 11 auða, 13 anga, 14 gæran, 15 senn, 17 nota, 20 æki, 22 sýlar, 23 lúðan, 24 augun, 25 tærar. Lóðrétt: 1 segja, 2 áburð, 3 menn, 4 þarm, 5 fælin, 6 rausa, 10 afrek, 12 agn, 13 ann, 15 sýsla, 16 nýleg, 18 orður, 19 annar, 20 æran, 21 illt. Víkverji skrifar... ANNAÐ veifið fer af stað um- ræða um stöðu bókarinnar á íslandi og hefur Víkverja heyrst margir mála býsna dökka mynd af ástandinu með reglulegu millibili. Þegar framboðið í jólabókaflóðinu er skoðað fær Víkverji hins vegar ekki betur séð en útgáfa standi í miklum blóma, að minnsta kosti eru ótrúlega margar bækur sem Vík- verja dauðlangar til að eignast. Að minnsta kosti til að lesa... xxx DAVÍÐ Oddssyni, forsætisráð- herra, er einkar lagið að gera grín að fólki, ekki síst sjálfum sér. Víkverji getur ekki stillt sig um að fá lánaðan pistil, sem birtist á vefn- um strik.is á dögunum, þar sem greint var frá því að forsætisráð- herra hefði talað á jólasamkomu sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Valhöll. Þar segir: „Þar vék hann nokkuð að nýútkominni „skáldsögu Stein- gríms Hermannssonar“, en honum fannst skrýtið að lesa lærðar at- hugasemdir um samskipti þeirra í landsmálapólitíkinni þegar haft er í huga að Denni þoldi ekki lengur við en tíu daga á þingi eftir að Davíð stimplaði sig inn. Þá fannst honum fróðlegt að lesa lýsingu Steingríms á því þegar Valhallarmafían átti að hafa flutt inn fokdýran ímyndarráð- gjafa frá Saatchi & Saatchi, sem hefði þegið fúlgur fyrir að fá Davíð til þess að ganga um í gulum jakka, en sá vakti nokkra athygli á sínum tíma. Davíð sagði að jakkaplottið hefði reyndar ekki alveg gengið upp, því fiokkurinn hefði dalað veru- lega í næstu skoðanakönnun eftir jakka. Á hinn bóginn hefðu Saatchi- bræður hvergi komið nærri. „Ég fór nú bara út í Herragarð og bað um ódýran jakka. Afgreiðslumaðurinn mældi mig út fremur vantrúaður, en sótti svo gula jakkann og bað mig að prófa. Ég fór í hann, leit í spegil og spurði strákinn: „Er ég ekíri alveg eins og idíót í þessu?“ Hann horfði aðeins á mig og svaraði svo: „Það sér enginn muninn" og ég var svo hrifinn af þessu hreinskilnislega svari að ég keypti hann!“. Davíð ját- aði raunar að hann væri ekki mikill smekkmaður á föt. Einhvern tíman hefði hann þó ætlað að hafa vaðið fyrir neðan sig, svo hann fór til Sæv- ars Karls, en þegar hann var búinn að skoða nokkra verðmiða bað hann um ódýrustu fötin í búðinni. Versl- unarþjónninn horfði rannsakandi á hann og sagði svo: „Þú ert í þeim.““ xxx VÍKVERJI er mikill áhugamað- ur um jólasveininn og hefur m.a. fylgst grannt með því síðustu árin hvað sveinki gefur krökkum í skóinn. Oft hefur það verið æði mis- jafnt, og að sjálfsögðu um það rætt í leikskólum. Eflaust hefur þetta einnig borið á góma í neðri bekkjum grunnskólastigsins, stigi skólakerf- isins þar fyrir ofan. Ekki er hægt að ætlast til þess að börn skilji auðveldlega hvers vegna Stekkjastaur gefur einu barni geisladisk en öðru t.d. epli eða skopparabolta og sokkapar á Baby- born dúkkuna. Augljóst er að aura- ráð jólasveinanna eru misjöfn og því hvetur Víkverji þá sveina sem hafa úr óvenju miklu að spila að hemja sig. Það hlýtur að vera betra að for- eldrar og aðrir ættingjar gefi börn- unum veglegar jólagjafir, telji fólk það nauðsynlegt, heldur en jóla- sveinn geri það á sumum heimilum en öðrum ekki. xxx ALLTAF eru einhverjir sem hafa ekki í heiðri þá speki franska barónsins Pierre de Coub- ertain, upphafsmanns Ólympíuleika nútímans, að aðalatriðið varðandi leikana sé ekki að vinna, heldur að vera með. Nýjasta dæmið sem Víkverji heyrði er með algjörum ólíkindum, nefnilega það að sigurlið Spánar í körfuknattleik þroskaheftra á Ól- ympíumóti fatlaðra í Sydney hafi þurft að skila verðlaunum sínum og tveir helstu forráðamenn Ólympíu- sambands fatlaðra á Spáni hafi sagt af sér. Ástæðan er sú að 10 af 12 leikmönnum liðsins hafi alls ekki verið þroskaheftir! Upp komst um svindlið þegar einn leikmannanna kjaftaði frá. Hversu lágt geta menn lagst til að sigra?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.