Morgunblaðið - 17.12.2000, Page 55

Morgunblaðið - 17.12.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR17. DESEMBER 2000 55 FÓLK í FRÉTTUM s Islensk teiknilist í víking ÓLAFUR Gunnar Guðlaugsson er grafískur hönnuður og auglýs- ingateiknari sem hefur mundað teiknipennann þrotlaust frá sex ára aldri. Ólafur gaf nýverið út barnabókina Eldþursar í álögum, sem er önnur bókin í mynd- skreyttu barnabókaröðinni um Benedikt búálf en fyrsta bók þess flokks kom út í fyrra, samnefnd söguhetjunni. Ymislegt fleira er í deiglunni um þessar mundir hvað teikni- umsvif Ólafs varðar. Fyrir stuttu var hann staddur úti í Bandaríkj- unum þar sem hann gekk á fund háttsettra manna hjá teiknimynd- arisanum Disney og lagði spilin, eða öllu heldur teikningarnar, á borðið. „Málið er að ég sótti um vinnu hjá sjónrænni þróunardeild (e. visual development) fyrirtækisins til þess að hafa einhverja ástæðu til að taia við þá,“ segir Ólafur. „Eg var með kynningarpakka með mér, ákveðið verkefni sem gerir tilraun til að blanda frá- sagnarhefð íslendingasagnanna saman við teiknimyndir, sögu sem ber heitið Rune of the Gods.“ Ólafur segist í samvinnu við Saga Film hafa sent kynningar- pakka til Dreamworks, Disney og Warners en hvorki hafí gengið né rekið. Fyrirtækin harðneiti að líta á utanaðkomandi efni því þá geti þau átt von á lögsókn. „Ég er í viðræðum við Disney núna og í mars verður athugað hvernig verður tekið á þessu. Hvort sem ég kem til með að fá vinnuna hjá þeim eða ekki er ákveðið ferli komið í gang. Mark Scpalla, yfírmaður hönnunar- deildarinnar, sagði mér að það hefði tekið hann 10 ár að fá vinnu hjá þeim en á þeim tima var hann alltaf í stöðugu sam- bandi við þá. Það sem gerir þetta frásagnarvert er að ég er kominn með fótinn í dyrnar.“ Ólafur segir Disney hafa fengið fullt af hugmyndum tengdum vík- ingum, bæði innandyra og utan, en engin þeirra þyki nógu góð. „Fyrir okkur Islendinga virkar það oft hjákátlega þegar aðrir reyna að taka á þessum hlutum. Ég tel að mín hugmynd hafí það sem þarf til. Hún virkar." Stjörnuspá á Netinu 0mbUs Jólakveðjur ííl vina oó æílínóia Með aðstoð mbl.is er hægt að senda vinum og vandamönnum jólakveðjur á Netinu. Veldu úrfjölda skemmtilegra mynda, kveðjum á ýmsum tungumálum eða skrifaðu bara eigin texta. Með því að senda jólakveðju á Jólakortavef mbl.is gætir þú dottið í lukkupottinn. Dregnir verða út vinningar frá Hans Petersen, á nýju ári. Vinningar: Kodak stafræn myndavél - DC 3800 að verðmæti kr. 54.900 I' Netframköllun (10x15), 24 myndir - DC 3800 að verðmæti kr. 1.650. 1 Ódýr og einföld leið til að gleðja vini og vandamenn hvar í heimi sem er! filmkrtirs'i J0LAK0RT A mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.