Tíminn - 03.11.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.11.1965, Blaðsíða 14
14 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 1965 5000 HANDTEKNIR Framhald aí bls 1 "biað, sem herinn leyfði prentun á, væri haldið uppi f járhagslega af ibamiarísku leyniþjónustunni. Um 3000 manns söfnuðust saman fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag, og kr$fðust þess, að Súbandríó sann aðí Þetta,eða „héldi kjafti". Síðar sendi utanríkisráðuneytið út yfir lýsingu þar sem sagt var, að Súb- andríó hefði einungis bent á hætt una á undirróðursstarfsemi banda rísku leyniþjónustunnar í gegnum blöðin. Víða er enn barizt í Indónesíu. Hermenn sem voru á Eorneó til þess að berjast við Malaysíu, hafa nú verið fluttir til Jövu til að berajst gegn kommúnistum. Djakarta-útvarpið segir, að 57 þingmenn hafi verið reknir úr þinginu, og séu þeir kommúnist ar. Einig hafa allir dómarar, sem eru í vinstrisinnuðum hreyfingum, verið reknir frá störfum. A VÍDAVANGI Framhald af bls. 3 í hálfkæringi: „En góðu vinir, vitið þið ekki, að þetta er hjálparskattur handa lélegum gróðamönnum". Fyrstu niður stöður af skattrannsóknum skattalögreglu virðast benda til, að til séu þeir, sem lifað' hafa í kenningu þessara orða, og að ráðherrann hafi ekki mælt út í hött, ÍÞRÓTTAHÖLLIN Framhald af 2. síðu. verið gefið um iðnsýningu haustið 1966, og vinna nú iðnaðarsamtök- in í landinu, Landssamband iðn- aðarmanna og Fél. ísl. iðnrekenda að því, að almenn iðnsýning verði haldin í höllinni næsta haust. Sýningarhöllin kostar nú um 28 milljónir króna, en þegar rekstur hennar hefst vænt^nlega snemma á næsta ári má reikna með að stofnkostnaður verði um 35 milljónir króna, að því er segir í fréttatilkynningu, sem blaðinu hefur borizt frá Sýningasamtök- unum. FRÁ ALÞINGI i'ramhald ai <. siðu ingarverðan hátt leitazt við að bæta nokkuð úr þessari þörf, og á vegum Reykjavíkurborgar hefur verið starfræktur vinnuskóli, sem innt hefur af hendi ágætt starf, en þetta hvort tveggja leysir ekki nema að mjög takmörkuðu leyti það viðfangsefni, sem hér um ræð- ir. Af þessu hefur það leitt, að foreldrar í kaupstöðum hafa neyðzt til að koma börnum sín- um á barnaskólaaldri til starfa á hinum almenna vinnumarkaði, þegar ekki er um skólagöngu þeirra að ræða. Eru mörg dæmi þess, að börn hafa verið sett til þeirra starfa, sem ekki verða tal- in þeim holl eða hættulaus, hvorki andlega né líkamlega. Hér er tvöföld hætta á ferðum. Annars vegar sú, að kaupstaða- börn missa af þeim skóla, sem sveitin og sveitalífið hefur verið börnum landsins, hins vegar ráð- ast þau til þeirra starfa við sjáy arsíðuna, sem jafnvel geta orðið þeim viðsjárverð, eða þau hafa engin sórstök viðfangsefni við að fást. Að sjálfsögðu er það mikið verk efni að koma upp dvalarheimil- um í sveitum fyrír kaupstaða- börn. En víst má telja, að svo mikill reynist skilningur Alþing- is, bæjar- og sveitarstjórna og for- eldra á þessari þörf, að fljótlega verði hafizt handa í þessum efn- um, ef skipulega er að því unn- ið, og í þeim tilgangi er tillaga þessi.flutt. ÞAKKÁRÁVÖRP Innilegar þakkir færi ég öllum, sem minntust mín með hlýjum kveðjum og gjöfum á 70 ára afmæli mínu 19. október síSastliðinn. Lifið heil. • Páll Geirmundsson, Blönduósi. Þökkum inniiega auðsýnda samúð og alla aðstoö vlð andiát og jarðarför, Elínar Grímsdóttur Þórisstöðum Sérstaklega þökkum við Stefáni Jónssyni, Skjaldarvík og starfs- fólki hans fyrir margra ára hiúkrun on aðhlynningu á Elliheim. ilinu Skjaldarvík. Vandamenn. Jarðarför Sigurðar Jónassonar forstjóra er andaðist fimmtudaginn 28. okt. s. I. fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. Þ. m. kl. 1.30 e. h. F. h. mína og annarra ættingia. Helga Stefánsdóttir. Konan mln, Katrín Ó'Híttlr verður jarðsett frá Fossvogskirkju f >ntudanlnn 5- nóv kl. 10.30 f.h. Kirkjuathöfninnf verður útvarpað. Árni Garðar Kristjánsson. Maðurinn mlnn, Jónas B. Bjarnason frá Litladal, lézt að ellideild Héraðsheimiiisins á Blönduósi, 28. okt. Jarðarförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 6. nóv. kl. 2, 'Fyrir hönd barna og annarra ættingja Ingibjörg Sigurðardóttir. HLYINDI Framhald ai bls. 1 Aðeins sex sinnum á þess ari öld hefur októbermánuð ur mælzt hlýrri, fimm sínn um lítið eitt hlýrri, en lang hlýjastur varð hann 1915, en þá mældist meðalhitinn hér í októbermánuði 8-0 stig. Úrkoma mánaðarins mældist 147 mm, og er það um 50% yfir meðalárferði í október, en meðaltal úr- komu í október hér í Reykja vík er 97 mm. Á árunum 1931—1960 hefur úrkoma í Reykjavík í október farið yfir 140 mm fimmta hvert ár. Á Akureyri var hitinn í októbermánuði einnig fyrir ofan meðallag. Meðalhitinn í ár varð 6.1 stig eða 2-5 stigum fyrir ofan meðallag. Hins vegar varð úrkoma þar miklu minni en í meðal lagi, eða meira en helmingi minni. í meðalárferði er úr- koma þar 57 mm í október mánuði, en varð nú 26 mm. í Höfn í Hornafirði var meðalhitinn í október nú 6.6 stig og úrkoma Þar mæld ist 177 mm. Þar vantaði hins vegar samanburð, þar eð veðurathugnuarstöðin var áður á Hólum. Þó mun úrkoman þar vart vera ó- venjulega mikil, því úrkom an á Suðausturlandi er ávallt miklu meiri en hér í Reykjavík. Ekki var búið að vinna úr mælingum á fleiri veðurathugnarstöðv- um í dag, enda aðeins ann ar dagur mánaðarins. JON KJARTANSSON Framhald af bis 16 744.997 uppmældum tunnum. Larigaflahæsta skipíð1 á síld- veiðunum er Jón Kjartansson 'o'g var afli skipsins á miðnætti s.l. sunnudagsnótt 52.862 mál og tunn ur. í fyrra setti sama skip met á síldveiðunum norðanlands og austan og aflaði þá 50.478 mál og tunnur, svo að það met hefur þeg ar verið slegið.. Fjögur önnur skip hafa aflað yfir 40 þúsund mál og tunnur, Bjarmi II frá Dal vík er með 44.623, Dagfari frá Húsavík með 40.020, Hannes Haf stein frá Dalvík með 40.211, og Sigurður Bjarnason frá Akureyri með 42.086 mál og tunnur. Þrett- án skip til viðbótar hafa fengið yfir 35 þús. mál og tunnur, sum aðeins norðanlands og austan og önnur samanlagt sunnanlands, norðan og austan. Heildarskýrsl an verður birt hér i blaðinu síðar. en þar kemur fram, að yfirborg- anir eru allt að 35%. Eins og þeta sýnir, hefur sú óheillavænlega þróun átt sér stað á síðasta samningstímabili, að laun ríkisstarfsmanna hafa dreg- izt verulega aftur úr því, sem tíðk ast á meðal annarra stétta. Það er því óhjákvæmilegt við gerð nýs kjarasamnings að taka fullt tillit til þessa og hækka laun opinberra starfsmanna í samræmi við það". FRÁ ALÞINGI Fra:.ihalti af 7. sithi vegna Hagstofan hefði í haust ekki getað miðað tekjur bænda við tekjur annarra stétta í stað þess að notast við bætur almennatrygg inga? Vill Ingólfur Jónsson hverfa frá þeirri reglu, að bændur hafi sama kaup og aðrir? Bændur ættu að njóta styttingu vinnuviku jafnt og aðrar stéttir. INGÓLFUR JÓNSSON sagði, að stefna ríkis stjórnarinnar væri að efla land búnaðinn það vel, að hann gæti staðið á eigin fótum, þegar fram liðu stundir án útflutnings- uppbóta. Aukin ræktun væri und- irstaða vaxandi landbúnaðarfram leiðslu og hér stefndi allt í rétta átt. Ríkisstjórnin ætlaði sér hins vegar ekki að tryggja smábænd- um lágmarkslaun eins og sumir þingmenn óskuðu. GYLFI Þ. GÍSLASON taldi gott, að menn væru nú | farnir að viður- I kenna, að hann I hefði ýmislegt til | síns máls, þegar | hann fæddi um landbúnaðinn. Fyrir honum vekti aðeins að vekja athygli á stað- reyndum. Einnig rakti ráðherr- ann nokkur talnadæmi til að sýna fram á, að ,hlutfallslega hækkun vísitölustiga hefði verið meiri 1950 til 1959, en frá 1959 til 1963. Bar- áttan gegn verðbólgunni hefði aldrei tekizt betur en í tíð nú- verandi ríkisstjórnar. Þótti mörg- um þau orð heldur hressileg uppí- taka af prófessor í hagfræði við Háskóla íslands. Umræðunni varð ekki lokið og henni frestað. '^íC BJÓÐA MINNA Framhald af bls. 16. í kröfugerðinni eru opinberum starfsmönnum ætluð 3% launa- hækkun á föst laun, en jafnframt gert ráð fyrir að taka þessi 3% af þeim aftur með kjaraskerðingu á öðrum sviðum, svo sem með lækkun vaktaálags úr 33% í 25% og lækkur greiðslu fyrir yfir- vinnu. Fundurífn bendir á, að frá gildistöku núverandi kjarasamn- ings til 1. september 1965 hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 31.8% og vísitala vöru og þjónustu um 31.3%. Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 35.5% á tímabilinu júní 1963 til júlí 1965. Á sama tíma hafa laun opinberra starfsmanna að- eins hækkað um 16.27% (verðlags uppbót innifali'n). í þessu sambandi bendir fund- urinn á, að launahækkanir hjá fjölmörgum atvinnustéttum hafa farið yfir 40% á sama tíma Einn ig eiga sér stað verulegar yfirborg anir á hinum frjálsa vinnumarkaði eins og sést á yfirliti Hagstofu íslands um launakjói verzlunar og skrifstofufólks í einkaþjónustu HEILBRIGDISEFTIRLT Framhald af bls 16 selja þetta kjöt á annars konar heildsbluverði, en Jónmundur kvað ekkert verð haldast á fol- alda og tryppakjöti, því almenn ingur býður hærra í það en verð lagsákvæði segja til um. Við spurðum Jónmund, hvort hér væri ekki um hreina lögleysu að ræða. — Ábyggilega er þetta ólöglegt. Heilbrigðisskoðunín er gerð að markleysu, því það veit enginn við hvaða kringumstæður er slátrað heima, án þess að ég sé á neinn hátt að bera bændum á brýn sóða skap. Eg skal ekki segja um það, hverjum þetta er að kenna, enda réttara að ræða það á öðrum vettvangi, en svona getur það ekki gengið til. Það er til lítils að stimpla vöruna sem varhugaverða af hreinlætisástæðum ef hún er seld á sama disk og sú sem er framleidd hefur veríð undir strangasta heilbrigðiseftirliti. NÁMSKEIÐ Framhalri af bls. 16. farið f KjörbúS KEA við Byggðaveg, þar sem sýnt var fyrirkomulag og uppröðun á jlgengustu vöruflokkum í kjör búð. og útskýringar voru á vmsum starfsháttum í kjörbúð am hvorttveggja byggt á fyrir lestrum frá því deginum áður. Bæði þessi námskeið hafa tekizt með ágætum, og verið til mikils gagns fyrir verzlun arfólk, sem sótti námskeíðin. Jón Þór tjáði blaðinu, að ætlun in væri að efna til slíkra nám- skeiða á hverju ári á vegum Bitgðastöðvar SÍS, eri tilfinn- anlega hefur skort á, að verzl- unarfólk fengi menntun vegna starfa sinna í búðum. Með til- komu Birgðastöðvar SÍS varð alger bylting í verzlunarháttum hjá kaupfélögunum, og er það eitt af verkefnum Birgðastöðv- arinnar að halda uppi auglýs- ingastarfsemi fyrir verzlunar- fólk um vörurnar, sem þar er að selja dags daglega, svo að hægt sé að veita viðskiptavin- unum sem bezta þjónustu. Næsta námskeið verður á ísafirði dagana 6.—7. nóvem- ber, þá á Norðfirði 12.—13., og í Borgarnesi 27.-28.. Síð ar verða svo væntanlega aldln námskeið fyrir verzlunarfólk í nágrannabæjum Reykjavíkur. SKIP FARAST Framhald zf bls. 1. hos", sem er 8500 tonn í morgun um aðstoð þyrlu til þess að bjarga áhöfninni, samtals 39 mönnum. Skipið strandaði fyrir utan eyjuna Terschelling fyrir norðan Holland fyrir fimm dögum síðan. Komst hið strandaða skip í mikil vandræði, þegar fárviðrið hófst í gær.v Tilkynnti skipstjórinn, að hættulegt væri fyrir áböfnina að fara í björgunarbátana. Þyrlur komu síðan á vettvang og björguðu 33 mönnum, en hinir sex fóru úr skípsflakinu í björgunarbát. Skip ið, sem er frá Liberíu, hafði feng ið stórt gat á aðra hliðina, og taldi skipstjórinn, að vonlaust væri að bjarga skipinu fyrr en veð ur batnaði,, ef það eyðilegðist þá ekki alveg í f árviðrinu-1 Fárviðrið geisaði einnig á Eystrasalti í gær, og seint í gær- kvöld bað pólska skemmtiskipið „Wielkopolska" um hjálp. Brezkt flutningaskip, „Sunjarv", var þar nálægt heyrði neyðarkallið og bjargaði áhöfninni 10 mönnum. Var hér um pólska skútu að ræða, og siglir hún nú mannlaus, fyrir fullum seglum og með öllum ljós um, sem Hollendingurinn fljúg- andi um Eystrasaltið og er talin hættuleg skipum í Suðurhluta Eystrasaltsins. Stormurinn var mjög iniki.ll, þegar björgunin fór fram. Pólska skipið var á leið frá Gydina til Amsterdam. f suðurhluta Svíþjóðar drápust tveir menn, þegar bifreiðin, sem þeir óku í, hófst á loft í rokinu og kastaðist á tré fyrir utan veginn. Öryggisráðstafanir hafa verið gerð ar í Hamborg, þar sem víð því er búizt, að vatnsmagnið í Elben aukist mikið við ós þess, en fyrir tæpum þrem árum síðan fórust þar 270 manns í flóðum. Mikið rok hefur verið á Jót- landi. og hafa víða orðið flóð. Ekki er enn vitað, hversu mikið tjón hefur orðið. Verst er ástand ið í Lemvig í Limfjord, en þar er allt hafnarsvæðið undir vatni, og hafa bæjaryfirvöldin beðið heimavarnarliðið um aðstoð. Nokk ur flóð hafa einnig orðið í Kaup mannahöfn, og miklir erfiðleikar hafa skapazt af Þess völdum. Óveðrið hefur einnig náð tíl Finnlands, en ekki hafa borizt neinar fréttir af skipssköðum þar um slóðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.