Tíminn - 03.11.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.11.1965, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 19S5 TÍMINN 'wtmm Útgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjóri: Krlstján Benedíktsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og tndriðl G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingasti.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingaslmi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Asfcriftargjald kr. 90.00 á mán tnnanlands — í lausasölll fcr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b.f. • • Oflugri aðgerðir Segja má, að fregnir þær, sem birtar hafa verið síðustu daga af starfi skattalögreglunnar sýni gerla, að ekki er vanþörf á öflugu skattaeftirliti. Með stofnun skattalögreglunnar steig fyrrverandi fjármálaráðherra því rétt spor. Reynslan sýnir hins vegar nú þegar, að það spor var alltof stutt, og þetta eftirlit þarf að vera miklu öflugra og áhrifaríkara en orðið er. Eftir hálfs annars árs starf hafa aðeins verið teknir til athugunar um 120 skattaaðilar, og athugun á þeim öllum nvergi nærri lokið. Af þessum takmarkaða hópi hafa þó þegar verið „leið- réttir" skattar 22 aðila og nemur hækkunin hvorki meira né minna en nær 7 millj. kr. hjá þeim einum. Varla mun ósanngjarnt að draga þá ályktun af þessu, að sannað megi nú telja, að skattsvikin séu mjög mikil, og mest hjá ýmsum ,stórum" aðilum og fjármagnsmikl- um, og kemur það raunar ekki á óvart. Hér hefur að- eins fengizt staðfesting á riku almenningsáliti. Þessi fyrsta reynslurannsókn bendir og eindregið til þess, að brýn nauðsyn sé að auka og efla skattrannsókn- ina og háfa engin vettlingatök, meðanverið eraðrupp- ræta þetta mein, sem á sér svo djúpar rætur. Það er ekki nóg að taka fyrir rúmt hundrað skattagjaldenda á hálfu öðru ári og afgreiða rúma tvo tugi á sama tíma. Það er heldur ekki nóg að „leiðrétta" skattinn hjá þeim, sem hafa dregið svona ferlega undan, heldur verður að láta málin fara hiklaust rétta boðleið réttar og dóms, og á sama hátt og skattskráin er birt öllum almenningi á að sjálfsögðu að birta þessa nýju „skattskrá" að minnsta kosti þegar endanlegur dómur er fallinn. Á það er líka rétt að benda, að ekki er réttmætt, að yfirmaður skattalögreglunnar hafi eindæmi um val á þeim skattgreiðendum, sem rannsaka skal hjá, heldur er miklu vænlegra til almennrar betrunar. að lögboðið sé að draga út ákveðinn hundraðshluta nafna einstak- linga og fyrirtækja, sem rannsaka skal, og geri annar aðili en skattalögreglan það úrtak. Þetta mundi firra yfirmann skattalögreglu tortryggni í þessum efnum, og það mundi hafa meiri áhrif því að þá gæti.hver einasti skattgreiðandi búizt við að lenda í slíkum útdrætti. Yf- irstjórn skattalögreglu hefði auðvitað eftir sem áður frjálsar hendur um rannsókn hjá hverjum, sem væri eftir því, sem henni þætti ástæða til. Söluskatturinn Einn þáttur þessara skattsvika og að sumu leyti sá alvarlegasti, er söluskattsvikin. Ríkisskattanefnd hefur hækkað söluskatt hjá nokkrum aðilum um 2 millj. kr. eftir rannsókn. Þetta gefur tii kynna. að söluskatti sé stungið undan í verulegum mæli Er þar um hreinan og beinan stuld að ræða. því að þarna stingur lögskyldur innheimtuaðili ríkissjóðs í sinn vasa fé sem hann tekur við hjá almenningi. Er alveg sérstök ástæða til þess fyr- ir ríkið að hafa hart eftirlit með þessum innheimtumönn- um sínum, og skylda þess gagnvart almennmgi. sem inn- ir greiðsluna af hendi. er og sérstaklega rík þessu efni. Ríkið verður að herða að miklum mun eftirlitið með skilum söluskattsins enda ætti hað ^ð vera unnt ef engin augnaþjónusta er þar við tiöfð. ERLENT YFIRLIT Nýja stjórnin í Vestur-Þýzkalandi Reynist hún óstarfhæf á vettvangi utanríkismála? ÞÓTT Ludvig Erhard ynni mikinn persónulegan sigur í þingkosningunum í Vestur- Þýzkalandi, gekk honum stjórn armyndunin mjög erfiðlega eft ir kosningarnar. Ástæðan var einkum ágreiningur milli Frjálsra demókrata, og kristi- lega flokksins í Bæjaralandi sem er undir forustu Strauss. Um skeið var jafnvel útlit fyr- ir, að Erhard kynni að mis- heppnast stjórnarmyndunin. Eíns og kunnugt er, eru að- alflokkarnir í Vestur-Þýzka- landi Þrír, Kristilegir demó- kratar, Sosíaldemókratar og Frjálsir demókratar. Siðan 1960 hafa Kristilegir demókrat ar og Frjálsir demókratar myndað rikisstjórnina, en í kosningunum, sem þá fóru fram, biðu Krístilegir demó- kratar verulegan ósigur, misstu meirihluta sinn á þingi og urðu því að leita samstarfs við Frjálsa demókrata- í kosning unum nú unnu bæði Sósial demókratar og Kristilegir demókratar á, en Frjálsir demó kratar töpuðu mestu af fylgis aukningu sinni frá 1960. Samt héldu þeir áfram oddaaðstöðu sinni í þinginu. Deild Kristilega demókrata í i Bæjaralandi hefur frá upp- | Íafi starfað sem sérstæður flokkur. Seinustu árin hefur þessi flokkur gerzt meira og minna óháður undír forustu Frans-Josefs Strauss, sem er nú svipmesti, en óvandaðasti stjórnmálamaðuj. Vestur-Þýzka lands. Strauss var um skeið varnarmálaráðherra, en var hrakinn úr því starfi fyrir atbeina Frjálsra demókrata, þegar hann reyndi að beíta ó- . lögum og ofbeldi í skiptum við andstæðinga sína, einkum þó aðstendur blaðsins „Der Spiegel", en þeir höfðu deilt á yfirgang hans. Strauss hefur haft mikinn hug á að ná sér niðri á Frjálsum demókrötum fyrir þetta, einkum þó nú eftir kosningarnar, þar sem hann taldi það bæta mjög vígstöðu sína, að flokkur hans í Bæjara landi jók fylgí sitt, en, Frjáls ir demókratar töpuðu. ÞAÐ, sem Strauss setti á oddinn með fullum stuðningi Adenauers, var að svipta Mende, foringja Frjálsra demó krata, embætti sínu sem ráð- herra Þýzkra samríkismála, en því embættí fylgir einkum að annast um þau litlu samskipti, sem eru milli Vestur-Þýzka- lands og Austur-ýzkalands. Mende hefur ekki farið dult með, að hann vildi auka sam- slripti landanna og vinna þannig að sameiningu þeirra í áföng um, án þess að Austur-Þýzka land yrði nokkurn tíma viður- kennt sem sjálfstætt ríki. Til þess að auðvelda þetta. hefur Mende viljað að horfið yrði frá Hallsteinskenningunni svo nefndu, sem nú stendur eink um í vegi bættrar sambúðar Vestur-Þýzkalands við Austur- Evrópu. Strauss vill hínsvegar halda dauðahaldi í Hallsteins kenninguna og telur einu leið ina til að sameína Þýzkaland. Richnrd Jager að, Vestur-Þýzkaland verði sterkt hernaðarjega og óttinn við það neyði Rússa til að faflast á sameininguna. Af þéssum ástæðum krafðíst hann, að Mende léti af umræddu embætti og einnig léti Gerhard Schröder, sem er úr flokki Kristilegra demókrata, af embætti utanríkísráðherra, en Schröder hefur hallazt að svip aðri stefnu og Mende. EFTIR mikið þóf, leystist þessi deila þannig, að Mende og Schröder héldu embættum sínum, en þó þamrig, að hend ur þeirra verða bundnar meira en áður. Erhard lofaði að fylgj ast sjálfur meira með Þessum málum. Þá fékk flokk- ur Strauss f ormanninn í utanríkismálanefnd þingsins. Frjálsir demókratar féllu einn ig frá þeirri afstöðu sinni að Strauss mætti ekki verfia ráð herra, en þeir höfðu lýst því yf ir fyrir kosningarnar, að þeir myndu ekki sitja í stjóm með Strauss. í framhaldi af því bauð Erhard Strauss embætti innanríkisráðherra, en hann þáði það ekki. Eins og er mun Strauss telja sig hafa sterkari afstöðu utan stjórnar en innan. Þá fékk Strauss því til vegar komið, að einn af nánustu samherjum hans úr kristilega flokknum í Bæjaralandi, Rich ard Jager, var gerður dóms málaráðherra. Jager er einn mesti afturhaldsmaðurinn i þýzka þinginu. og hefur övað eftir annað lýst aðdáun sinni á stjórn þeirra Francos og Sal azar. Hann er ekki aðeins mik ill kommúnistahatari. heldur hefur mjög horn < síðu Sósíal demókrata og frjálslyndra Hann er 52 ára gamall og hef ur um talsvert skeið verio foi maðm varnarmálanerndar þingsins. Hann vann sem s'ik ur ákaft gegn Heye flotafor- ingja. þegar hann deildi á þýzka herinn fyrii að fylgja úreltuoi ómannúðlegum aga. Heye gegndi þá stöðu hernaðarlegs eftirlitsmanns þingsins, en það, embætti var stofnað til að tryggja' þinginu nokkra að- stöðu til að fylgjast með því, hvort herinn væri endurreist- ur í gömlum anda eða nýjum. Fyrir atbeina Jagers og skoð- anabræðra hans var Heye hrak inn úr umræddu embætti vegna þessarar gagnrýni VIÐ stjórnarmyndunina hef ur Erhard bersýnilega fylgt þeirri reglu að reyna að gera alla ánægða. Frjálsir demó- kratar fengu að halda fjórum ráðherraembættum eins og áð ur, og engu veigaminni en að- ur. Fjármálaráðherrann og húsnæðismálaraðerrann eru m. a. úr hópi þeirra. Þrátt fyrir það eru þeir ekki ánægðir, því að þeim er þyrnir í augum að Strauss og flokkur hans hafa styrkt aðstöðu sína. Strauss og samherjar hans eru heldur ekki ánægðir, þvi að þeir hafa fengið minna en þeir fóru fram á. Þýzku blöðin segja frá því bæði í spaugi og alvöru, að Erhard hafi tekizt að gera alla óánægðari en áð- ur. Þetta er þó ekki aðalgallinn i sambandi við stjórnarmyndun Erhards. Aðalgallinn er sá, að stjórnin er bersýnilega svo sundurþykk innbyrðis í utanrík ismálum, að hún er ófær um að hafa þar nokkurt nýtt frum kvæði, sem er þó ójákvæmi legt, et vinna á að sameiningu Þýzkalánds. Strauss hefur ber- sýnilega það sterka aðstöðu, að hann getur bundið hend- ur þeirra Mendes og Schröd- ers. Nokkuð veltur þetta þó á því, hve öflugur kanslari Er- hard reynist. Hann þarf sannar lega að halda fast á málum ef stjórn hans á ekki að vera meira og minna óstarfhæf á sviði utanríkismála vegna sund urlyndisins innbyrðis. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.