Alþýðublaðið - 11.03.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.03.1959, Blaðsíða 6
A . EOíStíl1 NÚ fyrir helgina var framið í Noregi óhuganleg- asta morð, sem fært hefur verið í lögreglubækur þar í landi síðan á stríðsárunum. ’Lögreglan í Þrændalög- um hefur haldið uppi um- fangsmikilli leit að morð- ingja 16 ára gamallar stúlku, sem bjó hjá foreldr- um sínum skammt frá Þrándheimi. Morðið var framið sl. föstudag. Stúlkan, Signe Hallien, var myrt heima hjá sér um miðjan dag, en foreldrar hennar voru úti við vinnu. Eftir ódæðisverkið gróf morðinginn hana í kjallara gólfið. Við rannsókn kom í Ijós, að hún hafði hlotið mikla áverka á höfuð og bak, hafði hún fengið þá af þrem þungum bareflum. Allir áverkarnir voru banvænir, en enginn vafi lejkur á, að stúlkan hefur verið með lífsmarki þegar hún var grafin, en Iíklega meðvitundarlaus. — Þetta sannast af því, að í lungum hennar fannst sandur og mold, Dauðaorsökin er því köfnun. Sem fyrr segir var morðið framið um miðjan dag. Hafði stúlkan auðsjáanlega vérið bárin niður í stofunni. En hún hefur ekki látið sig mótspyrnulaust, því nokkr- ir fingur á henni voru brotn ir; Eftir að hafa grafið Signe í kjallaranmn, skilaði morðinginn verkfærunum á sinn stað, járnröri, hamri og skóflu. Síðan Iagði hann leið sína í eldhúsið og þvoði sér. Inniskór stúlkunnar fundust blóði drifnir undir legubekk. Olæpurinn kom í Ijós nokkrum stundum síðar, er móðir Signe kom heim frá vinnu og kom auga á blóð- för í stofunni, sem lágu nið ur í kjallarann, þar sem líkið fannst. Önnur hönd líksins stóð upp úr gröfinni. Lögreglan er viss um að geðveikur maður hafi verið hér að verki. Á annarri hæð hússins, sem morðið var framið í, var ung skóla- stúlka heima vegna veik- inda. Hún varð ekki vör við neinn hávaða niðri, enda var glymjandi músík í útvarpinu hjá henni. Mun það hafa valdið því að morð inginn hefur ekki gert sér far um að ahuga hvort fleiri voru í húsinu, sem komið gætu upp um hann. En eng inn vafi er á að hann hefði einnig drepið þá stúlku hefði hann haft grun um að hún gæti komið upp um hann. Þrátt fyrir umfangsmikla leit og rannsóknir hefur lög reglan ekki komizt á spor morðingjans. ikini - og þó ekki bikini. Rossellini og Sonali Das Gupta. Efíir tveggja ára einangrun BRETAR eru tvímæla- laust mestu dýravinir í heimi. Samkvæmt nýj.ustu skýrslum um dýr á heirnil- um í Bretlandi eru náttúr- lega hundar og kettir efstir á blaði. Það sem kemur á óvart er eftirfarandi: Á brezkum heimilum eru 50 þús. slöngur, 20 000 apar og 20 000 krókódílar! BLÖÐin hafa að undan- förnu verið fleytifull af myndum og frásögnum af Ingrid Bergman og ham- ingju hennar í sínu nýjasta hjónabandi. Öllu hljóðara hefur verið um Roberto Rossellini, en loksins nú eft ir tveggja ára einangrun hefur hann og ástmey hans, indverski kvikmyndahand- ritahöfundurinn Sonali Das Gupta, komið fram á sjón- arsviðið. — Allan þennan tíma höfum við reynt að móðga engan, segir Rossellini. Ég held, að okkur sé nú óhætt að láta sjá okkur saman op- inberlega, án þess að það særi neinn. Þegar hann var spurður um framtíðina, svaraði hann því til, að lögfræðileg vandamál hindruðu allt tal um hana. Og hann hefur vissulega rétt að mæla. Vandamál þeirra begg'ja eru margbrotin: Sonali þarf að fá skilnað frá manni sínum, sem er indyerskur kvik- myndastjóri, og kvað hann engan veginn vera auðfeng- inn. Rossellini, er neitar að viðurkenna skilnað Ingrid Bergman í Mexieo, verður að bíða eftir lokaniðurstöðu í því máli frá ítölskum dóm stólum. Þess utan segist hann ekki munu gifta sig, fyrr en deilunni um börn þeirra Ingrid, sem nú er fyrir dómstólum bæði í ít- alíu og Frakklandi, sé til lykta ráðið. IlllllllII11111111111111111111111111111111111111111111111111 VONT AÐ KYSSA. HIN eftirsótta ungfrú Darkhill í Philadelphiu í Bandríkjunum lenti nýlega í bílslysi og sködduðust var ir hennar Iítils háttar. Nú hefur hún fengið skaðabætur: „aðeins" 1500 dollara. Fyrir réttinum skýrði hún svo frá, að eftir slysið hafi sér þótt svo vont að kyssa. RUSSNESKIR stúd entar við háskólann í Miinchen hafa stofnað með sér félagsskap til þess að halda aldamót in 2000 hátíðleg. Á hverjum mánuði legg ur hver félagi 20 pfenninga í sjóð, og eftir 41 ár á svo að halda eitt gríðarmikið ball. í stofnskrá félags ins er eftirfarandi klausa: „Væntanlegar eiginkonur eða eigin- menn félagsmanna mega ekki taka þátt í gleðskapnum.“ flIlllllllillltlllllllllllllllllllllllllllMUUIIIIIIIIIIU Mynd þessi, sem er af sýningarstúlkunni Suzy Parker, birtist á forsíðu í janúarhefti af t.ímaritinu Harper’s Bazaar í Bandarikjunum. Og það skipti ienguin tog- um', að bikinibaðföt seldust eins og heitt smjör í verzl- un»m Piew. Yorkbo^gar leftjr birtingu myndarinnar^ Þetta k;mn að koma mörgum á óvart, þar sem sala bikr inibaðfata er bönnuð í Bandaríkjunum. En það er vart tí.1 þau Iög, að ekki sé hægt að sniðganga þau. Þessi bað- föt eru þannig gerð, að bseði má nota þau sem hikinibað- föt og svo „venjuleg“ baðföt, eins og sést á.myndinni. Velgjörðarmenn mannkynsins. RAÐ I TIMA 1 TEKIÐ KROSSGÁTA NR. 52 Lárétt: 2 rólegur, 6 skammstöfun, 8 auðn, 9 fornafn söngkonu, 12 tímarit um andleg efni, 15 viðkvæman, 16 bibl- íunafn, 17 hljóð, 18 við- skiptin. Lóðrétt: 1 svipast um,; 3 gráða í bindindissám-: tökum, 4 í munni, 5 for- setning, 7 þvottefni, 10 morgunsól, 11 kven- mannsnafn, 13 þraut, 14 . lærði, 16 tónn. Lausn á kfossgátu hr. 51: Lóðrétt: 1 klaki, 3 ekj 4 Lárétt: 2 Helmá, 6 LE, 8 láriið, 5 ML.- 7 érr,' 10 falin, ■kaí, 9 arf, ■ 12- kráminn, 15 : 11 annar,13 Móri,' 14 nía, lóðin, lf? «ír, 17 AA, 18 16 gó. . . gónir. I NAPOLI hafa betlar- arnir sinn kóng og heitir hann Vincenzo Bolla. Það er óhætt að segja, að hann heldur skörulega fram mál- stað þegna sinna. í blaða- viðtali sagði hann. nýlega: — Betlararnir eru hinir einu og sönnu velgjörða- menn mannkynsins. Þeir veita meðbræðrum sínum tækifæri til þess að gera góðverk og veita þeim þannig inngöngu í himna- ríki. ★ KLÚBBUR nokkur í Jacksonvilla í Florida hef- ur látið útbúa garð fyrir „hina þjáðu rnenn tuttug- ustu aldarinnar“. í tilkynningu klúbbsins segir svo: „Ætlun okkar er, að í garðinum geti fólk lif- að nákvæmlega sama lífi og lifað var á steinöldinni. Það er hin eina og sanna hvíld á þessari öld.“ ★ Sjónvarp og hjartasjúkdómar ■EINN af fremstu sérfræð ingum í hjartasjúkdómum í London, dr. G. A. Rose, sem starfar við sjúkrahúsið í Paddington, hefur varað fólk við sjónvarpinu. Á síð- ustu tveimur mánuðum hef ur hann haft til meðferðar 70 sjúklinga með hjarta- sjúkdóma. Sjö af þeim hafa verið alltof ákafir í að horfa á sjónvarpið sitt, og það hefur haft þær afleið- ingar, að þeir hafa fengið hjartasjúkdóma. Sérstak- lega hættulegar telur lækn jrinn útsendingar á sögum úr villta vestrinu. Þessi ei- lífi spenningur með byssu- skotu mog morðum er sér- hverjum hjartaveilum manni ofraun, að áliti lækn isins. LEYNDARDÓMUB MONT EVEREST HLJOMSVEITEN denweiler-marsinn, inlega var leikinn daga þegar Hitle opinberlega, — og maður með Hitlers: hárið greitt niður hægra megin. Hai döi með hinni gbi istakveðju og áhi tóku undir og ; „Heil.“ — Síðari Ludwig Ho< í ger.vi Hitlí menn á lær sér dátt og lengi. Hér var auðvitai að ræða, því að u muiidir þyrpast Vfi verjar á skemmt kabaretta til þess á Ludwig Koelzl. þessi g'erðí dag no’ arðvænlegu uppgc hann var nauðalík sáluga. Síðan hei Frans grípur ávöxt af einu trjánna og stendur fær ekki skilið, hvernig getur ekki skilið, hvernig getur staðið á því, að tré og runnar geta vaxið hér. En það, sem hann hélt á í hendinni var þó sannarlega ávöxtur og ekkert annað, hugsar hann. Skyndilega snarsnerist hann á hæli, hann heyrði einhvers konar hljóð á bak við sig. Hann rekur upp skelfini viðbj óðslegt kviki ast hann með gaps sama bili er han þungu höggi í Frans fellur meS laus til jarðar og;: 'V, £, ’ll; marz 1959 -— Aiþýðublaðlð (• . t r.ii i m ■ íííiiií gp mm .!■ m

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.