Alþýðublaðið - 11.03.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.03.1959, Blaðsíða 1
IS ■ Beirut, Libanon, 10. marz (Reuter)). — RÍKISSTJÓRN íraks tilkynnti í dag, að upp- reisn sú, sem brauzt út í Mósúl í gær, hafi nú verið bæld nið- ur. Segir í tillcynningunni, að herforingi sá, sem fór með her- lið gegn uppreisnarsveitum Shawwaf hafi gersigrað þær. Virðist allt benda til að upp- reisninni sé nú lokið með ó- sigri uppreisnarmanna og hef- Hún kennir STÚLKAN heitir Mín- erva Jónsdóttir og kennir dans hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Félagið efn- ir til vorsýningar næst- komandi föstudag og sýn- ir nieðal annai's íslenzka þjóðdansa og erlenda. Það er frétt um félagið og starfsemi þess á bls. 2. í lr Kassem ialinn fastur í sessi ur komið í ljós, að Shawwaf átti ekki því fylgi að fagna í hernum, sem búizt var við. Níu starfsmönnum sendiráðs Arabiska Sambandslýðveldis- ins í Bagdad var í dag vísað úr landi. Sögðu sendiráðsstarfs- mennirnir við komuna til Kaí- ró, að ekki væri við því búizt að írak sliti stjórnmálasam- bandi við Arabiska Sambands- lýðveldið. Sögðu þeir, að um- sátursástand ríkti í Bagdad og miklar hersveitir væru nú fluttar til norðurhluta lands- ins. Talið er að Kassem hafi styrkzt í sessi við að ráða nið- urlögum uppreisnarmanna und ir forustu Shawwaf, sem vildi tengja írak nánar við Egypta- land. Stjórnmálafréttaritarar álíta að Kassem verði hér eftir háðari kommúnistum en áður, og fjarlægist Vesturveldin. ALÞÝÐUBLAÐIÐ fékk í gær þær upplýsingar hjá skrif- stofu laiidbúnaðarráðuneytis- ins, að asni sá, er fluttur var hingað inn á vegum Cirkus- kabarettsins hafi verið fluttur inn í óleyfi, Hafði að vísu verið sótt um leyfi fyrir: asnanum en því verið synjað þar eð mikil sýk- ingarhætta er talin fólgiri í því að flytja inn hófdýr. EKKI SKOTINN. Ekki verður asninn þó skot- inn en höfð er um hann sérstök gæzla til þess að hindra smit- un ef um sjúkdóma væri að ræða. FRIÐRIK Danakonung- ur er sextugur í dag — Hann er vinsæll kóngui með þjóð sinni, enda allra kónga alþýð!legastur.----- Hann er giftur Ingrid, sem var sænsk prinsessa. Friðrik heimsótti okkur, eins og menn muna, fyrij þremur árum, Kristján, faðir hans var síðasti kon ungur yfir íslandi. íslend- ingar munu hugsa ,með lilýhug til Friðriks IX. í dag, mannsins sem hér um bil varð konungur þeirra. ! Góðar fréffir, góðir háisar. TóSf síðna pappírinn ar kominn. EDSíIttD er affur komið upp í 12 froðfuliar síður Verzlunarhallinn 2tF6mill|. íjan. VERZLUNARHALLINN í janúar varð 21,6 millj. kr. Út voru fluttai' vörur fyrir 63,4 millj. en inn fyrir 85 milij. — Á sama tíma í fyrra var hall- inn 29,5 millj. NÝTT gistihús, City Hotel, er tekið til starfa að Ránargötu 4A í Reykjavík. Gistihús þetta getur hýst allt að 46 gesti í einu í 26 herbergjum. City Hotel er ekki veitingahús og framreiðir aðeins morgunverð fyrir gesti, sem þess kunna að óska. Blaðamönnum var i gær boð- ið að skoða 'hið nýja gistihús. Á 1. hæð er setustofa fyrir gesti, en herbergi á 2.—4 hæð. Gisti- húsið er hið vistlegasta í hví- vetna, enda allt nýtt. þar inn- an dyra og teppalagt út í hvert horn. Fornáðamenn hússins g'átu þess, að húsið hefði upp- haflega verið byggt sem íbúð- arhús fyrir einstaklinga, en nú verandi eigandi þess, Rán h.f., keypti fokhelt og innréttaði það sem gistihús. ÍBÚÐARHÚSNÆÐI? Árið 1956 var hert á því, að íbúðarhúsnæði mætti ekki nota til annarr a þarf a og þá ekki vit- að ,hvort gistihús yrði talið full nægja lögunum sem íbúðarhús- næði. í fyrrasumar var svo leit- að til þáverandi félagsmiálaráð- herra, svo og Húsnæðismála- stjórnar, og gáfu þessir aðilar heimild til þess að reka þarna gistihús. 26 GESTAHERBERGI. Eins og fyrr segir, eru þarna 26 gestaherbergi_ í hverju her- ur og salerni og bað í flestum. Einstaklingsherbergi kosta 80 —120 kr. á dag, en tvímeimings herbergi 120—160 kr. Hótel- stjóri er Ingólfur Pétursson, — semi áður var í Hótel Borgar- nesi. Um 8—9 manns mnnu starfa við gistihúsið. ■ BÆTT ÚR BRÝNNÍI ÞÖRF. Eigendur Citý Hotel þalcka húsnæðismálayfirvöldum þann Skilning og velvilja, sem þau sýndu þessu inláli. Einnig þakka þeir öllum, sem lagt hafa hönd á plóginn við byggingu og frá- gang allan. Vonast þeir til, að gistihús þetta bæti að ekshverju leyti úr þeirri brýnu þörf,- sem hér er í bænum fyrir aukið gistihúsnæði, veiti góða fjjón- ustu og njóti vinisælda, þótt það heiti CITY Hotel. Rúmar 2,1 mlll|. kr. Isfa safnazl SÖFNUNIN vegna sjó- slysanna nam síðdegis í gær rúmlega 2,1 milljón, króna. Þar af var blaðinu kunnugt um 100 þús. kr., sem safnazt höfðu iijá blaðinu „Degi“ á Akur- eyri. Til Alþýðublaðsins liöfðu borizt 47.850 kr. í gærkvöldi. Framhaldssaga Alþý ðublaösms, IJt ur myrkrinu, liefur nú verið kvikmynduð. Þau Deborah Kerr og Yul Brynner eru í aðalhlutverkunum. Myndin var frumsýnd í New .York fyrir skemmstu. Hér er atriði úr henni. : • ; ÆGIR skýrir frá því, að ný- lega hafi farið nokkrir kassar af frystum fiski frá Sambandi ísl. samvinnufélaga til Honolu- lu á Hawaii-eyjum. Fjarlægðin þangað er um 8000 mílur. REYNSLUFARMUR. . _ Alþýðublaðið fékk þær upp- lýsingar hjá SÍS í gær, að farm- t ur þessi hefði verið sendur til __reynslu og fór hann til Hawaii v á vegumi skrifstofu SÍS í New' 4 Ýork. .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.