Alþýðublaðið - 12.03.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.03.1959, Blaðsíða 3
 Nefnd afgreiðir nafnskrípamáiið ALLSHERJARNEFND neðri deildar alþingis hefur jnælt með samþykkt frumvarpa dr. Gunnlaugs Þórðarsonar um að nöfn íslenzkra fyrirtækja skuli vera íslenzk. Leitað var um- sagna ýmissa aðila um frum- vörpin, og mæla nefndaimenn einróma með samjþykkt frum- varpanna. Segir kommúnisfa í Irak óþjóðholla leppa erlendra kommúnistaríkja Börnin sem bera úl Framhald af 10. síðu. beranna að þeir beri blöðin jafnvel allt upp á 5. hæð. Blaðburður er sennilega lægst launaða starf, sem um getur hér á landi, og tvímæla laust miðaði við vinnutíma, því blaðberum er líka ætlað að heimta inn áskriftargjöld- in og er leiðinlegt, hvað sumt fólk getur verið skeytingar- laust f garð þessara elskulegu innheimtumanna. — Sumir geta látið börnin koma dag eftir dag og kvöld eftir kvöld, eftir einum 30.00 krónum. — Þannig myndu fáir haga sér, ef fullorðinn innheimtumaður ætti í hlut. Sum þessara barna eru að hjálpa foreldri sínu við að koma upp íbúð og vilja eftir megni leggja hönd á plóginn önnur eru að afla sér vasa- peninga eða safna sér fyrir reiðhjól eða þess Iháttar. Það er sannfæring mín, að vart gefur samvizkusamara starfsfólk en þessi óhörðnuðu ungmenni. — Hitt er svo ann- að mál, að þegar minnst er á dreifingu blaða, vaknar sú spurning, hvort ekki sé tími til kominn að blöðin bindist samtökum um nýtt dreifingar fyrirkomulag vegna breyttra aðstæðna. — íDamaskus, 11. marz. ('Reuter). ABDEL GAMEL NASSER, forseti Arabíska sambandslýð- veldisins, gerði í dag' harða hríð að Abdul Karim Kassem, for- sætisráðherra Iraks, í dag. — Sagði Nasser fagnandi mann- fjölda, að Kassem héldi uppi „fjandsamlegri stefnu“i gagn- vart Arabíska sambandslýðveld inu og gagnrýndi hann fyrir að stofna til mótmælafunda gegn því. „Kommúnistar í Irak eru leppar erlendra kommúnista- ríkja. Þeir vinna ekki að heill lands síns,“ sagði Nasser. „Þeir vinna fyrir útlendinga". Mannfjöldinn, mest stúdent- ar hrópuðu m. a.: „NiÖur með hið svaiúa tímabil Kassems“ og ,jNiður með kommúnisma og tækifærisstef nu“. Ræða Nassers er talin tákna Ollenhauer hveíur enn til, að óvopnað svæði verði seff upp Carl® Sehmid faringi fii l¥l®skva Bonn, 11. marz (Reuter). J AFN AÐ ARmannaf lokkur Vestur-Þýzkalamds hvatti vest- urveldin í kvöld til að ræða við Rússa um að koma smám saman ó óvopnuðu svæði í Evr ópu milli herja austurs og vest- urs. Tveir leiðtogar flokksins veigamikla breytingu á stefnu ^°ttu 111 Þessa f útvarpsum- ræðum, en a morgun er Mac- millan, forsætisráðherra Breta, væntanlegur til Bonn til við- hans, þar eð hér er um að ræða fyrstu árás hans, ekki aðeins á Kassem, heldur á kommúnista- ríkin. Flóttamenn fná írak koma enn til Sýrlands og segir eg- ypzka fréttastofan „Austurlönd nær“, að einn flóttamannanna hafi sagt: „Yið fórum frá Mosul til að flýja kommúnistíska ógn arstjórn. Nefnd kommúnista hefur verið sett upp til að út- rýma þjóðernissinnuðum aðil- um“. Þá mun einn flóttamaður hafa staðfest, að Kazanehi, leið togi íranskra kommúnista, — hafi fallið í Mosul s. 1. laug- ardag. Sfjórn Suður-Rhodesíu hyggst banna þjóðernishrefingu Salisbury, 11. marz (Reuter). I ir meðlimi eða stuðningsmenn STJÓRN Suður-Ródesíu gerði í dag ráðstafanir til að banna algjörlega afrísku þjóðernis- hreyfinguna, sem yfirvöldin saka um að hafa valdið ófremd- arástandinu í þessari nýlendu Breta. Var frumvarp um þetta til fyrstu umræðu í þinginu í dag. Rúmlega 180 æðstu menn samtakanna liafa verið hand- teknir í Suður-Ródesíu. Frá Nyasalandi er tilkynnt um dráo eins Afríkumanns, er öryggislögreglan hóf skothríð á mótmælafund nokkurn. Hafa þá 45 látizt í átökunum á 'verndarsvæðinu. í lagafrumvarpinu er gert ráð fyrir allt að 1000 punda sekt eða fimm ára fangelsi fyr- ri afhent á Kýpur í g Búlzt bafðf verið við, að afhend- ingin tæki alls 3 daga ræðna við Adenauer. Hvöttu jafnaðarmennirnir til þess, að teknar væru upp við- ræður í anda þeirra meðmæla, er Macmillan hefði borið fram um hugsanlega fækkun herja meðfram járntjaldinu. (Brezk- ir aðilar hafa hins vegar hvað eftir annað mótmælt því, að þetta jafngilti óvopnuðu svæði). Erich Öllenhauer, leiðtogi flokksins, sagði í útvarpsræðu, að vesturveldin yrðu að ákveða skjótlega, hvort hefja eigi við- ræður við Rússa um fækkun hers á vissu svæði í Evrópu. Hann kvað einangraðar viðræð ur um Þýzkalandsmálið ekki mundu heppnast. Taldi hann, að sameining Þýzkalands gæti aðeins orðið að veruleika með samningi stórveldanna um hernaðaraðstöðu Þýzkalands í framtíðinni innan evrópsks ör- yggiskerfis. Carlo Schmid, annar af leið- togum þýzkra jafnaðarmanna, sagði í útvarpsræðu, áður en hann lagði af stað í ferð „til kynningar“ til Moskva, að vest urveldin yrðu að ræða um hlutlaust svæði við Rússa. Vest urveldin þyrftu ekki að fallast á áætlun Rússa óbreytta, en vera mætti, að áætlun, sem báð ir aðilar gætu fellt sig við, gæti fundizt. Lik finnsl í höfninni í GÆR um kl. 12,30 fannst lík við gömlu verbúðarbryggj- una í Reykjavík. Reyndist það vera lík Sigurðar Sigurbjörns- sonar sjómanns úr Vestmanna- eyjum. Hafði Sigurður verið á bát í Keflavík og farið af hon- um í Keflavík laugardaginn 28. febrúar. Töldu félagar hans sig þá hafa séð hann á dansleik í Ingólfscafé. En síðan hafði ekk- ert til hans spurzt. Afríku-kongressins (A.N.C.) eða nokkurrar annarrar hreyf- ingar, er telst til nokkurra hreyfinga utan landsins. (Er þar aðallega um að ræða kom- múnistíska félagsskapi, eins og heimsfriðarráðið o. fl.). ALLT KYRRT. Allt er með kyrrum kjörum í Nyasalandi í dag. Brezka stjórnin vísaði í dag aftur á bug tilmælum stjórnarandstæð inga um að senda nefnd allra flokka til landsins. Kvaðst mundu bíða skýrslu Perths lá varðar. London, 11. marz (Reuter). HAROLD Macmillan, forsætis- ráðlierra, brást illa við í dag, er haldið var fram í neðri mál- stofunni, að bandamenn Breta væru ándvígir tilraunum bans til að koma á samningaviðræð- um austurs og vesturs. Ráðherr ann er nýkominn frá tveggja daga heimsókn í París og fer í nótt til Bonn, þar sem hann Landsllð og blaðalið kvenna í handknattleik Nicosia, 11. marz (iReuter). GRÍSKA lögreglan á Kýpur beið í dag til einskis eftir að meðlimir EOKA neðanjarðar- hreyfingarinnar afhentu vopn sín og skotfæri samkvæmt þeim ákvæðum Lundúna-samn- ingsins, er gera ráð fyrir stofn un sjálfstæðs lýðveldis á Kýp- ur. Seint í kvöld var tilkynnt, að engin vopn hefðu verið af- hent á neinum þeim stöðvum, er til þess voru ætlaðar á eynni. Hafði verið gert ráð fyrir, að þessu verki yrði lokið á þrem dögum. Makarios, erkibiskup, leið- togi Kýpur-Grikkja, sagði í kvöld, að hann teldi ekki, að þetta þýddi, að EOKA-menn væru ófúsir til að afhenda vopn in. „Að því er ég bezt veit hef- ur EOKA enn ekki tilnefnt menn til að taka við vopnun- um.“ 'Söfnunar-miðstöðin í Nicosia var Kýkko-klaustur og bannaði herlögreglan öllum Bretum, — bæði hermönnum og borgurum aðgang að klaustrinu, en gríska lögreglan tók sér þar stöðu í morgun til að taka við vopnun- um. GRIVAS EKKl Á FÖRUM. Enn bendir ekkert til þesss, að George Grivas, leiðtogi EO KA, sé á leið burtu. Hann ræddi einslega við Makarios á mánu- dag. Opinberir aðilar í Aþenu segja, að Grivasai' sé ekki vænzt þangað fyrr en um hélgi. EINS og getið var um í blað- inu í gær, fer fram keppni landsliðs og blaðaliðs kvenna að Hálogalandi annað kvöld. Einnig leika karlalið, þ. e. lið- ið sem lék gegn Dönum í fyrra mánuði og blaðalið, en leikirn- ir hefjast kl. 8,15, kvennaleik- urinn á undan. Landslið kvenna er þannig' skipað: Rut Guðmundsdóttir, Á, Steinunn Annasdóttir, ÍBÍ, Sigríður Lúthersdóttir, Á, Hrönn Pétursdóttir, KR, Helga Emilsdóttir, Þrótti, Guðlaug Kristinsdóttir, KR, Ólína Jóns- dóttir, Fram, Ingibjörg Hauks- dóttir, Fram, Sigríður Kjart- ansdóttir, Á, Ingibjörg Jóns- dóttir, Fram. Blaðaliðið er þannig skipað: Erla Isaksen, KR, Katrín Her- Spilakvöldi í Hafnarfirði fresiað SPILAKV ÖLD Alþýðuflokks félaganna í Hafnarfirði verður ekki í kvöld vegna þess að Al- þýðuhúsið er upptekið vegna söfnunardags Barnaheimilis- sjóðs Hafnarfjarðar. mannsdóttir, Val, Sveinbjörg Karlsdóttir, Þrótti, María Guð- mundsdóttir, KR, Liselotte Oddsdóttir, Á, Katrín Gústavs- dóttir, Þrótti, Þórunn Erlends- dóttir, Á, Inga Magnúsdóttir, KR, Jóna Bárðardóttir, Á, Sig- ríður Sigurðardttir, Val og Þórunn Pétursdóttir, Víking. I kompaníi við allífið... BOKIN „f kompanii við al- lífið“, sem er viðtal Matthíasar Jóhannesen við Þórberg Þórð- arson, kemur út á vegum Helga fells í dag, á sjötugsafmæli skáldsins. Bókin er 254 bls. að stærð, prentuð í Víkingsprent, og hefur Atli Már gert kápu- teikningu. Fæst bókin bæði bundin og óbundin, Þá kemur einnig út í dag 'hjá Helgafelli önnur útgiálfa af „ís- lenzkum aðli“ eftir Þórberg. Sú bók er 244 bls. að stærð, í góðu bandi. mun ræða við Adenauer, kanzl ara, um útlitið fyrir fundi ut- anríkisráðherra, er hefjist í Genf 10. eða 11. maí. Adenauer mun mjög fýsandi þess, að viðræðurnar hefjist sem fyrst, en mun hafa nokkr- ar efasemdir um mál þau, er Macmillan ræddi við Krústjov í Rússlandsferðinni, og vilja heyra nánar af þeim. Jafnaðarmaðurinn William Warbey hvatti Macmillan »til þess í dag „með tilliti til and- stæðra viðbragða í nokkrum höfuðborgum vesturlanda“ að halda fast við ensk-sovézku yf- irlýsinguna frá Moskva um 'að leysa beri vandamálin með samningum. Forsætisróðherrann svaraði: „Eg veit ekki um nein andstjeð viðbrögð, osr ég hef miklu betri aðstöðu til að meta slíkt en þér hafið“. t íhaldsþingmaður bað Mac- millan um að ræða við Eisen- hower, forseta, á væntanleg- um fundi þeirra, mismunun þá, er beitt hafi verið gegn Bretum í sambandi við útboð á verkitm og vélum í Bandaríkjunrfcn. Kvað ráðherrann afstöðu brezku stjórnarinnar véra Bandaríkjamönnum vel ljósa og mundi hann ekki hika við að halda fram einarðlega brezka málstaðnum. Á ráðuneytisfundi í morgun skýrði Macmillan frá viðr^ð- um sínum við de Gaulle og kvað þær hafa verið árangurs- ríkar. Hann vísaði á bug orð- rómi um, að de Gaulle hefði verið andvígur því frumkvæði, sem hann hefði tekið í Moskya. — Frá París er skýrt frá því, að Macmillan hafi drepið grun- semdum Frakka á di'eif, en hó sé enn nokkur „diplómatíslfur kuldi“ í samskiptum þjóðanina. Alþýðublaðið — 12. marz 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.