Alþýðublaðið - 08.04.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.04.1959, Blaðsíða 3
INNFÆDDIR hafa Játið til sín taka í Nyasalandi undanfarn- ar vikur og óeirðir verið tíðair. Brezkt hertlið hefur hrotið niður frelsisbaráttu hinna innfæddu með harðneskju. Allar opinberar byg'gingar og birgðagej'mslur eru enn víggirtar þar í landi. A myndinni sjást hermenn á verði við vörugeymslur. a FYRIR nokkrum dögum voru undirritaðir samningar milli Flugfélags íslands annars veg- ar og danskra aðila hins vegar um leiguflugferðir innanlands á Grænlandi á komandi sumri. Farnar verða vikulegar ferð ir frá Reykjavík til Kulusuk á austurströnd Grænlands og þaðan áfram til Syðri-Straum- fjarðar á vesturströndinni. Frá Syðri-Straumfirði verður síð- an flogið til Kulusuk og Reykja víkur. FJárlagafrumvarp íardagar i Rússneskir sjálfboðaliðar komnir til írak lagt fram London, 7. apríl. FJÁRMÁLARÁÐHERRA Breta, Heathcot-Amory lagði fjárlagafrumvarp Ihaldsstjórn- arinnar fyrir neðri málstofu þingsins í dag. Kvað ráðherr- ann fjárhag Breta allgóðan og batnandi. í frxunvarpínu er gert ráð fyrir nokkrum skatta- lækkunum, meðal annars lækk- un á tekjuskatti og öli. Hann sagði stjórnina stefna að því, að framíjeiðslukostnaður hækkaði ekki og fjárfesting héldist jöfn. Hfft Eeikrif eftir TennesseeWilliams NÝJASTA leikrit Tennessee Williamis, einþáttungurinn: „I Rise in Flame, Cried the Phoen ix“, verður frumsýnt í New York hinn 14. apríl n. k. Leik- ritið fjallar um dauða D. H. Lawrence og rneðal leikenda eru V'íveva Linidfors, R,ose- mary Harirs og Alfred Ryder. Talið að hann muni draga sig út úr stjórnmálum BANDARISKUR strand- gæzlubátur var í gærkvöldi á leið til að bjarga rússneskum sjómannii, sem slasast hefur á skipi í Bsringshafi. Bandarísk- ar flugvélar eru einnig komnar á vettvang. Verður flogið með Rússann til Anchorage í Alaska Er sagt að hann hafi hrotið Samsðngur PÓLÝFÖNKÓRINN ihélt sam spng í gærkvöldi í Gamla' Bíói við hinar ágætustu viðtökur.Að þessu sinni voru veraldleg verk á söngskránni og svo vel sem kórinn sönghin kirkjulegu verk in í Laugarneskirikju í fyrra, gaf þessi samsöngur hinum fyrri ekkert eftir. Á fyrri hluta efnisskrárinnar voru miðaldalög en hinurn síðar nútímaverk. Um sönginn í heild er það að segja, að sjaldan heyr ir maður jafn fágaðan söng, a. m. lc. sóprana, eins og hjá Pólý- fónkórnum. Miðaldasönglögin eru heil náma og má segja, að mjög vel hafi tekizt um valið. Einkum vax ég hrifinn af Thom as Morley. Af nýju lögunum vil ég einkum- minnast á þjóðlög Bartóks, en undirleik þar ann- aðist Gísli Magnússon af mestu Þetta var hinn ágætasti sam- söngur og vil ég eindregið hvetja menn til að hlusta á söng kórsins. — G.G. Bonn, 7. apríl (Reuter). ÞÝZKA fréttastofan DPA skýr ir frá því, að foringjar Kristi- legra Demókrata hafi farið þess á leit við Adenauer kanzl- ara Vestur-Þýzkalands að hann verði forsetaefni flokksins við forsetakosningarnar, sem fram eiga að fara í sumar. Sagt er að Adenauer muni gefa ákveð- ið svar n. k. fimmtudag. Talsmaður Kristilegra Demó krata neitaðj í dag að láta nokk uð eftir sér varðandi þessa fregn. Núverandi forseti Vest- ur-Þýzkalands er Theodor Heuss. ÁHWIFAMIKILL STJÓRNMÁLAMAÐUR. í febrúarmánuði síðastliðn- um lét Adenauer svo um mælt, að ekki kæmi til mála að hann léti af embætti kanzlara til bess að taka við forsetaefninu. Eins og stendur er Adenauer einn áhrifamesti stjórnmála- maður Vestur-Evrónu os harð- astí andstæðingur ttllasna Mac millans forsætisráðherra Breta um takmörkun vígbúnaðar í Mið-Evrónu. Talið er að Ade- nauer muni innan skamms fara til Lundúna í beim til- gansi að reyna að iafna deilu- mál Þióðverja og Breta í sam- bandi við þessi atriði. ENniN VÖLD. Þvzka fréríastofan DPA seg ir að f'mm manna n°fnd Krísti legra Demókrata hafi faRizt á að Adenauer væri frambæri- lesasta forsetaefni flokksins. Adnenauer er nú 83 ára að aldri. Forseti Þvzkalands hef- ur ensin DÓlitísk völd os var hað ástæðan fvrir hví að Er- hard, núverandi efnahassmála ráðherra í stjórn Ýdenauers Adneauer kanzlari. neitaði að verða við tilmælum flokksbræðra sinna um að vera í kjöri við þessar kosningar. VEKUR MIKLA ATHYGLI. Fregnin um framboð Ade- nauers hefur vakið mikla at- hygli í Bonn og velta menn fyrir sér hvort flokksmenn hans hafi gert unpreisn gegn stjórn hans á flokknum, en Adenauer hefur jafnan stjórn- að floklmum með harðri hendi, eða hvort hann hafi sjálfur á- kveðið að draga sig í hlé. Ekki er talið ólíklegt að óánægja flokksmanna kanzlarans valdi því að hann verður nú forseta- j efni flokksins og nái hann j kosningu er öllum beinum póli tískum áhrifum hans lokið. | Adenauer hefur verið mest- I ráðandi um stefnu Vestur- ' Þýzkalands frá stríðslokum og ! í mörgum atriðum einráður 1 um öll mikilvæg mál. London, 7. apríl (Reuter). KAÍRÓÚTVARPIÐ skýrir frá því, aS uppreisn hafi á ný brot- izt út í Norður-írak og séu þar háðir bardagar á ýmsum stöð- um. Egypzk blöð segja einnig að Rússar sendi nú sjálfboða- liðssveitir til írak og hafi rúss- neskt skip farið um Súezskurð í gær með fjölmarga menn af Kúrdaættum, sem ætlunin sé að setiist að meðal ættflokka í norðurhluta fraks. Tvö önnur rússnesk skin eru væntanleg til fraks á næstunni með vopn og birírðir til írakska her.sins. Kaíróútvarnið serír að barð- ir bardaear séu háðir víða í norðurhéruðum landsins, og sesia flóttamenn frá írak að víðtæk óánæPia sé með Kass- em forsæ+isráðherra í röðum hersins. Þessar fregnir hafa ekki hlótið staðfestingu. Kessem bauð í dag meðlim- Aðalfundur verk- fræðingafél, íslands AÐALFUNDUR Verkfræð- ingafélags íslands var haldinn 27. febrúar s. 1. og flutti for- maður þess þá skýrslu um störf félagsins á liðnu starfs- ári. Úr stjórn gengu að þessu sinni þeir Björn Sveinbjörns- son, iðnaðiarverkfr., og Magnús R. Jónsson, rafmagnsverkfr., en í þeirra stað voru kjörnir Bragi Ólafsson og Aðalsteinn Guðjon- sen. Stjórn félagsins skipa nú þess ir menn: Jón Á. Bjarnason, rafm.verk- fr., formaður, Páll Ólafsson, efnaverkfr., varaformi., Gutt- ormur Þormar, byggingaverkfr. meðstjórnandi, Bragi Ólafsson, vélaverkfr., gjaldkeri, Aðal- steinn Guðjöhnsen, rafmagns- verkfr., ritari. í félagið gengu á árinu 21 félagsmaður, af þeim voru 17 nýkomnir frá námi en 4 af eldri árgöngum. um Shammarættbálksins sak- aruppgjöf ef þeir kæmu til Irak innan mánaðar, en þeir flýðu flestir land eftir hina misheppnuðu uppreisn í marz. I Á VEGUM Atlantshafsbanda lagsins eru árlega haldin nám- skeið fyrir þá starfsmenn að- ildarríkjanna, sem vinna að málefn«im, er snerta banda- lagið. Markmiðið er að kynna hin ýmsu siónarmið og vanda- mál aðildarríkjanna, og efla skilning á samstöðu þeirra og samstarfi. f því skvni eru m. a. ákveðnar lieimsóknir til sem flestra ríkja bandalagsins. Nú hefur orðið að ráði að þátttakendur í því námskeiði, sem nú stendur yfir verði hér í heimsókn föstudaginn 10. þ. m. Verður tímanum varið til þess að kynna íslenzk málefni eftir því sem föng eru á. Forstöðumaður námskeiða þessara er nú T. Ariburun hers höfðingi frá Tyrklandi. Samningtif VR. og söluhimaelgenda TEKIZT hafa samningar milli Félags söluturnaeigenda og Verzlunarmannafélags Reykja- víkur fyrir milligöngu sátta- semjara níkisins, Torfa Hjartar- sonar. Aðalatriði samkomiulagsins er, að frídagur skal vera einn í viku hverri, kaup greiðist sam kvæmt samningi V. R. og at- vinnurekenda að viðibættum 4 %. Vinnutími skal almennt vera frá kl. 9 f.h. til kl. 2 e. h. og frá kl. 2 e. h. til kl. 11,30 e. h Samkomulag þetta gildir frá og með 1 maí n. k. FYRIR nokkru síðan festu bandarísk hjón kaup á Vis- count flugvél er þau hyggjast nota sem einkaflugvél. Flugvélin, sem er af gerð- inni Viscount 700, var áður í eigu flugfélagsins Lanica í Ni- caragua og verður sú fyrstasinn j ar tegundar, sem kemst í ein- staklingseign, en nokkur stór fyrirtæki og ríkisstjórnir eiga Viscount flugvélar, sem þau nota til þess að flytja háttsetta farþega á sínum vegum. Hin bandarísku hjón, Her- bert May og kona hans, hafa þegar ráðið sér tvo flugmenn og flugvirkja og hyggja á ferða lög, m. a. til Evrópu og Aust- urlanda, segir í frétt frá fram- leiðanda flugvélarinnar. Innréttingu flugvélarinnar hefur verið breytt, svo að nú tekur hún aðeins 14 farþega í stað 44 áður. Hinir nýju eigendur vélar- innar segjast hafa valið hana vegna hraða og þæginda þess- arar flUgvélategundar. Bókagjöf frá V-Þjóöverjum AMBASSADOR Sambands- lýðveldisins Þýzkalands hefur afhent ráðuneytinu að gjöf frá þýzkum stjórnarvöldum mik- inn hluta þeirra bóka, sem sýndar voru á þýzku bókasýn- ingunni í Þjóðminjasafnshús- inu í febrúar- og marzmánuði síðastl. Er hér um ágæta gjöf að ræða, sem Landsbókasafni og Háskólabókasafni er mikill fengur í, en þau söfn hafa feng ið meginþorra bókanna. a.lþýðublaðið — 8. lapríl 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.