Alþýðublaðið - 10.04.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.04.1959, Blaðsíða 4
 Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- þórsson og Helgi Sæmund'sson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- eon. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- son. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- Eími: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10. Menntun verkstjóra HREYFING er komin á málefni verkstjóra t og raddir uppi um að bæta menntunarskilyröi þeirra. Emil Jónsson forsætisráðherra hefur tví- vegis á liðnum árum hreyft þessu máli á þingi. • Nu hefur nefnd, skipuð af íyrrverandi stjóm, lok- ið störfum, og iðnaðarmálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, flutt frumvarp, er byggist á störfum hennar. Loks er kominn hingað til lands norskur sérfræðingur í þessum málum, svo að vonandi er tími aðgerða- og sinnuleysi á þessu sviði liðinn. Verkstjórn hefur gífurlega þýðingu fvrir ‘ þjóðarbúið. Við Iivers konar framleiðslu og fram kvæmdir hafa verkstjórar umráð yfir vinnu ’ manna og véla fyrlr mörg hundruð milljónir króna arlega. Getur oltið á tugum milljóna, 1 hvernig þeim farast úr hendi, hvort þeir kunna *■ að stjórna fólki og hafa þá tæknilegu þekkingu, sem krefjast verður í viðkomandi grein. Þegar minnzt er á verkstjóra, verður mörgum hugsað til myndarlegs fyrirliða í hóp verkamanna, sem eru að leggja veg eða síma, svo að dæmi sé tnefnt. Þetta er þröngt sjónarmið. Verkstjórar stjórna einstökum greinum verksmiðjuiðnaðar og á þeim geta oltið afköst verksmiðjanna og hagnýf- ing hráefnisins. Verkstjórar hafa eitt þýðingar- inesta hlutverkið í útfiutningsframleiðslu þjóð- ; arinnar. Það er ekki nóg, að verkstjóri í frystihúsi kunni að stjórna fólki og fá út úr því sem mest af- köst, heldur þarf hann að vera þaulkunnugur hrá- efninu, meðferð þess á öllum stigum, pökkun og frystingu, Hann ber, sennilega meir en nokkur ann ar, ábyrgð á því, hvort framleiðslan verður ávallt - fyrsta flokks vara — eða eitthvað lakara. Mörg fleiri slík dæmi mætti nefna um þýðingu verk- stjórnar í nútíma atvinnulífi íslendinga. Það er ánægjulegt, að máli þessu hefur verið ; hreyft á alþingi og erlendur sérfræðingur er hing- }.. að kominn til að kynna það og vekja á því áhuga. ' Vonandi verður þessi hreyfing tll þess að bæta ‘ menntunarskilyrði fyrir stétt, sem hefur verið van ) metin hingað til, en fer með hlutverk, er varðar . miklu fyrir afkomu og sóma þjóðarinnar. SÓL 6IJÓN efla hreysfi eggjahvltuefni. Engar framkvæmdir S Alsír BrÁTT ERU liðnir tíu mánuðir síðan de Gaulle komst til valda í Frakklandi. Eitt af því, sem hann lofaði þjóð sinni var að koma á friði í Alsír, en þrátt fyrir góðan vilja bólar enn ekki á vopna- hléi þar, hvað þá meira. í öll- um atriðum má segja, að fylgt hafi verið sömu stefnu í Aisír málinu og fyrri ríkisstjórnir Frakklands hafa fylgt: auka herlið þar stöðugt en um leið að efla framkvæmdir og fram farir í iandinu, og reyna að ná takmörkuðu vopnahléi við uppreisnarmenn, en neita öll um samningum við útlaga- stjórn Alsír, sem aðsetur hef- ur í Kairó og Túnis. Þegar de Gaulle kom til valda var við mörg erfið vandamál að glíma í sambandi við Alsír. Eitt hið erfiðasta var þjóðfélagslegt og efna- hagslegt, börn múhameðstrú- armanná áttu ekki kost á sömu skólagöngu og börn franskra manna í landinu, og í flestum tilfellum. ekki kost á neinni skólagöngu. Bændur hafa ekki jörð til að erja og' þeir fá ekki heldur vinnu við iðn- að né önnur störf í borgun- um. Sem sagt: Vandamálin eru hin sömu og önnur van- þróuð lönd eiga við að stríða. En hinn franski hluti íbúanna þar lifir.við kjör, sem jafn- ast á við hið bezta, sem tíðk- ast í Evrópu. HlN FRÆGA áætlun de Gaulle um nýsköpun í Alsír, sem lög'ð var fram á síðasta ári og kennd við borgina Con- stantine, á að binda endi á þetta ástand. Aðalfulltrúi frönsku stjórnarinnar í Alsír, Paul Delouvrier, er í hópi færustu áætlunarhagfræðinga Frakka og hann hófst þegar handa um framkvæmd Con- stantine áætlunarinnar. Áætluriin gerir ráð fvrir stórauknum skólabyggingum og innan tíu ára eiga öll börn að eiga kost á skólagöngu, og bændur munu um svipað leyti fá nægjanlegt jarðnæði. Gert er ráð fyrir stórauknu einka- fjármagni til framkvæmda í Alsír. Skattaívilnanir gera íyrirtækjum auðveldara fyr- ir um að festa fé sitt í Alsír. NúNA ER fyrst hægt að gera sér einhverja grein fyr- ir, hvernig Constantine áætl- unin verður í framkvæmd. Það er vert að taka fram í þessu sambandi, að hvorki de Gaulle né Delouvrier hafa nokkru sinni 'sagt að Constan tine áætluriin rnuni' leysa Al- sírvandamálið. En það er aug Ijóst mál, að ekkert verður gert að ráði fyrr en styrjöld- inni þar er lokið. Uppreisn- armennirnir í Alsír leggja mikla áherzlu á að brenna niður alla skóla og myrða þá múhameðstrúarmenn, Sem þiggja land af Frökkum til á- búðar. Skólana er því aðeins mögulegt að byggja þar, sem franski herinn hefur afl til að hindra að þeir verði eyði- lagðir jafnóðum. Sama máli gegnir um skiptingu jarðnæð is, það getur aðeins farið fram þar, sem Frakkar geta verndað bændurna fyrir löndi um sínum í hersveitum upp- reisnarmanna. Það segir sig því sjálft, að þessi hlið áætl- unarinnar verður ekki fram- kvæmd nema þar, sem friður ríkir. ] VAÐ VIÐKEMUR einka- fjárfestingunni er þess að geta, að fjöldi einkafyrir- tækja og atvinnuveitenda hafa sent fulltrúa sína til Al- sír, en það hefur greinilega komið í ljós, að ekki er vilji fyrir hendi af hálfu þessara aðila til að auka fjárfesting- una í Alsír fyrr en friður hef- ur komizt á þar, og víst verð- ur um pólitíska framtíð lands ins. Undanfarnar VIKUR hefur gengið þrálátur orð- rómur um það í París, að Paul Delouvrier hafi í hyggju að segja af sér starfi sínu í Alsír á þeim forsendum, að hann' geti ekki gert þar meira fyrr en saminri hafi verið friður í landinu. Það ber allt að sama brunni, ekkert er hægt gera í landinu fyrr en friður hefur komizt á. Sagt er að de Gaulle vilji ekki að Del- ouvrier hætti strax, hann hefur enn von um að geta komið á friði, og væri starf hans ekki til einskis, ef tak- ast mætti að Ijúka hinu ógur- lega stríði, sem staðið hefur x Alsír undanfarin ár. Hannes á horninu ýý Höfum við framið ó- bætanlegt glappn- skot? ýý Togaraskipstjóri . skrifar um togara- kaup. Samanburður á nýj- um togurum og þeim allra elztu. FYRIK NOKKRUM DÖGUM barst mér eftirfarandi bréf frá. þekktum togaraskjpstjóra, sem aldrei mun verða sakaður um áróður eða ofmælgi um menn eða málefni. Hann skrifar um mikið nauðsynjamál — og furð- ar mig á ef svo hrapallega hefur verið að farið og hann segir. Hins vegar þekki ég mörg dæmi um það, að þjóðin hefur beðið stórtjón vegna skrums og sýnd- armennsku, keppni, öfundar og tog’streitu milli flokka. Ráðizt hefur verið í stórvirki af lítilli fyrirhyggju og án nauðsynlegra rannsókna — og vel má vera áð málið, sem togaraskipstjórinn ræðir um, sé af sömu rót runnið. TOGARASKIPSTJÖRI skrif- ar .mér: ,,Fyrir nókkrum dögum varst þú að mælast til þess í pistlum þínum, að fá umsögn frá fleiri sjómönnum um við- hald skipa og þess háttar. Það er víst í krafti þess að ,,sá sé vinur, sem til vamms segi“. Það getur verið gott og gagnlegt, sé það gert af sanngirni og þekk- ingu. Ég ætla ekki að fara út í þá sálma að þessu sinni, en hreyfa í þess stað við öðru at- ríði, sem líka snertir skip og út- gerð þeirra. ÞU HEFUR OFT í pistlum þínum rómað ýmsa röggsemi þinna manna síðan þeir tóku við rikisstjórninni. Ekki ætla ég að bera fram neinn efa um réttmæti þeirra orða, en vil í þess stað mælast til þess að þú kæmir því á framfæri við þá, hvort þeir geti þá ekki sýnt þá rögg af sér í viðbót, að fá leiðréttingu á, eða öllu heldur þá breytingu á skipa .Smíðasamningi þeim, sem næsta ríkisstjórn á undan þeim gerði um smíði þessara 250 lesta tog- ara. eða öllu heldur gervitogara. Það sjá allir, sem nokkuð þekkja til togaraútgerðar hér á landi, að þetta eru algerlega ónothæf skip fyrir okkur, og öllum þeim mörgu milljónum, sem fara til þess áð greiða þau með, er á glæ kastað. Væri því mikil þörf á því að stöðva þetta ef hægt væri og fá þessum samningi breytt á þanri veg, að ekki yrðu smíðuð fleiri skip af þessari stærð, en í þess stað fengin færri en stærri og fullkomin botnvörpuskip í stað þeirra, sem eftir er að af- henda. Geti stjórnin komið þessu til leiðar, mun hún af því hljóta meiri orðstír en af nokkru öðru, sem hún hefur afrekað, og hefur hún þó gert ýmislegt ágætlega. „ÞAÐ ER SVO BÁGT að standa í stað, og mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.“ Síðan vér íslendingar fórum að fást við útgerð botnvörpuskipa upp úr síðustu aldamótum og ráða smíði þeirra og tilhögun allri, er ekkj hægt að segja annað en okkur hafi „munað nokkuð á leið“, þar til þessi umræddi skipasmíðasamnignur var gerð- ur. Hann er hvorki méira né minna en hálfrar aldar skref aft ur á bak, og rúmlega það. Þeg- ar Jón forseti hinn eldri var smíðaðúr 1907, markaði það tímamót í þróun þessara mála, ekki eingöngu hér á landi, held- ur þótti hann líka bera af sams konar skipum annarra þjóða, sem togveiðar stunduðu þá. Var hann þó ekki stórt skip á nú- tíma mælikvarða. Framvinda þessara mála varð svo sú, að við eignuðumst fleiri góð botnvörpu skip. Upp úr fyrri heimsstyrj- öldinni létum við smíða fleiri skip stærri og betur búin. Var talið að botnvörpuskip okkar, þótt ekki væru þau mörg, bæru af sams konar skipum annarra þjóða, sem fleiri skip áttu, og stóð svo nokkur ár. SVO KOM nokkurra ára tíma bil, sem segja má að kyrrstaða væri í þróun þessara mála hjá okkur vegna erfiðrar afkomu. Mátti þá segja, að við yrðum eft irbátar annarra þjóða um skipa- kost. Undir eins og hægt var að fá smíðuö skip, að aflokinni síð- ari heimsstyrjöldinni, var undið Framhald ú 10. síðu. 10. apríl 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.