Alþýðublaðið - 15.04.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.04.1959, Blaðsíða 4
Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars- son. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- Bon. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgrelðslu- simi: 14900. A’ðse.tur: AlþýSuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverúsg. 8—10. Súru vínherin TÍMANUM finnst miklum ótíðindum sæta, að samkomulag skuli hafa náðst um afgreiðslu kjör- ' dæmamálsins, og hefur stórreiðzt því, að Alþýðu- bandalagið skuli eiga þar hlut að máli. Allur er sá málflutningur mikill barnaskap'ur. Framsóknar- flokkurinn gat ekki ímyndað sér, að sú gamla og úrelta kjördæmaskipun, sem hér hefur verið.ætti sér framtíð. Tíminn hefur meira að segja viður- kennt að breyta yrði kjördæmaskipuninni. En hvað hefur svo Framsóknarfiokkurinn gert í því efni? Ekki neitt og dagað uppi í trú á fortíðina. Framsóknarflokkurinn átti þess kost að , leysa kjördæmamálið með Alþýðuflokknum og Alþýðubandaiaginu í fyrrverandi ríkisstjórn. í Og því hét hann við stiórnarmyndunina. En efnd irnar urðu engar. Eftir að fyrrverandi ríkisstjórn fór frá völdum og kjördæmamálið kom á dag- skrá að frumkvæði Aiþýðuflokksins hefur Fram^ * sóknarflokkurinn gert eina skyssuna af annarvi.ss • r ^ • Hann mótaði þá stelnu í kjördæmamálinu á^ ; flokksþingi sínu áð vilja skipta landinu uian 1 1 Reykjavíkur í einmenningskjördæmi og afnema 1 uppbóíarþingsætin. Þannig átti að svipta AI- þýðuflokkinn og Alþýðuhandalagið fimm af árta ■ þingsætum og láta þau koma í hlut Framsókn- arfiokksins og Sjálfstæðisflokksins. Sporið átti að verða risasltref aftur á bak. Með þessa stefnuyfirlýsingu upp á vasann mæltist Frarnsóknarflokkurinn til þess við Alþýðu- bandálagið, að það hindraði aífireiðslu kjördæma- málsins eins og hún vakti fyrir Alþýðuflokknum og Shann hafði náð í meginatriðum samkomulagi um við Sjálfstæðisflokkinn. Tilætlunarsemi Fram- sóknarflokksins var sú, að Alþýðubandalagið af- salaði sér þeirri leiðréttingu kjördæmaskipunar- Innar, sem alþýðuhreyfingin og verkalýðsflokkarn 1 ir hafa barizt fyrir um áraskeið. Og upp á hvað bauð Framsóknarflokkurinn? Einmenningskjör- dæmi um allt land utan Reykjavíkur og afnám upp- bótarþingsætanna. Hann vildi þannig þoka fyrir- komulagi kjördæmaskipunarinnar aftur fyrir 1934. Alþj'ðubandaiaginu þótti ekki boðið gott. Það hafði ýmis konar sýndarmennsku í frammi, en gerðist að sjálfsögðu aðili að kjördæmabreyt ingunni. Framsóknarfloldturinn hefur það eitt upp úr krafsinu að hafa einangrað sig og gerzt málsvari svartasta aiturhalds í landinu. Nú er svo Tíminn æfur út í Alþýðubandalagið fyrir að hafa ekki hjálpað Framsóknarflokknum í aftur- haldi hans og íhaldsmennsku. Ókvæðisorðunum er óspart úthlutað og kommúnistar taldir óal- andi og óferjandi. Vínberin eru súr, þegar ekki næst til þeirra. | I i fc I fyrirliggjandi. lír. Porva^dsson & Co. Ingólfsstræti 12 — Sími 24-478 Svsar smíða vélar, er framfdfía fiskimjöS tiS manneldis S ENSKT firma hefuT gert vélar og komig upp Urstu verksmiðju heimsins, sem get ur framleitt fiskimjöl til manneldis. Er hér um að ræða .mikla nýjung, sem get- ur haft hina mestu þýðingu í baráttunni við að brauð- fæða milljónir hungraðra manna. Fyrirtækið, sem framleitt 'hefur vélarnar í hina nýju fiskimjölsverksmiðju, hefur haft nána samvinnu við Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna —- FAO — á meðan á tilraunum og undirbúningi verksmiðjunn- ar hefur staðið. Sérfræðingar frá FAO hafa fylgzt með gæð um mjölsins, næringargildi þess, geymsluþoli, verðlagi og öðru, er máli skíptir. Hefur FAO nú gengið inn á að senda fiskimjöl, unnið í þessari verksmiðju, til landa þar sem næringarskortur ríkir, til þess að ganga úr skugga um ‘hvern ig menn taka því til matar- gerðar. FAO telur, að framleiðsla fiskimjöls til manneldis geti orðið lausnin á Því vandamáli hvernig útvega eigi milljón- um manna eggja'hvítuefni úr dýraríkinu á ódýran og' hag- kv.æman hátt. Dr. A. G. Van Veen, forstjóri Fæðu- og framleiðsludeildar FAO, rnun fylgjast með ft'amvindu þessa máls, að sögn Dr. Rudolfs Kreuzer, sem er yfirmaður þeirrar skrifstofu innan fiski- deildar FAO, er hefur það hlutverk að fylgjast með fisk framleiðslu og fis.kneyzlu í heiminum. SKORTUR EGG JAHVÍTUEFNIS FYRIR 10 árum fengu mat- . vælasérfr.æðingar FAO áhuga fyrir því hvort ekki m-yndi hægt að framleiða fiskimjöl til manneldis. Það er mikill skortur á eggjajhvítuefni í 'heiminum, en eggjahvíta er nauðsynleg í fæðu manna sem kunnugt er. Menn fá eggja- hvítuefni m. a. úr köjti, eggj- um, mjólk og fiski. En sá er hængur á, að erfitt er að flytja þessi matvæli langar leiðir óskemmd og auk þess er það dýrt. Jafnvel þótt skemmur séu fullar af auka- birgðum matvæla, er inni- halda eggjahvítuefni í einu landi, kemur það ekki ,að gagni í öðru, þar sem ekki er hægt að flytja á nógu ódýran hátt frá þeim, sem allsnægtir eiga, til hinna, sem allslausir eru. Fiskur er kjörvara hvað eggja'hvítuinnihald snertir og það er trú þeirra, er þessi mál þekkja*, að ef aðeins væri hægt að finna leiðir til þess að flytja fiskinn óskemmdan heimsálfanna á milli og á hag kvæman hátt væri mlkið unn ið á í baráttunni við hungur- vofuna. í þessu sambandi hafa menn látið sér detta í hug fiskimjöl til manneldis. Bæði FAO og Barnahjálpar- sjóður Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hafa haft áhuga fyr ir framleiðsiu fiskimjöls til manneldis og hafa látið gera tilraunir með framleiðslu og neyzlu í Suður-Ameríku, Af- ríku og Asíu. En hingað til hefur strand- að á því, að ekki hefur tekizt að framleiða fiskimjöl, sem er lyktarlaust og bragðlaust, en sem hefur næringargildi sitt óskert og eggjahvítuinni- hald. 1 BJÖRNINN UNNINN F LN nu er björninn unnmn. Hinu sænska fyrirtæki hefur tekizt að framleiða fiskimjöl, sem er laust við fyrri galla þeirrar vöru og hefur alla beztu kosti fiskimjólsins. — Eg'gjáhvítuinnihald hins sænska fiskimjöls er t. d. 85 % borið saman við 15% í ný.ju kjöti og fiski. Hefur 'hér tekizt að framleiða mjöl, sem hefur meira eggjiahvítuefni en. nokkur önnur matvara. Það er því ekki að furða, að sérfræð ingar FAO telja að hér sé um að r.æða1 framleiðslu, er marki tímamót í næringarsögu mannkynsins. ) TIL BRAUÐGERÐAR OG FLEIRA M ANiNELDISFISKIM JÖL IÐ sænska má t. d. nota til brauðgerðar, það er einnig h-rgt að nota það í súpur og sósur, eða' gera úr því aðra rétti. Þegar er farið að tala um eggjahvítubrauð með 5% fiskimjölsinnihaldi. — Þetta magn myndi ekki gera brauð ið dýr.ara en það er nú, því það er ekki gert ráð fyrir, að fiskimjölið þurfi að vera dýrara en hveiti eða önnur kornvara1. Slík brauð væru guðsgjöf í löndunum, þar sem eggja- hvítuefni er af skornum skammti , daglegri fæðu manna. í þeim löndum þar sem meiri eggjáhvítu er þörf í fæðu mianna, væri hægt að ÍFramhald á 10. sPSu), H a n n es h o r n i n u ★ Miklubrautin fer inn í íbúðarhúsin. ★ .Mestu götuhneyksli í . sögu Reykjavíkur. ★ Sótari ber að dyruni! ★. Kemur áratug of seint. KONA, SEM HEIMA Á við Miklubraut og'hringdi tii mín í gær sagði: „Mig langar að bjóða þér að líta inn til mín. Ég' hafði opnað glugga, sem snúa út að ■Miklubraut, í morgun og svo fór ég út í bæ. Ég var burtu í þrjá klukkutíma. Þegar ég kom heim brá mér í brún, því að segja má að mikill hluti Miklubrautarinn ar hefði farið inn um gluggana mína og setzt að í stofunum með an ég var í burtu.“ HÚN TALAÐI að vísu í gamni, en henni var þungt niðri fyrir. Miklabrautin er örðin reg- inhneýksli. í þrjú ár' hafa þeir verið að dútla við hana og alltaf er sama ófremdarástandið. Að vísu er hér um mikið mannvirki að ræða, en fyrr má rota en dauð rota. í heilt. ár var ekki fært að húsunum fyrir svaði og upp- greftri. Nú hafa undirstöður verið lagðar fyrir ári síðan. En síðan var settur sandur eða ein- hvers konar ofaníburður, — og það er hann, sem fe'r nú inn í stofurnar hjá fólki. ÞAÐ, SEM LÁ OFAN á púkk- inu er farið! Komið er niður á grjót! Sandurinn er kominn inn í stofurnar —• og þó eru þurrk- arnir enn ekki komnir fyrir al- vöru. Hvernig halda menn að á- standið verði þegar moldin, sem sett hefur verið á .meginhluta Klambratúnsins, er orðin þurr og hún fer að rjúka í norðanátt á húsin við götuna? Það verður bókstaflega ólíft í húsunum. VÍÖA ÞARF AÐ VINNA í bænum, það er satt, en ég held, að fresta ætti öllum verkefnum, en snúa sér í þess stað af fullum krafti að því að fullgera Miklu- brautina. Sagt er að ekki sé ann- að eftir en að malbika spottann frá Flókagötu að Lönguhlíð. Þarna er ástandið líka verst. Og mest liggur á að þetta sé fram- kvæmt. Verkfræðingar og aðrir þeir, sem þessum málum ráða, hljóta að sjá nauðsyn þess að fullgera þessa miklu umferðar- braut. NR. 69 SKRIFAR: „Ég bý í hverfi, sem reist var sumarið 1934 og hverfi þetta var með þeim fyrstu, sem fengu hitaveit una. Þvottapottarnir kolakyntu eru líka löngu horfnir, um kola- eða olíukyndingu er því þarna ekki að «ræða. En ég vakna klukkan að ganga fimm við hringingar og barsmíð. Bruna- liðið er auðvitað að vekja upp, eldur í hverfinu. Ég rýk á fætur ög hleyp niður stiganri og opna. Uti stendur maður í kolsvörtum einkennisbúningi. „Ég er kom- inn til þess að sóta.“ — „Sóta hvað, blessaði maður? Hér hef- ur eldur ekki verið tekinn upp X 10 ár.“ — „Á, jæja, afsakið þér þá.“ Hann hverfur. Ég lít út um dyrnar, sótarinn þokast að dyr- um nágrannans til þess að leika þar sama leikinn. Þannig hverf- ið á enda. VÆRI EKKI HÆGARA og ó- dýrara fyrir bæjarfélagið að láta vinna meginhluta þessa verks í skrifstofu, með nýjasta manntal og símaskrá á borði fyr- ir framan einhverja skrifstofu- stúlku (þarna er sími í hverju húsi) og rannsaka þannig kynd- ingu húsanna og sótunarþörf? Hver er sem stendur sótunar- málastjóri bæjarins? Þyrfti ekki annars að sóta svolítið á honum kollinn?“ Hannes á horninu. /J 15- aPríl 1959 — Alþýðubíaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.