Alþýðublaðið - 21.04.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.04.1959, Blaðsíða 3
Kínverskir kommúnisfar ráðasf harka- lega á Dalai Lama Kommúnlstar lýsa skoðunum sín- um á „svokölluðu sjálfstæöP. HONG KONG, Siliguri, 20. apríi (NTB—KEUTER), Frétta- stofan Nýja Kína sagði í dag um yfirlýsingu Daiaii Lama síð astliðinn föstudag, að' hún væri full af lygum og rangfærslum. Enn fi'emur segir að yfirlýsing- in sé samin og gefin út af ind- verskum embættismiönnum í Tezpur. Dalai Lama gaf síðast- liðinn föstudag út yfirlýsingu varðandi flótta sinn frá Tíbet og uppreisnina l>ar. iNeitaði hann þar rnjög ákveð ið að Ihafia yfirgefið land1 sitt vegna þvingunar. Kvaðst hann sjálfur hafa ábveðið flóttann og uppreisnarmienn hefðu ekki beitt sig neinum þvingunum, honum! hefði verið nauðugur einn kostur að flýja land, þar eð Kínverjar hefðu ógnað ör- yggi ihans. Hann sakaði Kín- verja um að hafa rofið samn- inginn frá 1951 þar sem kveðið var i’á um rétt Tíbetbúa til þess að ráða innanlandismálum sín- um sjálfir. Dalai Lama sagði enn fremur að Kínverjar hefðu sífellt blandað sér inn í trúmál Tíbetbúa og kúgað munka til nauðugnarvinnu í Kína. „HIÐ SVOKALLAÐA SJÁLFSTÆÐI“ 1 tilkynningu íkínversku fréttastofunnar segir að yfir- lýsing Dalai Lama hafi verið „binn gamli söngur um svokall að sjálfstæói Tíbetbúa“. Kín- í verjar Ihefðu náð öllum völd- um í Tíbet á 13.—18. ðld, og ummæli Dalai Lama væru1 ekki annað en áróður fyrir heims- valdasinna. „Hið svokallaða sjálfstæði Tíbet hefur á seinni árum verið draumur Breta um að ráðast þaðan inn í Kína.“ Þessi ummæli hinnar komrn- únistísku fréttastofu varpa skýru Ijósi á Ihina raunverulegu afstöðu kommúnismans til „svo kallaðra" frelsishreyfinga og TÍBETBÚAR FLUTTIR í ÞRÆLABÚÐIR 60 000 manna kínverskt her- lið gætir nú hinna 50 000 íbúa í Lhasa, ihöfuðborg Tíbet. Mann tal hefur undanfarið verið tekið í borginni og fingraför allra í- búanna tekin niðúr. Mun það eiga að auðvelda kínversku „frelsurunum“ að fylgjast með hinum frelsuðu. Mikill fjöldi Kínverja hefur undanfarið ver- ið fluttur frá Kína til Tíbet og tekið í sína vörzlu frjósömustu héruð landsins. Aftur á móti gengur orðrómur um að fjöldi Tíbetbúa hafi verið fluttur til vinnubúða „einhvers staðar" í Kína. Dalai Lama, DALAI LAMA VÆNTAN- LEGUR TIL FORMÓSU TAIPEH, Formósu. — Yitsi, þingmaður á þingi þjóðernis- sinna á Formósu, lét svo um mælt í dag, að Ííklegt mætti telja að Dalai Lama mundi inn an skamms koma til fundar við Sjang Kai Sjek á Formósu. Yitsi sagði við blaðamenn, að Dalai Lama mundi ekki dvelj- ast lengi á Indlandi, lieldur mundi hann undirbúa frelsun lands síns. Stjórn þjóðernis- sinna hefur ítrekað tilboð sitt um ótakmarkaða aðstoð við Tí- betbúa í baráttu sinni gegn kín verskum kommúnistum Cfiurchlll verður áfram í fejöri LONDON, 20. apríl. Sir Winston Churchill flutti í dag ræðu í kjördæmi sínu. Til- kynnti hann að hann mundi gefa kost á sér til framhoðs í næstu þingkosningum í Bret- landi. ‘Ghurdhili ræddi utanríkismál í ræðu sinni og sagði m. a., að hann hefði alltaf stuðlað að bættri sambúð Breta og Bússa, en Ihún v,æri nauðsynleg báðum þjóðunumi. En Ghurdhill kvað Vestur-Þjóðverja vera banda- menn Breta í Atlantshafsbanda laginu 'Og því mundu Bretar styðja Þá eftir megni. Einnig sagði hann, að Bretar mundu gera hvað þeir gætu til þess að styðja baráttu íbúa VesturBer- línar fyrir frelsi o« sjálfstæði. flug Bandaríkjamanna London, 20. apríl (Reuter). BREZK blöð lialda áfram að gagnrýna háloftsflug Banda- ríkjamanna á leiðinni til Ber- iínar. Telja þau að vísu að Bandaríkjamenn hafi fullan rétt til þessa flugs en tíminn sé óheppilegur aðferðin óhyggi- leg. Rússar halda fram að flug- vélar vesturveldanna á leið til Berlínar megi ekki fljúga hærra en í 10 000 feta hæð en vesturveldin telja að engin á- kvæði séu til um þetta atriði. Bandarískar flutningaflugvélar flugu þrisvar í síðasta mánuði liærra en þetta á leið til Berlín ar og fylgdu rússneskar orr- ustuflugvélar þeim eftir. HÆTTULEGT FRÍÐNUM. Brezkir stjórnmálamenn hafa mjög gagnrýnt þetta at- ferli Bandaríkjamanna og brezk blöð hafa farið hörðum orðum um Bandaríkjamenn fyrir þetta. í fréttasendingum Moskvu- útvarpsins á ensku var í gær- kvöldi minnzt á þessi mál og sagt að ekki þyrfti nema lítinn neista til þess að allt færi í bál í Mið-Evrópu. HNÚTUR FLJÚGA UM BORÐ. Leiðarar brezkra blaða í dag fjalla flestir um þetta mál og eru allir sammála um að at- burðir þessir geti haft alvar- legar afleiðingar fyrir samn- inga um framtíð Berlínar og lausn Þýzkalandsdeilunnar. Daily Mail segir að svo virðist sem herstjórnin hafi tekið sér vald, sem sé að réttu hjá stjórn- málamönnum. íhaldsblaðið Yorkshire Post vísar þeirri stað hæfingu bandarískra blaða, að Bretar séu huglausir, á bug og segir þau ummæli heimskuleg. Sigur hægrl manna í Alsír París, 20. apríl (Reuter). Bæjarstjórnarkosningar hófust í Alsír í gær. Hægri menn í Alsír hvöttu menn til þess að greiða ekki atkvæði í þessum kosningum, einnig skoruðu uppreisnarmenn á stuðnings- menn sína að fara ekki á kjör- stað. Kjörsókn varð því lítil og kom allvíða til átaka og mann- drápa í sambandi við kosning- arnar. Úrslit eru óvíða kunn ennþá. I Algeirsborg unnu hægri menn mikinn sigur, hlutu 27 fulltrúa, en stuðningsmenn de Gaulle fengu aðeins 14 fulltrúa í bæj- arstjórnina. lÚijslit í bæjarstjórnarkosn- ingunum vei'ða ekki kunn fyrr en eftir háífan mánúð til þrjár vikur. Strasbourg, 20. apríl (Reuter) EVRÓPURÁÐIÐ minntist þess í dag, að tíu ár eru liðin síðan það var stofnað. Fulltrúar hinna fimmtán ríkja, sem aðil- ar eru að ráðinu komu saman á hátíðafundi i Strasbourg. Evrópuráðið er ráðgjafa- stofnun, sem vinnur að því, að auðvelda samvinnu Evrópu- ríkjanna og setja niður deilur þeirra innbyrðis. Samþykktir þess eru eklti bindandi fyrir viðkomandi ríkisstjórnir. í dag komu einnig saman hinir fimmtán dómarar, sem skipa hinn nýstofnaða mann- Brezkl pemíungl London, 20. apríl (Reuter). BREZKI bii'gðamálaráðherr- ann, Aubrey Jones, upplýsti í neðri málstofunni í dag, að Bretar hefðu í undirbúningi að skjóta á loft gervitungli. Jones kvað stjórnina hafa þessi mál í undirbúningi í samráði við Samveldislöndin og yrði nánar ákveðið um þetta þegar meiri reynsla og þekking hefði feng- izt varðandi gervitungl. Olp í Panama Panama, 20. apríl (Reuter). RÍKISSTJÓRN Panama fyrir- skipaði í dag, að handtaka skyldi Roberto Arias fyrrver- andi sendiherra landsins í Lon- don, en hann er talinn standa á bak við undirbúning að upp- reisn í Panama gegn forseta landsins, La Guardia. Arias var í dag í skemmti- siglingu með konu sinni, ensku ballettdansmeynni Margot Fonteyn, á Panamaflóa. Síðdeg is í dag kom Arias til hafnar í smábænum Balboa við Panama flóa, sem er á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna. réttindadómstól ráðsins. For- seti dómsins er fyrst um sinn Mcnair lávarður, sem um skeið var forseti alþjóðadómstólsins í Haag. Reglulegir Jundir Evrópuráðs ins hefjast á morgun og verð- ur þá að kröfu Breta og Grikkja látin niður falla kæra Grikkja á Breta vegna atburðanna á Kýpur, sem lögð var fram fyr- ir þremur árum. Telja viðkom- andí lönd kæruna marklausa þar eð nú hafi Kýpurmálið ver- ið endanlega leyst. Herter formlega skips&r ufanrífeis- ráðberra Washington, 20. apríl. —« CHRISTIAN Herter verður á morgun skipaður formlega x embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Við það tæki- færi flytur Eisenhower forseti ávarp, en síðan verður öldunga deild Bandaríkjaþings að sam- þykkja val hans í embættið. Herter mun að venju svara ýmsum spurningum utanríkis- málanefndar þingsins. Segir Willy Brandt við komuna til London London, 20. apríl (Reuter). WILLY Brandt borgarstjóri Vestur-Berlínar kom til Lun- dúna í dag ásamt konu sinni í opinbera heimsókn. Mun hann ræða við brezka ráðherra um Berlínardeiluna og Þýzkalands vandamálið. — Núna fara fram undirbúningsviðræður milli ráðamanna Vesturveldanna varðandi fund utanríkisráð- herra stórveldanna, sem hefst í Genf 11. maí n. k. BERLÍNARBÚAR LÁTA EKKI UNDAN. Willy Brandt sagði við blaða menn á flugvellinum í Lon- don, að eftir að Berlínardeilan hefði nú staðið í fimm mán- uði þá væri það skoðun sín að íbúar Vestur-Berlínar mundu koma sínum málum fram. Brandt bætti við: „Það hefur aldrei borið á ótta meðal íbú- anna út af ástandinu. Það er einlæg ósk okkar að fá að vinna í friði að uppbyggingunni í Berlín án truflunar frá valda- átökum heimsstjórnarmál- anna“. FLUTNIN G AB ANN HEIMSKULEGT. . Brandt var spurður um álit sitt á háloftsflugi Bandaríkja- manna yfir Berlín. Svaraði hann því-til að þetta væri mál, sem Rússar og Vesturveldin vrðu að útkljá sín á milli. Per- sónulega kvaðst hann þeirrar skoðunar, að flug þetta væri ekki hættulegt fyrir samkomu- lag um Berlín. Bandaríkja- menn væru að reyna nýjar flug vélar, sem notaðar yrðu ef Rússar settu aftur flutninga- bann á borgina. En hann kvað nýtt flutningabann hið heimsku legasta, sem Rússar gætu gert. Alþýðublaðið 21. apríl 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.