Alþýðublaðið - 21.04.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.04.1959, Blaðsíða 6
FYRRVERANDI ætt- flokkshöfðingi og vændis- kona nokkur þóttust vera kóngur og drottning frum,- skógaþjóðflokks og ferðuð- ust sem slík um Jövu og létu taka á móti sér sem þjóðhöí'ðingjum. Er upp komst um tiltæki þeirra, voru þau leidd fyrir rétt og dæmd í níu og sex mánaða fangelsi. En þau voru látin strax laus eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp, því að þau höfðu þegar set- ið inn lengri tíma en þetta. Fyrirtæki þeirra heppnað- ist í rauninni stórkostlega vel. Þau ferðuðust um í tvo mánuði á Jövu óg fengu hvarvetna höfðinglegar mót tökur, þar eð þau þóttust vera kóngur og drottning Anakdalam-ættflokksins á Suður-Súmötru. Og rikis- sjóður Jövu borgaði brús- ann. Skötuhjúunum voru veittar opinberar móttökur í hverri borg, og þau fengu áheyrn hjá Soekarno for- seta. En í borg nokkurri á Austur-Java tók draumur- inn enda. Borgaryfirvöldin gerðu þá uppgötvun í miðj- um hátíðahöldum, sem haldin voru „hinum kon- unglegu gestum“ til heiðurs, að þau bæru sig ekki að eins og slíku fólki sæmdi. Rannsókn var látin fara fram í málinu og karli og kerlu varpað í fangelsi, en þar skyldu þau bíða dóms. Bæði báðust þau vægðar og sögðust „aldrei skyldu gera þetta aftur“. Idrus, en svo hét svikahrappurinn, sagðist eiga konu, börn og foreldra til að sjá fyrir. Lagskona hans, Markonah, sagði, að hún hefði „heim- þrá“ og hana langaði heim til mömmu. „Ég iðrast þessa tiltækis innilega," sagði hún, „og ég skal aldrei gera þetta aftur.“ Á meðan á hinni stuttu stjórnartíð stóð, lýsti Idrus því yfir, að han-n ætti 18 konur. Hann sagði einnig svo frá, að hann gæti hald- ið sér ungum og hraustum með því að drekka blóð úr villidýrum og borða hrátt kjöt. Hann sagði enn frem- ur, að hann ætti höllu, sem væri í ógnarstórum stein- helli, sem lýstur væri upp af músaaugum, sem lýsti af eins og maurildum. í þessari höllu væru smurðir líkamir 40 Þjóðverja og allmargar Japana. í réttinum sagði dómar- inn, að fullyrðingar þessar hefðu aðeins verið til þess að fullvissa yfirvöldin um að þau væru kóngafólk, án þess að þær hefðu við nokk uð að styðjast. Og hjúin fengu svo léttan dóm af því, að þau hefðu játað glæp sinn hreinskilnislega. Eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp, fóru þau hvort sína leið — í leit að nýjum ævintýrum. EINU SINNI á ári hverju fara íbúarnir í smábænum Alcoy á suðaustur Spáni í föt forfeðra sinna. Hinn 23. apríl, á degi heilags Georgs, eru þar leiknir atburðir, sem gerðust í bænum á 13. Öld. Þá ráku kristnir menn Mára frá Alcoy. Nú leika íbúarnir atburð þennan og klæðast sumir búningum Spónverja, en aðrir fara í föt Máranna. Síðan er bar- izt með mikilli skothríð á hinn stóra, máriska kast- ala. Loks kemur ungur drengur fram á brún kast- alans í gervi heilags Ge- orgs, sem sagan segir að hafi hjálpað hinum kristnu til að reka kúgarana á brott. Daginn eftir snúa í- búarnir sér aftur að veru- leikanum og halda áfram að framleiða landbúnaðarvélar og sígarettupappír. tmimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiuiiiimiimmii Hagfræðin og guðsríki •LIÐSFORINGI í hjálp- ræðisher í New York fann nýlega 4500 dollara, sem voru saumaðir inn í fóðrið á öxlum einkennisbúnings hans. Liðsforinginn tók eftir því einn morgun, þeg- ar hann var að klæða sig, að önnur öxlin á jakkanum var heldur þykkari en hin. Hann hugsaði sem svo, að iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiinimiiiiiiiiiuiiiniimiir bannsettir skreðararnir hefðu eitthvað ruglazt í rím inu, en spretti samt fóðrinu úr af forvitni. Jakki þessi hafði gengið mann frá manni (þeir eru ekki alveg öruggir um guðs ríki, þótt þeir frelsist einu sinni, blessaðir!) — og var nú farið til hinna ,,föllnu“ liðsforingja. Enginn kann- aðist við peningana, fyrr en fjörgamall ólánsræfill, sem sagði: — Það hlýtur að hafa verið hann Smith. Hann „frelsaðist“ svo afskaplega og lánaði manni aldrei eyri. Hann „féll“ ekki, heldur dó drottni sínum. „ÉG ætla að gifta mig einu sinni ennþá, en svo verður það ekki oftar,“ seg- ir Affrin prins, sem. ér 75 ára og býr á Malaya. Þetta er trúleg yfirlýsing, þegar þess er gætt, að prinsinn hefur verið giftur 69 sinn- um, áður og hefur þar með slegið allar Hollywood- stjörnur rækilega út. Hann er búinn að gleyma hvað þær hétu og sömuleiðis man hann ekki lengur hvað hann á mörg börn og barna börn. Enda þótt prinsinum, sé heimilt að eiga fjórar konur í einu, er hann talinn heimsmethafi í giftingum. ☆ ☆ ☆ r’ ÞAÐ vakti feikilegt um.tal, þegar Roberto Rossellini, eiginmaður Ingrid Bergman, stjórnaði kvikmyndinni um Indland og Indverja og sagt var, að hann ihefði stofnað til nánari ikunningsskapar við aðalleikkonuna, Sonali das Gupta, en giftumi manni sæmdi. Allir vita hvernig það fór. Hann skildi við Ingrid sína, þegar hann kom aftur til ftalíui, og nú er hún (hamingjusamilega gift landa sínum Lars Smidt. Hvað Sonali viðkemur er það að segja, að hún fluttist til Parísar, þar sem hún fæddi dóttur í lok ársins 1957. Faðerni var þá ekki gefið upp, en litla krílið hlaut nafnið Paloa-Rafaela. Hvað er barn! ENSKT blað hvatti les- endur sína fyrir skömrnu til að senda svör við spurning- unni: Hvað er barn? Ótrú- Iega margir sendu skilgrein ingu á þessu merkilega fyr- irbæri. Einn svaraði: Barn er töfravættur, sem breyt- ir húsi í heimili. Annar sagði: Barn er uppfinning gerð í þeim tilgangi að halda fólki vak- andi á næturnar. Og sá þriðji: Barn er fyrirbæri, sem gerir heimilið hamingjusælla, ást ina eridingarbetri, eykur á þolinmæðina, styttir næt- urnar, lengir dagana og gerir tómstundirnar yndis- legri. En sá, sem fékk fyrstu verðlaun, skrifaði: Barn er lítill guð, sem á að kenna okkur hið guðdómlega inn- tak kærleikans. feðra, Kringum ár hafði meðalaldur manna hækkað upp en þó var lengi tal: ár væru „mannsald 1500 hnfði meðah hækkað aðeins um fyrir 90 árum gat reiknað með að v ára, en stúlka að fi þar til hún næði bil 38 ára aldri. Nú LETIA vn CARTER H. . A er húðlatur, — og þess vegna datt 1 hug að finna upj palla, sem auc verkamönnum st; stórbyggingar. Me sem vinna að l skýjakljúfa og : verða að hafa sérs ingu og ganga und þjálfun. Þeir V' vinna í gífurlegri alls kyns störfum,. farið hafa ýmis h Hvað verðum við görrsu! MEÐALALDUR fólks er stöðugt að hækka og það mest á síðustu árum. Ýmsir hafa velt mikið vöngum yf- ir þessari staðreynd, en eng inn veit þó fyllilega orsök- ina, og enginn veit, hvað mennirnir .geta orðið gaml- ir. iSagt er, að kringum árið hundrað hafi meðalaldur Germana verið 21 ár, en „þeir sváfu á bjarnarskinn- um og fyrst tóku þeir sér eitt glas, en síðan mörg fleiri“, segir Rómverjinn Tacitus frá heimsókn sinni til okkar villimannlegu for- LEYNDARDÓMUR MONT EVEREST FRANS snýr sér að pró- fessornum. „Þér sögðuð áð- an, að geislar frá þessari eldbyssu gætu eyðilagt allt. Það gildir þó ekki, ef um væri að ræða ísjökulinn, sem hvelfist yfir dalnum. Hann hlýtur að vera alltof þykkur.“ Hinn lærði mað- ur réttir úr sér: „Mér er ekkert ómögulegt, herrar mánir. Auðvitað get ég brætt jökulinn með tæki mínu. En hver fær slíkt?“ Bob skil Frans er að fara, vill gera sína vís koma þessu í krin vitað myndi engi það,“ segir hann. , - * 21. apríl 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.