Alþýðublaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 4
 Ótgefandl: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gisli J. Ast- þórsson og Helgi Særnundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- son. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjcri Pétur Péturs- son. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðsiu- •uni: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10. Einhuga þing - einhuga þjóð ÞAÐ er vel til fundið hjá alþingi að gera nú undir þinglokin samþykkt um landheigismálin. Ærið tilefni hefur verið gefið síðustu vikur, er Bret- ar hafa hert ofbeldi sitt með herskipavernd land- helgisbrjóta úti fyrir Suðvesturlandi á sjálfri ver- tíðinni. Togarar þeirra hafa meira að segja notið verndar herskipa innan hinnar gömlu fjögurra mílna línu frá 1952, og mælingar íslenzkra varð- skipsmanna eru véfengdar. Því miður hefur stundum borið á því, að Is- lendingar hafi deilt innbyrðis um meðfeið land- helgismálsins, og sumir aðilar hafa haft óseðj- andi þrá tii að nota það í árásum á pólitíska and- stæðinga innanlands. Ályktun alþingis, sem ör- uggt er að verði einróma samþykkt, tekur af öll tvímæli urn einingu þjóðarinnar í málinu, sann- ar að um kjarna þess standa íslendingar sem einn maður. í ályktunartillögunni, sem utanríkismálanefnd alþingis hefur orðið sammála um, er á það bent, að stöðugt ofbeldi Breta sé augljóslega til þess ætl- að að knýja íslendinga til undanhalds. Raunar mættu Bretar vita isvo mikið um skapgerð íslend- inga, að slíkar tilraunir háfa þveröfug áhrif. Þær herða íslendinga. Þetta undirstrikar ályktunartil- lagan. Þá er ekki aðeins 'lýst yfir, að alþingi telji Is- land eiga ótvíræðan rétt til 12 mílna landhelgi, heldur minnt á lögin frá 1948 um vísinda'lega vernd un fiskirniða landgrunnsins sem íslendingar þurfa að afla viðurkenningar. Það verður nú fleiri mönnum Ijóst í öðrum löndum með hverjum mán- uði, sem líður, að gera verður gangskör að alþjóð- legum ráðstöfunum til að vernda fiskistofna, ekki aðeins á landgrunni, heldur í -sjálfu úthafinu um víða veröld. Svo stórkostlega aukast nú fiski- skipabyggingar og veiðar hvarvetna. Það er því í samræmi við þróun tímans, að a'lþingi Islend- inga minnir á lögin, sem það setti 1948. Að lokum segir í ályktun alþingis, að ekki komi til mála minni landhelgi en 12 mílur frá grunnlínum umhverfis allt landið. Með þessari á- lyktun mun sameinað alþingi mæla fyrir munn sameinaðrar íslenzku þjóðarinnar. Tilkynning lum aivinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. anríl 1956, fer fram í Ráðningarstofu Reykja- víkurbæjar, Hafnarstræti 20, dagana 4., 5. og 6. maí þ, á, og eiga hlutaðeigendur, er ósika að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig fram kl. 10—12 f, h. og kl, 1—5 e. h hina tilteknu daga. Óskað er eftir að þeir sem skrá sig séu viðbúnir að svara meðal annars spurningunum: 1. Um atvinnudaga og tekiur síðustu 3 mánuði. 2. Um eignir og skuldir, Reykjavík, 30 apríl 1959. BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK. F YRIR nokkrum dögum bárust fregnir um það frá Panama, að 30 manna innrás- arher hefði stigið á land og horfið til skógar. Var þjóð- vörðurinn, sem í eru úm 2000 manns, látinn gera ráðstaf- anir til varnar gegn innrás- aríhernum. Síðar hafa borizt fregnir af fleiri slíkum liðs- flutningum, og koma þeir frá Kúhu. Panamastjórn ihef'ur leitað til Band'ajríkastjórniar og beðið u-m vopn og vistir til þess að verjast innrásinni. EuKI verður enn spáð urn, ihvað úr þessu verður. Má vera, að það upplýsist innan skamms. En hins veg- ar er fróðlegt að athuga lít- ils háttar þetta land, sem oft er minnzt á í fréttum, en ann- ars lítið skrifað um. — Pan- ama er syðsta Mið-Ameríku- ííkið. Landamærin að sunn- an liggja á móti Colombíu, en að norðan móti Costa Rica. Landið er um 600 km. langt, essmyndað, en njesta breidd er aðeins 200 km. Eft- ir því endilöngu liggur fjall- garður, allhár suiiis staðar, e’n þó skorinn sundur á Pan- amaeiðinu sjálfu, þar sem hæð yfir sjávarmál er aðeins 85 m. NeIRIHLUTI íbúanna eru hvítir menn. Þeir eru um 65 % _ ásamt mestizum, -.13 % . eru svertingjar, en 10% indí- ánar. Hrísgrjón, maís, banan- ar, kakaó og sykurreyr eru helzta framleiðsluvörur lands ins. Þar finnst raunar gull, olía, kopar, platína og úran- íum í jörðu, svo að landið verður að teljast auðugt, enda líka auðugt að verðmætum skógum. Aðalútflutningsvar- an er bananar og kakaó næst. Hagur landsins er góður sak- ir tekna af skipaskurðinum. Þá er það og eitt þeirra landa, sem óprúttnir útgerðarmenn flýja til með skip sín. P ANAMASKURÐURINN er 65 km langur milli stranda, en 82 km. alls, ef með eru talin þau svæði á báða vegu, sem halda þarf nægilega djúp um. Bandaríkiamenn ráða landræmu meðfram skurðin- um. Áður en skurðurinn var tekinn í notkun, 1914, voru miklir vöniflutningar landveg yfir eiðið. — Var var- an sumpart flutt með far- artækjum lá ilandi, en þar sem hægt var, með smábát- um eftir Chagresánni, sem fellur til siávar í Karabíska- haf. — Endastöð skurðsins að aus^an er borgin Colon, en Kyrrahafsmegin borgin Pan- ama. F RUMSTÆÐIR indíána- þjóðflokkar búa enn í Pan- ama. M. a. San Blas indíánar á Alligandi evium úti fyrir Kvrrahafsströndinni og Cho- cóindíánar í frumskógunum í Suðim-Panama að vestan. Landið h°fur þó verið mesta pestsvhœli á köflum. t. d. svæðið, sem skioaskurðurinrt liggur um, áður en hann var lagður, og feiknarlandflæmi eru óræktuð. Fvrr á öldum var merkileg indíánamenning á þessu svæði Mið-Ameríku, og hafa verið grafnar þar úr jörð borgir, sem bera þess ljóst vitni. S. H. H a n n e s a h o r n i n u ★ Skipaskoðunarst j óri um litlu togskipin. ★ Tólf koma — Fimm komin. ★ Mjög mikil eftirspurn. ★ Sjónarmið togaraskip- stjóranna eru ekki rétt. UMRÆÐURNAR um litlu tog skipin halda áfram. Hjálmar Bárðarson skipaskoðunarstjóri hringdi til mín af tilefni um- mæla minna á þriðjudaginn. — Hann sagði meðal annars: -— „Tveir togaraskipstjórar hafa rætt um nýju togskipin og fund- ið þeim allt til íoráttu. Ástæðan er einfaldlega sú, að þeir líta á þessi skip sem togara, en það er rangt. Þau eru nokkurs konar millistig milli togara og vélbáta, eins og raunar hefur verið minnst á í pistlum yðar. ÞESSI skip eru alls ekki ætl- uð til togveiðla á fjarlægum miðum eða í vondum veðrum. Þau eru ætluð fyrir þá staði, þar sem ekki eru hafnir fyrir togara, þar sem ekki er mann- skapur fyrir hendi til að manna togara og þar sem ekki eru frysti hús til að taka á móti heilum togaraförmum. Þao, sem togara skipstjórarnir segja um þessi skip er rétt frá þeirra sjónar- miði, en sjónarmiðin eru sjálf ekki rétt. Þessi skip eru ekki venjulegir togarar og hefur aldr ei veríð litið á þau sem togara. SAMIÐ var um byggingu tólf skipa. þar af eru fimm komin til landsins og þau eru þegar kom- in í gang. Það er búið að úthluta öllum þessum skipum og svo mikil eftirspurn er eftir þeim, að alls ekki er hægt að fullnægja henni. ísfirðingar, Stykkishólms búar og Dalvíkingar óska ein- dregið eftir því að fá skip, en það er ekki hægt að verða við óskum þeirra. Dalvíkingar hafa þegar fengið reynslu af skipun- um, því að þeir eru búnir að fá eitt. En nú vilja þeir fá annað. ALLT hefur verið gert til þess að reyna að fá þá menn, sem áætlað er að fái skip, til þess að afsala sér rétti til þeirra svo að hægt sé að verða við beiðni þeirra, sem nú sækja fastast að fá þau, en enginn vill afsala sér réttinum. Það er því alveg úr lausu lofti gripið að halda því fram, að menn, sem hafa fengið skip vilji losna við þau. Þvert á móti. Mér vitanlega vill enginn sleppa eftir sínum, en ef svo er þá þætti mér gott að fá að vita það. AF ÞESSUM skipum eru tvö ekki búin til togveiða. Eigandi annars þeirra hætti við það af persónulegum ástæðum, en alls ekki vegna þess að það gæfist illa. NÚ SEM stendur er leitað fast á ríkistsjórnina um það, að gera tilraun til þess að fá fleiri skip, en ég veit ekki hvað hún gerir eða getur gert. — Þá vil ég geta þess að telja verður að sér- fróðir menn hafi verið með í ráðum um val þessara skipa- gerðar. Togaramenn liafa kynnt sér togútbúnað þeirra og litist vel á. — En sem sagt. Hér er ekki um togara að ræða heldur stóra togbáta, sem er.u léttari og auðveldari í vöfum við margvís legar veiðar en togararnir — og stærri og öruggari en vélbátarn- ir. HINS VEGAR er það rétt, að reynslan verður í þessu eins og öllu öðru að skera úr um hæfni skipanna og^ hagkvæmni þeirra fyrir okkur íslendinga. En í sam bandi við það skal ég geta þess að eitt þessara skipa kom inn fyrir nokkru eftir fjögurra sól- arhringa útívist með um 120 smálestir og þykir það ágætur afli“. ÞETTA SAGÐI skipaskoðunar stjóri. Þetta er önnur hliðin á þessu mjög svo umrædda máli. Ef til vill er þetta of umfangs- mikið umræðuefni til þess að það geti farið fram í hinu tak- markaða rúmi, sem ég hef yfir að ráða. — Að lokum skal ég geta þess, að í pistli mínum á þriðjudaginn átti að standa Jón forseti, en ekki Leifur heppni. Togaraskipstjórinn álítur að með þessum nýju skipum hafi verið horfið aftur til tíma Jóns forseta. Hannes á hominu. Blblía geim- verkfræðinga HÁSTÆRÐFRÆÐILEG skýrsla um siglingar manna inn í gufuhvolf reikistjarn- anna var fyrir nokkru gefin út á vegum flug- og geimrann sóknarstofnunarinnar í Banda ríkjunum undir umsjón dr. Dean R. Chapmans. Telja vís- indamenn ekki ólíklegt, að skýrsla þessi verði eins kon- ar „biblía“ geimvísinda- manna. í skýrslunni er sett fram lausn á allsherjar jöfnum um hreyfingu, sem verkfræðing- ar geta notað til þess að reikna út, hver verða við- brögð geimskipa af svo að segja hvaða gerð sem er, þeg- ar þau koma inn í gufuhvolf reikistjörnu. Þar eru og talin upp flest hin helztu vand- kvæði, sem talin eru á því að slík geimför með mönnum innanborðs, geti lent örugg- lega á Venus, Marz og Júpí- ter og svo á jörðinni aftur að lokinni geimferðinni, og- kemst dr. Chapman að þeirri niðurstöðu, að ekkert þessraa vandamála sé ósigrandi. 4 30. apríl 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.