Alþýðublaðið - 26.05.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 26.05.1959, Blaðsíða 11
Fjugv&larr*i*r: nupuiiuidueiia fmnaa sjéis veifir 17 sfyrki ★ MENNTIR OG LISTIR ★ Flufifélafí' íslands. Millilandaflug: Millilanda- flugvélin Hrimfajci fer til Glasgow og Kaupmannahafn- ar kl. 8 í dag, Væntanleg aft- ur til Reykjavíkur kl. 22.40 í kvöld. Flugvélin fer til Osló- ar, Kaupmannaihafnar og Harmborgar kl. 8.30 í fyrra- málið. Milliiandaflugvélin Gullfaxi er væntanleg til Reykjavíkur kl. 20.40’ í kvöld frá Lundónúm. Innanlands- flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, Flat- eyrar, • ísafjarðaf, Sauðár- króks, Vestmannaeyja (2 ferð ir) og Þingeyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), Hellu,.Gúsa- víkur, fsafjarðar, Siglufjarð- ar og Vestmannaeyja (2 ferð- ir). Loftleiðir. Edda er væntanleg frá Lon don og Glasgow kl. 21 í kvöld. Hún heldur áleiðis til New York kl. 22.30. Saga er vænt- anleg frá New York kl. 8.15 í fyrramálið. Hún heldur áleið is til Oslóar og Stafangurs kl. 9.45. Pan Amercian flugvél kom til Keflavíkur í morg- un frá New York og hélt áleið is- til Norðurlandanna. Flug- vélin er væntanleg aftur ann að kvöld og fer þá til New York. SkipSiK Ríkisskip. Hekla er í Reykjavík. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið fer frá Reykjavík kí. 20 í kvöld vestur um land.til Akureyr- a'r. Þyrill er í Reykjavík. Helgi Helgason fer frá Rvík í kvöld til Vesfmannaey.ja. S’kipadeild SÍS. Hvassafell fór 23 þ. m. frá Leningrad áleiðis til Reyðar- fjarðar. Arnarfell átti að fara í gær f r á Rotterdam áleiðis til Reykjavíkur. Jökulfell fer væntanlega í dag frá Lenin- grad til Rostock, Rotterdam og Hull. Dísarfell fór 23. þ. m. frá Vestmannaeyjum til Lysekil, Álaborgar, Odense, Kaupmannaliafnar og Manty- luooto Litlafell losar á Norð urlandshöfnum. Helgafell er í Leningrad. Hamrafell fór 21. þ. m. frá Reykjavík áleið is til Batum. Peter Sweden fór frá Kotka 22. þ. m. áleið- is til íslands. Elmskip. Dettifoss fór_frá Reykjavík 21/5 ti.1 Gáufaborgar, ’ Hels- ingborg, Ystad, Riga, Kotka og Leningrad. Fjallfoss fór frá Reyðarfirði 21/5 til Ham- borgar, Rostock, Ventpsiís, Helsingfors og Gdynia. Goða- foss fór frá Ney York 2175 til Réykjavíkur. Gullfoss fór frá Reykjavík 23/5 til Leith og Kaupmannahafnar. Lagar föss fer frá New York 2/6 til Reykjavíkur. Reykjafoss kom til Belfast í gær, fer þaðan til Dublin, Avonmouth, London og Hamborgar. Selfoss kom til Gautaborgar 23/5, fer það an til Hamborgar og Reykja- víkur. Tröllafoss fór frá Hull í gær til Reykjavíkur. Tungu- foss fór frá Reykjavík í gær- kvöldi til ísafjarðar, Sauðár- króks, Siglufjarðar, Dalvík- nr, Svalbarðseyrar, Akureyr- ar, Húsavikur og Raufarhafn ar. 4- Kvennaskólinn í Reykjavík. Skólanum verður slitið á fimmtudaginn kemur kl. 3. HUGVÍSINDADEILD Vís- indasjóðs hefur nú lokið við út- hlutun styrkja úr sóðnum fyr- ir árið 1959, en það er annað starfsár sóðsins. Alls bárust deildinni að þessu sinni 35 um- sóknir, en veittir voru 17 styrk- ir að heildarupphæð kr. 290 þús. kr, Til si/xianburðar skal þess getið, að veittir voru 12 styrkir árið 1958, og nam upiVhæðin þá kr. 200 þús. Styrkirnir eru nokkuð mis- háir, enda er starfi og högum styrkjþega misjafnlega háttað, og má skipta styrkjunum í þrjá aðalflokka: 1) styrki til maiina, er gefa^ig eingöngu við rann- sóknarstörfum’ og flestir dvelj- ast erlendis, fyrst um sinn a. nn- k. 2) styrki til manna, er vinna að rannsóknarstörfum hér heima, og gegna jafnframt öðrum störfum, 3) styrki, sem ætlaðir eru til greiðslu á bein- um kostnaði, er rannsóknar- störf hlutaðeigandi styrkþega hafa í för með sér. Fjórir þeirra, er veittur var styrkur árið 1958, hlutu aftur styrk niú, en hini 13 njóta al.Hr styrks úr Vísindasóði í fyrsta sinni. 30 þús. króna styrk hlauí: Björn Þorsteinsson sagnfræð ingur, til öflunar og kömiunar heimiida í þýzkum söfnum um sögu íslandis fyrir 1600. 25 þús. króna styrk hlutu: Baldur Jónsson mag. art., til rannsókng á fallstjórn og merk ingu. íf'erjrra sagna. í ísienzku með hliðsjón af brottfalli for- skeyta á frumnnr.vænum tírna. •Gunnar Ragn'|*«eon M.A., til rannsókna á bekkingarfræði, Immanúels Kant. Sigurgeir Jónsson, cand. oec- on, til framlhaldsnáms og ra.nn- sókna í hagfr^ði einkum pen- inga- og fjármálaifræði. Þór Vil'hiáitesson cand. júr., til rannsókna á verkaskiptingu löggafar- qx ^armfcvæmdavalds við setningu almiennra réttar- reglna. 15 þús. krónur styrk hlutu: Aðalgeir KrLtíánsson cand. mag., til að rita ævisögu Bryn- jólfs Péturssonar (Aðalgeir hlaut styrk 1958). Ásgeir Bl. Magnússon cand. mag., til að semja íslenzka'orð- rifjabók (ethýmólógiska orða- bók). Björn Th. Biörnsson listfræð ingur, til að standa straum áf kostnaði við öflun mynda og annarra gaffna vegna yfirlitfe- verks um íslenrka myndlistar- sögu að fornu 0cf nýju. Gísli G. ísleifsson cand.júr., til að liúka meistaraprófsrit- gerð í flugrétei við háskólann í Montreal. Viðfangsefnið ;.er þörfin á .nýjum íslenzkum H#t- siglingalögum. ■ 735 Gunnar G. Scram cand. jtu!., til rannsókriar á réttarregltífti innan þjóðarréttarins um fisk- ver.nd á úthafinu og hverrijg stuðla meei að slíkri verndiin með beinum réttarregluín (Gunnar hlaut stvrk árið 1958j. Jónas Kristiánsson skjala- vörður, til bókmenntasögulegr- ar rannsóknar Fóstbræðrasögu. Maia Sigurðardóttir B.A., til að rannsaka áhrif tiltekinna lyfja á starfsemi heilans og ljúka M. A.-ritgerð í sálarfræði um efnið (Maia hlaut styrk ár- ið 1958). Dr. Matthías Jónasson pró- fessor, til að standa straum af kostnaði við úrvinnslu gagna í sambandi við rannsókn á greindarþroskanum og gildi hans í nútírna þjóðfélagi. Sigfús Haukur Anclrésson cand. mag., til rannsókna frí- höndlunartímabilsins (1787— 1855) í íslenzkri verzlunarsögu. 10 þús. króna styrk hlutu: Bjarni Bragi Jónsson cand. oecon., til að ljúka rannsókn á kerfi kaupgjaldsákvörðunar, er henta kynni hér á landi (Bjarni hlaut styrk 1958). Sr. Sigurjón Guðjónsson sóknarprestur, vegna kostnað- ar við utanför til að rannsaka sögu íslenzkra og þýddra sálma. 5 þxís. króna styrk hlaut: Karólína Einarsdóttir cand. mag., til að standa straum af ferðakostnaði vegna söfnunar orða um hesta og hestamennsku í sveitum landsins. Ny sjúkdóms- greiningar- aðferð DR. Willard F. Libby, starfs maður Kjarnorkuráðs Banda- ríkjanna, flutti nýlega ávarp á fundi bandalags verkfræð- ingafélaga í Fíladelfíu. Ræddi hann um hina ýmsu mögu- leika, sem kjarnorkan býr yf- ir, og sýndi fram á, hvernig hún muni geta komið mann- kyninu að notum á margan hátt annan en við framleiðslu rafmagns. Lagði dr. Libby á- herzlu á, að geislavirkir ísótóp ar (sem framleiddir eru með kjarnorku til friðsamlegra no.ta) verða stöðugt þýðingar- meiri á ýmsum sviðum, eins og til dæmis í læknisfræði, þar sem þeir auðvelda nýjar og betrj leiðir við sjúkdóms- greiningu. Dr. Libby skýrði frá því, að nú væru starfandi í Banda- ríkjunum tvær ísótóparækt- unarstöðvar, þar sem jurtir eru ræktaðar í geislavirku j umhverfi Jurtirnar eru notað- ar til framleiðslu lyfja og ann : arra kemískra efna. sem verða einnig geislavirk. Þegar þessi efni hafa verið mikið blönduð venjulegum lyfjum, þannig að geislunin verði skaðlaus, nota læknarnir þau við athuganir á efnaskiptastarfsemi manns- líkamans, og hafa þannig upp á sjúkdómum með meiri ná- kvæmni, innsýn og hraða en nú þekkist. Hinn frægi vísindamaður dr. George LeRoy við Chicago háskólann vinnur að því af kappi að fullkomna þessa nýju sjúkdómsgreiningaraðferð, og eru miklar vonir bundnar við hana. NÝLEGA úthlutaði sam- band tónlistargagnrýnenda í New Yorborg tónlistarverð- Iaunum fyrir árið 1958. Dou- glas Moore fékk verðlaun fyr- ir „beztu óperu ársins1,, „The Ballad of Baby Doe“, og’Wal- ter Piston fyrir „Fiðlukon- sert“ sinn, sem þótti bera af öðrum hljómsveitarverkum ársins. Douglas Moore er fæddur árið 1893 á Long Island, New York. Árið 1926 hlaut hann Pulitzertónlistarverðlaunin og Guggenheimerstyrk fékk hann árið 1934. Hann hefur samið mörg hljómsveitarverk og fjórar óperur: „White Wings“, „The Devil and Dan- iel Webster“, „Giants in the Earth“ og „The Ballad of Baby Doe“, sem var frumsýnd í New York City Opera í apr- íl síðastliðnum. Walter Piston er fæddur árið 1894 í borginni Rockland í Mainefylki. Hann hefur sam ið sinfóníur, fiðlukonsert, kammermúsík og ballettinn „The Incredible Flutist“ (Ótrú legi flautuspilarinn).. Árið 1948 fékk hann Pulitzerverð- launin. „Fiðlukonsert“ hans var fyrst fluttur í New York í marzmánuði í fyrra í Carne- gie Hall. Charles Muneh stjórnaði þá Bostonsinfóníu- hljómsveitinni og einleikari var Joseph de Pasquale. Bandarísk útgáfufyrirtæki gáfu út 13.462 ný rit á árinu 1958, þar af 11.012 bækur (ný rit árið 1957 voru 13.142). Sex fyrirtæki gáfu út meira en 200 bækur og rit: Double- day & CCo. 407, Harper Bro- thers 350, The Macmillan Company 339, McGraw Hill Company 310, Oxford Uni- versity Press 249 og Prentice Hall 240. Tíu metsöluskáldsögur á árin voru eftirfarandi: 1. Doctor Zhivago, eftir Boris Pasternak. 2. Anatomy of a Murder, ■ eftir Robert Trawer. 3. Lolita, eftir Vladimir Nabokov. 4. Around the World vith Untie Mamie, eftir Patrick Ðennis. 5. From the Terrace, eftir John O’Hara. 6. Eloise at C.hristmastime, eft-ir Kay Thompson. 7. Ice Palace, eftir Edna Ferber. 8. The Winthrop Woman, eftir Jerome Weidman. 10. Victorine, eftir F. Parkingson Keys. Listi þessi er tekinn úr viku riti útgefenda „Publishers’ Weeklv“. Hann er byggður á skýrslum um sölu til bóka- búða og nær ekki til þeirra bóka, sem seldar voru í bóka- klúbbum og blaðasölutui'num. Fyrirtækið Pantheon B.poks, sem gaf út „Doctor Zhivago“, hefur skýrt Svo frá, ao 461 þúsund af bókinni hafi verið seld bóksölum eingöngu á tímabilinu frá 5. septemher, er bókin var gefin út, qg til ái-sloka 1958. Engin skáld- saga hefur átt slíkum vinsæld um að fagna síðan „Forever Amber“ eftir Kathleen Win- sor var gefin út í október 1944, en til ársloka það ár seldust nærri 869 eintök til bóksala einna. í tilefni af aldarafmæli Giacomo Puccini hinn 22. des- ember síðastliðinn, færði Metrópólitanóperan í New York upp óperu hans „Manon. Lescaut“, og var það í 74. skipti, sem sú ópera er leikin, við óperuna síðan árið 1907, er hún var frumsýqd þar. Með þessari sýningu hófst svo nefnd Puccini-vika við Metró pólitanoperuna, og voru þá sýndar 3 þekktustuóperurhins vinsæla tónskálds, „La Bo- heme“, „Tosca“ og „Madama Butterfly“, sem reyndar eru alltaf sýndar öðru hvoru við óperuna. Alls hefur Metró- pólitan óperan sýnt ellefu af óperum Puccini frá því um aldamót, og sýningar hafa alls verið 1.128. „La Boheme'* var fyrst sýnd í desember 1900, og söng Nellie Melba hlutverk Mimi og Albert Sa- leza Rodolpho. Sama leikár var „Tosca“ sýnd, en „Manoni Lescaut“ var fyrst sýnd árið 1907. Tvær Puccini-óperur hafa verið frumsýndar við óperuna: „The Girl of the Golden West“ árið 1910 og „II Trittico“ („II Tabarro", „Sour Angelica“ og „Gianni Schicchi11) árið 1918. Það er aðeins ein ópera Puccinis, sem ekki hefur verið uppfærð við Metrónólitanópei'una, og það er „Edgar“. snukmu „Hættu nú þessu röfli. Það er ekki á hverjum degi, sem hægt er að fá tvenn náttföt á 150 krónur.“ Alþýðublaðið —■ 26. maí 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.