Alþýðublaðið - 26.05.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.05.1959, Blaðsíða 4
ÆGO^Jömmcíi) Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gisli J. Ást- þcrsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- «on. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- aon. Ritstjómarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- tlinl: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10. íslenzk fjarvera í NÆSTA MÁNUÐI verður haldin í Lund- únum ráðstefna Atlantshafsbandalagsins í tilefni af tíu ára afmæli þess að viðstöddu mörgu stór- menni. En ein þjóð verður þar fjarverandi. ís- lendingar hafa ákveðið að taka ekki þátt í fagnaði þessum. Þeirri ákvörðun mun áreiðanlega vel tek ið. Bak við hana er íslenzkur þjóðarvilji. Okkur er eins og sakir standa ógerlegt að sækja ráð- stefnu til Lundúna að ræða alhliða eflingu At- lantshafsbandalagsins og víðtækara og betra sam starf þátttökuríkja þess. Afboð íslenzku undir- búningsnefndarinnar getur engum komið á óvart. Tilefni þessarar ákvörðunar er ofríki Breta við okkur íslendinga í landhelgismálinu, en það brýtur algerlega í bága við tilgang Atlantshaís- bandalagsins. íslendingar méga sín ekki mikils gagnvart ofbeldi, en þeir taka ekki í hönd ofrík- ismannanna við hátíðleg tækifæri þeirra sam- taka, sem Bretar raunverulega svívirða með flotaaðgerðum sínum á íslandsmiðum. Þetta skal öllum þátttökuríkjum Atlantshafsbanda- lagsins ljóst. Og jafnframt er þeim hollt að íhuga það athæfi Breta að f jandskapast við íslendinga vegna stækkunar landhelginnar, þó að 25 aðrar þjóðir hafi tólf sjómílna landhelgi og stærri án þess að ofbeldi hafi komið á móti. Brezka stór- veldið er með þessu að reyna mátt sinn við minnsta þátttökuríki Atlantshafsbandalagsins. Geta aðrar þjóðir í þeim samtökum unað sliku offorsi við þann litla bróður, sem hefur stækkað landhelgi sína aðeins vegna þeirrar nauðsynjar að vernda fiskimið sín og grundvöllinn að af- komu sinni og atvinnu nú og í framtíðinni? Atlantshafsbandalagið getur ekki sem slíkt tekið ákvarðanir í landhelgisdeilu Breta og íslendinga. En þátttökuríkjunum ætti eigi að síður >að vera ljóst hvílíkt áfall ofbeldi Breta er fyrir Atlants- hafsbandalagið og yfirlýstan tilgang þess. Slíkt og þvílíkt ætti að heyra fortíðinni til. Bretum tekst hins vegar aldrei að kúga íslendinga. En þeir hafa komið öðru í verk: Sómi þeirra blettast af kúgunarviðleitninni við þá þjóð, sem sá þeim fyr ir matvælum í síðustu heimsstyrjöld og galt hlut- faiislega meira afhroð en ríkin, sem tefldu fram æskumönnum sínum á vígvöllunum. Og þeir setja með framferði sínu háðsmerki við tilgang Atlantshafsbandalagsins. Þess vegna er íslenzka fjarveran í Lundúnum harla skiljanleg. Og þess vegna ættu allar frelsisunnandi þjc/ðir að láta brezka stórveldið heyra og finna, hver er afstaða þeirra í landhelgisdeilu Breta og Íslendinga. Námskeið í kjólasaumi Næsta námskeið £ kjólasaumi byrjar mánudag- inn 1. júní. Kvöldtímar. Upplýsingar í síma 13085 kl. 2—4 eftir hádegi. HILDUR SÍVERTSEN. ★ Sjálfstæðisflokkurinn þrítugur. ★ Ihaldssamur ungling- ur. ★ Oskir á afmælisdegi. ★ Draugurinn í útvarp- inu. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN er þrítugur eftir því sem Morgunblaðiff segir — og maffur verffur að trúa því, enda er þaff öllum hnútum kunnugt. — En kona, sem las þetta í blaffinu á sunnudaginn sagffi viff mig: „Ég trúi þessu ekki. Ég hélt aff hann væri aff minnsta kosti hundraff ára“. — Maffur sagffi við mig af þessu tilefni: „Þaff er furffu- legt hvaff flokkurinn er ungur að árum — og vera svona íhalds- samur“. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN er annars nokkuð einkenni- legt fyrirbrigði í norrænum stjórnmálum. Venjulega eru innes o r n i n u hægri flokkarnir nokkurskonar kjölfesta í þjóðfélögunum, það er þeirra að skapa jafnvægi í átökunum milli róttækra hreyf- inga og afturhaldssamra. Þannig er Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Hann er alít of tækiíærissinn- aður til þess. Það myndi ekki flökra að hægri flokkum ann- arra þjóða að spenna upp laun- þegasamtök til kaupstreitu þó að þeir væru í stjórnarandstöðu. ÞESSI PISTILL er ekki skrif- aður til þess að skamma Sjálf- stæðisflokkinn á afmælisdaginn. Ég myndi jafnvel óska honum til hamingju með afmælið ef ég óttaðist ekki að það gæti orðið til þess að efla fylgi hans, — og það vil ég ekki. Hins vegar get ég borið fram aðrar heillaóskir til hans. Ég vil vona það, að hann eigi eftir að verða í fram- tíðinni aflgjafi í framfarabar- áttu alþýðufólksins, að hann beri gæfu til að aukast) að ábyrgðar- tilfinningu, frjálslyndi og hug- rekki frá því sem verið hefur. MEÐAN ég er að skrifti þetta að morgni mánudags er Axel Thorsteinsson að þylja mér frétt irnar í útvarpið. — Oftast er þessi grjótpáll stundvís og hann er þáð einnig nú, en það er eins og það fylgi honum draugur — og í dag virðist hann vera með versta móti.'iMeðan Axel þylur lemur draiigurinn allt í kring- um hann svo að hljóðið berst um land allt. ANNARS virðist draugurinn ekki aðeins fylgja Axel, því að hann verður eftir þegar Axel hættir og heldur áfram að berja meðan aðrir tala á öðrum tímum dagsins, og þó er hann magnað- astur á morgnana þegar hann er í fylgd með rithöfundinum. ,— Maður verður ekkert var við þennan draug þegar maður hitt- ir Axel á förnum vegi eða á fundi. Það er aðeins meðan Axel er í útvarpihu á morgnana, sem hann gerir svona óþyrmilega vart við sig. HVENÆR flytur Ríkisútvarp- ið í hús sitt við Skúlagötu? Einu sinni var sagt frá því, að það mundi flytja um síðustu áramót. Það mun að vísu vera komið þangað að einhverju leyti, en ekki að öllu leyti. Maður er að vona að barsmíðardraugurinn verði eftir á Klapparstígnum þegar útvarpið flytur. Silli og Valdi koma aldrei fram í út- varpinu svo að það væri ekki svo mikill skaði þó að hann héldi áfram að berja þar eftir að út- varpið væri farið. Hannes á horninu. MINNINGARORÐ: .... GUÐFSNNA THORLACSUS F. 3. júlí 1877 — D. 20. maí 1959. Fædd 3. júlí 1877. Dáin 20. maí 1959. MÁNUDAGINN 25. þ. m. var til moldar borin Guðfinna Guðnadóttir Thorlacius. Kenndi hún sér lasleika á hvítasunnudag og andaðist 3 sólarhringum síðar. Bana- mein hennar var hjartabilun. Guðfinna Thorlacius, eins og hún var nefnd daglega, var fædd í Reykjavík hinn 3. júlí 1877 og var því hartnær 82 ára, þegar hún lézt. Bernsku- og æskuárin dvaldi hún hjá foreldrum sín- um Gróu Jóhannesdóttur og Guðna Guðnasyni, steinsmið í Guðnabæ hér í Reykjavík. Guðnabær stóð þar sem nú er Laugavegur 30 og var hann þá 'í útjaðri bæjarins. Guð- finna lifði það því að sjá fæð- ingarbæ sinn vaxa úr litlu sjávarþorpi í nýtízkuborg. Hún lifðí bf>ð líka að sjá og fylgiast með hinni tæknilegu bvltingu, sem átt hefur sér stað á þessu tímabili, og til marks um þroskamöguleika hennar má geta þess, að hún hikaði eipi við á efri árum að no'færa sér rafknúin tæki við heimilisstörfin, í stað frum- stæð,-a áhalda. Árið 1901 gift- ist, Guðfinna Sigmundi Þor- leifssvni Thorlacius, sjó- manni, og varð þeim 6 barna auðið. En þau eru: Haraldur, skipstjóri, kvænt ur Steinunni Þorsteinsdóttur, Þorleifur, er lézt á bernsku- skeiði, Guðni, skipstjóri, kvæntur Margrétj Ólafsdótt- ur, Gyða. gift Hermundi Tóm- assyni, lögregluþjóni. Svan- hvít, gift Finni B. Kristjáns- syni, rafv.meistara og Jó- hanna, gift Hannesi Þor- steinssyni, stórkaupm. Guðfinna missti eiginmann sinn árið 1924, og stóð þá ein á götunnj með barnahópinn sinn.Atvinnumöguleikar voru þá litlir og opinber aðstoð eng in, en fátækt £ algleymingi. Við þessar aðstæður varð það hlutskipti Guðfinnu að hefja lífsbaráttuna upp á eigin spýt- ur. Mun þá einnig hafa mætt mjög á eldri þörnunum að draga þá björg í bú, sem nauð synleg var, til þess að ekki þyrfti að sundra heimilinu. Sjálf mun Guðfinna hafa unnið baki brotnu við öll til- tæk störf, s. s. saumaskap, fiskvinnu, matargerð, hrein- gerningar o. fl. utan heimilis, en heimilis/itörfin voru látin bíða síðkvelda og næturinnar. Með dæmafárri þrautseigju sparsemi og fyrirhyggju leysti hún það kraftaverk af hendi að koma börnunum sínum til manns, mennta þau eftir getu og styðja þau síðan með ráð- um og dáð til hinztu stundar. Guðfinna mun hafa verið heilsuhraust mestan hluta æv innar, þar til síðustu árin. Þó var aldrei kvartað eða nokk- urt æðruorð sagt. Hún var ein af þeim, sem alltaf átti gnægð til þess að miðla öðr- um, þrátt fyrir takmörkuð efni. Hún átti líka alltaf hugg- unarorð til handa þeim, sem þjáðir voru, þrátt fyrir eigin örðugleika. Hún flíkaði ekki tilfinningum sínum og bar sorgir sínar ekki á torg al- múgans. Slíkt gat eigi sam- rýmzt hinni traustu skapgerð. Baráttu sína háði hún í kvrr- þey, æðrulaus og einbeitt, unz yfir lauk. Nú er Iangur starfsdagur á enda runninn. Dagur bjartra æskudrauma og kærleika, dagur erfiðleika og starfs, dagur fagurra vona og kyrr- látra stunda í hópi skilnings- ríkra barna og glaðværra barnabarna. Þegar litið er á lífsstarf Guðfinnu Thorlacius, hygg ég að segja megi, að hún hafi fyr- ir margra hluta sakir verið gæfukona. Vissulega varð bún að ganga gegnum marghátt- aða erfiðleika á lífsleiðinni. Hún naut ekki skólamenntun- ar á nútímamælikvarða, enda var þá öldin önnur. En hún lærði £ skóla lífsins og reynsl- unnar, enda þótt sá skóli væri henni harður lærimeistari og óvæginn á stundum. En sum- um er sá eiginleiki gefinn að vaxa með hverri nýrri raun, og held ég að bað sé ekki of- sagt, að Guðfinna hafi verið ein af þeim. Henni auðnaðist að sjá stór- an hluta af lífsdraumi sínum rætast; sjá börnin sín verða að nýtum þjóðfélagsbegnum, sem allir bera traust til. er til þekkja. Og þegar allt kemur til alls. getum vér dauðlegir menn gert mikið stærri kröf- ur til mannlegs lífs en þetta? Þáttaskil hafa nú orðið. Guðfinna Thorlacius hefur nú ýtt úr vör og „lagt á bað leynd ardóma haf. sem löngun vor og mannvh fær ei brúað“, en við samferðafólkið stöndum eftir £ flæðarmálinu og flytj- um henni alúðar þakkir og hlýjar kveðjur. Við, sem hana gerst þekkt- um, vitum, að leiðarsteinn hennar var nákvæmlega stillt Framihald á 2. síðu. 4 26. maí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.