Alþýðublaðið - 31.05.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.05.1959, Blaðsíða 5
BERLÍN er yngst hinna svonefndu „heimsborga“. Það er ekki fyrr en í lok heims- styrjaldarinnar fyrri að hún vex úr meðalstórri borg í milljónaborg, með fjölda út- hverfa, miðstöð þýzkrar stjórnar og kyndilberi þýzkr- ar menningar. Til þess tíma var hún höfuðborg Prússlands og aðseturstaður keisarans. En hvað er Berlín í dag? Hvað veldur hinni hatrömmu deilu, sem stendur milli stór- veldanna um þetta takmark- aða svæði mitt inni í Prúss- landi? GROSS—BERLÍN. Lögsagnarumdæmi Berlín- ar er mjög víðáttumikið. Hún aær yfir 880 ferkílómetra svæði og er frekar borgaþyrp- ing en ein afmörkuð borg. Innan takmarka Gross-Berlín eru hálfgerð landbúnaðarhér- uð eins og Spandau og Koep- enick, sem höfuðsmaður einn gerði heimsfræga er hann bauð á eigin spýtur út her- liði þorpsmanna ekki alls fyr- WILLY BRANDT Kirkjuþáttur j I Maðurinn, setn ekkert átti inni i ir löngu. Hernámsveldin urðu sammála um takmörk Berlín- ar er hún var hertekin 1945. Skipting borgarinnar í Austur-Berlín og Vestur-Ber- lín er fáránleg. Hún hlýðir ekki neinum skynsamlegum lögmálum, hvorki hernaðar- legum né pólitískum. En að því verður vikið síðar. FJÖLBREYTTUR IÐNAÐUR. Á hernámssvæði vesturveld anna eru arðbæi'ustu atvinnu- greinar Berlínar stundaðar. Eitt nafn ber hærra öðrum, Siemens, en þetta alþekkta rafmagnsfirma framleiðjr þriðjung iðnaðarvarnings þess sem framleiddur er í borginni. Næststærsta atvinnugreinin er það, sem Þjóðverjar kalla Nárungs — und Genussmitt- elindustrie, matyæla- og lúx- usvarningsframleiðsla. í þriðja sæti er fatagerð. Allar þessar iðngreinar þurfa á miklu vinnuafli að halda og mesti auður Vestur-Berlínar er einmitt nægjanlegt og gott vinnuafl. Berlín var höfuð- borg stórveldis, nú er hún að- eins iðnaðarborg. En samt sem áður er hún mikilvæg- asta borg Þýzkalands. Með 2 300 000 íbúa er hún stærri en Hamborg og Munchen sam anlagðar, og framleiðir svo til allan fatnað Þjóðverja. En hún kostar Vestur-Þýzka- land miklar fjárhæðir árlega. Flutningar þaðan eru dýrir, íbúar hennar njóta margs kon ar skattfríðinda og fyrirtæki fá styrk til að starfa þar. Her- óp Vestur-Þýzkalands er: „Eflið Berlín!“ ANDSTÆÐUR MÆTAST. Austur-Berlín er alger and- stæða hins fjöruga athafna- lífs Vestur-Berlínar. Hún nær yfir gömul fátækrahverfi og verkamannaútborgir. Upp- byggingin gengur þar hægt og hinn þungi stíll rússneskr- ar byggingarlistar er hrein martröð. Verðlag í borgar- hlutunum er svipað þegar allt er til talið. Brauð, kartöflur og önnur undirstöðufæða er ódýrari í Austur-Berlín en smjör og kjöt margfalt ódýr- ara í Vestur-Berlín. Mestu munar á verðlagi á fatnaði. í Austur-Berlín kosta venju- legir karlmannsskór þrisvar sinnum meira en samsvarandi skór í Vestur-Berlín. AUSTUR-BERLÍN: HÖFUÐBORG. En Austur-Berlín hefur það fram yfir vesturhlutann að vera höfuðborg. Ríkisstjórn Austur-Þýzkalands, sem köll- uð er hinu undarlega nafni Pankow-stjórnin, þótt fæstar st j órnarskr if stof anna séu í þeim borgarhluta, situr í Ber- lín. Með því vildu kommún- istar sýna lögmæti stjórnar sinnar. Engar hömlur eru á samgöngum milli borgarhlut- anna, nema hvað óleyfilegt er að verzla nema í þeim hluta, sem viðkomandi á heima í. ÞEIR YFIRGEFA ALLT. Á degi hverjum yfirgefa hundruð íbúa Austur-Þýzka- lands heimili sín og atvinnu og flýja til Vestur-Þýzkalands allslausir. Peningarnir, sem flóttamennirnir hafa undir höndum eru verðlausir á svæði því, sem þeir flýja inn á. Þeir yfirgefa vini og ætt- ingja og eiga á hættu að vera fangélsaðir, ef þeir eru gripn- ir á flóttanum, en samkvæmt austur-þýzkum lögum er hægt að dæma menn I fangelsi. fyr- ir tilraun til að flýja land. Fólk þetta á enga vissa von um atvinnu þegar vestur kem ur, en það flýr samt, jafnt og þétt Frá því 1949 hafa 2 216 000 manns flúið Austur-Þýzka-: land. Þessir ,.þjóðflutningar“ eru skírasta dæmið um að kommúnistum héfur mjstek- izt að byggja réttlátt þjóðfé-' lag, miklu áhrifámeira dæmi en uppreisnin í ITngverja- landi. Og þeir eru ein aðalá- stæðan fyrir því, að Krústjov hleypti öllu í bál og brand út af Berlín. MIDAR TIL LAND- AUÐNAR. Eins og er miðar til land- auðnar í Austur-Þýzkalandi. í ársbyrjun 1949 vpru íbúar þar taldir 19 milljónir, um síðustu áramót eru þar sam- kvæmt opinberum skýrslum 17 milljónir. Og það, sem veld ur stjórn Austur-Þýzkalands mestum kvíða er að 48 pró- sent flóttamanna hafa verið innan við 25 ára aldur og 74 prósent innan við 45 ára. Kommúnistar héldu því lengi vel fram, að flóttamennirnir væru allir úr hópi fyrrver- andi landeigenda, borgara og glæpamanna, en þegar allir sáu í gegn um þá skýringu, var gripið til þess ráðs að segja, að Bonnstjórnin hvetti fólk til að flýja með loforð- um um gull og græna skóga þegar vestur kæmi. En sann- leikurinn er sá, að Bonnstjórn in gerir hvað hún getur til þess að ráða fólki frá að flýja til Vestur-Þýzkalands. Ráða- menn í Bonn óttast að þessir mannflutningar verði til þess að Rússar flytji fólk frá öðr- um svæðum kommúnista til landsins og orðrómur gengur um að hópur kínverskra bænda hafi tekið sér bólfestu við Eystrasalt. ÍIR ÖLLUM STÉTTUM. Flóttamennirnir eru úr öll- um stéttum þjóðfélagsins, 6 prósent eru bændur, 47 pró- sent verkamenn og iðnaðar- menn, 9 prósent verkfræðing- Framhald á 10. síðu. DÆMISAGAN UM RÍKA MANNINN OG LAZARUS. (Lúk. 16,19—31). GUÐSPJALL þessa sunnu- dags (1. sd. e. tr.) er dæmi- sagan um ríka manninn og Lazarus. Hún er sérstök með- al dæmisagna Jesú, að því leyti, að „dæmið“ er tekið frá lífi annars heims. — Hún hefst raunar á lýsingu á kjör- um tveggja manna í þessum heimi, auðmannsins og betl- arans. — En eftir dauðann hefur allt snúizt við. Þar er fátaeki maðurinn huggaður, en hinn ríki kvelst. ASOKUNAREFNI. ÉG man þá tíð, að ýmsir þeir, sem vildu berjast fyrir kjara- bótum öreiga, höfðu ýmugust á þessari sögu. Þeir ásökuðu kirkjuna fyrir að halda henni á lofti. Var hún ekki einmitt skýrasti vottur þess, hvernig hræsnisfullir prestar héldu því að fátæklingunum, að þeir skyldu sætta sig með auð- mýkt við eymdina og örbirgð- ina á jörðinni í von um betri kjör annars heims? ANNAÐ SJÓNARMIÐ VAR EINNIG TIL. ÞAÐ var samt hægt að nota þessa sögu sem ágætan texta að þrumandi skammarræðu um alla, sem höfðu fjármuni undir höndum. „Þarna sjáið þið, hvernig fer fyrir þeim eftir dauðann, sem velta sér í peningum hér á jörðinni!“ — Nú var raunar einn galli á þessari útleggingu. Það er hvergi talað um það í sög- unni-, að ríki maðurinn hafi aflað fjár síns með óheiðar- legum hætti. — Og í öðru lagi var það meir en lítið vafasamt réttlæti, ef mönnum átti að líða illa eftir dauðann af því éinu, að vel hafði farið um þá á jörðinni, og sömuleiðis hitt, að hyaða þrjótur sem vaeri, ætti vísa himneska sælu, ef hann aðeins hefði skort skotsilfur, meðan hann dvaldi í þessum heimi. — Þó skal það játað, að orð Abrahams gátu gefið tilefni til slíkra á- lyktana, án frekari skýringa. RIKI M.4ÐURINN. SÁ, sem vill skilja þessa sögj|» má ekki einblína á hin ytií' kjör þessara tveggja manna, sem hún greinir frá, heldmr þarf að virða fyrir sér menn- ina sjálfa, eftir að yfir um kemur. — Ríki maðurinn hafði vanizt við það á jörð- inni að hafa allt, sem hend- innr þurfti til að rétta. „Hann klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern; dag í dýrlegum fagnaði“. Hann vaknar upp i dauðaríkinu, og sér, að Laza- rusi líður nú vel í samfélagi forföður þeirra. Skyldi hann ekki eiga það inni hjá hon- um, að hann skryppi til hans með vatnssopa? — Og hvs'O var sjálfsagðara en að orðut væri við bón hans? Haíði' hann ekki verið vanur því a'ð" hafa sitt fram, bæði hjá guði og mönnum? — Samkværnt hinni algengu trú í Gyðinga- landi voru ytri kjör manna fyrst og fremst skoðuð sero laun fyrir góða eða illa breytni. Ríkur maður og heil- brigður, hlaut að líta svo á, að hann væri guði velþókn- anlegur. En nú fær ríki mað- urinn svar, sem hann átti ekki von á. Abraham svarar eins Qg kaupmaður, sem til—- kynnir víðskiptavini, að hann hafi þegar tekið út úr reikn- ingnum svo mikið, að inneign in sé þrotin. Hann hlaut stn gæði meðan hann lifði, — og þarf ekki að kvarta yfir þyí, að 'illa hafi verið með hann farið. Það er óþarfi fyrir hann að koma með frekju fram fyr- ir dómara tilverunnar, og Játa eins og hann eigi heimtingu á öllum gæðum, bæði þessa heims og annars. Og auk alls þessa er „djúp staðfest“ milli hans og Lazarusar. Þó að La- zarus kæmi til hans með allt kalt vatn veraldarinnar, væri þetta djúp á milli þeirra, svo lengi sem hinn ríki, sem nú var orðinn fátækur, fann það ekki sjálfur, að hann var eig- ingjörn, valdasjúk sál, sem án auðmýktar gat talið sig ráða yfir guði og mönnum. —* Hann gast heimtað velgerðir, en nær ófær um að taka v i fí þeim. FATÆKI MAÐURINN. HONUM hafði liðið illa á jörðinni. Hann var svo sjék- ur, að óhrein dýr, eins ©g hundar, áttu greiðan aðgang að sárum hans. Slíkt var ó- þverri j augum Gvðinga. Sjálf sagí hafði hann trúað bví sjálfur, að hann væri útskéf- aður frá Guði, og erfiðleikar hans væru refsing fyrir syn*V ir hans. Hann taldi sig því ekkert eiga inni. Hann gat tekið á móti kærleika Abra- hams með heilshugar þakk- læti og óblandinni auðmýkt. Það er hans lán, þrátt fyíir allí. MUNDU ÞEIR GJÖRA ÍDRUN? JESÚS lýkur sögunni ekkl með toeinum ályktunarorðurn, eins og hann þó oft var van- ur að gera. Niðurlagið lýslr enn einni tilraun ríka mánns- ins til að fá Abraham til Fframhald á 10. síðúj^ 4'. AlþýðublaSið — 31. maí 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.