Alþýðublaðið - 13.06.1959, Blaðsíða 2
VEÐRIÐ: SV-kaldi, skúrir.
★
ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavík
ur opnar í kvöld kl. 7.30 í
Skáaheimilinu í kvöld er
dansað frá kl. 8—11.30.
Söngvari með hljómsveit-
inni. Þjóðdansasýning. Að-
gangur 10 kr.
★
KVENFÉLAG Neskirkju. Á
morgun, sunnud 14. júní
verður kaffisala í félags-
iieimili Neskirkju. Messað
verður kl. 2 og hefst kaffi-
salan eftir messu. Kvenfé-
lagskonur, sem sjá um veit-
. ingar, vona fastlega að sókn
. arfólk og aðrir '\oti tæki-
. færið til að styrkja hag fé-
. lagsins og njóta/ samtímis
. góðra veitinga.
★
VORBOÐINN. Læknaskoðun
á toörnum, sem eiga að fara
í sumardvöl að Rauðhólum,
. eru beðin að koma í Heilsu-
. verndarstöðina þriðjudag-
inn 16/6. Börn, sem eru á
númerum 1—40 mæti kl.
. 9.30 f. h., 41—84 mæti kl.
11 f. h. Starfsfólk mæti á
sama tíma. Stjórnin.
★
ÚTVARPIÐ; 13 Óskalög
sjúklinga. 14 „Laugardags-
lögin.“ 18.15 Skákþáttur.
19 Tómstundaþáttur barna
og unglinga. 20.30 Upplest-
ur: ,,Aðdráttarferð“ eftir
Arne Garborg, í þýðingu
Málfríðar Einarsd. 20.55
Tónleikar. 21.30 Leikrit:
„Hefnd“ eftir Barrie Thom
as. Leikstjóri og þýðandi:
Þorsteinn Ö. Stephensen.
22.10 Danslög.
☆
Messur
Dómkirkjan: Messa kl. 11
£ h. Séra Jón Auðuns.
Neskirkja: Messa kl. 2 e.
h. Fólk er beðið að athuga
breyttan messutíma. Veit-
ingar kvenfélagsins fara
fram eftir messu. Séra Jón
Thorarensen.
Hallgrímskirkja: Messa kl.
11 f h. Séra Sigurjón Þ.
Árnason.
JBústaðaprestakall: Messa í
Kópavogsskóla kl. 2, Séra
Gunnar Árnason.
Háteigsprestakall: Messa í
íaátíðasal Sjómannaskólans
kl. 11 f. h. Séra Jón Þor-
varðsson.
Elliheimilið: Guðsþjónusta
M. 2 e. h. Séra Jón Skagan.
Fríkirkjan: Messa kl. 11
5Í. h. Séra Þorsteinn Björns-
epn.
Kirkja Óháða safnaðarins:
Messa kl. 2 e. h. Séra Emil
Björnsson.
Kaþólska kirkjan; Lág-
rnessa kl. 8,30 árd. Hámessa
og prédikun kl. 10 árd.
... >u ii— imii iwm iin ■—iiiimiiiiiiiiiiiiw
Njósnari
Framhald af 1. síðu.
dr. Emil Fuchs, býr í Leipzig
í Austur-Þýzkalandi.
Enginn vafi er á því, að
Rússum verður af því ávinn-
ingur að fá Klaus Fuclis. Hannt
er afburðamaður á vísinda-
sviðinu.
Ýmsir vísindamenn æíla, að
uippljóstranir hans hafi flýtt
smíðj rússnesku atómsprengj-
unnar um fimm ár.
Frá
ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrði í
gær stuttlega frá kjósendafundi
A-listans í Reykjavík, sem hald
itln var í Iðnó í fyrrakvöld.
Margar barátturæður vpru flutt
ar og mikill sóknarhugur ríkti.
Fer hér á eftir frásögn af fund-
inum.
Frú Soffía Ingvarsdóttir, for-
maður Kvenfélags Alþýðu-
flokksins í Reykjavík var fund-
arstjóri. Gaf hún frú Jóhönnu
Egilsdóttur, formanni Verka-
kvennafélagsins Framsóknar,
fyrst orðið. Þessi mikla baráttu
' kona íslenzkrar alþýðu talaði
blaðalaust og örugglega. Hún
skýrði frá baráttunni í árdög-
um Alþýðuflokksins, hvernig
Alþýðuflokkurinn hefði knúið
fram eitt umbótamálið af öðru,
svo sem afnám sveitarflutn-
inga, breytingar á kosningalög-
unum, alþýðutryggingar, vöku-
lög o.fl. Þessi umbótabarátta
Alþýðuflpkksins heldux- áfram
enn í dag, sagði Jóhanna. Ein-
mitt núna er Alþýðuflokkurinn
að breyta almannatryggingun-
um. En Alþýðuflokkurinn þarf
aukinn styi'k og þrótt til þess
að geta knúið sem flest mál
fram. Þess vegna verður að stór
auka fylgi Alþýðuflokksins við
næstu kosningar, sagði Jóhanna
að lokum.
FRUMKVÆÐI ALÞÝÐU-
FLOKKSINS.
Næstur talaði Ingimundur
Erlendsson, varaformaður Iðju.
Hann minnti á, að Alþýðufíokk
urinn hefði aíltaf haft frum-
kvæði að lagfæringum á kjör-
dæmaskipun landsmanna. Þann
ig hefði það verið, er fyrstu
breytingarnar hefðu verið gerð
ar og þannig væri það enn í
dag. Flokksþing Alþýðuflokks-
ins hefði samþykkt það sl. haust
að 8 stór kjördæmi væri æski-
legasta lausnin á kjördæmaskip
uninni eins og nú væri ástatt
og þar með hefði Aiþýðuflokk-
urinn tekið forustuna í málinu.
Ingimundur ræddi einnig um
ráðstafanir núverandi ríkis-
stjórnar í efnahagsmálum og
kvað launþega hafa sannfærzt
um það, að það væri þeim í
hag, að verðbólgan væi'i stöðv-
uð eins og gert hefði verið, því
engir töpuðu meira á vei’ðbólg-
unni en einmitt launþegar.
AÐEINS EINN SANNUR
VERKALÝÐSFLOKKUR HÉR.
Garðar Jónsson, foi’m. Sjó-
mannafélags Reykjavíkur tal-
aði næstur. Hann ræddi um þró
un verkalýðshreyfingarinnar
hér á landi, drap á það tímabil,
er Alþýðuflokkurinn og Alþýðu
sambandið hefðu yerið eitt, að-
skilnaðinn og klofningsstarf-
semi kommúnista í verkalýðs-
hreyfingunni og Alþýðuflokkn-
um. Garðar sagði, að kommún-
istar vildu kalla flokk sinn ís-
lenzkan verkalýðsflokk. En
hann sagði, að flokkur, sem
stjórnað væri af ráðamönnum
í Moskvu, væri ekki íslenzkur
verkalýðsflokkur. Kommúnist-
ar vildu leiða yfir íslenzkan
verkalýð það skipulag, er væri
í Sovétríkjunum, en þar væru
verkföll bönnuð og verkalýðs-
hreyfingin fjötruð af valdhöf-
unum. Alþýðuflokkurinn væri
i A-listans í Iðnó.
hinn eini sanni íslenzki verka-
lýðsfiokkur. Um hann ættu ís-
lenzkir launþegar að fylkja sér
í kosningunum 28. júní n.k.
SANNGJÖRN LEIÐRÉTTING.
Frú Katrín Smári raeddi eink
um um kjördæmamálið og nauð
syn þess að koma kjördæma-
breytingunni á. Hún sagði, að
hér væri aðeins um sanngjarna
leiðréttingu að ræða, þar eð
réttur dreifbýlisins væri nú
margfaldur miðað við þéttbýl-
ið. Hún drap á þá röksemd and
siæðinga frumvarpsins, að að-
staðan til þess að afla fjár væri
mun betri í þéttbýlinu og þá
einkum í Reykjavík en í dreif-
býlinu. Hún sagði, að það væri
áð yísu rétt, að unnt væri að
vinna sér inn nokkrar krónur
aukalega í Reykjavík með mik-
ilii eftirvinnu, en þær væru
fljótar að fara í hinar dýru land
búnaðarvörur. — Frú Katrín
Smári sagði, að bændur og laun
þegar við sjávarsíðuna þyrftu
að vinna saman, þá mundi vel
fara.
framkqma íhalds
og KQMMÚNISTA
SigurSur Ingimundarson, for-
maður BSRB, talaði næstur.
Hann ræddi einkum um efna-
hagsmáiin. Hann mínnti á orð
Hennanns Jónassonar rétt áður
en hann lét af völdum, að við
værum að ganga fram af hengi
flugi, ef ekki væru þegar gerð-
ar ráðstafanir til stöðvunar
verðbólgunni. Síðan hefði Her-
mann hlaupizt á brott og reynd
ar kommarnir líka og skilið
þjóðina eftir á brúninni. Það
hefði verið hlutverk Alþýðu-
flokksins að forða því, að við
færum fram af með ráðstöfun-
um til stöðvunar verðbólgunni.
Framsóknarmenn og kommún-
istar hefðu gert allt mögulegt
til bess að torvelda Alþýðu-
fiokknum það starf. Ekki var
það stórmannlegt sagði Sigurð-
ur, að skilja við okkur á brún
hengiflugsins, og vilja svo
lxvergi nærri koma, þegar gera
burfti ráðstafanir til bjargar.
Sisurður ræddí bæði um fram-
komu íhaldsins meðan vinstri
stjórnin sat og framkomu kom-
múnista eftir afsögn stjórnar-
innar. Hann minnti á. að íhald-
ið hefði æst tjl verkfalla og.
torveldað vinstri stjórninni við-
leitnina til að halda verðbólg-
unni í skefjum. Kommúnistar
hefðu þá tekið bátt .í að gera
ráðstafanir til stöðvunar verð-
bólgunni og m.a. framkvæmt
vísitöluskerðingu í ágú&t 1956.
En nú kölluðu kommúnistar 'ná-
kvæmlega sams konar aðgerðir
svik við verkalýðinn.
Eggert G. Þorsteinsson, vara-
forseti Alþýðusambands Is-
lands, talaði næstur. Hann
nefndi m.a. eitt dæmi um tvö-
feldni kommúnista í sambandi
við efnahagsmálin; í tíð vinstri
stjórnarinnar hefðu kommún-
istar prédikað ágseti þess að
hafa lán vísitöíutryggð. Nú
stuðluðu kommúnistar að hækk
un vísitölunnar og þá um leið
hækkunar hinna vísitölu-
tryggðu lána. Þannig væru kom
múnistar nú að svíkja það fólk,
er staðið hefði í byggingum.
TÓMLÆTI KOMMÚNISTA
í KJÖRDÆMAMÁLINU.
Eggert ræddi um kjördæma-
málið og þá einkum afgreiðslu
þess á þingi. Hann kvað það
hafa yakið athygli, hversu kom-
múnistar hefðu sýnt því máli
mikið tómlæti. Hefðu þeir þó
alltaf þótzt bera það mál fyrir
brjósti. En við umræður um
þetta mál á alþingi hefðu þeir
lítið talað. Síðan hefðu komið
skilyrði kommúnista fyrir
stuðningi við málið. Þeir hefðu
jafnvel virzt reiðubúnir til þess
að fórna málinu, ef þeir fengju
ekki aðstöðu til úthlutunar á
bílum og bátum. Slíkur hefði
áhugi þeirra á kjördæmabreyt-
ingunni verið. Sú spurning
hlyti því að vakna, hvort kom-
múnistar væru ekki reiðubúnir
til bess að svíkja málið, ef þeim
byðust 1—2 ráðherrastólar. All-
ur væri varinn góður. Og ættu
kjósendur að minnast fram-
komu kommúnista við kjörborð
ið 28. júní. Bezti stuðningurinn
við kjördsemamálið væri sá, að
kjósa Alþýðuflokkinn.
STÖÐVUN VERÐBÓLG-
UNNAR.
Gylfi Þ. Gíslason, mennta-
máíaráðherra, talaði næstur.
Sagði Gylfi, að þegar stjórnin
hefði tekið við hefði verið út-
lit fyrir 25% verðhækkun á
árinu 1959. Afleiðingin hefði þá
orðið sú, að fjórðungur spari-
fjár landsmanna hefði brunnið
á verðbólgubálinu. Slíka þróun
hefði ríkisstjórnin viljað stöðva
pg það hefði tekizt.
Það væri skýr og ákveðin
stefna stjórnarinnar að leyfa
engar verðhækkanir. Þess
vegna hefði stjórninni verið
það mikið gleðiefni, er kjara-
deilur prentara og bókbindara
hefðu leystst án þess, að þær
hefðu i för með sér verðhækk-
anir. Það hefði einnig verið
ánægjulegt, að mjólkurfræð-
ingar skyldu aflétta verkfalli
sími.
Mjólkurfræðingar eru aðeins
35, saffði ráðherrann. En þeir
hafa í hendi sér mjólkurfram-
leiðslu, sem'nemur 700.000 kr.
virði á dag. Þeir hafa 1211 kr..
í kaun á viku, lífeyrissjóðsrétt-
indi, 1% í sjúkrasjóð, 15 veik-
indadaga og frí vinnuföt. Með
alárslaun þeirra væru í Rvík
89 hús. kr„ en í Flóabúinu
hefðu þau verið 94 þús. kr. sl.
ár. Þeir fóru fram á 32% kaup-
hækkun, styttingu vinnutíma,
fiölgun veikindadaga og frían
skófatnað. Alls þýddu kröfur
beirra 47.400 kr. hækkun á árs-
launum.
Ríkisstjórnin ieit þannig á
þessa kröfugerð, sagði mennta-
málaráðherra, að ekki væri
unnt að láta 35 menn svipta
fiölda manns atvinnu og baka
þúsundum óþægindi og tjón og
stofna miklum verðmætum í
voða. Ríkisstjórnin var því
staðráðin í því, að vernda hags-
muni almennings og koma í
veg fyrir það ábyrgðarleysi,
sem hér var á ferðinni. Hafði
stjórnin m.a. til athugunar að
endurskoða reglugerðina um
réttindi mjólkurfræðinga í því
sambandi.
GÓÐUR ÁRANGUR
STÖÐVUNARINNAR.
Gylfi sagði, I niðurlagi ræðu
sinnar, að árangurinn af bar-
áttu ríkisstjórnar Alþýðuflokks
ins gegn verðbólgunni hefði
þegar komið í ljós. Þrisvar sinm
um meira sparifé hefði safnazt
í bankana í ár en í fyrra. Og
gjaldeyrisstaðan hefði batnað.
Það mætti ekki láta ábyrgðar-
iaus öfl eyðileggja þessa þróun.
Ríkisstjórnin mundi því ekki
þola neinar verðhækkanir og
væri staðráðin í að halda verð-
bólgunni í skefjum.
Framhald af 1. síðu.
varð á fisksverði til akipta frá
því í júní í fyrra til síðastliðins
ar vetrarvertíðar.
]
SÖLUSAMNINGAR
Alþýðublaðið átti í gær stutt
viðtal við Erlend Þorsteinsson,
formann síldarútvegsnefndar,
en hann er nýkominn erlendig
frá ásamt Jóni L. Þórðarsyni,
varaform. nefndarinnar. Fóru
þeir til Englands, ^víþjóðar,
Danmerkur og Svíþjóðar tií
íþess að semja um sölu á salt-
síld.
Gengið var frá samningum
um söiu á 50 iþús. tunnum til
Finnlands, 61 þús. tunnum tií
Svíþjóðar og standa vonir til aS,
unnt verði siíðar að semja um
sölu á auknu m'agni til þessara
landa. Ekki var unnt að hefja
samninga við A-Þjóðverja
strax. Er búizt við, að þeir hef j-
ist í þessum mánuði. Samning-
ar við-Rússa hef jast í Rvík inn-
an skamms. Gert er ráð fyrir að
seldar verði 3—4000 tunnur síid
ar til Danmei'kur. )
IÐGJALDATEKJUR . . .
Framhald af 3. síðu.
millj. hærri en í árslok 1957.
iSamtals voru gefin út rúml,
17000 ný skírteini á árinu, en
42 500 endurnýjunar- pg ið-
gjaldakvittanir í sambandi
við framlengnigar.
í reikningum félagsins birt-
ist eir.nig reikningur eftir-
launasjóðs starfsmanna fél.
en hann var við áramót 2.481,-
000 kr. og hefur aukizt una
,359 þús. á árinu.
..........
Gufubaðstofan
Opið í sumar. Fyrir konur:
Mánud. og miðvikud. kl. S
—10 e. h og fimmtud. kl
1—4. Fyrir karla: Mánud.
og miðvikud. kl. 2—8,
þriðjud. kl- 2—9, fimmtud.
kl. 4—9, föstud. 2—9, laug-
ard. kl. 9—9 og sunnud. ki.
■ 9—i. Nokkrir tímar lausir
. í nuddi fyrir karla. ,
Gufubaðstofan
Kvisthaga 29. Sími 18976.
................
£ 13. júní 1959 — Alþýðublaðið