Alþýðublaðið - 13.06.1959, Blaðsíða 10
í
Minnirtg
Mapús Magnússon
ÞEGAR mér barst fregnin
um lát Magnúsar Magnússon-
ar verkamanns á Mel við Breið
holtsveg, setti mig hljóðan. Ég
hafði átt við hann tal fyrir
stuttu, og þótt hann væri þá
veikur, hvarflaði ekki að mér
að hann ætti skammt eftir ó-
lifað.
Magnús Magnússon var fædd
ur 30. júní 1900 að Hrauni í
Ölfusi, sonur merkishjónanna
Guðrúnar Halldórsdóttur og
Magnúsar Jónssonar, er þar
bjuggu. 29. júní 1940 gekk
hann að eiga eftirlifandi konu
sína, Ingunni Böðvarsdóttur.
Þeim varð tveggja barna auð-
ið. Fyrstu tíu árin bjuggu þau
á hrauni, en fluttust síðan til
Reykjavíkur að Mel við Breið-
holtsveg. Eftir að Magnús kom
til Reykjavíkur vann hann jafn
an við smíðar.
Gott er að minnast góðs vin-
ar, og þessar örfáu línur eiga
aðeins að vera kveðja til hans,
með þakklæti fyrir allt, og sam
úðarvottur til eftirlifandi að-
standenda.
Vinur.
ERU EKKI
BARNAIEIKFÖNG!
Húseigendafélag
Reykjavíkur,
Eftirmæli
Framhald af 5. síðu.
reyndar ekkert annað en hin
gamla þræta um opinberun-
ina. Er hún einvörðungu fornt
fyrirbæri liðins tíma, eða veit
ist hún kynslóðunum að dýpka
skilning og skerpa sjón? Játn-
ingamenn eru nærri því að
hafna áframhaldandi opinber-
un í fylgi sínu við fornar skýr
ingar. Frjálslyndir trúa á
anda Krists með kirkju sinni,
er gefi nýja sýn, nýtt líf.
Verst kann síra Sigurbjörn
heitinu skoðanaleysingar og
telur sleggjudóm. Betur að
satt væri. Hitt er bitur
reynsla trúaðs fólks úr báðum
hinum fylkingunum, að til séu
kennimenn, er hirða lítt um
skoðanir, og veit enginn hvert
þeir stefna. Þykir sá hópur
hafa vaxið á síðari árum. Ritn
ingin fræðir um þessa mann-
tegund, sem hvorki er heit né
köld, og vandar henni ekki
kveðjurnar.
Læt ég svo útrætt við hetj-
ur mínar.
Ámesingar!
Tek nú aftur
vatns- og hitalagnir.
HILMAR LUTHERSSON
pípulagningameistari.
Sími 63. Selfossi.
GELA, Sikiley. — Þúsund tonna flotbryggja hefur verið
dregin yfir 7000 mílna l'.af, frá Ameríku til S'ikileyjar, og
hreppti úfinn sjó á kafla leiðarinnar. Oldurnar urðu meira
Skó-
martelifinii
selur édfrt.
Sími 11517.
Skó-
marteiurmn
Snorrabraut 38
iiiBiniiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Lára Réiinkram
Framhald af 5. síðu.
fullvaxta, og tóku til starfa
utan heimilis en drengurinn
langt kominn með Mennta-
skólanámið. Miklar annir
voru jafnan á bæ Guðlaugs
Rósinkranz. Hann var mjög
starfsamur maður, og fékk
hjáverk mörg og mikilvæg,
þar á meðal forustu við skiln-
aðarhátíðina 1944 og Snorra-
hátíð í Reykholti 1947. Þegar
Þjóðleikhúsið kom, var það
sammæli, að hann væri fær-
astur sinna samlanda til að
stýra því erfiða og vandasama
fyrirtæki. Sú hefur líka orðið
raunin á, en kona hans var
hvarvetna með í ferð og starfi.
Hún var góð eiginkona, móð-
ir og amma. Nábúarnir urðu
oft varir við að fólk, sem fáa
átti að, kom oft til frú Láru
og fékk þar hlýtt handtak,
sem ekki gleymdist. Það var
gestastraumur á heimili
þeirra hjóna, innlendir menn
og erlendir ár eftir ár. Hús-
freyja var ágætlega fallin til
að greiða þar úr margháttuð-
um vanda. Henni kom að góðu
haldi margþætt lífsreynsla og
trú á landið og þjóðina. Þessi
hjón þunnu að mynda heim-
ili og sinna bæði skyldum sín
um og nauðsynlegum gleði-
málum. Frú Lára var oft með
manni sínum á ferðum er-
lendis. einkum eftir að hann
tók við stjórn leikhússins. Þá
notaði hún tækifærið til að
njóta og fylgjast með hljóm-
leikum og leiklist stærri
' þjóða. En mestur friðarstaður
þeirra hjóna Var á Þingvöll-
um. Þar höfðu þau byggt sér
lítið hús á tanga, sem gengur
út í vatnið. Þangað leituðu
þau úr önn dagsins á sumrin
_um flestar heígar og' þar voru
þau í sumarleyfi. Löngum
voru þau úti á vatninu. Guð-
‘ laugur réri, frúin veiddí og
' naut náttúrunnar. Oft stóð
hún hugfangin á góðviðrisdög
um heima við húsið, til að
njóta kyrrlátra drauma, sögu
legra minninga yndisleika
héraðsins og óteljandi sí-
skiptandi blæbrigða, sem mál-
arar geta ekki fest hönd á,
nema þeir séu'töframenn.
Fyrir tveimur árum féll
fyrsti skugginn yfir heimili
Rósinkranzhjónanna. Frúin
varð veik af hjartabilun, lá
nokkrar vikur á sjúkrahúsi en
náðj sér um stund eftir langa
sjúkrahúsvist. Hún vissi að
skammt myndi að bíða kvölds
ins, og bjó sig undir burtför-
ina. Hún var í senn hlédræg,
djörf og örugg, þakklát fyrir
gjöf lífsins og langa og góða
sambúð við vandamenn og
vini. Hún var fædd í skjóli
hárra fjalla. Hún hafði þráð
þessi fjöll og þetta land, með-
an hún bjó hinum megin við
hafið. Nú bað hún mann sinn
og börn að búa henni varan-
lega sæng í hinni góðu, blýju
og mjúku íslenzku mold.
Jónas Jónsson frá Hriflu.
SÓFASETT, margar tegundir, og SVEFNSÓFAR,
margar tegundir. BORÐSTOFUHÚSGÖGN,
SKRIFBORÐ, mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Húsgapaverzlun Reykjavíkur.
Brautarholti 2 — Sími 11940.
>
Konan mín og móðir okkar
LÁRA ROSINKRANZ
lézt á Landsspítalanum að kvöldi þess 6. júní.
Jarðarförin hefur farið fram.
Við þökkum hjai’tanlega alla vináttu og samúð.
Guðlaugur Rosinkranz og börnin.
INGDLF5
Opnar claglega kl. 8,30 árd.
Almennar veitingar allan daginn.
Ódýr og vistlegur matsölustaður.
Reynið viðskiptin.
INGÓLES-CAFÉ
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
S
s
s
S
S
S
s
*
s
s
s
10 7.3. júnf 1959 — Alþýðublaðið