Alþýðublaðið - 19.06.1959, Side 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Grön-
dal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Full-
trúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. Fréttastjóri: Björg-
vin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Aug-
lýsángasími; 14906 Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Al-
þýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisg. 8—10.
Fulltingi við Breta
KOMMÚNISTAR reyna mjög þessa dagana
að gera landhelgismálið að deiluefni í kosninga-
baráttunni með getsökum og brigzlum í garð
annarra flokka. Slíkt má alls ekki takast. íslend-
ingar hafa borið gæfu til þess að standa sem einn
maður að stækkun landhelginnar. Þeir, sem vilia
rjúfa þá einingu af hvatvísi og ofstopa, eru varg-
ar í véum. Þjóðin verður að hafa vit fyrir þvílík-
um óhappamönnum.
Áróður kommúnista í þessu sambandi
blekkir engan. Þeim finnst ekkert til um það
j afrek Guðmundar í. Guðmundssonar utanríkis-
ráðherra og samstarfsmanna hans að hafa unnið
stækkun landhelginnar slíkt fylgi, að Bretar eru
í einangraðir í andstöðunni við okkur. Þeir forð-
ast sömuleiðis að viðurkenna, hversu vel tókst
i til um framkvæmd landhelgisgæzlunnar eftir
| stækkunina, og var þó sannarlega mikið vanda-
verk að ganga í því efni hvorki of stutt né of
] langt. Eigi að síður má vera lýðum ljóst, að
j Hermanni Jónassyni fór yfirstjórn þeirra mála
vel úr hendi sem dómsmálaráðherra í vinstri
stjóminni. En þessi mikilvægu atriði skipta
lcommúnista engu máli. Hitt finnst þeim heims-
[ söguleg hetjudáð, að Lúðvík Jósepsson skrifaði
j nafnið sitt undir reglugerðina um stækkun
í landhelginnar með ríkisstjórnina, alþingi og
| þjóðina á hak við sig. Pennastrikið á að gera
1 Lúðvík að þjóðhetju á horð við Jón Sigurðsson
f'. og aðra frægustu baráttumenn frelsishreyfing-
arinnar. Auðvitað er allt gott að segja um þetta
verk Lúðvíks, en áróður kommúnista nær engri
í átt. Hann er hlægilegur.
Jafnframt leggja kommúnistar sig alla fram
um að bera svik á aðra í landhelgismálinu. í því
efni flíka þeir blekkingum brezku íhaldsblaðanna,
sem eru í vandræðum að verja stefnu stjórnar
sinnar heima fyrir vegna sívaxandi óánægju með
athæfi herskipanna og veiðiþjófanna á íslands-
miðum. Og síðustu dagana hefur Tíminn tekið
undir þennan söng kommúnista. Hann er líka
í vanstilltu kosningaskapi.
Þetta er eina vopnið, sem Bretum getur hit-
T ið í baráttunni við íslendinga í tilefni af stækk-
un landhelginnar. Þeirra eina von er sú, að ís-
lenzka þjóðareiningin rofni. Til þess mun ekki
koma. íslendingar eru staðráðnir að sigra í land
helgisdeilunni. En þess vegna her þeim skylda
til að hafa vit fyrir þeim óhappamönnum, sem
heimska sig til fulltingis við Breta með níð-
ingsskap við samlanda sína af pólitísku hatri. 1
Og Tímanum væri sæmst að láta kommúnista
eina um asnaspörkin í landhelgismálinu. Honum
ætti að nægja að gera sig að viðundri í kjördæma-
málinu.
E
Hópferðir.
ITT fyrsta verk de Gaulle,
er hann tók við völdum í
Frakklandi fyrir rúmu ári síð-
an, var að leggja grundvöll
að kjarnorkupólitík Frakka.
Hann skipaði sérfræðing í
kjarnorkumálum varnar-
málaráðherra, því næst setti
hann á fót varnarmálanefnd
og loks skipaði hann fyrir um
algera nýskipan franska hers-
ins. Hernum verður skipt í
smáar herdeildir annars veg-
ar og kjarnorkuvopnaðar
sveitir hins vegar. Ætlunin er,
að franski herinn verði ein-
göngu búinn kjarnorkuvopn-
um og eldflaugum framleidd-
um í Frakklandi sjálfu.
Franska ríkisstjórnin ákvað
fvrir skömmu að hraða mjög
framleiðslu sprengjuflugvéla
og eldflauga. Talið er, að
Frakkar verði innan skamms
komnir jafnlangt Bretum,
Bandaríkjamönnum og Rúss-
um í þessum efnum. Þeir eiga
þó við tvo erfiðleika að etja:
styrjöldin í Alsír er kostnað-
arsöm og þar er gífurlegur her
bundinn og í öðru lagi hefur
framleiðslu kjarnorkusprengj
unnar frönsku seinkað af ein-
hverjum ástæðum.
'V Hernaðarheimspeki
í Alsír.
Styrjöldinni í Alsír lýkur
'vart í náinni framtíð. Franski
herinn þar er að mestu sjálf-
ráður um aðferðir og þar hef-
ur myndazt sérstök hernað-
arheimspeki, sem einhvers
konar sambland af þjóðern-
isrembingi, krossferðaráhuga
á vegum vestrænnar menn-
ingar, kenningum Mao Tse
Tungs um skæruhernað og
gamaldags nýlenduherförum.
Hvað verður um franska her-
inn, þegar styrjöldinni í Alsír
lýkur, er ekki gott að segja
um. En vafalaust skapast þá
vandamál, sem erfitt verður
að leysa.
'v' Hirðir ekki um al-
menningsálitið.
De Gaulle leggur alla á-
herzlu á að koma á laggirnar
her vopnuðum kjarnorkuvopn
um. Fyrsta skilyrði þess er
framleiðsla kjarnorkuvopna í
landinu sjálfu. Aðgerðir for-
setans gegn NATO eru tilraun
til að fá Bandaríkj amenn og
Breta til þess að viðurkenna að
Frakkar hafi jafnmikinn rétt
og þeir til þess að ráða yfir
slíkum vopnum.
De Gaulle hefur farið þess
á leit við Bandaríkj astj órn að
honum verði afhent kjarnorku
vopnaleyndarmál til þess að
Frakkar geti strax hafið fram-
leiðslu slíkra vopna, og hann
kveður Frakka ekki bundna
af neinu samkomulagi Breta,
Bandaríkjamanna og Rússa
um bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn nema um leið
verði samið um algert bann
við notkun og framleiðslu
slíkra vopna og allsherjaraf-
vopnun á því .sviði.
"V' Treystir ekki Banda-
ríkjamönnum.
Fréttaritarar í París eru
flestir á þeirri skoðun, að
Frakkar hyggist verja sjálfan
tilverurétt sinn í þessu máli.
Þeir álíta, að stefna Banda-
ríkjamanna í hermálum, sem
byggist á langdrægum eld-
flaugum, leiði til einangrun-
arstefnu í framtíðinni, og varn
ir Frakklands séu þegar of
háðar stefnu Bandaríkja-
manna til þess að vera trygg-
ar. Einasta leiðin til að
tryggja þær sé að þeir komi
sér sjálfir upp kjarnorkuvopn
um og hafi ákvörðunarrétt
um notkun þeirra kjarnorku-
vopna, sem eru þegar til á
franskri grund.
Búast má við að franska
stjórnin hóti að segja sig úr
NATO nema komið verði til
móts við kröfur hennar í þessu
efni. De Gaulle vill ekki gera
neina nýja samninga við NA-
TO fyrr en ljós't er,^ hvað
Bandaríkjamenn eru fúsir að
láta undan í þessu máli.
Franska þjóðin virðist sam-
mála ráðamönnum í deilunni
'og má því reikna með alvar-
H a n n es
á h o
r n i n u
Höfum allar stærðir hópferðabifreiða til lengri
skemmri ferða.
Kjartan Ingimarsson sími 32716.
Ingimar Ingimarsson, sími 34307.
Afgre&ðsla Bifreiðastöð íslands, sími 18911.
og
★ Kaupgjald og vaxandi
framleiðsla.
★ Skilyrði fyrir batnandi
hag og öryggi.
★ Að æsa til launadeilna
og hrópa húrra þegar
erlend vara hækkar.
TVEIR af forustumönnum Al-
þýðuflokksins, ráðherrarnir Em
il Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason,
hafa á fundum undanfarið gert
kaupgjaldsmálin og launadeil-
urnar sérstaklega að umtalsefni.
Emil ræddi málið rækilega á
kjósendafundi Alþýðuflokksins í
Hafnarfirði og Gylfi á Alþýðu-
flokksfundinum í Iðnó. Ummæli j
þeirra voru samhljóða: „Það er
lífsnauðsyn fyrir þjóðina að
stöðva dýrtíðarflóðið. Það verð
ur ekki gert nema með því að
halda niðri vöruverði og að laun
þegar gæti hófs í kröfum sínum.
LAUNAHÆKiKANIR geta
ekki orðið meðan á þessari bar-
áttu stendur. Launahækkanir
eru óeðlilegar nema í hlutfalli
við framleiðsluaukningu þjóðar
innar. Framleiðslan fer sífellt
vaxandi og þegar hún hefur náð
vissu marki er nauðsynlegt að
vinnandi fólk njóti hennar í
réttu hlutfalli. Það er ekki hægt
að miða við annað þegar um
kaupgjaldsmál er að ræða. Laun-
þegasamtökin verða að miða
starf sitt við framleiðsluaukn-
inguna — og ekki annað.“
ÞETTA SÖGÐU ráðherrarnir
og þetta er ótvíræð stefna Al-
þýðuflokksins. Hún byggist á
því, að við verðum að hætta að
eyða meiru en við öflum. Allir
eiga að geta sagt sér það sjálfir,
því að þannig er reynsla hvers
eins og einasta heimilis. Hins
vegar höfum við í.hálfan annan
áratug ekki farið eftir þessari
meginreglu.
VIÐ HÖFUM EYTT MEIRU
en við höfum aflað. Það getur
ekki leitt til annars en glötunar.
í raun og veru hefur hver ein-
staklingur með kapphlaupinu
verið að safna skuldum, sem
hann verður að greiða. Þessu
verður nú að vera lokið. Eins og
hver einstaklingur má ekki eyða
meiru en hann aflar, alveg eins
verður kaup og kjör að miðast
við framleiðslumagn þjóðar-
heildarinnar.
j
| ÖRYGGISLEYSIÐ er alltaf
verst. Öryggi heimilanna er fyr-
ir öllu. Undirstaða öryggisins er
atvinnan. Örugg atvinna byggist
á því, að verðmætin, sem vinn-
an og tækin, sem þjóðin á, skapa,
sé seld fyrir lífsnauðsynjum þjóð
arinnar. Þess vegna má aldrei
ríða atvinnuvegina á slig. Það er
sama eins og að ráðast á varp-
hænuna og éta hana, það er eins
og að naga rætur trésins og koma
þannig í veg fyrir að það geti
borið ávöxt.
ALÞÝÐUFLOKKURINN
stendur og fellur með þeirri
stefnu, sem ríkisstjórn hans tók
er hún settist að völdum og lýst
var yfir í ræðu Emils Jónssonar
um síðustu áramót. Sú ræða
vakti gífurlega athygli og eins
þær ráðstafanir, sem gerðar voru
um sama leyti. Þær komu fólki á
óvart. Það kom fyrst á óvart, að
stóru flokkarnir skyldu neita að
taka á sig erfiðleikana og ábyrgð
ina — og það kom á óvart, að
stj órninni skyldi takast að gera
það, sem gert var.
ÉG HELD að það sé að verða
mönnum Ijóst, að með hverjum
degi skilur þjóðin betur hvar
hún stendur. Það er erfitt að æsa
upp til launadeilna. Þeir sem
hrópa húrra þegar vörur hækka
í verði mæta fyrirlitningu. Þessi
fyrirlitning mun koma skýrt i
ljós á sunnudaginn annan en
kemur.
Hannes á horninu.
Gólfteppahreinsun
Hreinsum gólfteppi,
dregla og mottur. Breyt-
um og gerum einnig við.
Sækjum, sendum,
Gólfteppagerðin h.f.
Skúlagötu 51. Sími 17360.
4 19. júní 1959 — Alþýðublaðið