Alþýðublaðið - 19.06.1959, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 19.06.1959, Qupperneq 12
ÞAR eð veruleg brögð liafa verið að því, að neyzlumjólk bæjarbúa hafi undanfarnar vik ur værið með súrbragði og geymzt illa, samþykti heilbrigð isnefnd Reykjavíkur á fundi sínum nýlega að óska eftir skrif lcgri greinargerð frá forstjóra Miólkursamsölunnar í Reykja- vík varðandi eftirtalin atriði: 1. Um magn það af mjólk, sem flokkast hefur í hina fjóra gæðaflokka við litprófun hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, Mjólkursamlagi Borgfirðinga og Mjólkurbúi Flóamanna frá 1. janúar til þessa dags. Um aðstæður mjólkurfram- leiðenda á framleiðslusvæði fyrir Reykjavík til kæling- ar mjólkur. 3 Um hvernig flutningi mjólk ur frá framleiðanda til mjólkurbús er háttað, sér- staklega hvort brögð séu að því, að mjólk standi óvaVxn Alhvít jörð á Akureyri 17. júní íFregn til Alþýðublaðsins. lAkureyi'i í gær. IHEITA má að hvítt sé niður ,í sjó hér um slóðir, kalt í veðri og- bjart. í fyrrinótt gerði mik- ið morðaustan veður og hvítn- aði yfir allt. Vegir spilltust sums staðar Og er Vaðlaheiði varla fær enn. Stöðvuðust bílar þar í gær- adg og lenti fólk í alls konar hrikningum-. Standa vonir til að ástand þetta sé að lagast í tíag. Þá urðu miklar skemmdir á símalínum norðanlands víða, Fframhald á 10. síðu). Heilhrigðisnefnd rannsakar máiið og ókæld á brúsapöllum í lengri tíma og hve langan tíma mjólkurbifreiðir eru á leiðinni með mjólkina til mjólkurbús. Um reglur þær, sem farið er eftir um verðfellingu og heimsendingu mjólkur á framangreindum mjólkur- búum. Verðlauna- um íslandsferð FYRIR nokkrum dögum lauk í Kaupmannahöfn verðlauna- samkeppni, sem Flugfélag fs- lands og Ferðaskrifstofa ríkis- ins í Reykjavík efndu til með- al starfsmanna á ferðaskrif- stofum þar í borg. Tilhögun keppninnar var þannig, að hátt á þriðja hundr- að starfsmönnum ferðaskrif- stofa voru sendir getraunaseðl- ar með spurningum um ísland og íslenzk málefni. Getrauna- seðlarnir, sem voru sjö að tölu, fluttu einnig teiknimyndir frá íslandi og greinar um ísland og möguleika á auknum ferða- mannastraumi þangað. Birgir Þorgilsson, fulltrúi Flugfélags íslands í Kaup- mannahöfn, sá um framkvæmd keppninnar. Fyrstu verðlaun í samkeppn- inni er íslandsferð ásamt átta daga dvalarkostnaði hér á landi og ferðalögum innanlands. Auk þess eru veitt nokkur smærri verðlaun, íslendingasögur í skinnbandi o .fl. Úrslit í keppn- inni verða birt næstu daga. IWHMHMHMMMMMtMWJV Tannhvöss íengdamamma” fer um landið LiEIKFÉLAG Reykjavíkur leggur af stað í dag í mánað- arhringferð um landið með ;femn vinsæla gamanleik „Tann- ■fevassa tengdamömmu“. Fyrsta sýmingin er fyrirhuguð í Vest- niannaeyjum í kvöld og önnur á morgun. Eftir helgi er síðan ætiunin að fara landleiðina norður og austur um Iand. _ „Tiannhvöss tengdamamma“ Sefur. áður verið sýnd af L. R. á VesUjörðum og Suðurnesjum. Verður þeim stöðum því sleppt ■r þ'essari ferð, nema Patreks- firði og Bíldudal, sem voru eft- ir á dögunum. Leikféiagið hef- ur sýnt „Tengdamömmuna“ 100 sinnum í Reykjavík og á ■leíkferðum sínum, auk þess ' sem Leikfélag Akureyrar sýndi ' hana 25 sinnum í fyrra á Akur- eyri og nágrenni. HLUTVERKASKIPUN. Sömu leikendur verða í för- inni og léku í leikritinu áður, .nema Steindór Hjörleifsson, sem Iék prestinn, getur ekki farið. Fer Jó’n Sigurbjörnsson mað hlutverk hans, en aðrir 'leikendur eru: Emilía Jónas- 1 dóttir, Brvnjólfur Jóhannesson, Áróra Halldórsdóttir, Nína VEGGURINN IIÉR sést greinilega stíflu garðurinn, sem brást. Skarðið er um 15 metra breitt. Þarna belgdist vatnið upp í gærdag og fossaði niður í jarðgöng- in. Enn veit enginn hve mikið tjón hefur orðið á þeim. EÍKSÍO' 40. árg. — Föstudagur 19. júní 1959 — 125. tbl. Sveinsdóttir, . Þóra Friðriks- dóttir, Sigríður Hagalín, Guð- mundur Pálsson og Árni Tryggvason. Meðfylgjandi mynd er úr 3. þætti. Gert er ráð fyrir, að þessi ieikferð L. R. standi í fjórar vikur a. m. k. Þess má áð lok- um geta, að nú eru liðin rétt 30 ár, síðan Leikfélagið fór sína fyfstu leikför. Þá var það leikurinn „Húrra, krakki“. + Helmingur þjóðarinnar að dómi KjörJæmahlaÓsins... KJÖRDÆMABLAÐIÐ held- ur áfram vel eða illa fengnum vitnunum manna, sem vilja að kjördæmia- skipun og kosningafyrir- komulag á íslandi miðist við sérhagsmuni Framsóknarflokks ins. I síðasta tölublaði þess eru orsakir þéttbýlisins við Faxa- flóa og fólksfjölgunarinnar í Reykjavík taldar „hin öra og óeðlilega atvinnuþróun, sem átt hefur sér stað á þessum slóðum allt frá því, er Bretar stigu hér á land vorið 1940“. Jafnframt er gefið í skyn, að fólkið í þétt- býlinu sé viljalaus og uppflosn- aður miúgur, sem ekki verð- skuldi sömu mannréttindi og börn dreifbýlisins. Með þessum nválflutningi er verið að skipta landsmönnum í nýj a og áður óþekkta flokka. Hér er annars vegar um að ræða fyrsta flpkks íslendinga og hins vegar annars, þriðja, fjórða og fimmta flokks íslendinga. Slík- ur og þvílíkur er kjarninn í á- róðri og málflutningi Kjör- dæmablaðsins, ef tekið skal mark á gífuryrðum þess og full yrðingum. • Hverjir ei'u svo þessir ann- ars, þriðja, fjórða og fimmta flokks íslendingar? Þeir eru sjó mennirnir á skipunum, verka- mennirnir á eyrinni, fólkið í fiskvinnslustöðvunum og verk- smiðjunum, opinberu starfs- mennirnir, sem vinna hjá ríkinu og bæjunum — í fáum oi’ðuin sagt nýju stéttirnar, sem lifa og starfa I landinu. Flest þetta fólk er ættað úr dreifbýlinu, því að þangað liggja rætur all- ra Islendinga. En það á að njóta annarra mnnréttinda en fslend ingarnir í dreifbýlinu. Og þessa flokkaskipun á að miða við raun verulega eða ímyndaðra sér- hagsmuni Framsóknarflokks- ins. . Auðvitað liggur í augum uppi að bændur séu fyrsta flokks fslendingar. En gildir ekki sama um fólk annarra starfs- greina? Og hvers vegna eiga þeir, sem flúið hafa dreifþýlið, þrátt fyrir ást og umlhyggju Framsóknaflokksins og blessun gömlu kjördæmanna, að njóta annars og minni réttar eftir tilfærsluna en fyrir vhana? — Hvar hefur Gunnar Dal og skrif finnar hans numið þvílíka „heimspeki“? Og er svo sú ör» atvlnnuþró- un, sem orðið hefur í Reykja- vík og við Faxaflóa, eins óeðli- leg og Kjördæmablaðið vill vera láta? Öðru nær. Engum dettur í hug, að þessi fjöldi lifi einvörðungu á hernaðarvinn- unni á Keflavíkurflugvelli eins og Þói'arinn Þórarinsson, skóla- Framhald af 12. síðu. f HOLLYWOOD, 18. júní (NTB- Reuter). — Bandaríska kvik- myndaleikkonan Ethel Barry- more lézt í dag að heimili sínu í Hollywood ‘79 ára að aldri, Ethel og bræður hennar, Lion- el og John, voru k sínum tíma kölluð „konungsfjölskylda Broadway“. HLERAÐ Blaðið hefur hlerað—- Að Benjamín Eiríksson, bankastjóri Fram- kvæmdabankans, sé nú staddur í Þýzka- landi að’ athuga mögu- leika á fjárútvegun til hafnarframkvæmda í Þorlákshöfn og bygg- ingu brúar á Ölfusár- ósa. einn ó DURBAN. — í fyrradag var gríðarlegur loftsteinn nærri því búinn að granda tveimur farþegaflugvélum, sem stadd- ar voru hér yfir Durban í Suður-Afríku. Viscount flugvél var nýbú- in að hefja sig til flugs og var stödd spölkorn frá annarri flugvél, þegar loftsteinninn féll á milli þeirra og splundr- aðist broti úr sekúndu seinna. Þetta er í annað skipti á fá- einum mánuðum sem loft- steinn er nærri búinn að granda flugvélum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.