Alþýðublaðið - 26.06.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.06.1959, Blaðsíða 6
Timgulipur húsfrú til Moskvu AMERÍiSK húsmóðir og fjögur börn hennar eru nú á leið til Moskvu. Húsmóð- irin á að hafa á hendi ný- stárlegt starf þar eystra. — Hún er send á vegum banda rísku sýningarinnar, sem verið er að setja þar upp, og á að segja Rússum allt af létta um daglegt líf hús- móðurinnar í Ameríku. — Hún og börnin hennar eiga að vera mestan hluta dagsins í amerískri módel- íbúð, sem komið hefur ver- ið fyrir mitt í einum af stærstu skemmtigörðum Moskvu. Frúin, Jacobs heitir hún, segist með glöðu geði taka að sér þetta embætti, ef hún geti á einhvern hátt leiðrétt þann herfilega misskilning milli rússneskra og ame- rískra húsmæðra. Starf henn ar verður að svara öllum spurningum, sem gestir sýn- ingarinnar kunna að leggja fyrir hana. Og frú Jacobs verður áreiðanlega ekki skotaskuld úr því. Hún er sögð tungulipur í betra lagi. Hún hefur mikla tungu- málakunnáttu, talar rúss- nesku, grísku, þýzku og frönsku og hún er ákveðin í að segja rússneskum hús- mæðrum allan sannleikann, m. a. það, að hin nýtízku- legu vélaeldhús, sem mjög er hampað, séu engan veg- inn eins algeng í Bandaríkj- unum og sumir vilja vera láta. iHins vegar geti Ame- ríkanar farið í búð og keypt sér slíkt vélaeldhús, — ef þeir eigi peninga fyrir því. — Yið erum mjög ánægð bæði ég og börnin, segir frúin. Eitt barnanna á af- mæli meðan við dveljumst í Moskvu ,og þá ætlum við að bjóða rússneskum börn- um í veizluna, svo að litlu greýin fói að kynnast þvi, hvernig við höldum upp á afmæli krakkaanganna og . . . og . . . Frú Jacobs verður áreið- anlega ekki orðlaus í við- ræðum sínum við Rússana, þótt þeir kunni að leggja fyrir hana margslungnar spurningar! 'V' BAR einn í New York hefur nú búið til nýja vín- blöndu, sem heitir Tungl- drykkurinn. Veitingamað- urinn segist ábyrgjast, að þeir sem drekki nógu mik- ið af blöndunni — finnist þeir fara alla leið til tungls- ins! Skáldleg auglýsing AUGLÝSENDUR geta oft verið skáldlegir í aug lýsingum sínum. — Hér er eitt dæmi: — Auglýsing frá amerísku ölfyrirtæki: — „Vitið þér, að bjórinn yngir yður upp og gerir yður miklu fallegri, en þér eruð í raun og veru? Vitið þér, að bjórinn er alveg himn- eskur? Vitið þér, að engin gjöf jafnast á við einn kassa af bjór? Vitið þér, að bjór- inn er einhver sá bezti vin- ur, sem þér getið eignazt? Éf þér eruð óhamingjusam- ur, skuluð þér bara drekka bjór. — Drekkið bjór með morgunmatnum, hádegis- matnum, kaffinu, kvöld- matnum og þess á milli, — þegar yður langar í hann! Drekkið líka bjór á nótt- inni, ef þér getið ekki sofið. Lengi lifi hinn dásamlegi, freyðandi og himneski bjór!“ vy KYEN- WILLY Christiansen, — liðþjálfi, sem er 21 árs gam- all, 174 sm. á hæð og 96 sm. á breidd, situr með sárt enni þessa dagana. í viður- vist 500 manna og 56.700 mýflugna var hann s. I. mánudag kjörinn herra Kaupmannahöfn 1959. Og það er alls ekki víst, að fé- lagar ahns í herdeildinni beri neina virðingu fyrir svo annars göfugum titli. Hið fyrsta, sem sigurveg- aranum varð að orði, er hann hafði verið kjörinn fegurðarkóngur, var þetta: — Guð minn góður. Að ég skyldi fá þessa flugu í höf- uðið. Ég verð að athlægi í herdeildinni. — En þú færð kannskí möguleika til þess að verða kvikmyndaleikar: og kann- ski verður þú frægur, sögðu menn og reyndu að hug- hreysta hann. En liðþjálfinn ve.r óhugg- andi og sá í anda félaga sína skellihlægjandi með dagblöðin í hönáunum. Þessí fegurðarsamkeppni karla í Kaupmannahöfn var að áliti flestra blaða mis- heppnuð að flestu leyti. — Þegar þátttakendur. sem voru 8, komu fram á palli, voru númerin, sem þeir báru svo lítil, að þau sáust varla og auk þess voru þeir full- klæddir. Forst\3umaður- inn sagði: Við gátum ekki klætt þá úr með valdi. Þeg- ar tillaga kom fram um það, að herrarnir færu úr jökk- unum, strandaði hún á ein- um keppanda, sem var í kjólfötum. 16 höfðu ákveðið að taka þátt í keppninni, en 8 gugn- uðu á síðustu stundu og einn bættist við klukkutíma áð- ur en keppnin hófst. Og það var einmitt sigurvegarinn, Christiansen liðþjálfi. — Hann var í fríi og hafði feng ið sér dálítið neðan í því og slæddist á þessa keppni í rælni með félaga sínum. — Félaginn tók að erta Christi- ansen og segja, að aldrei mundi hann þora aðtakaþátt í svona keppni. Um þetta þráttuðu þeir nokkra hríð, unz Christiansen tók af öll tvímæli og lét skrá sig til þátttöku. Og ógæfan dundi yfir hann. -— Hvernig átti mér nú að detta í hug, að ég mundi vinna, sagði aumingja lið- þjálfinn eftir úrslitin, og stundi þungan. Þetta er hræðilegt. Þeir gleyma þessu aldrei í herdeildinni. PRESTAR í BANDARÍKJUNUM eru þúsundir kvenna, sem hafa lært til prests en þær fá ekki að starfa eins og aðrir prestar. Ársskýrsla ameríska kirkjuráðsins árið 1958 upp- lýsir að í hópi hinna 168.419 prestar í Bandaríkjunum séu 7000 konur. Af þessum hópi hafa aðeins 289'6 konur að- gang að prédikunarstóli og aðeins í smáborgunum. Við stórkirkjur borganna geta konur komizt það hæst að verða aðstoðarmenn manna sinna við guðsþjónustur. Auk þess eru margar kon ur, sem fara um landið og prédika, sumar í bil, aðrar fara á smábátum með strönd um fram og sumar ferðast ríðandi um afskekkt héruð og boða Guðsorð. Konur í Bandaríkjunum hafa full réttindi til þess að gerast læknar, verkíræðing ar, málflytjendur, þingmenn og rörlagningarmenn en prestar geta þær ekki orðið samkvæmt lögum. Ellen B. Shaw, formaður í félagi kvenpresta segir þó að andstaðan gegn kven- prestum fari dvínandi í Bandaríkjunum, en þó eru flestir Bandaríkjamenn enn þeirrar skoðunar að prests- embættið sé einungis ætlað körlum. 'Ú' Selwyn Lloyd svaraði LJÓSHÆRÐ, ítölsk feg- urðardís, Diana d’Este sendi fyrir nokkru „friðar og vel- ■ ferðaáætlun“ til hinna fjóru stóru í Genf. Aðeins einn þeirra lagð- ist svo lágt að svara fegurð- ardísinni. Það var Selwyn Lloyd. Hann kvaðst þakka ungfrúnni kærlega fyrir á- ætlunina og lofaði að íhuga hana vendilega. Áætlunin er eitthvað á þá leið, að hér í heimi skuli sitja að völdum alheims- stjórn með Svíþjóð og Sviss í fararbroddi. III11111111111IIIIIIMIIIIIIIIIII lllll IIIIIIIIIIIMIIIIIII! 5 t ( Baða börnin ( | úr rauðvíni j | BÆNDUR á vín- | | ekrunum í námunda | | við Adríaströndina | | hafa enn í heiðri æva- | | gamlan sið: | | Sérhvert nýfætt | | barn skal baðað I | upp úr rauðvíni! | | Þeir segja, að þau | börn, sem séu böð | uð upp úr rauð- I 1 víni, verði heilsu- | 1 hraust alla ævi og | | rjóð og fersk eins | og vínið. 1 iTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimiiiiiii ™ r v ■ ÍL TÝNDI GIMSTEINNINN BÍLSTJÓRINN hefur beð ,ið í fylgsni sínu, þar til tækifæri gafst til undan- komu. Þegar hann hefur heyrt lögreglubílinn aka burt, skríður hann úr felu- saðnum og hraðar sér í hús nokkur í einu af fátækra- hverfum Lundúnaborgar. — Hann ber harkalega að dyr- um og grannvaxinn náungi opnar fyrir honum. „Halló, mmHHUMMHM | Dýr ökufe 1 ffrirSap SKÁLDKONAN Francois Sagan he lega verið dæmd til greiða lækninum Juvennel 900.000 fi Fyrir rúmu ári síc Sagan í bílslysi, e kunnugt er, og þét! asta mildi, að húi sleppa lifandi. H flutt milli heims og sjúkrahús og þar vannel hana að sér aðist hana, þar til skrifaðist af sjúkrj Skömmu síðar sendi inn reikning til him ríku skáldkonu hennar seljast í mill lögum í tugum la: hljóðaði reikningur á 1 milljón franks fannst reikningurin og neitaði að greiða málið fór fyrir dón Og nú er dómur málinu og kemur h: ur en ekki við pyn, frúarinnar. Hún á a lækninum 900.000 f viðbættum rentum febrúar 1958. Auk henni gert að grei málskostnað. Það má nú. segja, ökuferð skáldkonur ir einu ári er orði dýr. í fyrtsa lagi ævilangt ör eftir mi sem hún hlaut í sl öðru lagi var hún er leið dæmd til greiða milljón fr skaðabætur fyrir í inn. Og í þriðja la hún málinu við læk eins og fyrr segir. Parísarblöðin er en svo að vorken: eftirlætisskáldkonu var nær, stelpunni eitt þeirra nýlega. ★ V” ENGAR bæki jafn mikil áhrif á ingalíf konunnar o bankabækur. Steve“. segir hanr er að sjá þig? Hefu ið úti að baða þig s’ — „Enga vitleysu". Steve, „ég er að kr kulda. Attu nokl? föt, sem þú getur mér?“ — Stundu sí 0 26. júní 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.