Alþýðublaðið - 26.06.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 26.06.1959, Blaðsíða 12
ŒDfíSUD 40. árg. — Föstudagur 26. júní 1959 — 131. tbl. Fjórir dregnir á land í gær. í GÆR höfðu veiðzt 78 hval- ir hér við land. Voru 4 dregnir upp í hvalstöðinni í Hvalfirði í gærmorgun. Voru það allt fremur litlir hvalir, er komið var með í gær, aðeins rúm 50 fet, en ekki má veiða hvali undir 50 fetum á lengd. !■■■ ■■■.■■.■■■■■.■■■■■■■■.■■■■■■■■■■■■■■! Ekki hefur hvalvertíðin enn sem komið er gengið eins vel og í fyrra. En mikill kraftur er í hvalbátunum, t d..stöðva þeir ekki nema augnablik, þegar komið er inn. Það er strax hald* ið út á miðin aftur. ■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■■'■■'■■■■■■ skerðingar Hannibals! ÞÚ VEIZT, að Hannihal átti hlut að vísitöluskerð- ingu í ágúst 1956 og vorið 1958 og að hann lagði til vísi- töluskerðingu í þriðja sinn í nóvemberhefti Vinnunnar 1958. EN VEIZTU hver vísitöluskerðingin var síðasta mán- uðinn, sem Hannibal var í stjórn? Kaupgjaldsvísitalan reiknuð út 1. nóvember 1958 var 202 stig, en var aðeins greidd með 185 stigum. Vísitöluskerðingin síðasta stjórn- armánuð Hannibals var með öðrum orðum 17 stig. — Hann kom ekki beint framan að launþegumi: þetta var vísitöluskerðing verðbólgunnar. En það sem verst var var það, að verðbólgan hélt áfram með vaxandi hraða, þrátt fyrir þessar skerðingar. VAR ÞAÐ FURÐA, ÞÓTT FORSETI ASÍ YRÐI HRÆDDUR OG HLYPI FRÁ UMBJÓÐENDUM SÍN- UM, VERKALÝÐNUM, Á BRÚN IIENGI I’LUGSINS. kalla yfir sig sam- og kommúnista? Hannibal Valdimarsson hefur boðað á fundum sínum úti um land og foringjar Framsóknar- flokksins tekið undir af mikilli velþóknun. EINA VON FRAMSÓKNAR. Hvað tækj við, ef kosninga- úrslitin yrðu á þessa lund? Framsóknarflokkurinn myndi semja við Alþýðubandalagið um að gleyma kjördæmamálinu eða svíkja það gegn því að sam stjórn Framsóknarmgnna og kommúnista sæti að völdum næsta kjörtímabil, ef kærleik- urinn entist. Þetta er eina von Framsóknarflokksins að koma í veg fyrir kjördæmabreyting- una. Einn fær hann með engu móti hindrað hana eins og öll- um liggur í augum uppi. HVER ER STEFNAN? Væri goðgá af kjósendum að inna Framsóknarflokkinn og Alþýðubandalagíð eftir því, hver sé stefna þeirra ág úrræði í efnahagsmálunum til dæmis, ef kosningarnar færu eins og Hermann Jónasson, Finnboga Rút Valdimarsson og Hannibal Valdimarsson dreymir um? Fyrrverandi ríkisstjórn fór frá völdum af því að Framsóknar- flokkurinn treystist ekki að leysa efnahagsmálin í samstarfi við Alþýðubandalagið. Er sá ágreiningur nú úr sögunni? Og hver er þá stefnan, og hver eru úrræðin með leyfi að spyrja? Kjósendur eiga kröfurétt á svari við þessari spurningu. Þeir kjósa ekki yfir sig sam- stjórn Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins eins og að fara í hnífakaup óséð. KOSIÐ UM FLEIRA EN KJÖRDÆMAMÁLIÐ. Margt fleira mætti færa fram því til sönnunar, að auðvitað er kosið um fleira en kjördæma- breytinguna, þó að hún skipti miklu máli. En vilja ekki leið- togar Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins að minnsta kosti gera kjósendum grein fyr ir sameiginlegri stefnu sinni í efnahagsmálunum ? I UTVARPSUMRÆÐU sinni í fyrrakvöld skýrði Þórhallur Vilmundarson frá því, að þeg- ar verið var að stofna Alþýðu- bandalagið sumarið 1956, hafi Alfreð Gíslason rætt við sig í því skyni að fá Þjóðvarnar- menn til þess að taka þátt í Alþýðúbándalaginu. Þórhall- ur sagði, að Alfreð hafi bein- línis tekið fram, að tilgangur- inn með stofnun Alþýðubanda lagsins væri að fá aðstöðu til þess að einangra kommúnista og eyða áhrifum þeirra, það ættj ni.ö.o. að ganga í flokk ■J»* ■ með önnum til þess að fá tækifæri til þess að reka rýting í bakið á þeim. Hv’að segir Alfreð Gíslason um þessa frásögn. Kemst hann hjá að gefa opinbera yfirlýs- ingu um þetta mál. Er hann í Alþýðubandalaginu til þess að vinna gegn Einari Olgeirs- syni eða með honum. Almenningur vill fá að heyra um það frá Alfreð Gísla syni, hvort það er rétt eða ekki, sem Þórhallur Vilmund- arson segir, að farið hafi milli sín og hans. TÐNÓ, miðstöð fyrir Aust urbæjar-, Miðbæjar og Melaskóla. Símar 1-50-20, 1-S7-24 og 14-905. -HÓLMGARÐUR 34, mið- tStöð fyrir Breiðholtsskóla. Sírni 3-56-15. KLEPPSVEGUR 4, II. hæð, miðstöð fyrir Lang- holts-, Laugarnes- og Sjó- mannaskóla. Símar 3-52- 81 og 3-52-82. BÍLAMIÐSTÖÐIN, AI- þýðuhúsinu við Hverfis- götu. Símar 14-900, 14- 901, 14-902 og 14-903. Myndir þessaj* voru teknar í gærmorgun í hvalstöðinsii í Hvalfirði, þegar komið var inn með hvali. Á efri myndinni, er verið að draga hval á land, en á þeirj-i neðr; er verið að skera hvalinn. Myndirnar tók Stefán Nikulásson. Eiga kjósendur að sijórn Framsóknar FRAMSÓKNARMENN halda því fram, að kosið verðj um kjördæmamálið eitt á sunnu- daginn kemur, og telja hneyksl anlegt af Emil Jónssyni forsæt- isráðherra að álíta fleiri mál koma við sögu kosningabarátt- urniar. Og hún er fram sett til að leyna stefnuleysinu í öðrum mikilvægum þjóðmálum. Von Framsóknarmanna er sú, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið fái sameigin- legan meirihluta í kosningun- um. Þá á að mynda stjórn þess- ara tveggja flokka eins og i; i I A- listi | SJALFBOÐALIÐAR á kjördegi hafi vinsamleg- ast samband strax við flokksskrifstofuna, símar 1-50-20 og 1-67-24. Á kjör dag er rétt að sjálfboða- liöar gefi sig fram við kosningaskrifstofurnar — einkum í IÐNÓ. Þeir sem geta lánað bíla á kjördag hafi vinsamleg- ast samband strax við flokksskrifstofuna, símar 1-50-20 og 1-67-24. Á kjör- dag verður bílamiðstöð í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu, símar 14-900, 14- 901, 14-902 og 14-903. Hverfisstjórar eru ó- minntir um að mæta á kosningaskrifstofunum - smemma á sunnudags- morgun og hefja þá strax störf sín. Nauðsynlegt er, að þeir hafi fyrir þann tíma og á sunnudag sem nánast samband við skrif- stofur flokksins og um- dæmisstjórana. þýðuflokkurinn, sem hefur fylgi allt að 1/6 hluta þjóð- arinnar, fái engan þingmann kjörinn. Þannig er lýðræðis- ást og réttlætistilfinning. kommúnista. En við þetta eru valdadraumar Alþýðu- bandalagsins bundnir. Ef Al- þýðuflokkurinn hyrfi af þingi, vænta kommúnistar þess að þeir fengju meiri- hlutaaðstöðu með Framsókn- arflokknum, og þá þykjast þeir komnir í hátt verð. Hin- ir grunnhyggnari í forustu- liðinu, svo sem Hannibal Valdimarsson, láta þetta uppskátt. Hinir klókari þegja um þetta, en hugsa ráð sitt þeim mun rækilegar. Vilja frjálslyndir og frels- isunnandi menn í þessu landi eiga örlög þjóðar sinnar und- • ir kommúnistum á næsta kjörtímabiíi? Skýrasta neiið verður sagt á . sunnudaginn með því að kjósa Alþýðuflokkinn. Efling Alþýðu- fiokksins er ör- uggasta frygg- ingin fyrir fram- gangi kjördæma málsins. ÞJÓÐVILJINN hamast nú daglega meir gegn Alþýðu- flokknum en nokkrum öðr- um andstæðingi sínum. Heit asta ósk hans er sú, að Al-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.