Alþýðublaðið - 27.06.1959, Síða 4
r
I
Verðbólgustöðvunin og kjör-
dæmamálið verða þau mál,
sem aðallega verður kosið um
í þessum kosningum. — Ekki
þarf að fjölyrða um það, hver
höfuðnauðsyn það er fyrir
launþega örorku- og ellilíf-
eyrisþegna, sparifjáreigendur
og allt heilbrigt fjármálalíf í
landinu að verðbólgan sé
stöðvuð. Það er staðreynd
sem enginn ágreiningur er
um. — Þá stöðvun hefur Al-
þýðuflokkurinn nú fram-
kvæmt.
Stefna Alþýðuflokksins í
kjördæmamálinu hefur verið
kunn um áratugi. — Hann
markaðj hana nokkru nánar
á flokksþingi sínu í nóvem-
ber síðastliðinn miðað við nú-
verandi aðstæður og hélt síð-
an áfram forystunni í því máli
eins og hann hefur alltaf haft.
Alþýðubandalagið og Fram
sókn hafa að undanförnu rót-
að upp moldviðri blekkinga
um forystu flokksins í þessu
máli og keppzt um alls konar
hótfyndni — um dauðateygj-
ur Alþýðuflokksins og óvíst
framhaldslíf og jafnvel geng-
ið svo langt í Þjóðviljanum,
sem er nú vanur að slá öll
met, að fullyrða að flokkurinn
komi engum manni að, —
hann sé dauður á sama hátt
og andatrúarmenn deyja, —
hann sé bara ekki búinn að
átta sig á því.
Ef sú mynd, sem þessir
flokkar draga upp af Alþýðu-
flokknum er sönn og rétt,
verður dýrð þeirra sjálfra
ekki mikil þegar athugaður er
viðskilnaður þeirra í vinstri-
stjórninni, þegar Alþýðuflokk
urinn varð að taka við öllu í
öngþveiti og bjarga alvarleg-
ustu vandamálum þjóðarinn-
ar í örugga höfn og efna þar
með vanefndir vinstristjórn-
arinnar. — Hermann Jónas-
son lýstj því yfir að geigvæn-
leg verðbólga væri skollin á
og ekki unnt að tryggja rekst-
ur vertíðarflotans, — hann
gafst upp. — Hannibal lýsti
verðbólgunni í nóvember-
hefti Vinnunnar meðan hann
var enn notaður í Alþýðu-
bandalaginu til þess að breiða
yfir nafn og númer kommún-
ista og sagði m. a.: „Nú er
flestum orðið ljóst að þetta er
leiðin til glötunar. Þessa braut
má ekki renna á enda. Hún
liggur fram af hengiflugi.“ —
Eftir þessar yfirlýsingar hlupu
þessir herrar á brott frá um-
bjóðendum sínum, — íslenzku
þjóðinni — á brún hengiflugs
ins með 25 þingmenn að baki
sér.
Þessir herrar og flokkar
þeirra voru efniviðurinn í þá
stjórnarandstöðu, sem síðan
hefur beitt niðurrifsöflum sín-
um gegn úrræðum Alþýðu-
f lokksst j órnarinnar.
Það er lítil virðing fyrir
raunsæi hinnar íslenzku þjóð-
ar, að ætlast til þess að hún
taki Alþýðuflokkinn af í
þessum kosningum en efli
þessa flokka. Þjóðin veit það
öll að hinir fáu þingmenn Al-
þýðuflokksins hafa dugað
henni betur en hinir mörgu
framsóknar-kommar. — Mál-
efnin ráða stundum meiru en
þingmannafjöldinn. — Úr-
ræðin lágu Ijóst fyrir eftir
að flokksþing Alþýðuflokksins
Þáð hefur þegar svikið málstað verka-
lýðsins í þéttbýlinu við meðferð málsins
á Alþingi, sagði Sigurður Ingimundar-
son, form. BSRB í úfvarpsumræðunum
4.
5.
Sigurður Ingimundarson
og minnihlutastjórnin sigraði
á málefnagrundvelli. — Al-
þýðuflokkurinn bjargaði al-
varlegustu vanefndum vinstri
stjórnarinnar
1. að koma á samningum við
sjómenn og útvegsmenn
um rekstur vertíðarflotans
og tókst það þrátt fyrir á-
róður og skemmdarstarf-
semi kommúnista
2. að stöðva verðbólguna
3. að afgreiða hallalaus fjár-
lög — með sparnaði — án
nýrra skatta
að tryggja endurnýjun tog
araflotans
að afgreiða kjördæmamál-
ið og leggja málefnin síð-
an undir dóm þjóðarinnar.
Að vísu varð að neyða þessa
flokka á víxl til stuðnings við
þessi nauðsynjamál — þessi
vanefndu loforð vinstristjórn-
arinnar.
En furðulegri verður kenn-
ing þessara flokka um örlög
Alþýðuflokksins og réttlætis-
kennd þeirra gagnvart frum-
stæðustu mannréttindum í lýð
ræðisþjóðfélagi, — jöfnum óg
almennum kosningarétti —,
þegar þess er gætt, að við al-
þingiskosningarnar 1953, sem
eru síðustu kosningarnar, sem
sýna hreint flokksfylgi, voru
bæði Alþýðuflokkurinn og
kommúnistar með á 13. þús.
atkvæði og Framsókn með
rúm sextán þúsund. — Nú er
óskhyggja þeirra byggð á því
að Alþýðuflokkurinn fái eng-
an þingmann kjörinn vegna
þess að fylgi hans er óheppi-
lega dreift um landið, — en
þeir — álíka stórir flokkar,
haldi sínum 25 og fái til við-
bótar bróðurpartinn af núver-
andi 8 þingmönnum Alþýðu-
flokksins og þar með hreinan
meirihluta.
Þessari óskhyggju skaut
fyrst upp hjá Hermanni Jón-
assyni í útvarpsumræðum um
kjördæmamálið í góðsagnar-
kenndri spá um úrslit kosn-
inganna. — Og væri rétt að
Framsóknarflokkurinn gerði
grein fyrir því hvaða stjórn-
málaflokki er ætlað að snúa
við blaðinu í kjördæmamálinu
eftir kosningar. — Er nokkuð
samband milli þess og leyni-
makks Hermanns og Finn-
boga Rúts. — Er nokkuð sam-
band milli þess og tregðu Al-
þýðubandalagsins til fylgis
við málið á alþingi, — þegar
þeir settu hvert skilyrðið öðru
fáránlegra fyrir fylgi sínu við
málið. — Þá eru menn þess
einnig minnugir hver áhrif A1
þýðubandalagsmenn höfðu á
endanlega mótun kjördæma-
frumvarpsins eftir að þeir
léðu máls á fylgi sínu við það.
— Þeir réðu úrslitum um það
að við Reykjavík var aðeins
bætt fjórum þingmönnum,
þar sem Alþýðuflokkurinn
lagði til sex. — Þeir réðu úr-
slitum um það að þingmenn
Gullbr. og Kjósarsýslu og
Hafnarfjarðar verða fimm en
ekki sex, — að þingmenn
N orðausiurlandsk j ördæmis-
ins verða 6 en ekki 7, — að
þingmenn Suðurlandskjör-
dæmis verði 6 en ekki 7. —
í þessum síðasttöldu kjör-
dæmum er þó allt að því tvö-
falt fleiri kjósendur en í
þeim kjördæmum, sem ætlað-
ir eru 5 þingmenn. — Þetta
gerir það að verkum að leið-
réttingin sem næst með kj[ör-
dæmabreytingunni verður
minni en hún var 1942. — Al-
þýðubandalagið á eftir að
svara fyrir þetta í öllum þess-
um kjördæmum og á eftir að
gjalda þess í kosningunum.
Dulspá Herrnanns og hegð-
un kommúnista í kjördæma-
málinu verður nú ljósarf með
hverjum degi sem líður. —
Hannibal er ákaflyndur mað-
ur og hefur í hita kosninga-
baráttunnar úti um lands-
byggðina haldið verr á leynd-
armálinu en skyldi. — Nú
síðast um helgina fullyrti
hann á Húsavík að Alþýðu-
flokkurinn fengj engan mann
kjörinn og gaf í skyn að Al-
þýðubandalagið og Framsókn
mynduðu stjórn eftir kosning-
ar. — Karl Kristjánsson, fram
bjóðandi Framsóknarflokks-
ins, undirstrikaði á sama
fundi að í rauninni bæri lítið
á milli hans og Hannibals í
þjóðmálum.
Finnbogi Rútur, aðalstjóm-
málaspekúlant Alþýðubanda-
lagsins fór mörgum orðum
um það hér í útvarpinu í gær,
hvernig hann með spádóms-
gáfu sinni hefði sagt fyrir um
þróun mála eftir síðustu kosn
ingar og fullyrti síðan að
Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsókn myndu nú eftir
kosningar keppast um að
mynda stjórn með Alþýðu-
bandalaginu, en hann gat
þess ekki hvoru tilboðinu þeir
myndu taka.
Þurfa menn nú lengur vitn-
anna við. —• Alþýðubanda-
lagið heldur opnu í báðar átt-
ir í kjördæmamálinu. — Það
lætur sem að ágreiningur sé
um það innan flokksins.
Ef Alþýðuflokkurinn með
12—15 þúsund kjósendur fær
engan mann kjörinn og að-
stæður myndast fyrir Alþýðu-
bandalagið til þess að svíkja
í kjördæmamálinu, — verður
stefna Valdimarssona látin
verða ofan á í flokknum,
mynduð stjórn með Fram-
sókn og siglf undir fána Al-
Framhald á 6. síðu.
ngur á að nást i efna
verður almenningur að sfna
sanngirni og hólsemi í krölu
Sagði Katrín Smári í úívarps-
sJ.
Ég hef að vísu ekki komið
mikið nærri stjórnmálum um
dagana, en hins vegar hef ég
alla tíð hallast að hugsjón
jafnaðarstefnunnar, fundizt
hún vera sú stefna eða lífs-
skoðun, sem kristinni mann-
eskju væri mest sæmandi að
fylgja.
Ég man að ég hreifst af
þessum orðum í mannkynssög
unni úr frönsku stjórnarbylt-
ingunni: „Frelsi, jafnrétti og
bræðralag, og veit ég ekki önn
ur betri sem einkunnarorð
jafna&arstefnunnar. Ekki
sýndarjafnrétti, yfirskins-
frelsi eða hræsnisbandalag,
heldur frelsi til þroskunar
persónuleikans, jafnrétti sam-
kvæmt hæfileikum á pólitísku
og efnahagslegu sviði, og það
bræðralag, sem í eðli sínu er
mannúð og tillitssemi.
Að jafnréttishugsjónin á
sér sterk ítök í hugum hinna
beztu manna meðal þjóða
heims, sýnir mannréttinda-
skrá Sameinuðu þjóðanna,
þar sem slegið er á þessa sömu
strengi, að alhr menn, konur
sem karlar, skuli hafa jafnan
rétf til menntunar og at-
vinnu, ásamt sömu launum
fyrir sömu vinnu.
Því miður á það enn langt
í land, að þessi sjálfsögðu
mannréttindi nái alls staðar
fram að ganga, svo skammt
er mannkynið enn á veg kom-
ið, — draumurinn um það
verður að nægja í bili. En
meðan svo er, þá er það raun-
veruleg skylda þeirra sem
skara fram úr öðrum að gáf-
um, og öðru atgerfi eða lífsað-
stöðu, að stuðla að því, hver
á sínum stað, að þeirra verr
Katrín Smárj
settu meðbræður verði ekki
undir í lífsbaráttunni, heldur
njóti viðunandi lífskjara eft-
ir því sem í þeirra valdi
stendur á hverjum tíma.
Á þessu landi voru eru nú
mikil átök á stjórnmálasvið-
inu, eins og svo oft áður, og
ætti okkur sízt að undra, þó
stórþjóðirnar eigist illt við,
þegar svo fámenn þjóð sem
við erum, berjumst svo heift-
arlega á vettvangi orðsfns.
Má þó ætla að hinir ýmsu
stjórnmálaflokkar vilji ekki
þjóð sinni illt, þvert á móti,
þótt þeir vilji fara sitthvora
leið að settu marki.
Enginn gerir svo öllum Iíki
og ekki guð í himnaríki, segir
gamalt orðtæki, og er þess þá
heldur ekki að vænta, að
neinn einn stjórnmálaflokkur
sé fær um að leysa allan
vanda svo, að engum líki mið-
ur. Skoðanir manna á hinum
ýmsu vandamálum eru svo
skiptar, og hefur mér virzt, að
íslendingar láti sérstaklega
illa að stjórn, þó að þeir hafi
svo að hinu leytinu ýmsa
kosti sem þjóð, umfram aðrar.
Aðalatriðið er, að eining
geti ríkt og samhugur, þegar
mikinn vanda ber að höndum,
eins -og t. d. nú í dýrtíðarmál-
unum. Svæsnar ádeilur hver
á annan og æsiskrif, veikja
jafnvel góðan málstað.
Sérstaklega nú, þegar lífs-
kjörum okkar er ógnað af er-
lendum yfirgangi, sem virð-
ist vera lítil takmörk sett, er
okkur meiri nauðsyn en
Framhald á 6. síðu.
4 27. júní 1959 — Alþýðublaðið