Alþýðublaðið - 27.06.1959, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 27.06.1959, Qupperneq 5
Andstæðingar ins von Ýmsir andstæðingar Al- þýðuflokksins og þá fyrst og fremst kommúnistar og Fram- sóknarmenn, hafa í þessum umræðum reynt að koma því inn hjá hlustendum að í stjórnartíð núv. ríkisstjórnar hafi verig minna lánsfé til ráðstöfunar hjá húsnæðis- málastjórn, en á sama tíma undanfarin ár. Núverandi ríkisstjórn tók við völdum laust fyrir áramót in. Sambærilegt er því að segja frá þeim fjárhæðum er til úthlutunar og afgreiðslu hafa verið á fyrra árshelm- ingi undanfarinna ára eða til 1. júlí ár hvert. Árið 1958 var afgreitt til lántakenda kr. 38.535.000,00. Árið 1959 afgreitt og til ráð- stöfunar kr. 30.980.000,00. Við upphæð ársins nú, er það að athuga að húsnæðis- málastjórn varð að greiða 6 milljón króna skuld af tekj- um ársins, en skuld þessi staf- aði frá lántökum húsnæðis- máiastjórnar á árinu 1958. —■ Rétt væri því að draga þá upp- hæð frá því ári og leggja við það fé, sem til ráðstöfunar er á fyrra helmingi þessa árs. Á þessu sést hverjar stað- reyndirnar eru. Núverandi rík isstjórn hefur því þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður, staðið fyllilega við framlög sín á borð við næstu ríkisstjórn á undan. Skrumauglýsingar um nóg lánsfé. Það er svo ekki sök ríkis- stjórnar Alþýðuflokksins þó að húsnæðisbyggjendur og þeir er við þær vinna, hafi á undanförnum árum verið blekktir með þeim skrumaug- lýsingum að nóg lánsfé væri fyrir hendi. S’tefna Alþýðuflokksins er og verður sú að íbúðarhúsa- byggingar á hverju ári verði í samræmi við það, sem mögu legt er að lána til slíkra fram- kvæmda. Allt annað er blekk- ing og skapar aðeins meira magn af ónothæfu og hálf- byggðu húsnæði. Hannibal Valdimarsson taldi nú áðan að Emil Jónsson for- sætisráðherra, hefði sagt rangt frá því í umræðunum hér í gærkvöldi, að þau verka- lýðsfélög sem nú í vor sögðu upp samningum sínum, hefðu gert það fyrir atbeina komm- únista af því að það væru Al- þýðuflokksmenn, sem stjórn- uðu þeim. Kommar á móti. Nokkur af þessum félögum eru undir forystu Alþ.ílokks- manna, en það breytir ekki þeim staðrevndum, að leysa varð þessar deilur í fullri and- stöðu við kommúnista og gegn atkvæðum þeirra, en rneð stuðningi og fyrir atbeina á- byrgari manna í þessum fé- lögum. Emil Jónsson sagði því það eitt sem satt er og rétt í umræðunum hér í gær. Læt ég svo útrætt um þessa hluti og tel, að þessi rök ættu að sanna að fyrr- nefndar fullyrðingar eru ekki á rökum reistar, öðrum svig- urmælum andstæðinga Al- En dónfii kjósenda verða allir að hlíia og þeim dómi kvíðir Albýðuflokkitrinn ekki, sagði Eggert G.' Þorsieinsson þýðuflokksins mun svarað síð ar í þessum umræðum. Við íslendingar höfum stát- að af hinum stórfelldu fram- förum í atvinnumálum við sjó og í sveit. & Sjómönnum okkar er sagt frá þeim staðreyndum við öll möguleg tækifæri, að þeir af- kasti margföldu magni á borð við stéttarbræður sína með öðrum þjóðum. Bóndinn í sveitinni er nú búinn að ná margföldum árangri miðað við næstu kynslóð á undan með tilkomu hinna stórvirku jarðvinnsluvéla. Er ekki svipaða framfara- sögu að segja úr íslenzkum handverks- og verksmiðjuiðn- aði? Lífskjör haldast ekki í hendur við framleiðslu- aukningu. JÚ, svo sannarlega eru allt þetta augsýnilegar staðreynd- ir, sem allir eru sammála um að gleðjast yfir. Hefur þessi framleiðsluaukning þá ekki komið almenningi til góða? Jú, — lífskjörin hafa batnað. En hitt er þó jafnframt stað- reynd, að þau hafa hvergi nærrj batnað í samræmi við hina stórauknu framleiðslu og ástæðan til þess er sú óhamda verðbólga, sem gleypt hefur óhugnanlegan hluta þess á- góða, sem þjóðfélagið ætti að hafa, miðað við hin stórauknu afköst einstaklinganna. Þessi geigvænlega verð- bólga hefur og einnig stórlega hindrað frekari hagnýtingu náttúruauðæfa landsins bg þar með ennþá meiri árangur í aukningu framleiðslunnar. Ákveðinn hluti hinnar stór- auknu framleiðslu kemur af þessum ástæðum ekki til auk- inna skipta, þegar tekjuskipti einstaklinganna fara fram, — það er „dauði hluturinn“ í hlutaskiptum þjóðfélagsins, og eykur enn á óréttlæti tekjuskiptingarinnar. Stöðvun verðbólgu hrýn asta hagsmunamál verkalýðsins. Gruntlvöllurinn að aukinni framleiðslu og hagnýtingu þeirrar aukningar er því fyrst og fremst sá, að verðbólgti- þróunin verði stöðvuð og síð- an verði unnið að því að ráða niðurlögum þeirra óheillaá- hrifa, sem af veldi verðbólg- unnar hefur leitt. — í dag er þetta mikilvægasta hagsmuna mál verkalýðssamtakanna sér staklega og þá um leið þjóð- arinnar allrar. Verkalýðshreyfingin þarf sjálf að vera virkur og já- kvæður aðili í þeim ráðstöf- unum sem gerðar eru til þess að ráða hér bót á. Ég get ímyndað mér að ýmsir Framsóknarmenn téldu lítið gefandi fyrir slíkan mál- flutning nú, þar sem síðasta þing Alþýðusambands íslands hafi kolfellt tilmæli Her- Eggert G. Þorsteinsson manns Jónassonar um 1—2 mánaða frest til athugunar þessara mála. Engar upplýsingar frá Hermanni. Því er til að svara, að þing Alþýðusambandsins felldi þessi tilmæli Hermanns Jón- assonar þá vegna þess ' að hann gat ekki að eigin sögn gefið minnstu upplýsingar um hvað gera ætti í þessum mál- um, eða hverjár tillögurnar í efnahagsmálum yrðu, vegna ósamkomulags ráðherra Fram sóknarmanna og kommúnista í þáverandi ríkisstjórn. Al- þýðusambandsþingið felldi þessa frestunarbeiðni ein- göngu vegna þess, að þar vildu menn ekki undirrita víxil Hermanns Jónassonar, án þess að fá nokkra hug- mynd um þær tölur er á hon- um yrðu. Á þessu þingi ASÍ voru því engar tillögur í efnahagsmál- um frá ríkisstjórninni felld- ar, einfaldlega vegna þess, að slík tillaga var þar ekki lögð fram. Verðbólga kommum æskileg. Kommúnistar munu hins vegar telja að slík aðild að já- kvæðu starfi verkalýðsfélag- anna væri nauðsynlegt ef þeir ættu ráðherra í ríkisstjórn, en hins vegar verður af fram- ferði þeirra öllu að álíta, að verðbólguþróunin sé að þeirra dómi mjög æskileg, a. m. k. ef þeir bera ekki ábyrgð á lands- stjórninni. > Kommúnistar telja lausn efnahagsmálanna nú kauprán — en hvers vegna lögðu þess- ir herrar þá ekki fram raun- hæfar tillögur til lausnar þess um málum í stað þess að hlaupa frá vandanum af póli- tísku hugleysi einu og ótta við að segja umbjóðendum sínum sannleikann? Islenzkum iaunþegum næg- ir ekki að heyra heil stjórn- málasamtök lýsa yfir and- stöðu sinni við slík stórmál — þeir vilja vita hið jákvæða, hvað vilduð þið gera? Þeirri spurningu má og bæta við til kommúnista og Framsóknarmanna, — þeirra, er frá vandanum hlupu á ör- lagastundu, hvort þeir vildu ekki segja þjóðinni frá hvað hefði gerzt, ef allt hefði verið látið reka á reiðanum í við- skilnaði þeirra, og hefði slíkt framferði ekki verið örlagarík asta kaupránið? Þeirri spurningu hefur nú verið svarað hvað viðkemur verðlagsmálum. Skyldi verkalýður kommum þakklátur? Skyldi ekki þrautlúið verka fólk, sem á efri árum hefur tekizt að öngla saman nokkr- um krónum, kunna þessum herrum þakkir fyrir hækkaða vísitölu og eyðingu síns spari- fjár? Skyldi sá alltof fámenni hópur, sem einhverja úrlausn hefur.fengið um íbúðarlán hjá 'húsnæðismálastjórn, sem að hálfu eru lánuð sem vísitölu- lán (þ. e. B-lánin) ekki kunna þessum herrum miklar þakk- ■ ir fyrir að stórhækka þessi lán eftir lántöku án þess að aukið fé komi í hendur viðkomandi húsbyggjenda? Eigum við ekki að þakka fyrir þær afleiðingar aukinn- ar verðbólgu og hækkaðrar vísitölu, sem hindra gjörsam- lega möguleika til stóriðju á íslandi? Nei! íslenzk alþýða og al- menningur í landinu er stað- ráðinn í að meta að verðleik- um það sem þjóðinni var forð- að frá, — í því Ijósi verður að skoða þær aðgerðir í efnahags malum, sem gerðar- voru unt s. 1. áramót. Alþýðuflokkurinn taldi sér skylt að segja umbjóðendum sínum sannleikann um þessi mál sem önnur. Fyrir það að taka ábyrga afstöðu og taka þar við, er aðrir hlupu frá, er Alþýðuflokknum nú legið á hálsi af Framsóknarmönnum, og kommúnistum. Það kann að vera til ein- hver hópur manna, sem kann - betur blekkingum og villi- kenningum og fyrir ýmsa stjórnmálamenn hefur það virzt auðveldara um stund að segja þjóðinni ekki sannleik- ann þegar erfiðleikar enr framundan. Hið sanna hefur komið í Ijós, og nú er brð kjósendanna að dæma. Rógur, níð og ranglát kjördæmaskipan á að nægja andstæðingum AI þýðuflokksins til sigurs. Það er nú síðasta haldreipi andstæðinga Alþýðuflokksins að ranglát kjördæmaskipan á- samt rógi og níði um> forystu- menn flokksins hjálpi þeim til að koma í veg fyrir setu Al- þýðuflíokksmanna á næsta Al- þingi. ( Það er ykkar, kjósendur góðir, að dæma störf Alþýðu- flokksins fyrr og nú. Þið verðið að meta nauðsyn þesst að áhrifa Alþýðuflokksinsr gæti áfram í íslenzkum þjóð- málum og hve mikil þau áhrif eiga að verða. Dómi kjósendanna verða allir að hlýta. Ég minni aðeinsi á þau mál, sem Alþýðuflokk- urinn hefur barizt fyrir og náð fram og þeirri ábyrgð er hann nú tók sér á herðar með myndun núverandi ríkisstjóm ar. Þess ber að gæta að öllum þeim málum er hann hefur fram komið, hefur hann á- orkað fáliðaður á Alþingi. Én bæði fyrr og síðar hafa and- stæðingar hans ekki haft kjark til að berjast svo gegn st'efnu hahs í’þeim málum, að þau hafi ekki- náð fram r.ð ganga. Nú, s.em fyrr, treysta and- stæðingar hans á að rangleeti og rógur verði þeirra banda- maður. Fyllið ekki þá óheilla fylk- ingu, en verum samtaka allir sem einn um eflingu Alþýðu- flokksins í kosningunum n.k. sunnudag — það er verðug- asta svarið. Þeim dómi kvíðir Alþýður flokkurinn ekki. Hvaða þjóð sfaiar hæifa af IMÖ í SVARI við tali Lúðvíks Jóseppssonar nm land- helgismálið sagði Friðjón Skarphéðimssonr m. a.: „Lúðvík sagði, að krafan uni að ræða málið inmam NATO hafi ver ið þjóðhættuleg. Ekki er gott að vita HLVAÐA ÞJÓÐ hann ber fyrij* brjósti, þegar hann talar nm hættu af NATO, en VIÐ ÍSLENDINGA getur hann ekki ált í þessu máli. NATO á þvert á móti mikinn hlut ao því, að Bretar standa nú.einir gegn íslendingum“. Alþýðuhlaðið — 27. júní 1959 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.