Alþýðublaðið - 08.07.1959, Blaðsíða 6
gefa þeim gull
í vasana
í NEW YORK-ríki hefur
nefnd undanfarið rannsakað
' störf 270 „vegaeftirlits-
manna“. Starf þeirra á að
vera að hafa eftirlit með
því, þegar grafið er í götur
og holurnar fylltar að nýju.
En nefndin segir að þessir
eftirlitsmenn komi aldrei til
vinnu, þótt þeir fái frá 25
upp í 65 þúsund krónur á
ári fyrir.
Heldur nefndin því fram,
að störf þessi séu pólitískir
bitlingar, sem ríkisstarfs-
menn afhendi fyrir unnin
störf.
Laun eftirlitsmannanna
eru lögð á gas- og rafmagns
vatnsveitu- og símafélög, —
sem síðan velta þeim að"
sjálfsögðu yfir á neytand-
ann. Nema þau alls um einni
og hálfri milljón króna á
ári.
Sumir hafa notið þessara
Iilunninda árum saman, allt
að 30 árum. Segir nefndin,
að einn eftirlitsmaðurinn sé
húsmóðir í Virginíu, um
500 kílómetra frá New York
— Faðír hennar var áður
ríkisstarfsmaður í New
York. — Önnur fjölskylda
skiptist á um að hafa em-
bættið. Sem stendur er af-
inn, 78 ára gamall, eftirlits
maður.
☆
70 metra reyk-
háfur riflnn
sfeln fyrir sfein.
LANCASHIRE-héraðið í
Bretlandi hefur löngum ver
ið mikið verksmiðjuhérað.
t>ar hafa spunaverksmiðj-
urnar verið reknar með kol
um, en nú er raímagnið að
leysa þau af hólmi.
Hæsti reykháfurinn í hér
aðinu hefur verið í Moor-
side og var nálega 70 metr-
ar á hæð en gnæfði um 270
metra yfir hafflöt. Nú er
verið að rífa þennan „kon-
ung reykháfanna“.
Það er hins vegar ekki
auðhlaupið að því, þar eð i
kring eru verksmiðjur, —
sem mundu stórskemmast,
ef reykháfurinn væri
sprengdur. Hefur því verið
horfið að því ráði, að láta
Arnold gamla Pearson, sem
er 51 árs að aldri, rífa reyk
, háfinn stein fyrir stein, svo
að ekki gengur verkið alltof
fljótt fyrir sig. — Þess ber
að geta, að Arnold verður
að láta hvern stein falla
mjög varlega, því að engu
má skeika, svo að steinarn-
ir fari ekki gegnum þak á
verksmiðju, sem þarna
stendur, þegar þeir falla úr
svo mikilli hæð.
Þurftu ekki
að klappa
hestunum
EINN var sá hershöfðingi
eða konsúll í Róm, sem
mjög er þakkaður sigur
Rómverja yfir Sammítum
og þar með upphafið að stór
veldi Rómar. Sá hét Papir-
ius og fékk vegna hraða sins
í herferðum viðurnefnið
Cursor (hlaupari). Um hann
eru ýmsar sögur sagðar:
Eitt sinn báðu riddarar
hans um, að slakað yrði svo-
lítið á hinni erfiðu þjónustu
— Þá mun hann hafa svar-
að: „Það er ekki nema sjálf-
sagt. Hér eftir skuluð þið
sleppa við að klappa hestun
um ykkar, þegar þið stigið
af baki!“
Öðru sinni varð Papiri-
us þess var, að liðsforingi
í einni herdeild frá sam-
bandsríki Rómverja var
grunsamlega lengi að koma
sér fram í fremstu víglínu.
Að orrustunni lokinni kall-
aði hann liðsforingjann fyr-
ir sig ásamt böðli, sem hann
skipaði að íaka fram öxi
sína. Góða stund lét hann
liðsforingjann standa náföl-
ann og skjálfandi fyrir fram
an sig. Þegar honum fannst
nóg komið, benti hann böðl
inum á trjágrein og sagði:
„Höggðu hana burtu; hún er
fyrir vegfarendum“. Hann
lét foringjann sleppa með
sektir — og skelfinguna.
☆
NewYork (UPI).
SVO virðist sem hjöðnun-
in í efnahagslífi Bandaríkj-
anna á s. 1. ári hafi dregið
úr fjölda hjónabanda, að
því er Metropolitan líftrygg
ingafélagið segir.
Skýra skýrslur félags-
ins svo frá, að giftingum í
landinu hafi fækkkað um
4% á árinu 1958, og mun
það vera annað árið í röð,
sem. giftingum fækkar.
Tala giftinga á árinu 1953
var 1.456.000, á móti 1.518.
000 árið 1957 og 1.585.000
á árinu 1956. Tala hjóna-
banda árið 1958 — sem var
8,4 af þúsundi — var hin
lægsta, sem um getur síðan
1932.
Að fækkun þessi stafi af
efnahagshjöðnuninni draga
skýrslugerðarmennirnir af
því, að mest varð fækkunin
á tímabilinu sept. 1957 til
marz 1958.
Þær skýrslur, sem fyrir
liggja um árið 1959 benda
hins vegar til, að allt sé
þetta að lagast, því að þær
tölur eru hærri en tölurnar
fyrir sama tímabil árið áð-
ur.
KRULLI
EINS og getið hefur ver-
ið um í fréttum sendi hið
fræga dízkufyrirtæki Dior í
París hóp sýningakvenna
með sand af fallegum fötum
til að sýna Rússum hvernig
hin velklædda kona á Vest-
urlöndum lítur út, þegar
hún „puntar sig“. Þarf ekki
að taka það fram, að sýn-
ingin „gerði mikla lukku“
austantjalds, og má sjá á
svip áhorfendanna á með-
fylgjandi myndum, að vel
var fylgzt með.
Við völdum myndirnar af
áhorfendunum þrem hérna
hliðina af tveim ástæðum.
við hliðina af tveim ástæð-
um. Okkur finnst andlitið af
gömlu konunni skemmtilegt
og dálítið „týpískt“ rúss-
neskt. Nú, en hina myndina
völdum við einfaldlega af
því, að okkur finnst dömurn
ar svo fjári laglegar.
Myndirnar af sýningar-
dömunum að starfi völdum
við svo auðvitað til að sýna
„stælinn“.
Þá má nú segja, að sýn-
ingardömurnar frönsku séu
ekki mikið hræddar að þvæl
ast í „makedónskri breið-
fylkingu“ á miðju Rauða
torginu með Kreml í bak-
sýn. Það er a. m. k. víst,
að umferðin á Champs Élys
ées í París hefði ekki leyft
slíka léttúð, en sennilega er
ekki eins mikið um bíla í
Moskva og París.
Hins vegar virðist vera
talsvert af fögrum konum
þar, því að hér á eindálka
myndinni sjáið þið eina rúss
neska sýningardömu vera
að sýna hinum frönsku stall
systrum sínum rússnesku
tízkuna vorið 1959.
P l BBoi 6 Copenhogert
TÝNDI
GIMSTEINNINN
FRANS reynir að róa
bóndann. „Við erum út-
lendingar“, segir hann, „og
við vissum ekki, að þetta
væri einkaflugvöllur. En
við munum riú gera það,
sem okkur finnst réttast, þ..
e. að s. fara til Sommervill-
es lávárðar og fá persónu-
legt leyfi hans til
flugvollinn11. „He
fljótt koma ykkui
ing um, að hann e:
ert hrifinn af hei:
ókunnugra", urra
g 8. júlí 1959 — Alþýðublaðið