Alþýðublaðið - 10.07.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.07.1959, Blaðsíða 5
 fsland sem ferðamannaland. olm mánudag ÞESSA vikuna er skammt stórra skipa á milli. Gripsholm kom á mánudag og Caronia á miSvikudag og skemmtiferða- fólkið hefur sett svip á bæinn. Bæjarbúar hafa líka margir labbáð niður að höfn í kvöld- blíðunni og fylgzt með ferðum gesta og heimamanna út í skip og að (!), boðnum gestum og. óboðnum, tignum borgurum, söngmönnum og skemmíikröft- um. Gripsholm er stærst skemmti ferðaskipanna og meðal stærstu skipa, sem hingað hafa komið. Hæðin ofansjávar er ámóta og Alþýðuhúsið, á sjö hæðum með fullkomnum Iyftum, það er 631 fet á lengd og 23.190 smálestir. Áhöfnin er 480 manns og far- þegar litlu fleiri. Um borð eru þægindi svo sem sundlaug, í- þróttavöllur, konsertsalur, dans salur, bíósalur, en sali og setu- stofur prýða 85 D listaverk ým- iss konar eftir unga og gamla listamenn Svía. „Herbergin“ eru öll við út- vegg með stórum glugga og hverju þeirra fylgir einkabað — en fargjaldið? spyr kannske einhver. Það er allt að 80—100 þúsund íslenzkar krónur fvrir ferðalagið, sem tekur samtals 44 daga. Siglt er.frá New York um Reykjavík — Hammerfest — Gautaborg — Borgundarhólm — Helsinki — Stokkhólm — kaupmannahöfn — Hamborg — Ámsterdam — Antverpen — og til baka til New York á ný. Vegalengdin er samtals 11.762 íílur. Hliðstæðar upplýsingar höf- m við ekki um Caroniu eða dn stóru skipin, en víst er um iað, að sitthvað mun vel gert yrir farþegana þar og aðbún- ðurinn ekki síðri. • ! Hér á síðunni birtum við vipmyndir af erlendu skemmti i erðafólki — í landi. I Þjóðverjar: A LOFTSBRYYGGJUNNI í Reykjavíkí brezka skemmti- ferðaskipið Caronia í baksýn. Farþegar ganga í land. Þessar tvær konur munu vera meðal yngstu farþeganna að sögn fararstjóra nokkurs, er taldi, að meðalaldur væri um 80 ár. er í He Bandaríkjamenn: Hví er ekki sfériðj uver í Hveragerði f oera stundum við á ferðum út- Lendinga um landið. Látum það vera þótt þeir spyrji fávíslega, bað er daglegt brauð, en hitt sr verra, þegar alvarleg vanda- tnál koma upp eins og til dæm- is á mánudaginn, eins og nú. ;kal frá greint málsatvikum: Þjóðverji sat við glugga og hafði opið. ítali sat í næsta sæti Eyrir aftan og kvartaði um ijóstur. Bað hann Þjóðverjann að draga niður rúðuna, sagðist til annars vera kominn hingað norður til íslands heldur en að sækja í sig lungnabólgu. Sá Eyrrnefndi sat við sinn keip og skoðaði landabréf, en við ítrek- aða ósk taldi hann — ofur kur- teislega — að ítalinn gæti þá bara fært sig í annað sæti, og það gerði líka fararstjórinn, sem nú var kominn til skjal- anna er háreistin óx. Hinn hélt sig nú hafa borgað fyrir ferðina í hörðum peningum og vildi ógjarnan láta eyðileggja fyrir sér alla ánægjuna með annari eins frekju. Og ætlaði hann nú að neyta réttar síns og loka glugganum sjálfur, en. sá fyrrnefndi slær þá á hönd hans og sá síðarnefndi rífur nú í hár hins, sem býst til varnar og handalögmál upp hófust í bifreiðinni. Fararstjórinn reyndi að stilla til friðar en varð ekki ágengt fyrr en um siðir, eftir ærið har- los og.rifið landabréf. Nær fjörutíu farþegar munu hafa verið í bifreiðinni og höfðu flestir af þessu fremur ama en kæti, nema tveir strák- ar í aítursætinu. Þeir hlógu. Hvers ve-gna er gufuorkan ekki virkjuð? spyrja útlendingar. JTLENDA ferðafólkið, er hing ið kemur með skemmtiferða- ;kipunum, virðist ekki almennt lafa mikinn áhuga á landi og rjóð, en þó er þetta misjafnt úns og fólkið er fráhrugðið ivert öðru. Sumir fara alls ekki land, aðrir vilja sitja í bíln- rm allan daginn og komast á- iram og kæra sig Kbllótta, þótt sinhver fararstjóri sé að tala um Alþingi og forna frægð, nenna ekki að labba á Lögberg og mörgum þykir lítið til Þing- valla koma, — en svo eru líka Af sjónarhóli útlendinga: Hvergi befri fararstjórar en hér EFTIR að Alþýðublaðið hafði leitað álits innlendu fararstjór- anna á útlendingunum, vatt það sínu kvæði í kross og leit- aði hófanna um álit nokkurra útlendinga á íslenzku farar- stjórunum. Og ef marka má samhljóða hrósyrði þeirra allra má ætla,’ að þeir kunni mjög vel við fararstjóra Ferðaskrif- stofu ríkisins. Útlendingarnir sögðu: íslenzka leiðsögufólkið er á- gætt. Hvergi betri túlkar en hér, þetta hlýtur að vera þjóð- inni meðfætt, því túlka er ekki hægt að búa til. Ykkar túlkar eru ekki eins og hljómplötur, sem endurtaka utanbókar lærð slagorð. Fararstjórarnir ykkar eru hreinskilnir og svara öllu milli himins og jarðar, ekki að- eins staðanöfnum og ártölum — Guði sé lof, ekki öll þessi ár- töl. Miklu betri þykja okkur sögurnar um prestana í gamla daga, sem eignuðust tugi barna og gengust þar að auki við stór- um hóp, sem þeir ekki áttu,... eða sagan um fangann, sem ekki var heima í fangelsinu, en lék fyrir dansi á skemmtistað .... og eitt frægasta skáldið ykkar, sem átti sjö konur og er enn á lífi.. . eða heyrið þér ... skildi ég það ekki rétt? Þetta er eitthvað betra en allir Sjeikspírarnir. Svona eiga fararstjórar að vera. hinir, sem eru fullir áhuga og spyrja og spyrja til að nota hverja mínútu sem bezt. Töluverður munur er á á- hugasviði skemmtiferðafólks eftir því frá hvaða löndum það kemur, og samkvæmt upp- lýsingum nokkurra fararstjóra, sem blaðið hefur átt tal við, virðist eftirfarandi yfirlit ekki fjarri lagi,’ já, gefur líklega nokkuð glögga yfirlitsmynd um spurningar fólks eftir þjóðerni: Þjóðverji: Hvaða bergtegund er í Heklu? Bandaríkjamaður: Hví er ekki stóriðjuver í Hveragerði? Englendingur: Hvað kostar kílóið af kartöflum? Skoti: Af hvaða fuglaætt er spóinn? Frakki: Má ég taka mynd af yður, kæra fröken? ítali: Og hvað gerið þið ís- lendingar á vetrum? „Og við verðum að vera reiðubúin að svara öllum spurn ingum, sem fram eru bomar, annars stöndum við ekki í stöðu okkar“, segir stúlka, sem leið- beint hefur ferðafólki mörg undanfarin sumur. Margir spyr.ja um verðlag og kaup- gjald, hve mikið fiskmáltíð dagarnir dimmir í desember en um stjórnmál er ekki spurt. Englendignar og Skotar hafa áhuga á fuglum og blómum, en Þjóðverjar, sem líklega eru fróðleiksfúsastir allra, spyrja um bergtegundir og jarðmynd- un, hesta og bókmenntir. Frakk ar hlaupa um hóla og taka myndir, en Bandaríkjamenn, þeir, sem' nenna út úr bílun- um, sjá hvarvetna blasa við ó- unnin verkefni, sérstaklega í Hveragerði. En hve hér mætti. gera mikið! Hér mætti setja upp ... hitt og þetta .... og svo spurningarnar; Hvers vegna er gufan ekki virkjuð, hví er þetta og hitt ekki gert. Já, hvers vegna í ósköpunum? „Annars eru Bandaríkja- menn líklega þægilegustu gest- irnir, sem hingað koma, kunna að meta, hvað vel er gert, og við höfum það á tilfinningunni, sð þeir vilji umfram allt borga {Frambald á 10. síðu). ur ekki áhuga á fornum fræð um og fer aðeins nauðugt inn á söfn. Þó, finnast undantekn- ingar hér eins-og á öðru, eins og tildæmis konurnar tvær á myndinni hér fyrir ofan, sem gengu upp bryggjuna, spurðu um þjóðminjasafnið, fóru þang- að og komu ekki aftur fvrr en undir lokunartíma. Fyrir nokkru var fararstjóri að sýna gamla gripi á safninu og benti meðal annars á gamlan stól, sem hann kvað seinasta ka- kosti, hverfsé vikukaup verka- ] þólska biskupinn á íslandi hafa manns, og hve há séu ráðherra- i átt. „Einmit.t það“, sagði ein- Útíendingar á Sslandi: Vilja ekki skoða söfn miklu fremur trönur SKEMMTIFERHAFÓLK hef-1 mörgum þykir gaman að hand- launin,. um stéttaskiptingu siálfsmorð, bókakaup, utan- hjónabandsbörn, ungbarna- dauða réttindi kvenna, meðal- hver í hópnum, „þessi, sem var hálshöggvinn á miðri 16. öld?“ Konur sýna töluverðan áhuga á gömlum heimilistækjum, hita í janúar og „hve lengi erul eins og straukeflasafninu, og fjatla gömul drykkjarhorn, tóbakspunga og kolatýrur, en aska skilja þeir ekki nema eft- ir útskýringar. Um fífukveiki þykir þeim hins vegar fróðiegt að heyra og þar með er víst upptaiið allt, sem óbreyttir er- lendir ferðamenn kæra sig um að skoða á íslenzkum söfnum. Þá vilja þeir miklu heldui' halda suður á Valhúsahæð og líta 4 fisktrönur. Mörgum þyk- ir reglulegur matur í því og spyrja ekki ósjaldan um upp- skriftina, og' þykir víst forvitni legt að láta hugann reika suð- ur til svertingjalanda, þar sem íslenzka skreiðin er herra- mannsmatur á hvers manns borði. Alþýðublaðið — 10. júlí 1959 £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.