Alþýðublaðið - 10.07.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 10.07.1959, Blaðsíða 12
1 40. árg. — Föstudagur 10. 1959 — 143. tbl. IMms> Sjaldan er ein báran stök. Sama sólarhringinn og loks tókst að stífla vatnsrásina úr Þingvallavatni brast varnar- garðurinn á Mýrdalssandi með slíkum feiknum, að vatnsflaumurinn sópaði með sér öllum jarðvegi úr garð- inum á 300—400 m breiðu landsvæði. Og nú er unnið að því að byggja nýjan stíflu garð, öll laus verkfæri úr nágrenninu hafa verið drif- in að, þrjár jarðýtur vinna að upphleðslu, tveir vega- vinnuflokkar með bíla og vélskóflur láta hendur standa fram úr ermum og er annar flokkurinn kominn frá Mark arfljóti. Samkvæmt upplýs- ingum vegamálastjóra í gær, er enn ófyrirsjáanlegt hve- nær tekst að hemja vatna- ganginn og fer það eftir veðr áttu og vindátt. Myndin gef- ur glögga mynd af verksum- merkjum eftir vatnavöxtinn, Hafursey í baksýn. 2 íslenzkir síúdeníar íil Túnis að byggja barnaskóla í Sakhiet •ÍlIlltlllHIiIIIIIIIIIIIIIIlllilllllllllllUIIIIIIIIIIIIIimilllllllllllllIIIUIIUHIIlllllllllllllllUIII lUnillllllllUUIHIIIIIIilHUIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIHIIHIIIHIIUIUIIIIIIIIIUIIUIIIIUUIIUIIIIIII Bæjarstjóri Siglfirðinga segir: Síldiii mesfi aufúsugesturinn, þá sinfóníuhljómsveilin SIN F ÓNÍUHL JÓM S VEITIN er þessa dagana á tónleikaför um Norður- og Austmiand. Stjórnandi er Róberf Abraham Ottósson og einsöngvarar Sig- urður Björnsson og Guðmund- ur Jónsson, en alls eru i förinpi nsér 40 manns. . • Fyrstu tónleikarnir voru í Reykjaskóla í 'Hrútafirði á •sunnudaginn. í lok þeirri á- varpaði Ólafur Kristjánsson 'skólastjóri komumenn, en Jón Þórarinsson framkvæmdastjóri þakkaði. Kommar myrða Bandaríkjamenn. SAIGON — Tveir bandarískir hermenn féllu, er hermdar- verkamenn kommúnista í Saig- on réðust á herstöð Bandaríkja manria. Bandaríkjamenn er í Viet Nam til þess að þjálfa her Viet Nam. Á mánudagskvöld voru tón- leikar á Saúðíjrkróki og kvöldið eftir á Siglufirði. Að lokuum tónleikunum þar bauð bæjar- stjórnin tiþ kaffidrykkju. Sig- urjón Sæmundsson bæjarstjóri ávarpaðj gestina og sagði m. a. að mestur aufúsugestur á Siglu firði á Þessum tíma árs væri að sálfsögðu síldin, en næst henni gengi Sinfóníuhljómsveitin. — Þetta létu hljómsveitarmenn sér vel líka. Á AKUREYRI í GÆRKVÖLDI Á miðvikudagskvöldið voru tónleikar að Hrafnagili í Eyja- firði, og í gærkvöldi í Akureyr- arkirkju. Einleikari var celló- snillingurinn Erling Blöndal Bengtson, og hlaut hann góðar viðtökur. Allir tónleikarnir bafa verið vel sóttir og móttök- u áheyrenda afbragðsgóðar. í kvöld verða svo tónleikar á Húsavík og annað kvöld að Skjólbrekku i Mývatnssveit. í stuttix WASHINTON — Ný frímerki verða gefin út í Bandaríkjun- um til að minnast þess, að Hawaii er orðið ríki í Banda- ríkjunum. Á þeim verða mynd- ir af stríðsmánni frá Hawaii, kort af eyjunum og stór stjarna. KINGSTON, Jamaica. — Þjóð- flokkurinn og Verkamanna- flokkurinn á Jamaica hafa sam- þykkt að hætta öllum funda- höldum og áróðursaðgerðum. þann tíma, sem eftir er til kosn- inga í landinu, vegna óeirða þeirra, sem orðið hafa undan- farið í sambandi við kosninga- baráttuna. í gær kom til mik- illa óeirða í Kingston á kosn- ingafundi, einn maður var skot inn til bana og fólk var grýtt. TVEIR íslenzkir háskólastúd entar leg-gja um hádegið í dag af stað suður til Túnis í Afríku til að byggja þar barnaskóla í þorpinu Sakhiet, sem varð fyr- ir loftárásum Frakka á sínum tíma. Dveljast þeir þar um sex vikna skeið ásamt hundrað stúdentum frá ýmlsum löndum, sem ætla að reisa þar barna- skóla í sjálfboðaliðgvinnu. Ferðalangarnir eru Þórir Ól- afsson stud. philol. og Hjörtur Jónasson stud. theol. og það var reyndar ekki fyrr en í fyrradag að hraðskeyti barst um að þeir gætu komið tveir, en áður var ákveðið að aðeins annar þeirra færi. Má því segja, að þörf væri snöggra handbragða, Því auk venjulegs ferðaundirbúnings urðu þeir að láta bólusetja sig gegn hvers kyns sjúkdómum og kvillum, sem við höfum ekki kynni af. Vegur lagður a nýja golfvellinum Á FUNDI bæjarráðs Reykja- víkur hinn 7. júlí sl. var bæj- arverkfræðingi lieimilað að láta gera fyrirhugaðan veg nú í sum ar að golfvellinum hjá Grafar- holti. Þá voru ennfremur samþvkkt ar tillögur um leigu 24 iðnaðar- lóða næstu fimm árin. Þá heimilaði bæjarráð einnig umferðanefnd að festa kaup á 80 umferðarmerkjum. Einnig var rætt um fyrirhugaða heim- sókn bæjarfulltrúa frá Kaup- mannahöfn. Alþýðublaðið átti í gær tal við annan ferðalanganna, Þóri Ólafsson, og innti hann eftir ferðaáætluninni og fyrirhug- aðri dvöl í Afríku. Stúdentaráð háskólans hefur haft milligöngu um ferðalagið, en aðdragandi þess er sá, að GOSEC, félagssamtök lýðræðis sinnaðra stúdenta í mörgum löndum, ákváðu að kalla út lið stúdenta, sem vildu starfa að því í sjálfboðaliðsvinnu í sum- ar að reisa frá grunni barna- skólann í þorpinu Sakhiet i Tún is, sem hrundi til grunna i loft- árásum Frakka 8. febrúar á fyrra ári, sem urðu 57 bórnum og unglingum að bana. Þeir félagar fara með Drottn- ingunni um hádegið til Dan- merkur og þaðan til Þýzka lands, Sviss og Napoli á Ítalíu, yfir Palermo á Sikiley og verða á áfangastað eftir tvær vikur, 23. júlí. Að byggingarvinnunni verður starfað 8 daga samfellt, en þriggja daga hlé á milli, sem notuð verða til kynnisferða um landið og gagnkvæmrar kynn- Skáfimé! ú Uifljófsvafni HÉRAÐSSAMBAND skáta í Árnessýslu efnir tii skátamóts í Borgarvík við Úlfljóísvatn í næstu viku. Hefst mótið á fimmtudegi og stendur fram yfir aðra helgi, dagana 16.—19. júlí, en í Borgarvík þykir mjög fagur mótsstaður. Öllum skátafélögum á Suð- vesturlandi hefur verið boðin þáttiaka og munu þau væntan- lega efna til hópferða á mótið frá flestum kauptúnum og kaup stöðum á svæðinu. Þá er gert ráð fyrir því, að flestir erlendu skátanna, sem voru á lands- móiinu í Vaglaskógi, 2Q—30 talsins, verði a mótinu, og marg ir skátar dveljast fyrir að Úlf- ljótsvatni, svo búizt er við marg menni á staðnum yfir helgina. Árnessýslu-skátar hafa und- irbúið skemmtiatriði, íþróttir, varðelda, skátaleiki, gönguferð- ir, næturleik og útiguðsþjón- usta verður á sunnudagsrnorg- uninn. Þetta er í þriðja sinn, sem skátar í Árnessýslu gangast fyr ir slíkum mótum og hafa hin fyrri sóít um það bil þrjú hundr uð skátar og nú er búizt við meiri aðsókn. Á sunnudaginn verður almenningi gefinn kost- ur a að koma á mótsstaðinn og heimsækja skátana. Fjórdungsmót hestamanna- M á Sauðárkróki sem fyrr segir á Suðárkróki laugardaginn 11. þ.m. og stend- ur yfir í 2 daga. Fyrri daginn ber að mæta með sýningarhross kl. 9 f.h. og fara þá fram skoðanir og dóm- nefndir starfa, en kl. 6 e.h. hefst sjálf dagskráin með und- anrás í kappreiðum. Að því búnu verður tekin upp sú nýj- ung, að söluhross verða sýnd, þeim lýst og verð tilkynnt. Sýnd verður kvikmynd frá landsmótinu s.l. sumar og loks dansað. Síðari daginn, sunnudaginn 12. júlí, hefst dagskáin kl. 9 f.h. með því að hestamenn ríða fylktu liði inn á sýningarsvæð- ið, en sr. Gunnar Gíslason í Saurbæ flytur bæn kl. 10,30. Kl. 10,45 flytur formaður Lands sambands hestamanna, Stein- þór Gestsson, ræðu. Kl. 11 hefj ast sýningar á góðhestum og kynbótahrossum og dómum Framhald á 2. síðu. FJORÐUNGSMÓT hesta- mannafélaga verður að þéssu sinni liáð á Sauðárkróki dag- ana 11. óg 12. júlí n.k. og standa að því hestamannafélögin norð- anlands. Er hér um að ræða sameiningu á mótum hesta- mannafélaganna og hreppasýn- ingum búnaðarfélaganna, sem áður voru háðár. Mótið héfst Þrír læknar hljéfa leyfiibréf. í LÖGBIRTINGABLAÐI, er út kom í gær, segir frá þremur nýjum læknum, sem hlotið hafa leyfisbréf. Bragi Níelsson, cand. med. & chir., og Kristín E. Jóns dóttir, cand. med, & chir., fá leyfi til að stunda almennar lækningar — og cand. odont. Þorgrímur Jónsson fær leyfi til að stunda tannlækningar. Þórir Ólafsson. ingar milli byggingarstarfs- mannarina. COSEC greiðir allan ferða- kostnað og uppihald á staðnum, Framhaid á 2. síðu. Islenzk úívarps- saga í Ásíralíu FLUTT ER í þessum mánuðl í útvarpi í Ástralíu smásaga eft ir Friðjón Stefánsson rithöf- und. Einnig verður síðar í sumar önnur smásaga hans flutt í enskri þýðingu í útvarpi í ír- landi. En á síðastliðnum árum hafa nokkrar smásagna hans verið fluttar í þýðingum x norsku, dönsku og sænsku út- varpi. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.