Alþýðublaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 10
AfóiMijósnarinn Framliald a£ 5. síðu. stærð og gerð kjarnorku sprengjunnar. Hann vann einnig að fyrstu tilraununum með vetnissprengjur, en þeim var ekki fulllokið fyrr en 1951 svo ólíklegt er að hann þekki þaer nákvæmlega. í Harwell starfaði hann að vísu við vetn isrannsóknir, en þær beindust einkum að hagnýtingu vetnis orkunnar, í friðsamlegum til gangi. Ef til vill býr Fuchs ekki yfir neinum markverðum upp lýsingum um vetnissprengjur vesturveldanna, en ekki er vert að gera of lítið úr þekk ingu þeirri, sem hann hefur aflað sér í fangelsinu. Hann hafði aðgang að öllum helztu tímaritum um eðlisfræði og las allt, sem hann komst yfir í þeim efnum. En hann kvart- aði oft yfir að geta ekki gert neina útreikninga nema þá á klósettpappír og bréfmiða ýmsa, sem hann komst yfir. Fangelsisbækur og krot á bréfmiða skapa ekki stóra eðl isfræðinga. Það, sem mest er um vert er samstarf og samtöl við aðra eðlisfræðinga, Þýzki eðlisfræðingurinn Otto Hahn var í svipaðri aðstöðu eftir stríð og Fuchs nú. En Hahn tókst á skömmum tíma að vinna upp það, sem tapazt hafði. í fangabúðum nazista. Fyrri samstarfsmenn Fuchs efast um hversu fljótur hann verði að ná fullri þjálfun í vísindagrein sinni á ný. Einn starfsmannanna í Los Ala- mos, sem Fuchs hemsótti oft, hefur látið svo um-mælt, að Fuchs væri á barmi geðveikl- unar og mundi eiga erfitt með að einbeita sér að erfiðum verkefnum. Fuchs var drykk felldur og hann umgekkst vafasamt kvenfólk á þessum tíma. Hann sagði sjálfur, að hann hefði notað marxism- ann til að skiþta huga sínum í tvennt, annars vegar vísinda maðurinn, hins vegar venju- legur einstaklirigur. Hann var mjög barngóður og hafði yndi af að heimsækja starfs- bræður sína og leika við börn þeirra, en datt aldrei í h'/g að kvænast. Þegar tímar liðu ffór Fuchs að efast meira os meira um réttmæti hinna marxistisku kennisetninga og vildi hætta starf sínu í þágu rússnesku leyniþjónustunnar, en það var þá orðið of seint. Enskir lög- reglumenn fengu nasasjón af starfsemi hans og tóku hann til yfirheyrslu. Öllum til mik- illar furðu játaði Fuchs allt, og meira en nokkurn hafði an ekkert gegn honum nema grunað. Reyndar bafi lögregi- grun og enginn bjóst við svo víðtæku svikastarfi. Fuchg var undrandi yfir að hljóta fangelsisdóm. Hann bjóst við að fá að halda áfram starfi í Harwell þegar allt var játað. En fangelsið beið hans, starf á bókasafni Wakefield-fang- elsisins í stað forstjórastöðu í Harwell. Þegar pólska flugvélin lenti á Schonfeild-flugvellin- um í Austur-Berlín beið rúss- neskur Iúxusbíll. eftir Fuchs og flutti hann til hins aldr- aða föður hans, sem áður var frægur guðfræðiprófessor í Leipzig, síðar kvekari og ioks nytsamur sakleysingi. Þeií' feðgarnir héldu til Wandlitz og þar fékk Fuchs tilkynningu um að hann hefði hlotið aust- ur-þýzkan ríkisborgararétt, — Nú mun ég vinna að uppbygg ingu hins nýja þjóðfélags, er hið síðasta, sem eftir honum er haft. Síld Framhald af 12.síSh. með 500 tunnur síldar. Var land að hér 250 tunnum, sem fóru í frystingu. Fór báturinn síðan héðan með það, sem eftir var, en fékk þá 500 tunnur í viðbót út af Rauðunúpum og fór með aflann til Siglufjarðar. Allar söltunarstöðvarnar eru tilbúnar að taka á móti síldinni, þegar hún kemur. Neskaupsfaður NORÐFJÖRÐUR. — Til Norð- fjarðar komu um 4000 mál í dag úr 5 til 6 skipum. Ekki er byrjað að bræða ennþá, en sennilega verður byrjað aðra nótt. Söltun er ekki hafin, þar eð siídin er of mögur enn. S'ölt- un hefst þó á næstunni. Er gott útlit um veiði, en samt er nú svartaþoka á miðunum hér aust ur frá. Alls munu vera komin 7—8000 mál í þró verksmiðj- unnar. — O.S. Leiðrélting. SÚ leiðinlega missögn var hér í blaðinu í fyrradag, að sagt var að veiðimálastjóri hefði farið að drepa refi austur í sveitum. Var hér um að ræða veiðistjóra, en ekki veiðimála- stjóra. Er þetta leiðrétt hér með og hlutaðeig^mdi beðnir afsök- unar á mistökunum. INGDLFS CAFE Opnar daglega kl. 8,30 árd. Almennar veitingar allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. Reynið viðskiptin. INGÓLFS-CAFÉ Á s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s. s s s s s s Skandiaverken f Lysekil er verksmiðja, sem liefur smíðáð skipa- og bátavélar frá því um aldamót og eru íslend- ingum að góðu kunnar. hefur hafið smíði á FJÓRGENGIS DIESELVÉLUM, sem uppfylla fyllstu kröfur, sem gerðar eru til nútíma dieselvéla. Fjöldi vélanna er þegar í notkun og hafa reynzt ágætlega. Fyrsta vélin var smíðuð 1951. Stærðir 150—2000 H.Ö. Snúningshraði 300— 600 á mínútu. Vandað efni og vinna. Skrúfu útbúnaður fæst með ýmist þrýstivökva, stýrðri lausblaða skrúfu eða fasíri skrúfu, snarvending eða gír. ÚTGERÐARMENN, leitið upplýsinga um verð og greiðslukjör. Eigendur eldri Skandiavéla vinsamlegast hafið samband við mig sem fyrst vegna varahluta pantana. Einkaumboð á íslandi: BJARNI PÁLSS0N, Austurstræti 12 — Símar: 14869 og 12059. ísí ksí i koma þeir frá Ákranesi í dag og leika vifS Danina. KílR leika í dag (laugardag) á íþróttavellinum kl. 4,30 e. h. Dómari: Guðbjörn Jónsson. — Línuverðir: Sveinn II Ifdánarson og Grétar Norðfjörð. TEKST ÍSLANDSMEISTURUNUM A» SIGRA DANINA. Forsala aðgöngumíða á íþróttavellinum frá kl. 1 e. h. Verð: Stúkusæti kr. 35, Stæði kr. 20.00, Börn kr. 5. - MÓTTÖKUNEFND. S s s s s s s s s s i 10 11. júlí 1959 — Alþýðublaðið i i SJO {

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.