Alþýðublaðið - 15.07.1959, Qupperneq 4
Utgefandl: AlþýSuflokkurinn. Ritstjórar: Eenedikt Gröndal, Gísli J. Ást-
þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm-
arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og
14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiöslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu-
húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hveríisgata 8—10.
Fiskiðjuver og einkaframtak
ÞAÐ er eðlileg þróun að tengja saman út-
gerð og fiskiðuver, svo að ágóði og aðstaða
vinnslu og sölu fiskjarins komi einnig til góða
þeim, sem sækja hann í sjó. Yfirgnæfandi meiri-
hluti bátáflotans hefur þegar tengzt frystihúsum,
og nú koma togararnir á eftir. Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar og Útgerðarfélag Akureyringa
hafa eignazt myndarleg fiskiðjuver, og að sjálf-
sögðu á Bæjarútgerð Reykjavíkur einnig að fá
slíka aðstöðu.
Vandinn í Reykjavík hefur aðeins verið sá,
hvort bæjarútgerðin eigi að fá Fiskiðjuver ríkis-
ins til umráða, eða reist verði nýtt fiskiðjuver
fyrir hana. Svarið virðist augljóst. Ef skortur
væri á frystihúsum og þau gætu ekki tekið við
öllum þeim fisk, sem bærist, þá kæmi ekki annað
til greina en reisa ný fiskiðjuver. Svona er þetta
þó ekki. Frystigetan hefur verið meiri en þarf
fyrir þann afla, sem berst á land. Þegar svo hátt-
ar, er sjálfsagt að leggja megináherzlu á að auka
skipastólinn og tryggja meirá hráefni. Þetta er
ríkisstjórnin einmitt að gera með miklum togara-
og bátakaupum. Þegar svona stendur á, er sjálf-
sagt að nota það fjármagn, sem hægt er að fá til
að efla flotann, unz betra jafnvægi er milli fisk-
iandana og frystigetu.
Það er hvimleiður þáttur í þessu máli, að
fulltrúar einkarekstursins skuli hamast svo mjög
fyrir eigin hagsmunum, sem raun ber vitni, og
jafnvel hóta að fara burt frá Reykjavík með skip
sín. A£ hverju hafa Kveldúlfur og Alliance ekki
komið sér upp frýstihúsum eins og Tryggvi Ó-
feigsson? Finnst þeim það glæsilegt einkafram-
tak að misnota aðstöðu sína í útgerðarráði til að
reyna að krafsa undir sig hluta af opinberum
fyrirtækjum? Halda þessir menn, að þeir hafi
verið kosnir í útgerðarráð (sem er stjórn Bæj-
arútgerðarinnar) til að vinna fyrir eigin hags-
muni?
Einstaklingar hafa vissulega ekki þurft undan
því að kvarta síðasta áratuginn, að þeir ekki hafi
fengið að reisá frystihús eins og þeir höfðu fram-
tak til. Það er talandi tákn um viðhorf þessara
manna og Sjálfstæðisflokksins, að þeir nota
trúnaðarstörf, sem flokkurinn hefur fengið þeim,
til að reyna að sölsa undir sig opinber fyrirtæki.
Ríkisstjórnin mun vissulega vera á verði gegn
slíkri starfsemi.
L o k 3 5
fyrir hádegi í dag, miðvikudaginn 15. júlí
vegna jarðarfarar.
Hff. Kal og Salt
L o k a ð
frá 18—31. júlí vegna sumarleyfa.
Blikksmidjan Grettir
Brautarholti 24.
í SJÁLFU sér hefur þjóð-
nýting lítil áhrif á brezka
kjósendur í dag. Þau rök
Jafnaðarmanna fyrir þjóðnýt-
ingu, að auðmagn tryggi vald,
hefur tapað nokkru af gildi
sínu. í Bretlandi eins og öðr-
um háþróuðum iðnaðarríkj-
um ráða hluthafar fyrirtækja
æ minna um rekstur þeirra.
Af þessu leiðir að í kosninga-
stefnuskrá Verkamannaflokks
ins brezka er ekki að finna
neinar tillögur um þjóðnýt-
ingu, nema hvað hann vill
þjóðnýta stáliðnaðinn á ný,
en íhaldsstjórnin afhenti hann
einstaklingum þegar hún
komst til valda aftur. Aftur
á móti er lagt til að ríkið
kaupi hlutabréf í stærstu
einkafyrirtækjum landsins,
ekki til þess að fá hlutdeild
í stjórn þessara fyrirtækja,
heldur einfaldlega til þess að
gefa ríkinu hlut í gróða
þeirra. Stefnuskrá flokksins
mælir einkum með því, að
tryggingarsjóðir ríkisins verði
ávaxtaðir í arðbærum fyrir-
tækjum.
íhaldsmenn segja að þessar
tillögur Verkamannaflokks-
ins séu dulbúin þjóðnýting og
samtök atvinnurekenda eyða
stórum fúlgum í baráttu gegn
þessum fyrirætlunum.
Afstaða Verkamannaflokks-
ins mótast að miklu leyti af
þeirri tilhneigingu ensku auð-
mannanna að safna á fáar
hendur ýmsum stórfyrirtækj-
um með því að yfirbjóða hluta
bréf í einstökum félögum.
Fyrir skömmu reyndu ein-
staklingar að ná tveimur stór-
fyrirtækjum í sínar hendur,
Waíney-ölgerðinni og Har-
rodsverzlunum.
Þetta gerist þannig að kaup
andinn býður miklu hærra
verg fyrir hlutabréf viðkom-
andi fyrirtækis en þau seljast
í kauphöllinni. Aðferðin nýt-
ur vinsælda meðal fjármála-
manna vegna þess, að hinir
háu skattar, sem eru lagðir á
arð í Bretlandi, veldur því að
margir forstjórar láta hagn-
aðinn ganga beint til fyrir-
tækisins án þess þó að hækka
um leið fasteignir fyrirtækis-
ins. Peningamenn geta þar af
leiðandi borgað hátt fyrir
hlutabréf í þeirri von að selja
þau hátt síðar. Slíkar aðferðir,
sem hér er lýst, geta hæglega
sett fyrirtækið á hausinn en
samt skilað fjármálaspekú-
löntum gróða.
í mörgum tilfellum fer það
þannig fram, að sá, sem á
hlutabréf, sem atkvæðisrétt-
ur fylgir, selur þau fyrir
hlutabréf, sem atkvæðisréttur
fylgir ekki, en eru raunveru-
lega verðmætari.
Þegar sá grunur kemst á
loft, að búast megi við yfir-
boðum á hlutabréfum ein-
hvers félags, hækkar kaup-
hallarverðbréf viðkomandi fé-
lags þegar í stað. Sagt er að
fyrir stuttu síðan hafi fjár-
málamaður í Englandi grætt
hálfa milljón sterlingspunda
á hlutabréfum, sem hann átti,
aðeins með því að láta í það
skína að hann hyggðist ná fyr
irtækinu í sínar hendur.
Mikill uggur er í fjármála-
mönnum í Bretlandi út af þess
um aðförum. Það er enginn
Brask í Englandi — 2
vafi á, að slíkar fjármálaað-
gerðir, sem hér hefur verið
lýst, vekur aftur þær hug-
myndir, að kapitalisminn sé
frumskógur þar sem hver ét-
ur annan og mannlegar til-
finningar eiga ekki heima í.
Allt þetta styður rök Verka-
mannaflokksins í þessum efn-
um. Þeir vilja skattleggja
höfuðstólsmyndun og tryggja
aðild ríkisins að helztu fyrir-
tækjum landsins. Meðan hlut-
hafar láta sig engu skipta
hvernig fyrirtækjum í þeirra
eigu reiðir af er ekkert, sem
mælir gegn því að ríkið grípi
til sinna ráða. Og ef velja á
milli óábyrgra einkafyrir-
tækja hlýtur sjónarmið
Verkamannaflokksins að
verða ofan á. Denis Healy.
nmmwwMwwwwwwj
verjaif enn
LONDON — Útvarpið í
Peking- skýrir svo frá, að
uppreisnarmenn verjist
enn hersveitum kín-
verskra kommúnista í Tí-
bet.
Þessi játning kom fram
í ræðu Panchen Lama,
sem kommúnistar gerðu
að leppleiðtoga Tíbet eft-
ir flótta Dalai Lama til
Indlands.
H a n n es
á h o r n i n u
★ Atvik í umferðinni.
★ Takmarkalaust
kæruleysi.
★ Refsingar þyngdar
mjög á Brelandi.
★ Sagan um lækninn,
FYRIR NOKKRUM KVÖLD
UM fór ég í leigubifreið í Aust
urbæinn. Þegar viff komum á
Miklatorg, fór lítil bifreiff, til-
tölulega ný, fram Ú5 okkur á
rangri akstursbraut og beint
fyrir okkar bíl. Bílstjóri minn
flautaffi ákaflega, en bifreiffar-
stjórinn á litlu bifreiffinni fliss-
affi og veifaffi til okkar, en
stelpa, sem sat hjá honum, gaf
okkur langt nef. — Þetta er eitt
atvik af mörgum, sem sýnir og
sannar hvemig sumt fólk hagar
sér í umferffinni.
FLISS BÍLSTJÓRANS og
langt nef stelpunnar er ekkert
atriði í þessu máli, þó að hvort
tveggja sýni kæþuleysi og tak-
markalaust ábyrgðarleysi, held-
ur hitt, að þarna var íramið
stórhættulegt brot á umferðar-
reglunum, sem gat valdið
rekstri, tjóni og slysi ef bifreið-
arstjóri minn hefði ekki hemlað
til þess að forða slysi. Ég sagði
við bifreiðarstjórann: ,,Eigum
við ekki #8 kæra þetta? Ég skal
bera vitni.“ En hann vildi það
ekki. Linkind fólks við ökuníð-
ingana er allt of mikil, en hún
stafar líka af linkind löggjafans
við þá.
ÉG HEF OFT og mörgum
sinnum krafizt þess, að refsing-
ar fyrir brot á umferðarreglum
og árekstra og slys af þeirra
völdum séu þyngdar. Það hefur
verið gert að nokkru, en alls
ekki nóg. Þess vegna, og ein-
göngu þess vegna, eru umferð-
arvandræðin eins mikil og raun
er á. Ég er ekki að halda því
fram, að þó að refsingarnar
væru þyngdar enn meir en gert
var með hinym nýju bifreiða-
lögum, sem gengu í giþdi í fyrra
sumar, þá myndu slysin hverfa
og árekstrarnir, en ég fullyrði,
að það myndi draga ú| þeim.
SUMU FÓLKI er alls ekki
hægt að kenna með góðu. Og
þegar um öryggi almennings er
að ræða, verður að taka upp
strangari kennsluaðferðir. Þetta
er reynsla hér á landi og þetta
er reynsla alls staðar annars
staðar. Menn eru jafnvel svo
á- * glámskyggnir í þessum málum
að halda því fram, að með því
að, auka leyfilegan^ hámarks-
hraða þá myndi slysum fækka.
Þetta varð til þess að hámarks-
hraðinn var liækkaður í mörg-
um Evrópulöndum, en útkoman
varð svo hörmuleg, að nú hefur
hann verið lækkaður aftur.
UM HELGINA sagði útvarpið
fréttir um umferðarmál í Bret-
landi. Þar hafa viðurlög við um-
ferðarbrotum verið þyngd mjög
mikið. Sagt var frá lækni ein-
um, sem sekur hafði orðið um
umferðarbrot þrisvar sinnum á
þremur árum. Hann var nú í
síðustu viku dæmdur í tveggja
mánaða fangelsi og sviptur öku-
leyfi í fimmtíu ár, en hann er
nú fimmtíu og f jögurra ára gam-
all og mun því aldrei framar fá
leyfi til að aka bifreið.
ÞETTA ER samkvæmt því,
sem ég vil láta taka upp hér.
Það er vandasamt að aka bif-
reið. Það hvílir mikil ábyrgð á
þeim, senj það gera. Þessi á-
byrgð þarf að v|ra brennd í
hugskot hvers éinasta bifreið-
arstjóra. Hann á að vita hvað í
húfi er fyrir hann. Athyglin
verður að vera alltaf vakandi.
Skyldutilfinningin, ábyrgðin og
óttin verða að hald ehanin ótseá
óttinn verða að halda henni
vakandi, allt í senn. Það þýðir
ekki að halda þeim hætti, sem
nú er. Bifreiðum fer sífellt f jölg-
andi á hinum slæmu og mjóu
vegum okkar. Slysum mun
fjölga, tón mun aukast ef ekk-
ert er að gert. Það þarf að bæta
vegina og þyngja mjög allar
refsingar fyrir ökuníðingshátt.
Annars fer illa.
Hannes á liorninu.
4 15. júlí 1959 — Alþýðublaðið