Alþýðublaðið - 15.07.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.07.1959, Blaðsíða 5
Á FÁUM DÖGUM hafa sex stórskip komiS til Þorláks- hafnar, annaðhvort færandi varning eða til að sækja fram- leiðsluvörurnar til útflutn- ings. Menn hafa unnið nótt með degi að uppskipun og út- skipun og það er varla mögu- legt að fá nægan mannafla til að verkið geti unnizt eins greiðlega og vera þyrfti og þannig stóð á um daginn, er fréttamaður Sunnlendings var staddur í Þorlákshöfn, að Helgafell var að losa timbur, spánskt fi'sktökuskip beið eft- ir því að komast að og Hvassa- fell beið í Reykjavík eftir því að geta lagt af stað til, Þor- lákshafnar með stórfarm. Skipin koma og fara, svona er komið um „hafnlausu ströndina, hafnlausu tíu þús- undirnar á Suðurlandsundir- lendinu“, og það sem mest er um vert, að óskadraumurinn um hafnarmannvirki virð- ist vera að rætast. — Nú horfir svo, að það sé aðeins spurning um tíma, hve langt verður þangað til stórú úthafsskipin geti komið til Þorlákshafnar á hvaða tíma árs sem er, og legið þar við bryggju í hvaða veðrum sem íslenzki veturinn býr yfir. Og það mun gjörbreyta afkomu- möguleikum fólksins, sem býr við ströndina,.opna möguleika til stórkostlegrar stóriðju á Suðurlandi og verða grund- völlur að stórborg framtíðar- innar í Þorlákshöfn og lág- sveitum Árnessýslu, stóriðju- verum og ófyrirsjáanlegri hagnýtingu á orkulindum Sunnlendinga í fljótum og hveraorku. „Það þykja góð tíðindi í Þor lákshöfn, ef nú horfir betur en áður um lánsútvegun til hafnargerðarinnar", segir Magnús Bjarnason. „Við höf- um reyndar fylgzt meðmálinu og okkur kemur það ekki á ó- vart, þó nú komist skriður á undir leiðsögn Emils Jónsson- ar“. Magnús segir, að leiðinfrá Þorlákshöfn að Selfossi muni styttast um helming eftir að brú er komin á Ölfusárós hjá Óseyrarnesi. „Héðan eru 6 km út að árósum og þá er nær því komið að Eyrarbakka og það- an tólf km. að Selfossi, sam- tals nálægt 20 km., en gamla leiðin er 39 km. Allur flutn- ingskostnaður á þessari leið lækkar um helming og þá verð ur flutningskostnaður á þess- ari leið þrisvar sinnum ódýr- ari en frá Reykjavík að Sel- fossi. Þótt ekki sé komin brú á Ósinn er leiðin nú 40 km. styttri frá Þorlákshöfn en Reykjavík upp í Biskupstung- ur og sem dæmi má geta þess, að það er 4.1,36 kr. ódýrara að ' '■ " .i. ' ' i : mfflMiiMplpi IIIIIIl llllllsi i:. ■ , 111 wiííí-ií IIIIB . :I' * Magnús P. Bjarnason, Bjarnason verk flytja hvert tonn af varningi frá Þorlákshöfn en frá Revkja vík að Sogi. Til virkjunarfram kvæmda við Efra-fall mun þurfa 4000 tonn af sementi, og hversu ótrúlegt ög óhag- kvæmt serri það kann að virð- ast, hefur Reykjavíku.rbær búið svo um hnútana að allt þetta semeiit verðúr flutt frá Reykjavík en ekki héðan að Sogi, En það er nú önnur saga. skemma á landinu, sem stærst an hefur gólfflöt og það vekur athygli allra, sem inn koma, að ekki stendur ein einasta súla á gólffleti undir loft, en þakið mun vera úr svokailaðri höggsteypu frá Reginn h.f. Þar eru vænir stabbar af fóð- urbæti og áburði og talsvert af sementi. STÆRSTI GOLFFLOTUR I EINNI VÖRUGEYMSLU. Magnús P. Bjarnason er verkstjóri í vörugeymslu SÍS í Þorlákshöfn, 1600 fermetra sem byggð var árið ð mun vera sú vöru- 1800 FERMETRA FRYSTI- HÚS I SMÍÐUM. í býggingu er hraðfrystihús Meitilsins, 1800 fermetrar að gólffleti og teiknað sem eitt afkastamesta hraðfrystihús landsins, þegar það verður fullgert. Fyrri áfangi, sem byggður verður í sumar, verð ur fokheldur í ágústmánuði og er keppt að því, að unnt verði að starfa í því á næstu vetrar- vertíð. Við bygginguna vinna 20—30 manns og miðar verk- inu vel, þótt varla hafi tek- izt fyrr en nýlega að fá nægi- legan mannafla. „Bygging hraðfrystihússins er mjög brýnt verkefni fyrir Þorlákshöfn“, segir Magnús. „Frá því að róðrar hófust á ný héðan frá þessari gömlu verstöð; hefur aldrei brugðizt Vertíð. Hér eru notaðir minni bátar heldur en í öllum öðr- um verstöðvum, en afkoman er ávallt góð. Á einni vertíð- inni kom 17 tonna bátur með 42 tonn að landi einn og sama daginn í þremur ferðum og það er oft ekki nema hálftíma róður út á miðin og oft sést frá bryggjunni til aflafang- anna. í hrotunum þykir það ekki mikið, þótt bátarnir tv-í- sæki trekk í trekk.“ ÁTTA BÁTAR GERÐIR ÚT. Hversu margir bátar voru í vetur gerðir héðan út? „í vetur voru átta bátar afi> stærð 17-—35 lestir gerðir út héðán svo og einn stærri bát-- ur, Viktoría, sem er 104 tonn. Hún er nú farin norður á sílá en tveir bátanna eru komnir á humarveiðar, Friðrik til. Vestínannaeyja og ísleifur til Stokkseyrar. Þeir myndu báð- ir leggja upp hér, ef frystihús væri komið til að vinna úr aflanum. . Einn bátanna, Páil Jónsson, er farinn á reknet og leggur upp í Ólafsvík. HUNDRAÐ ÍBÚAR. í Þorlákshöfn starfa kring- um sextíu manns og margir eru þar aðkomumenn, en heirn ilisfastir .Þorlákshafnarbúar eru nú orðnir kringum hundr að talsins. Þar hafa á örfáura. allra síðustu árum risið upp 28 íbúðarhús og enn em sjö í smiðum. Fréttir um mögu- leika á lántöku erlendis til hafnargerðar, — eru mikil gleðítíðindi fyrir íbú,a> Þorlákshafnar, þær stað- festa trú þeirra og bjartsýni, svo glæstustu vonir draum- sýnismannanna fá.nú byr und ir báða vængi. Frumbýlisfólk- ið í Þorlákshöfn getur vonandi ■ litið á sig sem. landnema á bæjarstæði, sem á eftir að verða meðal stærstu og blóm- legustu borga íslands. (Úr S'unnlendingi) ■ B ! ÞAR eð þyngdarafl tungls ! ■ ins er langtum kraftminna; ! en þyngdarafl jarðarinnar, ! ; munu geimfarar, sem • I væntanlega eiga eftir að I ■ lenda á tunglinu, vega að- ; 1 eins einn sjötta hluta af-! ; þyngd sinni á jörðinni. j ■ Á þ'etta var bent í at-« ■ hygiisverðri grein, sem» : b'irtist fyrir nokkru í I ; bandaríska tímaritinu Nat'; : ticfflal Geographic Maga-1 ; zine. Til þess að skýra nán- ; ! ar áhrif þessa er gerður! ; samanburður á sama íþrótta • ! manni á jörðinni og á tungl- ! ■ inu': ; ! Þegar íþróttamaður á! 1 jörðinni stekkur yfir slá 1,8» ! metra frá jörðu, lyftir hann ! ! þimgdarmiðju líkama síns ■ j að meðaltali um 9/10 úr! ; metra. Á tunglinu gæti; ! hann aftúr á móti með sama i ; átaki.stokkið yfir 6,3 metra • • háa -Siá. & ■ ■ ☆ Um myndirnar: Myndin efst á síðunni sýnir skip við hryggju í Þor- lákshöín. Myndin liéi* við hliðina sýnir byggð- ina, sem risið hefur upp í Þorlákshöfn á allra seinustu árum. ; li; ' : . . Alþýðublaðið — 15. júlí 1959 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.