Alþýðublaðið - 15.07.1959, Page 10
MINNiNGARORÐ:
Marinó J. Erlendsson
MARINÓ J. Erlendsson
fæddist 1. júlí 1903 og var því
56 ára, þegar hann lézt snögg-
lega 6. þ. m. Marsi fór að
heiman glaður og hress, mánu
dagskvöldið 6. júlí til þess að
undirbúa fegrun á bílnum sín
um áður en hann fengi sum-
arfrí. Þetta sumarfrí átti að
verða unaðslegt ferðalag með
konunni sinni, bcyzta vini hans
og félaga.
Móðir hans lézt í vetur,
hefði orðið 90 ára 12. þ. m.
Hún átti heima hjá honum
alla tíð og reyndist konan
þans henni sem elskuleg dótt-
ir. Nú skyldi hann njóta sum-
arsins með ástvini sínum í
fallegum bíl, en um kvöldið,
þegar hann kom heim frá und
irbúningi að ferðinni, kom
kallið. Ferðin var hafin til
mömmu. Við Marsi ólumst
upp í Skuggahverfinu og
þekktumst vel á unglingsár-
unum, en eiginlega kynntumst
við ekki fyrr en stritið fyrir
daglegu brauði var hafið, í
baráttunni fyrir bættum kjör-
um — í Dagsbrún.
Marsi var skapmikill, vildi
bráða breytingu, byltingu, til
þess að verkamaðurinn nyti
strax þess auðs, sem hann
skapaði. Marsi var óvenju-
lega opinskár, hann dró ekki
dul á skoðanir sínar, hann
ruddi þeim á félaga sína, þá
sem hann vann fyrir og hvern
þann, sem reyndi að skyggn-
ast í huga hans.
Hreinskilni hans í orðum
var beitt, því að gáfur voru
góðar. Þrátt fyrir skarpa
tungu* og hreinskilni, var
Marsi með vinsælustu mönn-
um, sem ég hefi þekkt. Ástæð
an til þess var sú, að gott
hjarta, drengskapur og heið-
arleiki, ásamt miklum áhuga
fyrir starfi, sköpuðu honum
vináttu þeirra, sem kynntust
honum.
Barnaskólinn var eina skóla
menntun hans, sem flestra
jafnaldra. Þó aflaði hann sér
meiri menntunar en margur
langskólagenginn, t. d. talaði
hann öll Norðurlandamálin
auk þýzku, frönsku og ensku,
og enn var hann að læra mál.
Alla menntun sína hlaut hann
fyrir þrotlausa löngun í fróð-
leik og sem algera aukavinnu.
Eftir langan og strangan
vinnudag verkamannsins not-
aði hann frístundirnar til þess
að mennta sig. Leiðir okkar
lágu saman í Bridgefélagi
Reykjavíkur á seinni árum,
og var hann í stjórn þess, þeg
ar hann kvaddi fyrirvaralaust.
Bridge er stærðfræðileg þjálf
un heilans, og var hann góður
bridge-maður. Marinó vann
alla ævina hjá sama fyrirtæki,
Kol & Salt, lengst af sem
verkamaður, en mörg síðustu
árin á skrifstofu verkstjóra,
sem var mikill vinur hans,
enda uppeldisfélagar á Lind-
argötunni. Enda þótt skoðan-
ir Marsa hafi ekki fallið sam-
an við skoðanir eigendanna,
veit ég að þeir voru miklir
vinir hans. Ef talið barst að
þeim. þá kom bezt í ljós, að
vinátta er ofar öllum skoðana
mun.
Fvrri konu sína, Magneu
Jónsdóttur, missti hann eftir
tæpra sex ára samveru, en
þau eignuðust son, Gísla,
verkamann, sem er giftur og
á 3 börn. Gleðin skein úr
augum og látbragði afans,
þegar hann var með þau.
S'einni kona Marinós var Ósk
Kristjánsdóttir, og lifir hún
mann sinn. Hjónaband þeirra
var farsælt og voru þau miki-
ir vinir og félagar.
Við Gísla, Ósk, Þórð bróður
hans og litlu barnabörnin, vil
ég segja: Dauðinn er óhjá-
Marinó J. Erlenclsson
kvæmilegur. Hann í dag. Ég
á morgun. Minningarnar um
pabba ,eiginmann, bróður og
afa, sem átti ekkert ljótt í
fari sínu né lífi, en aðeins
heiðarlegheit og drengskap,
eiga að færa ykkur gleði og
þroska.
Marsi! Ég vil þakka þér fyr
ir áhuga og starf í verkalýðs-
hreyfingunni og kveð þig sem
góðan Dagsbrúnarmann.
íþróttir
Framhald af 9. síðu.
um greinum, t. d. hljóp Bertil
Kállevágh 3 km á 8:17,0 mín.,
langbezti árangur Svía í ár.
Kallevágh keppti hér á KR-
mótinu í lok júní og tapaði þá
fyrir Kristleifi í 3 km. Á mót-
inu kastaði Asplund sleggjunni
63,47 m og Pólverjinn Cieply
61,57 m. Waern sigraði í 1500
m (hann er nú orðinn frískur
— var veikur um daginn), tími
hans var 3:47,4, annar varð
Hamarsland, Noregi og þriðji
Lewandowsky, Póllandi.
★
Fimm landakeppni í
frjáisum.
UM NÆSTU HELGI verður
fimm-landa keppni í frjálsum
í Duisburg, V.-‘Þýzkalandi, Hol-
iandi, Frakklandi, Sviss og
Belgíu. Aðeins einn keppir frá
hverju landi. 1. og 2. ágúst
keppa Bretar og Þjóðverjar, en
22. og 23. ágúst Rússar og V.-
Þjóðverjar í Moskvu.
★ .
Janusz Sidio 84 mefra.
JANUSZ SIDLO er nú að
komast í frábæra æfingu, en
hann kastaði spjótinu 84 metra
í Búdapest fyrir nokkru. Varju
varpaði kúlu 17,63 m.
★
Fær 45 þúsund dollara
Á NÆSTUNNI leikur Real
Madrid gegn Flamengo í Rio de
Janeiro. Liðið fær fyrir leikinn
og takið nú vel eftir — 45 þús.
dollara. Þegar Flamengo kemur
tl Madrid síðar fær það sbmu
upphæð.
Guðm. Ó. Guðmundsson.
Yélrifun - skrifsfofuslarf.
Stúlka, sem hefur góða kunnáttu í vélritun og ís-
lenzku getur fengið starf á opinherri skrifstofu nú
þegar.
Umsóknir sendist fyrir 18. júlí í hox 473, með upp-
lýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf.
Hús í smfðum
brunatryggjum við með hinum
hagkvæmustu skilmálum
Fimmtudaginn 16. júlí n.k. verður byrjað að afhenda
nýju símaskrána til símnotenda og er ráðgert að af-
greiða um 2000 á dag.
Afgreiðslan er á neðstu hæð í landssímahúsinu, geng-
ið ínn frá Kirkjustræti (gegnt Hótel Skjaldbneið).
Daglegur afgreiðslutími er frá kl. 9 til 19, nema laug-
ard^ga kl. 8,30 til 12.
Fimmtudag. 16. iúlí verða afgrd dd símanr. 10000 til 11999
Föstudaginn 17. —
Laugardag. 18. —
Mánudaginn 20. —
Þrtðjudag. 21 —
Miðvikud. 22 —
'Fimmtudag. 23 —
Föstudaginn 24. —
Laugardag. 25. —
12000
14000
15000
17000
19000
23000
32000
35000
13,999
14999
16999
18999
22999
24999
34999
36499
í Hafnarfirði verður nýja símaskráin afhent á sírn-
stöðinni þar frá 20. júlí n.k.
Athygli símnotenda skal vakin á því, að vegna r.úm-
erabreytinga, gengur símaskráin ekki að öllu leyti í
gildi fyrr en aðfaranótt mánudagsins 27. þ. m. Frá
sama tíma gengur úr gildi símaskráin frá 1957 og eru
símnotendur vinsamlegast beðnir að ónýta hana.
Bæ|arsími Reyklavíkur
og Hafnarfjarðar.
6. landsþing Sambands
íslenzkra sveifarfélap,
verður haldið í Reykjavík dagana 14. og 15. ágúst n.k.
Þingið verður sett í samkomuhúsinu Lido kl. 10.00 ár-
degis.
Sveitarstjórnir s:em enn hafa ekki tilkynnt kosningui
fulltrúa geri það fyrir 1. ágúst í síðasta lagi.
Reykjavík 14. júlí 1959.
Stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga.
Sonur minn og faðir okkar,
KRISTJÁN H. BREIÐDAL,
verzlunarstjóri í Skarðstöð, verður jarðsettur frá Dóm-
kikrjunni íímmtud. 16. júlí kl. 2 e. h.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Stefanía Þórðardóttir
Guðríður Breiðdal
Gissur Breiðdal
Njáll Breiðdal.
Jarðarför konunnar minnar, móður og dóttur,
KRISTÍNAR ÓLAFSDÓTTUR,
Skeiðarvog 69,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. þ. m. kl. 1,30 e. h
Ólafur Kristjánsson og börn,
Ólafía Halldóra Árnadóttir.
Bróðir okkar,
GÍSLI RAGNAR GUÐMUNDSSON,
bókbindari,
andaðist 14. þ. m. í Bæjarsjúkrahúsi Reykjavíkur.
Systkinj hins látna.
STEFÁN ÞORLÁKSSON,
fyrrv. hreppsstjóri.
Reykjadal, Mosfellssveit, andaðist að Landakotsspítala 11. júlí.
Sigurður N. Jakobsson.
10 15. júlí 1959 — Alþýðublaðið