Alþýðublaðið - 16.07.1959, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 16.07.1959, Qupperneq 1
EdiHBURGH (*! 'UjjbjouLc jfJ^P ' ^ Xcjtá***1 loofé L^- *M 'fsroe&M- jf^ ^<JJJ ‘*AA/dí 40. árg. — Fimmtudagur 16. júlí 1959 — 148. tbl. WWWWMWWWWMWWWW MYNDIRNAR sýna tvro fögur ráðhús í nágranna- löndum okkar. Sú efri er af ráðhúsi Stokkhólms- borgar, sem stendur við Málaren, þannig að feg- urð vatnsins eykur stór- lega á glæsileik hússins. Neðri myndin er af ráð- húsinu í Osló, sem er nýrra. Það stendur frammi við sjó og er ná- lægð hafnarinnar þar einn ig til fegurðarauka. En hvað gerist í Reykjavík? ÍSLENZKIR togaraeigendur hafa að undanförnu kannað möguleika á því, að gömlu ný- sköpunartogurunum verði breytt í dieselskip. Þýddi þetta algera umbyggingu á þeim, — Jiema skrokknum, sem kosta mundi 5—7 milljónir króna. _ Flestir íslenzku nýsköpunar- togararnir eru knúnir fyrir gufuafli og eru all dýrir í rekstri. Hafa togaraútgerðar- menn haft hug á því, að beyta þeim í dieseltogara. Fengist við það mun hagkvæc|vari rekstur á þeim. Ef af þessu verður, munu gömlu vélarnar teknar úr tog- urunum os dieselvélar settar niður í staðinn. Við þetta íeng- íst rn.jög aukið lestarrúm, sem þýðir að togararnir gætu boiið fllllllllltlIlllllllllIlIIIIIIIIIIIIIIIIIflllIIIIIIIIIIIIIIHIIllIllli ISLENDINGAR standa | svo sem ekki einir í deil- | unni við Breta. Þeir eiga | sína bandamenn úti í | heimi — jafnvel í sjálfu I virki „fjandmannanna“, | eins og bréfið hér efra ber | með sér. Það kom til i Stjórnarráðsins og hljóð- | ar svo í þýðingu: Haldið | áfram baráttunni fyrir | rétti ykkar! Látið ekki | enska heimsvaldastefnu | komast upp með að ráðast 1 inn á íslenzku fiskimiðin! i Allir skozkir þjóðernis- | sinnar standa 100% með 1 ykkur. Frelsi fyrir ísland i og Skotland! — Ónafn- s greindur skozkur stúdent. meira’. Er þet.ta ’þýðingarmikið atriði með tilliti til veiða á fjar lægum miðum, sem mjög hafa færst í vöxt síðar árin. En auþ þess, sem skipta verð ur um vélar, þarf að setja nýtt spil á þilfar og ennfremur aö Framhald af 2. síðu. Peysusfríðið: Rolf svarar i sösnu „PEYSUSTRlÐIГ heldur á- fram. Roif Johansen segir í blað inu í dag, að hann ætli að kæra Neytendasamtökin fyrir að- finnslurnar, sem atvinnuróg. — En Alþýðublaðið hefur það eft- ir traustum iheimildum, að kæra Neytendasamtakanna verði tekin fyrir á morgun í Sjó- og verzlunardómi. síefna í Rvík ARBEIDERBLAÐIÐ norska skýrir svo frá, að á fundi Norð- urlandaráðsins í Kungelv í Sví- þjóð nú fyrir skömmu, hafi ver ið gert ráð fyrir, að næsti fund- ur yrði haldinn í Reykjavík. — Fundurinn verður að ári. Kommar myða flugvél lil lendingar Brussel, 15. júlí. (NTB-Reuter). FJÖGURRA hreyfla Sabina- flugvél var í dag neydd til að lenda í Ungverjalandi, norðan Belaton-vatns. í flugvélinni voru 55 manns og allir heilir á húfi. Flugvélin var á leið frá Aþenu til Vínar, þegar þett’a, gerðist. LESENDUR Alþýðublaðsins hafa hringt síðustu dagana og spurt: Er þeim alvara með að reisa ráðhúsið við norðurenda Tjarnarinnar? Hefur þetta end- anlega (ikveðið? Alþýðublaðið hefur kynnt sér málið nokkuð á nýjan leik, og svarið er: JÁ! ÖÞað hefur verið langur að- dragandi að ráðhúsmálinu hjá bæjarstjórn Reykjavíkur. Hvað eftir annað hafa nefndir fjallað um málið. Á síðasta stigi þess voru gaumgæfilega athugaðir hvorki meira né minna en 16 staðir í bænum, bæði í miðbæn um og hinum nýrri hveríum. Niðurstaðan af öllu þessu hefur orðið norðurendi Tjarnarinnar. Bæjarstjórn hefur formlega samþykkt þennan stað, og í vor var sú samþykkt endurtekin að gefnu tilefni. Nefnd hefur unn- ið í málinu og húsameistarar teiknað í ákafa. Þeir lögðu teikningar sínar fyrir ráðhús- nefnd um síðustu mánaðamót. Það er verið að leggja síð- ustu hönd á heildarteikningu og líkan af ráðhúsinu á þessum stað. Þegar því starfi lýkur, — verður almenningi væntanlega gefinn kostur á að skoða þessar áætlanir. Þá fyrst má búast við, að umræður um málið hefjist fyrir alvöru meðal bæjarbúa og það verði endanlega ráðið, — hvort hafizt verður handa eða ekki á þessum stað. Framh»ld á 2. síðu. Maðurinn ófund- inn enn LEITIN a‘ð Boga Guðmunds- syni, sem hvarf s. I. sunnúdag, hefur engan árangur borið. Hafa engin merki um ferðir hans né afdrif fundist. Var mjög víðtæk leit gerð að Boga á þriðjudag og fram eftir nóttu. Tók á annað hundrað manns þátt í þeirri leit, skátar, lögregla og sjálfboðaliðar. Einn ig var lítil flugvél notuð við leitina. En allt án árangurs. hefur úthlut- RÍKISSTJÓRNIN hefur fyr- ir nokkru úthlutað fyrstu fjór- um af þeim átta togurum, sem hún hyggst láta smíða næstu tvö ár. Að því er Alþýðublaðið hefur frétt, mun eftirtöldum aðilum hafa verið úthlutað einum togara hverjum af þess- um fjórum: Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjan á Akranesi, en aðaleig- andi hennar eru Akranesbæp og frystihúsin á staðnum. Annar aðilinn er Guðmund- ur Jörundsson, útgerðarmaður á Akureyri. Þriðja skipið fær ísfell h.f. á Flateyri, fyrirtæki Einars Sig- urðssonar, útgerðarmanns, sem um langt skeið hefur gert út tvo gamla togara. Og í fjórða lagi ísbjörninn h.f. í Reykjavík, frystihús Ingvars Vilhjáhnssonar, út- gerðarmanns. Bræla, engi ALÞÝÐUBLAÐIÐ hringdi í gær norður á Siglufjörð og hafði tal af Kristófer Eggertssyni, yf- irmanni síldarleitarinnar þar. Var blaðið að forvitn- ast um, livort Bretarnir hafi haldið áfram að út- varpa músík fyrir ís- lenzka síldveiðiflotann. Kristófer sagði, að í gær hefði verið lítið um músík, því bræla væri, og lítið að gera hjá síldar- leitinni. Hann sagði og, að Bretarnir reyndu helzt að -trufla þegar mikið væri að gera. Má því búast við að andi Bretamúsík ylji ís- lenzku sjómönnunum uni hjartaræturnar, strax og veiði hefst á ný.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.