Alþýðublaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 5
Fyrsti dagur. Fyrsta vikan. Önnur vikan. Sú sjötta. Fundahlé. Byrjað á ný. UTANRÍKISRÁÐHERRAR stórveldanna fjögurra eru byrjaðir fundarhöld í Genf á nýjan leik, og að baki þeim standa fulltrúar Vestur- og Austur-Þjóðverja. Menn spyrja: Hvað eru ráðherrarn- ir að reyna að gera? Hvert er misklíðarefnið? Hvaða árang- ur gera þeir sér vonir um? Svör við þessum spurning- um skipta allt mannkyn máli. Á þeim getur oltið, hvort kjarnorkustyrjöld skellur á — eða friður helzt næstu kyn- slóð — að minnsta kosti. ★ HVERT ER MISKLÍÐAREFNIÐ? Ef menn spyrja, hvort ekki sé friður í heiminum, og hvar honum sé ógnað, þá er fyrsta svarið: Þýzkaland. Það hefur enn ekki verið saminn forrn- legur friður milli banda- manna og Þjóðverja eftir síð- ustu heimsstyrjöld. Landið er klofið í tvennt og við það geta Þjóðverjar eða aðrir alls ekki unað til lengdar. Berlín er eins og fleinn í holdi komm- únista, tvískipt borg inn á miðju Austur-Þýzkalandi. Vestrí borgarhlutinn blómg- ast og þrífst, -flóttamenn streyma til hans ár og síð, en ömurleikinn blasir við eystra, lífsgleðin virðist þar alvarleg- um takmörkumim háð. Kommúnistar hafa tekið frumkvæðið í þessum málum með ógnunum og úrslitakost- um. Þeir heimta, að vestur- veldin gefi upp Vestur-Berlín, geri hana að minnsta kosti að „borgríki“. Öðrum kosti hafa Rússar á sínu valdi að stöðva allar samgöngur milli borgar- innar og Vestur-Þýzkalands. „Þið getið fengið stríð um Berlín ef þið viljið“, sagði Krustjov við Averell Harri- man. Stríðshættan af Berlínar- “Vandamálinu er augljós. Bandamenn geta ekki látið undan kommúnistum. Þeir mundu þá svíkja milljónir Berlínarbúa og gefa útþenslu- stefnu heimskommúnismans undir fótinn. Þeir verða að spyrna við. fæti, og þeir hafa lagt fram sínar tiEögur um sameiningu alls Þýzkalands. Þær byggjast á því, að eftir nokkurn tíma fari fram frjáls ar kosningar um allt landið. Það hafa kommúnistar hins vegar forðazt. Þeir hafa aldr- ei haft trú á frjálsum kosn- ingum. Hvað gerist, ef kommúnist- ar innikróa og einangra Vest- ur-Berlín? Hvað gerist, ef EITT vandasamasta starf, sem þekkist, er að vera vín- smakkari. Enn hafa ekki verið búnar til vélar, sem gætu tekið það að sér. Karl- menn eru líka hæfari en konur til að ákveða aldur og gæði vína, enda þótt konur hafi venjulega næmari smekk fyrir bragði og lykt. Þetta segja að minnsta kosti vínbændurnir í Dourodaln- um í Oporto, elzta og fræg- asta vínhéraði Portúgal. Reyndur vínsmakkari þarf ekki annað en lykta af eða bera vínið upp að birtunni til að ákveða aldur og gæði víns, í mesta lagi bragðar hann aðeins á því. En til að komast svo langt þarf hann mikla og margra ára þjálf- un í að þekkja í sundur hundruð víntegunda og ár- ganga. Það er erfitt að vera vín- smakkari enda vinna þeir ekki nema 24 tíma á viku hverri. En þessar 24 klukku- stundir verða þeir að ein- beita sér mjög. Einkavín- framleiðendur hafa einn vín smakkara en portvínsejnka- sala Portúgal hefur átta vín- smakkara í sinni þjónustu. Þessir menn bera mikla á- byrgð. Yerðmætasta útflutn ingsvara Portúgala er vín og 70 af hundraði vínsins er portvín. Það er einungis framleitt í Dourodalnum. Á liðnum áratugum hafa margir reynt að framleiða portvín úr vínberjum, sem ræktuð eru utan Dourodals- ins en það hefur ætíð mis- tekist. Vínsmakkararnir þekkja hið svikna portvín þe'gar í stað. — Það er ein- faldlega ekki portvín, segja þeir. Allt vín er rannsakað af portvínstófnun ríkisins. 90 af hundraði vínsins er flútt Framhald á 10. síðu. Austur-Þjóðverjar rísa aftur upp, eins og 17. júní um árið? ★ ÁRANGURSLITLIR FUNDIR. Fyrir miðjan maí komu ut- anríkísráðherrarnir saman í Genf og byrjuðu ekki gæfu- lega, er þeir deildu alvarlega um það, hvort fundarmenn skyldu sitja við ferhyrnt eða hringlaga borð. Þeir sátu í 41 deg, og niðurstaðan varð eft- ir allan þann tíma ekki önnur en sú, að fundurinn hefði ver- ið gagnlegur og þeir þyrftu að halda honum áfram — eftir nokkurt hlé. Það hlé er nú lið- ið og ráðherrarnir setztir að hringlaga borðinu á ny. Rússar hafa sett 18 mánaða tímatakmark. Ef vesturveld' in ekki hverfa frá Berlín, semja um stöðu borgarinnar og sameiningu Þýzkalands fyrir þann tíma, munu Rússar grípa til sinna ráða. Vestur- veldin segjast ekki ræða mál- in, þegár úrslitakostir eru settir á þennan hátt, og kveð- ast ekki munu hörfa frá stöðu sinni í Berlín. , Um þetta er þráttað fram og aftur, fund eftir fund, og hefur enn lítið gerzt, sem gef- ur auknar vonir um árangur, þótt mjög sé það mismunandi, hvernig- hinar ýmsu þátttöku- þjóðir líta á málin. í öllu þessu hafróti eru Rússar að reyna að lokka vest urveldin til þess að veita Austur-Þýzkalandi, sem er fylgispakast allra leppríkj- anna, einhvers konar stjórn- málalega viðurkenningu. Þetta er mjög viðkvsemt mál — og hefur Rússum ekki tek- izt að ná í því neinum árangri. if FUNDUR ÆÐSTU .MANNA? Utanríkisráðherrarnir gera sér litlar vonir um að þeir nái samkomulagi um hið alvar- lega deilumál. Ilins vegar er að því stefnt, að Genfarfund- urinn verði til að koma á fundi æðstu manna, í þeirri von að þar reynist auðveldara um samninga. Rússar vilja slíkan fund, hvernig sem á stendur, og Bretar eru hans einnig mjög fýsandi. Banda- ríkjámenn segja hins vegar, að það sé tilgangslaust að halda slíkan fund, nema fram komi á fundi utanríkisráðherr anna einhverjar líkur á, að fundur æðstu manna beri árangur. Frakkar hallast að skoðun Bandaríkjamanna. Spurningin í Genf næstu vikurnar ^er því, hvort hald- inn verði fundur þeirra Eisen- howers, Krústjevs, Macmill- .ans- og de Gaulles eða, ekki. Þessu atriði er vert að fylgj- ast með í fréttunum næstu, daga — eða vikur. ,Ef aktygin tolla bara á þeim£ GRANNUR, herðabreiður Rússi, Bronstein að nafni, var meðal ræðumanna, þegar Al- þjóðlegt sjómannafélag var stofnað í Vardö í Norður-Nor- egi 20. apríl árið 1911, að því er segir í blaðinu „Finnmörk“. Bronsteip, — sem síðar varð heimsfrægur undir nafn inu Leo Trotsky —, hafði komið sem flóttamaður yfir rússnesku landamærin. Hann bjó sem gestur hjá frú Ellisif Wessel, og hafði verið nógu lengi í landinu til að þekkja af eigin raun þau kjör, sem rússneskir sjómenn áttu við að búa í Norður-Noregi. wwwwvwwwwtwwwww Stígvélin björguðu Ufi hans 55 ÁRA gamall verka- maður, Rolf Pettersen, í Mjöndalen í Noregi varð nýlega lostinn til jarðar af eld.ingu. Pettersen var meðyitimdarlauiS um stund og var hann þegar fluttur í sjúkralnis í Ðrammen. — Hann hafði fengið alvarlegt tau-gaá- fáll, en að öðru leyti var líðan hans góð. Að hann fór ekki verr út úr þessu slysi, er einkájm þakkað því, að hann var í gúmmí- itMMHMMMMWWHMWMHM Það var Félag ungra jafn- aðarmanna í Vardö, sem hafði boðað til fundarins. Vinstra megin í húsakynnum ,,-PóI- stjörnunnar“ sátu rússnesku verkamennirnir, en hinir norsku hægra megin. Ræður Rússa voru jafnóðum Þýdd- ar á norsku og ræður Norð- manna á rússnesku. Fundurinn samþykkti ein- róma að stofna félag og í stjórn voru kjörnir bæði Norð menn og Rússar. Með hótun- um um verkfall var þess kraf- izt, að vinnutíminn væri stytt ur niður í tíu klukkustundir á dag. Fyrir aukavinnu skylöi greiða venjulegt tímakaup. Einnig var samþykkt, að verkamenn héldu 1. maí hátíð legan og lýst var stuðningi við þáttíöku í kröfugöngum þann. dag. Atvinnurekendur vildu ekki hlusta á neina af þessum kröf um. Þeir væru ekki skipu- lagðir og gætu því ekki sam- ið, sögðu þeir. En út af fyrir sig viðurkenndu þeir, að þetta væri ekki sérlega ósanngjam- ar krofur. Þess vegna féllast þeir smá.tt og smátt á að stytta vinnudaginn niður í 10 stundir. Þeir féllust einnig á að greiða fyrir aukavinnu. En þeir kölluðu stjórnarmeðliroi verkalýðsfélagsins fyrir sig og sögðu,.að þeir gætu valið um: annað hvort yrðu þeir að vera óvirkir í stjórn félags- ins eða þeim yrði sagt upp vinnu sinni að öðrum kosti. Þetta leiddi til þess, að félag- Framhald á 10. síðu. Alþýðublaðíð — 19. júlí 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.