Alþýðublaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 9
C ÍÞrétfir ) fislandsmótlð. Fram vann Þróff 5:1 íngimar og Floyd keppa 11 sepí. ÞÖ FRAM sigraði Þrótt í síð- ari leik þessara félaga í íslands mótinu á föstudagskvöldið var, reyndust knattspyrnulegir yfir- burðir þess ekki í samræmi við markatöluna. Leikurinn í heild var þæfingshnoð, með þó ein- staka, ekki ólaglegum sóknar- tilraunum á báða bóga. Sem þó allt framá 25. mín. leiksins leystust upp eins og reykur, á vítateigi. En þá átti Guðm. Óskarsson loks skot, sem sepidi knöttinn inn. Skömmu síðar bætti Guðjón Jónsson siðara marki Fram við í fyrri hálfleikn um. Er 7 mín. voru liðnar af síð- ari hálfleiknum kom briðja markið á Þrótt. Var það sjálfs- mark, sem v. framvörðurmn gerði er hann hugðist hreinsa frá markinu, Rétt á eftir skor- aði svo Guðjón fjórða markið og nokkru síðar bætti Guðm. Óskarsson því fimmta við. — Voru þá 20 mín. eftir af leikn- um. Loks á 37. mín. fær Þróttur. dæmda vítaspyrnu á Fram, fyr- ir hindrun á einn framherjann sem var í skotfæri, að Því er dómarinn taldi, sém jafnframt lét þess getið, aðspurður, að þetta væri vissulega sérlega strangur dómur fyrir brotið, en þar sem Fram hafði svo mikla yfirburði í leiknum þá hefði sér ekki fundist óréttlátt að dæma þannig, en slíkt hefði hann hinsvegar ekki gert ef leikur- inn hefði staðið jafn. Þorlákur Þórðarson dæmdi leikinn. í fyrri leik þessara félaga í íslandsmótinu, sem fram fór 21. júní skyldu þau jöfn 2:2. Bæði eiga þessi félög eftir að leika við Keflavík, Fram bæði á heimavelli þeirra og hér í Reykjavík, en Þróttur hefur þegar leikið við Keflvíkinga hér og varð sá leikur jafntefli 1:1, i og Þá fékk Þróttur þar annað stigið sem hann enn hefur hlot- ið í mótinu. Eitt er víst, að þessum liðum er alveg óhætt að taka betur á, í leikjum sín- um við Keflvíkinga, en gert var í þessum leik, ef stig leikjanna eiga að skila sér til þeirra, en ekki að lenda öll hjá Þeim suð- ur þar. E.B. FRAMKVÆMDASTJÖRI Floyds Pattersson, Bill Rosen- sohn tjáði blaðamönnum í fyrra dag, að keppni Ingemars og Floyds, hin síðari myndi fara fraim á Yankee-stadium 22. september. Áhugi fyrir keppn- inni er geysimikill og mun meiri en Þeirri fyrri, 26. júní s. 1. Olfusingar 1 flesf sfig ÖLFUSINGAR SIGRUÐU á íþróttamíóti Héraðssambands r Skarphéðins. Frjálsíþróttamót- ið fór fram á Þjórsártúni um, síðustu helgi og áður hafði ver- ið keppt í sundi, en eftir er knattspyrnukeppnin. Að loknu Þj órsár.túnmóti hafa Ölfusingar 70 stig, Biskupstungnamenn 66 stig og Selfoss 57 stig. Beztu af rek á mótinu vann í hástökki, Ingólfur Bárðarson stökk 1,80 m. og í þrístökki, Ólafur Unn- steinsson stökk 13,74. 2 Evrópumel! HOLLENZKA sundkonan Corre Schimmel setti /iýtt Evx- ópumet í 800 og 1500 m. skrið- sundi í fyrradag. Fyrrnefndvy vegalengdina synti hún á 10:25,3 mín. og þá síðarnefndu á 19:46,2 mín. * TÍMI Janke í 5 km. i lands- keppninni á Bislet í fyrradag, 13:46,8 er fjórði jbczti, semi náðst hefur. Aðeins Kutz, Pirie og Ihraos eru betri. — í spjót- kasti keppninnar sigraði kunn- ingi okkar frá í hitteðfyrra, — Klaus Frost, 77,58 m. Danieísen, varð þriðji með 71,53 m. Hanni er ekki í stuði þessa stundina. Verksmiðju okkar og afgreiðslu verður Lokað vegna sumarleyfa dagana 18. — 26. júní. Á tímabilinu vförður tekið á móti pöntunum í símum 15416 og 15417. Fabereinkasala Gluggar h.f., Stípholti 5. K. S. í. í. A. íslandsmótið meistaraflokkur í dag kl. 4 leika á Akranesi K.R. —Akranes Dómari: Magnús V. Pétursson. Línuverðir: Baldur Þórðarson, Björn Árnason. Ferð verður með Akraborg kl. 1 frá Reykajvík — frá Akranesi kl. 7,45 e. h. Mótanefndin. Hafið þér séð hina stórglæsilegu happdrætt- ishifreið Alþýðuflokksins: Chevrolet 1959. Miðar eru seldir í hennl f Austurstræti KR-Akranes í dag í dag kl. 4 leika KR og Akra- nes sinn fyrsta leik í íslands- mótinu og fer leikurinn fram á Akranesi. Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu, — en á myndinni sézt markvörður KR, Heimir Guðjónsson, sem aðeins þrisvar hefur orðið að sækja knöttinn í KR-markið á yfir- standandi íslandsmóti, en KR- ingar hafa skorað 25 sinnum hjá andstæðingunr sínum. Framhald af 1. sfðu. in á að bjóða til sölu á 21/2 földu nafnverði, sem var sölu- verð hlutabréfa félagsins fyr- ir 15—20 árum. Erfiður rekst- ur og skortur á veltufé mun vera ástæðan fyrir þessari slæmu afkomu félagsins. Það er ekki líklegt að hlut- hafar, sem engan arð hafa fengið í 15 ár, kæri sig um eða hafi handbært fé til þess að vernda hlutfallseign sína í félaginu, með því að kaupa viðbótarbréf fyrir fimm þús. krónur fyrir hvert eitt þúsund króna bréf, sem þeir eiga, en sætti sig heldur við að hlut- fallseign þeirra verði útþynnt um % hluta, eða reyni að selja ,sín bréf jafnframt. Ríkið og Reykjavíkurbær eiga að kaupa þetta olíufélag. Bæjarútgerðin notar óhemju magn af olíu, þúsundir Rej’k- víkinga eru háðir olíu til at- vinnurekstrar og upphitunar heimila. Ríkið notar einnig ó- hemju magn af olíu til skipa í eigu ríkisins, opinberra stofnana um allt land, spítala o. fl. o. fl. Olían er orðin okk- ur jafn nauðsynleg eða jafn- vel nauðsynlegri en rafmagn. Hver mundi í dag óska þess að Sogið eða Hitaveitan væri einkaeign fárra manna? Núverandi hlutafé í við- komandi olíufélagi er samtals í eigu hluthafa ein milljón krónur að nafnverði, sem stjórn félagsins metur á tværj og hálfa milljón króna sam- kvæmt ofanrituðu. (Miðað við. verðgildi íslenzkrar krónu í. dag samsvarar þetta 7 til 8% • af gangverði þessara bréfa fyrir stríð). Jafnvel þótt gefið væri fyrir bréfin eitthvað hærra verð, t. d. 10 til 15%, til þess að gjöra hluthafa á-í nægða, þá ættu kaupin að 1 vera hagkvæm fyrir ríkið, Reykjavíkurbæ og allan al- menning í landinu. Aukin nýting tækja félagsins svo ©g allur rekstur mun hagkvæm- ari, mundi fljótt koma fram í lækkuðu olíuverði. Það er talið að olíuhirgðir og eignir félagsins standi fyr- ir greiðslu skulda. Olíufélag þetta á tanka og afgreiðslu- stöðvar um allt land og tank- stöð hér í Reykjavík ásamt bílum og öllum tækjum til dreifingar á olíu til bæjarbúa. Auk þess ýmsar aðrar eignir og stóra lóð í miðbænum, sem mundi koma í góðar þarfir sem bílastæði. Það má ekki ske að þetta. féíag lendi í'eigu fárra manna. Ég veit að’það mundi gleðja marga af hinum 130 hluthöf- um félagsins, ef það yrði eign ríkis og bæjar og þannig liður j uppbyggingu heilbrigðs at- hafnalífs. Olíunotandi“. Óvífnir inn- brofsþjófar í Krlstiansand Kristiansand, 17. júlí (NTB). ÞJÓFAFLOKKURINN, sem plágað hefur Kristiansand að undanförnu, var á ferðinni í nótt og brauzt inn í 9 fyrirtæki í miðbænum. Ekki virðist flokki urinn hafa borið mikið úr být- um við innbrot þessi, en hins vegar er ósvífni flokksins ótrú- leg .Mörg fyrirtækjanna liggjat við aðalgötu hæj^irins, — og brauzt flokkurinn inn með því að brjóta rúður yfir aðaldyrum við götu á flestum stöðunum. : / AlþýSublaðið — 19. júlí 1959 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.