Alþýðublaðið - 25.07.1959, Side 9
( ÍÞróttir j
Pressuleikurinn:
v
B-landsliðið kom á óvart. - Urvalið
sigraði 3:2 eflir miðg iafnan leik
ÚRVALSLIÐ íþróttafrétta-
manna sigraði B-landsliðið, sem
valið hefur verið til að leika í
I>órshöfn í Færeyjum á þjóð-
hátíðardegi Færeyinga — Ól-
avsvökunni — hinn 29. júlí
næstk. — Leikurinn, sem fram
fór í Laugardalnum á fimmtu-
dagskvöldið s. 1. var jafn og
lauk með 3:2. Að fyrri hálfleik
loknum, sem var betur leikinn
og fjörugri, stóðu leikar 1:1.
Breyting var á liðunum frá
því sem tilkynnt hafði verið,
einkum þó úrvalinu. Hvorki
Hörður Felixson né Ríkharður
Jónsson treystust til að leika
með er til kom, vegna meiðsla.
í stað Harðar lék Rúnar Guð-
mannss. í stöðu miðframvarð-
ar og átti hann góðan leik, og
Þórður Þórðarson miðfram-
herja í stað Ríkharðs. Margir
eru þeir knattspyrnuunnend-
urnir, sem áhuga hafa á því, að
sjá hvers Ríkharður er megn-
ugur sem miðherji, og líta svo
á, að einmitt. í þeirri stöðu gæti
hann kannske unnið landslið-
inu hvað mest gagn. Það varð
því mörgum mikil vonbrigði
að Ríkharður skyldi ekki geta
tekið þátt í þessum leik. Á v.
kanti lék hins vegar Gunnar
Gunnarsson. Einar Sigurðsson,
annar bakvörður B-liðsins, gat
heldur ekki leikið með, en í
hans stað kom Hörður Guð-
mundsson, en ’hann er vara-
maður.
Það vaf B-liðið, sem átti
fyrsta marktækifæri leiksins,
er Högpi miðherji þess komst
frír inn fyrir vörnina, en skaut
fram hjá. Voru þetta mikil mis-'
tök úr annarri eins aðstöðu.
Stuttu síðar bætti hnnn þó fyr-
ir þetta, er hann skoraði mjög
skemmtilega. Björn Helgason,
v.innherji, fékk knöttinn send-
an, lék laglega á varnarleik-
mann, spyrnti síðan örugglega
til Guðmundar Óskarssonar,
sem þegar renndi knettinum
viðstöðulaust til Högna, Heim-
ir markvörður kemur út, en
Högni leikur rólega á hann,
sendir síðan knöttinn örugg-
lega í autt og opið markið.
Hlaut B-liðið mikið klapp á-
horfenda fyrir þessar skemmti-
legu aðgerðir.
Á 16. mínútu á úrvalið góða
sóknarlotu, það var Þórður
Þórðarson, en hann átti nú enn
betri leik en á Akranesi á
sunnudaginn var og verður
þess vart lengi að bíða að hann
nái sínu fyrra gengi, sem upp-
tökin átti að henni. Hann leik-
ur hratt fram með knöttinn,
tveir varnarleikmenn koma
gegn honum, en hann sendir
HANDKNATTLEIKSMÓT ís-
lands, utanhúss, heldur áfram í
dag og lýkur á morgun. Leik-
irnir fara sem fyrr fram að
Hörðuvöllum í Hafnarfiði. Hefj
ast leikirnir báða dagana kl. 16
cg leika í dag Eram gegn FH
og ÍR gegn ÁrmE/mi. Á morgun
leika Fram gegn IR og Aftur-
elding gegn FH.
Leikirnir hafa verið mjög
spennandi og er skemmst að
minnast að á miðvikudaginn
var sigraði FH ÍR með aðeins
tveggja rnarka mun. Fram hef-
ur unnið báða sína leiki, Aftur-
eldingu með 17:12 og Ármann
17:13, og verða því vafalaust
skeinuhættir FH, er FH mætir
þeim í dag án hins snjalla og
fjölhæfa leikmanns Einars Sig-
urðssonar. Ármann heíur tap-
áð þeim þrem leikjum, sem fé-
lagið hefur leikið á mótinu,
þrátt fyrir að félagið hafi sýnt
góðan leik og styrkur þess fari
vaxandi. Er enginn vafi á að
þeir hafa hug á að vinna lR-
inga, er þeir mæta þeim í dag
og ÍR-ingar verða án Gunn-
laugs Hjálmarssonar, sem á-
samt Einari Sigurðssyni fer
með B-landsliðinu í knatt-
spyrnu til Færeyja. Gunnlaug-
ur hefur skorað 13 mörk í þeim
tveim leikjum, sem ÍR hefur
leikið á mótinu. Ef Fram vinn-
ur FH í dag, munu ÍR-ingar
verða að hafa sig alla við, ef
þeir ætla að fara með sigur af
hólmi, er þeir mæta Fram á
morgun. Og hvernig sem staða
FH verður eftir daginn í dag,
þá er enginn kominn til að spá
með vissu fyrir sigri þeirra yfir
Aftureldingu á morgun. Hinn
snjalli markmaður FH, Hjalti
Einarsson, mun áreiðanlega fá
að finna fyrir skyttum liðsins.
Halldór Lárusson hefur skorað
20 mörk í þrem leikjum og Ás-
björn Sigurjónsson 12 mörk. —
Keppnin um helgina verður
alla vega mjög tvísýn og engan
veginn hægt að spá um sigur-
möguleika neins eins félags.
Þegar leikirnir 1 Handknatt-
leiksmótinu, sem háð er að
Hörðuvöllum í Hafnarfirði hefj
ast á lalgardaginn 25. júlí 1959
er staðan í mótinu eftirfarandi:
Afturelding 3 2 0 1 4 53:49
F.H. 2 2 0 0 4 40:24
Fram 2 2 0 0 34:25
Ármann 3 0 0 3 0 39:65
1108 taka þáll í
meistaramót V-
knöttinn milli þeirra og til
Arnar Steinsen, sem leikur enn
fram með hann, upp að enda-
mörkum, en þaðan sendir hann
fyrir markið, Sveinn Jónsson
er þar fyrir vel staðsettur og
skallar þegar óverjandi og skor
ar. Var þetta vel skipulögð og
framkvæmd sókn, af hraða og
nákvæmni.
Það sem eftir var leiksins
gekk á sóknum á víxl, en þó
mörk beggja kæmust stundum
í hættu, voru ekki fleiri mörk
skoruð. Guðmundur Óskarsson
komst t. d. í gott færi, eftir að
hafa leikið létt og lipurt a
þrjá varnarleikmenn. en skaut
hátt yfir. Einnig átti Þórólfur
Beck fast skot rétt utan við
stöng, og Guðmundur aftur
skot yfir, úr ágætri sendingu
Björns Helgasonar.
Aðeins voru 3 mín. liðnar af
seinni hálfleiknum er úrvalið
skoraði. Það gerði Þórður
Þórðarson með leiftursnöggu
skoti. Til hans hrökk knöttur-
inn eftir skot frá Þórólfi, sem
lenti á varnarleikmanni. Þórð-
ur nýtti tækifærið mjög vel og
fljótt, svo engum vörnum var
við komið. Er stutt var liðið á
hálfleikinn varð Sveinn Jóns-
son að yfirgefa völlinn vegna
meiðsla, en í hans stað kom
Garðar Árnason í stöðu inn-
herja. Rétt eftir komu Garð-
ars er úrvalið í sókn, Þórður
Þórðarson fær knöttinn, skeið-
ar fram með hann, Hörður Guð
mundsson kemur gegn honum,
en megnar ekki að stöðva hann,
Þórður brunar allt upp að enda
mörkum og sendir þar fyrir
markið, þar er Garðar Árnason
(Fr-amhatd á 10. siau)
Tacudi hlauf
7298 sfig
Þýzkalands í
frjálsíþróttum
HANN er þýzkur met-
hafi í 400 m. grindahlaupi
og heitir Helmut Janz. —
Myndin er tekin í sex-
landakeppninni um síð-
ustu helgi, en þá sigraði
Janz á 51,5 sek., sem er
einn bezti tími í Evrópu í
sumar. Annar varð kunn-
ingi okkar frá 1955, Hol-
lendingurinn Parlevliet. -
Hann hljóp á 52,2 sek..,
sem er nýtt hollenzkt
met.
\
1 LANDSKEPPNI Banda-
ríkjanna og Japan setti sveit
þeirra fyrnefndu nýtt heimsmet
í 4X100 m skriðsundi, fékk tím
ann 3:44,4 mín. í sveitinni voru
Elton Fclle^f Lange Larson,
Jeff Farrel og Joe Alkire. Jap-
anir syntu á 3:48,0, japanskt
met. Gamla heimsmetið átti
áströlsk sveit, 3:46,3 mín.
□
SVÍAR urðu Norðurlanda-
meistarar í sundknattleik, sigr
uðu Finnland í úrslitaleik með
6:3. Danir sigruðu Norðmenn í
keppninni um þriðja sætið 7:2.
Róirarmót
háð á
RÓÐRARMÓT íslands og
landsmót drengja í róðri fer
fram um helgina í Skerjafirði;
Á laugardaginn 25. júlí verð-
ur mótið sett af forseta ÍSÍ og
strax á eftir eða kl. 16,00 verð-
ur keppt í 1000 metra róðri
karla og kl. 17,30 í 2000 metra
róðri karla. Sunnudaginn 26.
júlí heldur keppnin áfram með
því að kl. 10 verður keppt í
500 metra róðri karla og 1000
m. róðri drengja. — í öllum
greinum verður keppt í fjór-
æringum með stýrimanni
Þátttakendur eru úr tveim
félögum: Róðrarfélagi Reykja-
víkur og Róðrarklúbb æskulýðs
félags Akureyrarkirkju.
í fyrra sigraði Róðrarklúbb-
ur æskulýðsfélags Akureyrar-
kirkju í öllum greinum karla,
en Róðrarklúbbur Reykjavíkur
hefur til þessa unnið í öllum
landsmótum drengja.
Velkominn aftur í landsliðið
Á MEISTARAMÓTI Vestur-
Þýzkalands, sem hófst í gær og
stendur yfir til 27. júlí, eru 1108
keppendur! Flestir taka þátt í
100 m. hlaupi eða 62, en annars
eru keppendur yfirleitt 40—50
í hverri grein. Mótið er háð á
Neckerstadion í Stuttgart. Þetta
er 59. meistaramótið í röðinni.
Á Íþróttasíðu s. 1. þriðjudag
var skýrt frá árangri í nokkrum
greinum sex-landakeppninnar í
Duisburg og var farið rangt með
afrek Svisslendingsins Tscudi í
tugþrautinni. Sagt var að hann
hefði hlotið 7929 stig, en hann
hiaut 7298, sem er einnig frá-
bært afrek og nýtt met. Afrek
hans í einstökum greinum voru:
100 m., 10,7, langstökk, 7,15 m.,
kúluvarp, 13,76 m., hástökk,
l, 80 m„ 400 m„ 48,3 sek„ 110
m. grind, 14,8, kringlukast,
36,18 m„ stangarstökk, 3,60 m„
spjótkast, 52,37 m„ og 1500 m„
4:40,7 mín. Afrek og röð ann-
arra keppenda:
Stig:
2. Kamerbeek, Holl„ 6989
3. von Moltke, V.-Þýzkal„ 6880
4. Nilske, V.-Þýzkalandi, 6458
5. Sar, ítalíu, (met) 6394
6. Marien, Belgíu, (met) 6181
7. Paceagnella, ítalíu, 6081
8. Timme, Hollandi, 5938
9. Gras, Frakklandi, 5885
10. Zimmermann, Sviss, 5598
11. Boitton, Frakklandi, 5550
12. Jaspers, Belgíu, 5075
LANDSLIÐSNEFND hefur
lokið við að skipa í lið það, sem
leikur í undankeppni Olympíu-
leikanna í knattspyrnu, er fram
fer í næsta æánuði í Kaup-
mannahöfn og Osló, svo sem
kunnugt er. Alls eru val.dir 16
menn, og hafði landsliðsnefndin
þegar fyrir nokkru síðan valið
15 þeirra, en eitt sæti var laust,
en í það var valið eftir leik B-
landsliðsins við pressuliðið síð-
asta fimmtudagskvöld, 0£ sá
sem fyrir valinu varð, var Þórð
ur Þórðarson, hinn þjóðkunni
og snjalli miðherji Akranesliðs
ins. Þórður varð fyrir því ó-
happi að meiáast í kappleik í
vor, og hefur því ekki getað æft
eða leikið fyrr en nýlega. Fyrsti
leikur hans eftir meiðslin var
gegn KR á Akranesi sl. sunnu-
dag, og svo'aftur á Laugardals-
vellinum á fimmtudagskvöldið,
þar sem hann lék með pressulið
inu og átti þá ágætan leik. Eft-
ir þenna leik samþykkti lands-
liðsnefndin í einu hljóði að
velja Þórð í landsliðið. Mun það
vekja almennan fögnuð knatt-
spyrnuunnenda, að Þórður
Þórðarson, sem svo marga hildi
hefur háð fyrir land sitt á knatt
spyrnuvellinum, skuli aftur
vera kominn í landslið íslands.
Meistaramót Íslands í
fer fram 9.-11. ág.
MEISTARAMÓT ÍSLANDS
í frjálsíþróttum verður háð á
Laugardalsvellinum dagana 9.
til 11. ágúst n. k Þátttökutil-
kynningar þurfa að berast sem
fyrst í pósthólf 1099 eða í síð-
asta lagi 4. ágúst n. k. — Frjáls-
íbróttasamband íslands hefur
skipað sérstaka nefnd sem' sér
um framkvæmd mótsins og
leggur hún áherzlu á almenna
og mikla þátttöku frjálsíþrótta-
manna af öllu landinu. Þeir í-
þróttamenn utan af landi, sem
ætla að taka þátt í mótinu og
vonandi verða þeir margir, —
geta snúið sér til formanns
j nefndarjnnar, Guðmundar Sig-
urjónssonar varaformanns FRÍ
; (sími 34338) og hann mun að-
stoða þá eftir beztu getu qiu
útvegun húsnæðis í bænum.
FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN! —
Sameinist um að gera meistara-
mótið að aílsherjaríþróttahátíð
með því að fjölmenna til
keppni. (
Alþýðublaðið — 25. júlí 1959 ^