Alþýðublaðið - 29.07.1959, Side 5

Alþýðublaðið - 29.07.1959, Side 5
MYNDIRNAR: — A efstu myndinni er Jón Eyþórsson veðurfræðingur dö flytja ræðu sína. A niiðri -síðunni er mynd af fánaborg, sem komið var upp. Neðsta mynd in sýnir tvo bændur ur Ilúnavatnssýslu, þá Björn Lárusson á Auðunarstöðum og Óskar Teitsson í Víði- dalstungu. (Ljósm.: Haukur Eggertsson.) BREZKA blaðið „Empire News“ flutti sl. sunnudag viðtal við frískan mann, Thomas Karua, sem heldur því fram, að það hafi verið hann, sem kom af stað orð- rómnum um yfirvofandi morð á öllum hvítum mönnum í Nyasalandi í febrúar og marz sl. Alþýðublaðinu þykir rétt að birta þetta viðtal, dálítið stytt, vegna þeirra deilna, eru uppi um þetta mál í brezka þinginu. Karua er 25 ára gamall og viðtalið fór fram í skrifstofum Afríku- nefndarinnar í London. „Ég var upphafsmaðurinn að hinni miklu morða-samsæris ! sögu í Nyasalandi, og nú er ég kominn til London til að skýra Devlin-nefndinni frá sannleik- anum, sem ég gat ekki skýrt henni frá, þegar ég var tvisvar | kallaður fyrir hana heima. Allt, j sem ég sagði, var tilbúningur — en lögreglan og landsstjórinn trúðu mér.“ Blaðamaðurinn skýtur því inn í, að Karua hafi verið mað- urinn, sem skýrði lögreglunni frá morðum og drápum, er fyr- irhuguð væru af afríska kon- gressflokknum,- á svokölluðum R-degi. . „Það var allt lygi. Ég sagði Þeim þetta af því að ég hélt að BLAÐINU hafa borizt svip- myndir frá móti Húnvetninga á Hveravöllum um fyrri helgi og ræddi um þær við einn ferðalanganna, sem sagði, að skemmtifundur þessi á Hvera- völlum hafi verið einstakur í sinni röð og um marga hluti merkilegur. 130 manns á fjór- um langferðabílum og tveim minni komu saman og var Jón Eyþórsson leiðsögumaður. Ek- ið var upp Grímsnes, snætt í veitingaskála við Gullfoss áður en lagt var á sandana inn að Hvítárvatni og gist í sælu- húsum og tjöldum í Hvítár- nesi aðfaranótt laugardags, en þann dag ekið til Kerlinga- fjalla og rakleiðis inn á Hvera velli og tekið þar á móti Norð- anmönnum hálfri stundu eftir nón. Hafði sýslufánum þá ver- ið komið upp svo og tjaldborg og kvöldvaka undirbúin. KVÖLDVAKA Á IIVERAVÖLLUM. Friðrik Karlsson, formaður Húnvetningafélagsins, setti kvöldvöku með ræðu og skýrði frá því, að Steingrím- ur Davíðsson, skólastjóri á Blönduósi, hefði átt hugmynd- það myndi veita mér eina mögu leikann til að komast úr landi, vegna þess að ég var eini með- limur kongressflokksins, sem hafði Tanganyika-vegabréf,“ Karua er fæddur í Tangan- yika, en flutti til Nyasalands fyrir tveim árurn. Hann hefur rekið útvarpsviðgerðaverkstæði í Blantyre og í frístundum að- stoðaði hann kongressflokk dr. Banda við að setja upp og gæta hátalarakerfis á fundum flokks ins. Hann var einn af þeim hundruðum manna, sem voru skyndilega handteknir við sól- arupprás 3. marz. Segist hann hafa verið handtekinn úti á þjóðvegi og fluttur til lögreglu- stöðvarinnar í Zomba. ina að því, að halda slíkt mót, og varpað henni ifraai á árs- hátíð félagsins í Reykjavík síðast liðinn vetur. Steingrím- ur, sem var fararstjóri norð- anmanna, flutti sunnanmönn- um ávarp, og Jón Eyþórsson lýsti umhverfi og sagði sögu staðarins, sögu Höllu og Ey- vindar. Auk þeirra töluðu Hannes Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, Ágúst Jónsson bóndi á Hofi, Guðmundur Björnsson, kennari, Akranesi, og Hannes Þorsteinsson, kaup- maður, flutti frumort ljpð í tilefni samkomunnar. REIPTOG OG HARMÓNÍKULEIKUR. Reiptog milli norðan- og sunnanmanna fór fram í tveimur atrennum og veitti norðanmönnum heldur betur, en togstreitan vakti mikla kátínu áhorfenda. jóhannes Benjamírísson dró nú fram dragspil sitt og var stiginn fjörugur dans fram eftir nóttu. Lét hann fjúka í kvið- lingum, ,sem margur hafði gaman að, því að hann er hag- mæltur vel. Sagt er að seint muni hafa verið gengið til náða þessá nptt, enda margt að spjalla á góðra vina fundi í næturkýrrðinni. Þeir, sem vöktu, segjast seint munu gleyma sunnudagsmorgnin- inum, sólaruppkomunni og litadýrð fjallanna. Síðari hluta sunnudags var haldið heim á leið með viðdvöl á Kili, ekið niður Skeið og eftir miðnætti. áð við Lögberg, þar sem formaður Húnvetningafé- lagsins flutti kveðjuorð, en ferðafólkið kvaddist með fer- földu húrrahrópi fyrir farar- stjóra og ágætri skemmtiför, .sem teljast mun nýmæli í sumarskemmtunum okkar. Gesfabók að Sflöng _ Á SL. VETRI ákvað stjórn Árnesingafélagsins í Reykjavík að láta gera gestabók og gefa að Stöng í Þjórsárdal. Fyrir nokkrum dögum fór hópur manna þangað inn eftir með bókina, og var í för með þeim Gísli Gestsson safnvörður í Þjóðminjasafninu. Að Stöng af- henti formaður Árnesingafé- lagsins, Óskar Sigurgeirsson, bókina með nokkrum orðum, en Gísli veitti'henni viðtöku fyrir safnsins hönd. Bókin er í útskornum tré- spjöldum og með koparlömum, vandaður gripur og smekkleg- ur. Útskurðurinn er eftir Wil- helm Beekmann, en Hólaprent gekk frá bókinni að öðru leyti. Á þessu sumri eru 20 ár síðan rústirnar í Stöng vor.,u grafnar upp. Gestakomur hafa þar ætíð, verið miklar síðan og eru enn, enda er aðkoma þar góð og vel að hinum merkilegu minjurn búið. Yfir þeim er nýlegt þak, sterkt og reisulegt, og bjart og þrifalegt um að litast inni. „Síðan var ég fluttur til Suð- ur-Rhodesiu og endaði loks í klefa í Khamy-fangelsi um 30 km frá Bulavayo. „Tveim dögum síðar komu tveir starfsmenn öryggislög- reglu Nyasalands inn í klefann. Þeir höfðu meðferðis yfirlýs- ingu, sem þeir báðu mig um að undirrita. „Ég hugsaði málið, komst að þeirri niðurstöðu, að lífsnauð- synlegt væri að einn .okkar kæmist úr landi til að segja um heiminum frá því, sem væri að gerast, og að ég hefði góða möguleika á að takast það á hendur. Ég lét því til leiðast og ritaði undir. „Mér var sleppt. Þá baðst ég leyfis til að fara til hins verk- stæðisins -míns í Tanganyika. Þeir vildu fá frekari yfirlýsing- ar, svo að ég prjónaði utan um það, sem ég hafði áður sagt. „Ég sagði þeim, að ég hefði legið í felum í kjarrinu og heyrt rætt um samsæri um að myrða alla, allt frá landsstjór- anum Og niður úr. „Yfirlýsing mín var aðalefni hvítu bókarinnar, sem gefin var Út í marz sl., og skýrði frá ástæð um landsstjórans fyrir því aþ lsa yfir neyðarástandi. Karua var sagt, að hann gæti farið úr landi, en fyrst heim- sótti hann einn af leiðtogum kongresflokksins, frú Rose Chibambo, og undirritaði yfir- lýsingu um, að yfirlýsing sú, sem hann hefði látið lögregl- unni í té, hefði verið gefin vegna hótana og væri röng. Afrit af yfirlýsingu þessari komst í hendur lögreglunnar, og hann var þegar í stað hand- tekinn á ný. Þrír háttsettir starfsmenn stjórnarinnar heim- sóttu hann í klefann. „Mér var sagt, að ég yrði að koma fyrir dómara vegna yfir- lýsingar þeirrar, er lögreglan hefði komizt yfir. „Ég sá, að ég átti ekki ann- arra kosta völ og ég gerði það, sem þeir sögðu. Ég var aftur Framliald á 10. síðu. Flóð yfirvof- andi á ný á Mýrdals- sandi VEGAMÁLASTJÓRNIN var ar menn við að fara austur yfir Mýrdalssand, nema þeir eigi mjög brýnt erindi þangað. Fékk blaðið þær upplýsingar hjá vegamálastjóra í gær, að að- vörun þessi stafaði af því, að búast mætti við því hvenær sem. væri, að vatnið flæddi yfir hinn nýja varnargarð. Kvaðst hann vera að fara austur með flokk manna til að athuga að- stæður og kanna, hvað gera megi til að tryggja umferð um sandinn. Ný bók efl! Aonar ÞAÐ er komin út ný bók á íslenzku eftir Agnar Mykle, ' höfund ,,Roðasteinsins“ og „Frú Lúnu í snörunni“. Bók þessi heitir „Blettirnir á vest. inu mínu“ og er safn af smá- sögum. „Með þessari bók kynnast íslenzkir lesendur Agnax’i Mykle sem sinásagnahöfundi. Og hann er djarfmæltur I smá sögum sínum engu síður en í skáldsögunum. Og hann leik ur á marga strengi. Kímni og gáski, skop Ojt ádeila, samúð og nærfærni, raunsæi og taum Jaust hugarflug — allir þessir strengir í mannlegu sálariífi leika í höndum hans. Viðfar.gk efni hans er fyrst og fremst sambúð mannanna, bæði I þröngri og víðri merkingu -<* ást þeirra og hatur, einrnana0 leiki þeirra °g blíðuþörf.“ Þetta eru ummæli útgefb anda — Bláfellsútgáfunnar Alþýðublaðið — 29. júlí 1959 £

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.