Alþýðublaðið - 01.08.1959, Page 3

Alþýðublaðið - 01.08.1959, Page 3
\ X Kommúnistískir uppreisnarmenn njóta beins stuðnings Viet-Nam. LONDON, 31. júlí, (Reuter). — Bardagar milli hers Laos og uppreisnarflokka kommúnista liafa breiðzt út í frumskógum tveggja héraða, er liggja að landamærum hins kommúnist- íska Norður Viet-Nam, segja fréttir, er hingað hafa borizt. Góðar heimildir telja, að stjórn Laos kunni að biðja Samein- liðu þjóðirnar um aðstoð. Bardagarnir hófust fyrir þrem dögum í Sam Neua-hér- aði og sakaði Laos Norður Viet- Nam þá þegar um að skipu- leggja árásir yfir landamæri landanna. í gærkvöldi laumaðist komm únistahópur gegnum frumskóg ínn og tók landamæravarðstöð í Phong Saly-héraði. Yfirmað- Ur stöðvarinnar var drepinn og 1 ÞAÐ, SEM GERÐIST Á 1 MEÐAN VIÐ VORUM í SKEMMTIFERÐINNI: J . . !★ HONOLULU: Við kosning- ernar á Hawai fengu repúblik- anar ríkisstjórann og annað oldungadeildarsætið, en demó- feratar hitt öldungadeildarsætið Og sætið í fulltrúadeildinni. Þetta var síðasta formlega Bkrefið, áður en Hawai verður BO. ríki Bandaríkjanna. Kosn- ingaþátttaka var um 85%. fr SVERDLOVSK: Nixon, Varaforseta Bandaríkjanna, var vel tekið hér, en þó sortnaði í filinn' í lokin, er nokkrir menn tóku að kalla mjög fram í fyr- Ir honum. Þeir voru klæddir Bem verkamenn en höguðu sér eins og hermenn í köldu stríði. (★ WASHINGTON: Eisen- hower Bandaríkjaforseti, ikvaðst hafa í huga að takast ferð á hendur um allan heim, er hann hverfur á brott úr Hvíta húsinu eftir hálft annað ár. Einkum hyggst hann heim- Bækja Suður-Ameríku, Afríku pg Austurlönd fjær. menn hans handteknir. Phony Saly liggur fyrir vestan Sam Neua. Það liggur bæði að komm únistíska Kína og Norður Viet- Nam. Árásin var gerð skammt frá norður viet-namska virkinu Di- en Bien Phu, þar sem hersveit- ir kommúnista yfirbuguðu franska setuliðið skömmu fyr- ir lok stríðsins í Indó-Kína fyr- ir nokkrum árum. Á meðan setið var við samningaþorðið í Genf tók her Viet Minh Dien Bien Phu með aðstoð kín- verskra kommúnista. Fréttir í dag segja, að um 1200 uppreisnarmenn kommún- ista berjist við hermenn stjórn ar Laos í frumskóginum í steypi regni. Talsmaður brezka utan- ríkisráðuneytisins studdi í dag algjörlega þá staðhæfingu, sem kom fram í opinberri tilkynn- ingu Laosstjórnar í gær, að þessir flokkar uppreisnar- manna „væru nýir flokkar. al- gjörlega vopnaðir, útbúnir og styrktir af lýðveldinu Viet- Nam“. Hann kvað enga ástæðu til að efast um þá staðhæfingu. FYRIR skömmu varð kengúra fyrir híl skammt frá Melbourne í Ástralíu og drapst. Gott fólk tók fjögurra mánaða gamlan unga hennar í fóstur, og tíkin Soda, sem þá átti 8 hvolpa, gekk kengúrunni í móður stað með ágætum árangri, Hér sést kengúru unginn skemmta fóstur- móður sinni með því að hoppa yfir hana. Bretar flykkjast til meginlandsins Einn í hóp og íveir í lesf ■ Júmbó gafsf upp - aðrir reyna í Kerala LONDON, 31. júlí, (Reuter). — Mánudagurinn er síðasti frí- dagur til jóla í Bretlandi og milljónir manna taka sig upp til að vera einhvers staðar ann- ars staðar en heima hjá sér þann dag. Menn láta sér ekki lengur nægja að fara út að sjó. Um 150.000 manns ætla sér yfir Ermarsund, eftir því sem ferðaskrifstofur upplýsa. Rúm- lega þriðjungur ferðast flug- leiðis. Vinsælasta landið f ár er Ítalía. Þangað ætla um 36.000 manns, þá kemur Spánn, þang- að ætla 28.000 og síðan koma Frakkland og Sviss. Um þelgina mun flugfélagið BEA halda uppi 115 ferðum á dag til meginlandsins frá Lun- dúnum einum. Mun félagið flytja 100.000 Breta til megin- landsins í vikunni, sem lýkur á mánudagskvöld. Minni flug- félög fara næstum eins margar ferðir. Eitt félag fer 100 ferðir á dag til Frakklands með bíla. Járnbrautir, langferðavagn- ar og einkabílar komust þegar í kvöld aðeins fetið á leið sinni út að strönd. Formaður félags bifreiðaeigenda gaf þá aðvörun, að ef ekki tækist vel með ör- yggið á vegunum um helgina, þá munu einn eða ffeiri hafa drepizt og um 60 særzt í hvert skipti, sem klukkan heilan tíma. TORINO, 31. júlí (Reuter). — Þrír fílar munu leggja upp frá Torino á morgun til þess að sanna, að þrír fílar séu betri en einn, þegar til þess kemur að klifra yfir fjöllin á landamær- um Ítalíu og Frakklands. Fíl- arnir, sem eru hluti af sirkus, sem um þessar mundir sýnir í Vercelli hér í grenndinni, ætla sér í fótspor fíla Hannibals, sem fóru þessa leið í hina átt- ina árið 218 fyrir Krist. Júmbó, sem brezkur leiðang ur fékk lánaðan í dýragarði í Torino til að sanna þá kenn- ingu að Hannibal hefði farið um Clapierskarð niður á Ítalíu, varð að gefast upp og kom í gærkvöldi aftur til Torino með járnbrautarlest. Skriðuföll ollu því að nokkru. Dariz Togni, sem starfar við sirkusinn í Vércelli, stendur fyrir þessari nýju tilraun, cg telur, að meiri möguleikar séu á árangri, þar eð fílar séu hóp- verur, sem eigi betra með að klifra í hóp. unnu 5:1 ISLENDINGAR léku annan leik sinn í Færeyjum í gær og sigruðu með 5 mörkum gegn 1. MÝVATNS-silungurinn er nú svo vænn, að sjaldan eða aldrei hefur veiðzt hér eins vænn sil- ungur. í fyrra voru bröndurnar um það bil helmingi minni. Þurfti slægi; þá minnst tvær til þess að hafa i upp í kílóið en nú tæpa eina. Eifra hnén að sjást — eða ekki? •fc LONDON: Bók um banda- ríska píanósnillinginn Van Cli- burn hefur verið gefin út í 75.000 eintökum í Sovétríkjun- um, segir Tass. Bókin er skrif- uð af Sofíu Hentova, tónlistar- gagnrýnanda. ★ HUDDERSFIELD: Bill Malbert ætlar ekki að hafa fölsku tenmynar sínar, þegar hann fær sér afmælis-bjórglas- ið sitt á kránni á morgun. Á síðasta afmæli hans hrökk neðri tanngarðurinn út úr hon- um og ofan í bjórinn. Hann hefur ekki sett hann upp £ sig síðan. „Bjór og tóbak í hófi — borðið vel“ er ráð hans til larsg- lífis. — Hann verður 105 ára á morgun. Á'- BONN: Vestur-Þjóðverjar hafa endurskoðað afstöðu sína til bess að bjóða Tékkum cg Pólverjum upp á griðasáttmála vegna stuðnings Pólverja við Austur-Þjóðvérja og Rússa í Berlínarmálinu. svipí völdum NÝJU DELHI, 31. júlí (Reuter) i— Forseti Indlands, Rajendra Prasad, svipti kommúnista- Btjórnina í Kerala í dag öllum völdum og setti ríkið undir beina stjórn sína. Ákvörðun þessi kemur eftir sex vikna ó- eirðir £ ríkinu vegna óánægju incð stjórn kommúnista. í ó- eirðum þessum biðu 3 menn ibana, margir særðust og þús- nndir manna voru handteknir. Dr. B. Ramakrishna, landsstjóri I Kerala, tilkynnti stjórninni á- kvörðun forsetans. Tízkuhúsin í París ósammála um nýju tízkuna París, 31. júlí (Reuter). TÍZKUHÖFUNDARNIR í París luku í dag yið að sýna haust- og vetrartízkuna, án þess að hafa úrskurðað eitt veigamikið atriði — nefnilega hvort kné kvenna skuli sjást í ár eða ekki. Guy Laroche, hinn síðasti sýnenda, er á sömu línu og St. Laurent hjá Dior, þ. e. a. s. hné skulu sjást. í þeim flokki er líka Nina Ricci. Laroche byltir líka til útlitinu, eins og St. Laurent, £ mótsetningu ' við t. d. Chanel, Balmain, Car din, Desses, Patou og Heim, sem hafa lagt áherzlu á „lady“ legan og þægilegan fatnað. — Þeir lækkuðu líka faldinn allt frá einni upp í þrjár tommur. — Cardin og Castillo hjá Lan- vin lækkuðu mittið. Dior, Ricci og Laroche slepptu krög um algjörlega á dagkjólum, og er hálsmálið hjá þeim peysuhálsmál. Hjá Ricci er lögð álierzla á víðar ermar. Laroche hefur fellingar og sí- fellur (plíseringar) á víðum lierðum, er síðan mjókkar nið ur í mittið o. s. frv. Tízkuhúsin hafa sem sagt ekki verið svona ósammála um tízkuna í mörg ár. Dior hefur enn einu sinni lagt á- herzlu á algjöra byltingu. — Hundruð stílfræðinga, kaup- enda og framleiðenda eru nú önnum kafin við að reyna að koma sér niður á, hvor nýja tízkan muni verða tízka vetr- arins. * SAN FRANCISCO: Finnar opnuðu hér í gærkvöldi finnska verzlunarmiðstöð hér. I ný- tízkulegum sýningarsölum sýna þeir finnsk húsgögn og list- vör.ur. ic DETROIT: 232.232 erlend- ar bifreiðir voru seldar í Bánda ríkjunum á fyrstu fimm mán- aðum þessa árs. Á sama tíma 1958 voru seldir 128.331 bíll. Mest var selt af Volkswagen, 42.136, en næst kemur Renault með 30.265. Röð annarra bíla var: Enskur Ford, Opel, Simca, Fiat, Hillman, Triumph, Vaux- hall og Volvo. Alþýðublaðið — 1. ágúst 1959 ^ t

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.