Alþýðublaðið - 02.08.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.08.1959, Blaðsíða 11
Reneé Shann: 20. dagur jvfargir telja vísí, að Krúsfjov verði boðið vestur um haf sá það ekki einu sinni. Yið Caroline höfðum lagt höfuðin í bleyti, því ég vildi taka mig vel út, þegar við Kit Harker áttum að hittast. Kjóllinn var fallegur, þröngur eins og hanzki, eldrauður og öðru vísi en allt annað, sem Steve hafði séð mig í. „Mikið er þetta fallegur kjóll, frú Blane“, sagði frú Connor, sem eimnitt í þessu var að koma upn með kvöld- matinn fyrir Nicky. Stevp kom líka inn til að þjóða Nicky góða nótt. „Ég er viss um að mamma verður fallegust af öllum í boðinu. Heldurðu það ekki líka, pabbi?“ spurði Nicky sakleysislega. „Auðvitað verður hún það, sonur minn“. Ég sendi honum stríðnislegt augnaráð til að segja honum að það hefði verið skemmti- legt ef hann hefði meint þetta! Ég tók upp nertz-slána, sem Caroline hafði lánað mér og eftir henni tók Steve. „Hvar í ósköpunum hef- urðu náð í þetta?“ „Jólasveinninn gaf mér hana í jólagjöf, yissirðu það ekki?“ Ég sendi Nicky fing- urkoss og hljóp út í bílinn. Leggatts hjónin bjuggu í stórri villubyggingu og við ókum að aðaldyrunum. Ein- kennisklæddur þjónn tók á móti okkur og tilkynnti: „Herra og frú Blane“. Við tókum í hendina á gest- gjöfum okkar og óskuðum þeim til hamingju. „En hvað er gaman að sjá yður, frú Blane“, sagði frú Leggatt vingjarnlega. „Halló, Blane“, sagði Legg- att og snéri sér að næsta gesti. Við héldum inn í salinn sem var fullur af fólki. Var það í- myndun eða hafði herra Legg- att heilsað Steve töluvert kuldalegar en kona hans mér? Og hvers vegna? Mér hafði alltaf skilist að þeim kæmi vel saman. En það hafði það kannske verið á dögum herra Harkers áður en Steve fékk nýju stöðuna? Fannst herra Leggatt og fleirum við verk- smiðjuna að Steve hefði stig- ið of hratt í tign og skildu þeir kannske ástæðuna fyrir því? Ég leit á Steve og sá að hann renndi augunum yfir gestina. Við heilsuðum bæði f.jölda fólks, en ég fann að Steve va.r að leita að ein- hverjUm ákveðnum. Það sama gerði ég en af annarri ástæðu. Ég hafði ekki séð Kit Hark- er síðan daginn sem hún ók mér heim af verksmiðju- skemmtuninni. Ég síóð og talaði við frú Rivers, konu verkstjórans við verksmiðjuna, þegar ungur maður kom til okkar með glasabakka. „Ég sé að þér eruð vanrækt. Þér hafið ekkert glas. Og yð- ar er tómt, frú Rivers, má ég bæta úr þv?“ Ég fékk mér glas og frú Rivers leyfði honum að fylla sitt. „Hafið þið hcrra Russel hitzt fyrr, frú Blane?“ spurði hún. „Hann var einmitt að byrja.í verksmiðjunni.“ „Nei, við höfum aldrei lltzt.“ „Eg þekki manninn yðar,“ sagði herra Russell. „Og ég var farinn að hlakka til að hitta yður hér í kvöld, frú Blane. Herra Leggatt sagði mér að þér kæmuð.“ „Hvar í verksmiðjúnni vinnið þér,“ sagði ég og reyndi að muna hvort Stevie hefð_ minnst á hann. En það Steve minntiht á vinnuna núna, nema það væri eitt- hvað sérstakt eins og ferðin um daginn. „Eg á að læra það allt og vinna í öllum deildum. Faðir minn áttj verksmiðjuna, sem ungfrú Hai’ker er nýbúin að kaupa og ég fylgdi með í kaupsamningnum.“ Hann brosti og blikkaði- mig. „Ef þér viljið lofa að segja það engum, þá skal ég segja yð- ur dálítið. Mér leið’st að vinna!“ Eg brosti aftur, því ég ef- aðist um að það væri satt. En ég sá strax að hann var m'.kið fyrir að sktmmta sér. Hann var þokkalegur og á- reiðanlega mjög sjarmer- andi. Frú Rivtrs kinkaði kolli [VjvT'' Co^ýrkjit P Tö Br.r ö 'ðo'penha.sen „AMEN . . þín elskandi, Dísa”. og fór tll annarra kunn- ingja og við urðum eftir tvö ein,- „Vitið þér hvað,“ sagði hann áberandi sakleysis- lega. „Frú Leggatt gleymdi að segja mér það þýðingar- mesta, þegar hún nímntist á yður.“ „Og hvað var það?“ „Hvað þér eruð ung og fögur.“ „Eg er ekki eins ung og ég lít út fyrir að vera.“ „Það ejj! ég iekki heldur, svo þér getið hætt að vera móðurleg á sviþ.nn!“ Eg hló. „Hafið þér unnið lengi í verksmiðjunni?“ spurði ég. „Síðan um nýár. Eg bý hjá Leggattshjónunum sem stendur, þangað til ég næ mér í íbúð. Þau eru indæl, og mér þykir vænt um þau. Þau eru bæði mjög hrifin af yð- ur.“ „Af mér?“ sagði ég hissa. „Já, það er mér óhætt að segja. Þau voru að tala um yður í gærkvöldi. Og um það, hvað herra Harker hefðf kunnað vel við yður. Ó, já, Harker hvar er hin undurfagra Kit?“ Eg hugsaði mér að hún veldi áreiðanlega rétt augna- blik til að halda ánnreið sína í salinn og mér skjátlaðist tekki. Allir þögnuðú í salnum, alveg eins og um konung- borna manneskju væri að ræða. Það er langt frá því að Kit Harker væri velkomn- asti gestur Leggattshjónanna en hún var greinilega sá þýðinarmesti. Þó herra Leg- igatt væij henni kannske ekki sammála um fram- kvæmdirnar í verksmiðjunni þá var hann að minnsta kosti sérlega elskulegur og kurteis ó.ð hanna þetta kvöld. „Er hún ekki lekker!“ and- varpaði herra Russell. „Hún fær Marylin Monroe til að líkjast hálfsveltri jóm- frú!“ Sú lekkera var í smar- agðsgrænum kjól. Hvort smaragðarnir í eyrum henn- ar, um hálsinn og á fingiun- um væru ekta, gat ég ekki sagt, en áhrifin voru stór- kostleg. „Glasið mitt er tómt,“ sagði ég þurrlega við herra Russell. „Glasið mitt er tómt,“ sagði ég þurrlega v,ið herra Russell. „Afsakði,“ hann fyllti glas mitt og leit á glasabakkann, sem hann hélt á. „Eig verð að fara og ná í meira,“ sagclj, hann og hvarf þar með. Hann stefndi beint til Ki.t Harker. En iSteve var þegar kominn þangað! Eg sá hana brösa ljómandi bros(; til herra Russtls og snúa sér svo að Steve á ný. Eg horfði á þetta með morð í huga, en þetta var ekki annað en ég hafði búist við. Og ég varð að reyna að hafa stjórn á sjálfri mér. Hefð| þetta ver- ið á forsöguöld, hefði ég ráð ist á hana og klórað úr henni augun. En í staðinn leit ég umhveríis mig til að gá að kunningjum og igerði örvingl aða tilraun til að virðast ham GENF, 1. ág. (Reuter). Vanga- veltur ipn, hvort Eisenhower, Bandaríkjaforseti, muni bjóða Krústjov, forsætisráðherra So- vétríkjanna, að heimsækja Bandaríkin, fengu hyr undir báða vængi hér í dag, er Her- ter, utanríkisráðherra, fór til hádegisverðar með Gromyko. Sumir fréttamenn hér hafa þeg ar komizt að þeirri niðurstöðu, að Krústjov verði boðið til Hvíta hússins í náinni framtíð. Var talið ,að Herter kynni að hef ja máls á þe’ssu í dag við hádegisverðinn hjá Gromyko. Diplómatar hér telja, að und- irbúningur að þessu hafi verið gerður af Nixon, varaforseta, í viðræðum sínum í Sovétríkjun um. Þá er talið, að viðræður milli Eisenhowers og Krústjovs mundu geta orðið áþreifanleg- ur árangur af viðræðum þeim, sem hér hafa staðið árangurs- laust í níu vikur. Vesturveldin bíða þess nú að sjá, hvort Rússar muni slaka nokkuð til, er lok ráðstefnunn- ar í Genf nálgast, en þau verða á miðvikudag. Rússar vilja láta vesturveldin fækka setu- Tilfinnanleg mann- ekla á norskum liði sínu í Berlín. JLTésturveld- in vilja, að Rússar hætti að heimta sína tegund af al- þýzkri nefnd, er undirbúi sam- einingu og skilgreini nákvæm- ar herseturéttindi vesturveld- anna í Berlín í framtíðinni. Beinagrind af samkomulagi hefur þegar verið gerð á ráð- stefnunni, en atriði,, sem um er deilt, munu vera nægilega veigamikil til þess, að allt get- ur farig út um þúfur. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiimiiiiuirp Oþokkabra Kópavogi síldarskigum OSLO, 1. ág. (NTB). — Mann- ekla hefur þegar í mörg ár valdið erfiðleikum á bátunum. Stór ljluti af áhöfnunum á síld- arflotanum við ísland hefur aldrei fyrr stigið út á almenni- legt fiskiskip og þaðan af síður handfjatlað nót. Hafa skipstjór arnir líka í mörgum tilfellum átt í erfiðleikum með mann- skapinn, og stöku maður hef- ur verið sendur heim á kostn- að útgerðarinnar. Fiskimálastjórn hefur fyrir- liggjandi skýrslur um slæmt á- stand, sem gerðar eru eftir samtöl við bátaútgerðarmenn og yfirvöldin. Mannaþörfin við hina árstíðabundnu útgerð er um 10.000 manns. Aðeins 70 snurpuskip komust á íslands- mið í ár, en það er 30 færra en í fyrra. Er talið, að 40—50 snurpuskip og togskip, sem voru tilbúin til að fara til ís- lands eða Grænlands, liggi fyr- ir akkerum, þar eð ekki hafi reynzt kleift að fá áhafnir á þau. Gerið ski! í happdrætfinu ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK — Reykjavík. Þeir sem fengið hafa happdrættismiða Alþýðu- flokksins til sölu eru minntir á að gera skil nú þegar. Dregið verður 5. ágúst. Skrifstofa Al- þýðuflokksins er opin til kl. 7 mánudag. Miðar sóttir heim ef óskað er. Símar: 15020 og 16724. VÍN. — Tveir vopnaðir, tékkneskir hermenn flúðu í dag yfir landamærin til Aust urríkis nálægt Klein-Haugen- dorf. Þeir báðust hælis sem pólitískir flóttamenn. | TVEIR strákar, 10—12 | | ára, frömdu það óþokka- | | bragð suður í Kópavogi í | 1 gær að stela ketti, setja § | hann í kassa og kasta hon- | | um út á vog. Vesalings 1 | dýrið drukknaði í kassan | i um, sem aftur bar á land. f f Fleiri börn horfðu á | = leik þennan, og mun ein- | | hverjum hafa ofboðið, f 1 sem hlupu heim og skýrðu | 1 frá- 1 f Lögregluyfirvöld þar í | i bæ voru ekki sett inn í f | málið, en virðist þó full f 1 ástæða til að venja krakka f | vægðarlaust af slíkum ó- | f knyttum. f ?T 5 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 flugvéiarnarB Flugfélag íslands h.f.: Mlillilandaflug: jGullfaxi fer til Glasgow og Kaupm.h, kl. 08.00 í dag. Væntanlegur aftur til Rvk kl. 22.40 í kvöld — Flugvélin fer til Oslo, Kaupm.h. og Hamborgar kl. 08.30 í fyramálið. Hrímffjxí er væntanlegur til Rvk klv 16.50 í dag frá Hamborg, — Kaupm.h. og Oslo. Flugvélin fer til London kl. 10.00 í fyrramálið. — Innanlands- ' flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Eg- ilsstaða, Kópaskers, Siglufj., Vestm.eyja og Þórshafnar. —- Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), —< Bíldudals, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, ísafjarðar, —■ Patreksfjarðar og Vestmanna eyja. Loftleiðir h.f.: Saga er vær.Vanleg frá Amsterdam og Luxemburg kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Ilekla er væntan- leg frá New York kl 1015 í fyrarmálið. Fer til Glasgow og London kl. 11.45 Skiplgis Skipadeild S.Í.S.: Hvasafell er á Akureyri.. Arnarfell fór í gær frá Len- ingrad áteiðis til Rvk. Jökul- fell er í Hafnarfirði. Dísarfell fór 29. þ. m. frá Seyðisfiröi, áleiðis til Riga. Litlafell fer í dag frá Rvk áleiðis til Norð- urlandshafna. Helgafell er í Boston. Hamrafell íór frá Hafnarfirði 22. þ. m. áleiðis til Batum. Alþýðublaðið — 2. ágúst 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.