Alþýðublaðið - 08.08.1959, Síða 4
/
Ðtgelami, iipyOuiXoKKurinn. K.ltstjðrar: BenediKi Gronaal, (ilsll J. Axn
þórsson ug Helgl Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar Sigvaldi Hjálm
arason. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og
14902. áuglýsingasíml: 14906. Afgreiðslusími: 14900. - Aðsetur: AlþýOu-
biisið Prontsmiðia Albýðublaðsins. Hverfiseata s—10
Síldarkaup Sovétríkjanna
ÞAÐ var bæði ánægjulegt og hagkvæmt fyr
ir íslendinga, hversu greiðlega gengu samningar
við Sovétríkin um aukin kaup þeirra á saltsíld.
íslendingar áttu bágt með að trúa, að það tak-
markaða magn, sem áður var búið að semja um,
væri síðasta orð Sovétríkjanna í þessum efnum,
þar sem þau hafa áður keypt miklu meira af þess
ari verðmætu vörutegund.
Það er gagnlegt mjög, þegar háttsettir
menn í viðskiptaheimi markaðslanda okkar,
eins og I. S. Stepanov, aðalforstjóri Protintorg,
fá tækifæri til að kynnast af eigin raun at-
vinnuháttum íslendinga. Þannig gefst þeim án
efa tækifæri til að skilja nauðsyn og viðhorf ís-
lendinga, og sjá, hversu háðir við erum fiskveið
unum og útflutningi fiskafurða. Dvöl Stepan-
ovs hér á landi hefur því orðið til mikils góðs, og
borið skjótan árangur í auknum viðskiptum.
Fátœkir og ríkir ferðamenn
FYRIR nokkru var frá því sagt í blöðum, að
megmhluti erlendra ferðamaaina, sem hingað
kæmu.í sumar, væru „fátækir“, byggju ekki á
gistihúsum og eyddu ekki miklu fé. Fylgdi sög-
unni, að forráðamenn ferðamála væru áhyggju-
fullir út af þessari þróun.
Þessir ferðalangar, sem reyna að skoða heim-
inn, þótt þeir hafi ekki fullar hendur f jár, eru vel-
komnir hingað til lands, enda þótt lítinn gjald-
eyri sé af þeim af hafa. Hins vegar er það umhugs-
unarvert, hvers vegna ekki kemur meira af hin-
um efnaðri ferðamönnum, enda þótt straumur
þeirra hafi aldrei verið meiri annars staðar. Svar-
ið liggur í augum uppi: Við höfum ekki það, sem
lokkar slíkt fólk. Okkur vantar fleiri og hetri
gistihús, við hagnýtum illa heilsulindir og náttúru
undur og jafnvel á ferðamannagengi er verðlag
hér geysihátt.
Við verðum ekki ferðamannaland að marki,
fyrr en þessum málum verður myndarlega kippt
í lag.
MalreiíiIumalÉ
Lærður matneiðslumaður ós-kast til að veita forstöðu
eldhúsi okkar og matstofu á Reykjavíkurflugvelli.
Aðeins reyndur, duglegur og reglusamur maður kem
ur til greina.
Skriflegar umsóknir ásamt upíplýsingum um fyrri
störf, sendist skrifstofu okkar, Reykjavíkurflugvelli,
fyrir 15. ágúst n.k. Upplýsingar ekki vteittar í síma.
Auglýsingasími blaðsins er 14906
i|| 8. ágúst 1959 — Alþýðublaðið
UNDIR fullum seglum með í kappsiglingu yfir
siglir John Graham frá
Seattle yfir markalínuna
67 feta löngum seglbáti sín
um, Maruffa, og sigrar þar
Kyrrahaf, frá Los Angeles
tíl Honolulu. Tím'inn: 11
sólarhringar, 2 kluklcu-
stundir og 50 mínútur.
WWWWIMAWMimWMWMMmmMMWWWMMiWWMMWMiWIIWMWMMMMWIWWM
Jafnað^stefnan í Isíu
HVAÐA möguleika á Iýð-
ræðisjafnaðarstefnan í þeim
Asíulöndum, sem ekki lúta
stjóm kommúnista? spyr Saul
Rose í bókinni „Jafnaðar-
stefnan í Suður-Asíu“ (útg.
Oxford University Press).
Rose var áður ritari brezka
Verkamannaflokksins í al-
þjóðamálum. Nú er hann
kennari við Oxford Háskóla.
Niðurstöður hans eru í
stuttu máli þessar: Lýðræðis-
flokkarnir í Suður-Asíu heyja
harða baráttu á tvennum víg-
stöðvum, annars vegar við
þjóðernissinnana, hins vegar
við kommúnistana. En —
segir Rose — enginn flokkur
í þessum löndum getur gert
sér vonir um að vinna fylgi
íbúanna, ef hann hefur ekki
loforð um jafnaðarstefnu á
stefnuskrg sinni. Spurningin
er aðeins sú, í hverri mynd
sú jafnaðarstefna á að vera.
Hér fer á eftir yfirlit yfir
hin einstöku lönd, sem um er
að ræða: INDLAND: Ind-
verski jafnaðarmannaflokk-
urinn hefur ekki getað hald-
ið í horfinu gagnvart komm-
únistum vegna klofnings. í
kosningunum 1957 fékk flokk
ur Praja-jafnaðarmanna 11
milljónir atkvæða, — tapaði
6 milljónum miðað við kosn-
ingarnar 1952. En í sömu
kosningum fengu kommúnist-
ar 12 milljónir atkvæða, —
bættu við sig 8 milljónum.
Kongress-flokkurinn undir
forystu Nehrus fékk rúmar
57 milljónir atkvæða. Flokk-
ur Nehrus hefur tekið vind-
inn úr seglum jafnaðarmanna
með því að varpa fram víð-
tækri landbúnaðaráætlun,
sem byggist á samvinnubú-
skap. Kommúnistar hafa aft-
ur á móti aukið gengi sitt
vegna heimsókna þjóðhöfð-
ingja frá Sovétríkjunum og
Kína. En atburðirnir í Tíbet
hafa vissulega veikt aðstöðu
kommúnista.
NEPAL: í kosningunum í
Nepal fékk flokkur jafnaðar-
manna liðlega tvo þriðju
hluta þingsætanna. Ástæðan
til þessa athyglisverða árang-
urs var vafalaust sú, að flokk-
urinn hafði úrslitaáhrif í bar-
áttu þjóðarinnar gegn léns-
skipulaginu árið 1950. Nú
vinna jafnaðarmenn í Nepal
að því að koma á almennri
skólaskyldu og auk þess ætla
þeir að setja samvinnuhreyf-
ingu á laggirnar.
CEYLON: Flokkur jafnað-
armanna er næst stærsti
flokkurinn af mörgum, þar á
meðal trozkista flokks. Komm
únistar eru langt á eftir, en
jafnaðarmönnum stafar alvar-
leg hætta af þeim vegna gegn-
sýringarstarfsemi.
BURMA: Jafnaðarmenn eru
stærsti aðilinn að and-fasist-
ísku alþýðufylkingunni, sem
fer með völd í landinu. Leið-
togar flokksins börðust gegn
hernárti Japana á stríðsárun-
um. Eftir styrjöldina hefur
flokkurinn þróast úr marxist-
ískum—lem'nistískum flokki í
lýðræðisflokk. Fyrrverandi
samstarf við kommúnista
hefur vikið fyrir baráttu milli
flokkanna. Burma er eina
landið í Suður-Afríku, þar
sem jafnaðarmenn fara með
stjórn. En veldi flokksins er
ógnað af kommúnistum, sem
hafa aukið áhrif sín upp á
síðkastið, m. a. meðal stú-
denta í Rangoon.
INDÓNESÍA: í síðustu
kosningum í landinu árið
1955, fengu jafnaðarmenn að-
eins 2% atkvæða (753.191).
Flokkurinn er minnstur á
þinginu, en hefur mikil áhrif
innan mikils hluta verkalýðs-
hreyfingarinnar. Eftir 1955
hefur flokkurinn beitt nýjum
baráttuaðferðum og tala með-
lima er nú um 200 þúsund, en
var 100 þúsund fyrir fjórum
árum.
THAILAND: Flokkur jafn-
aðarmanna í landinu lýsti því
yfir árið 1955, að hann teldi
15 þúsund meðlimi. Hann
bauð ekki fram í kosningun-
um 1957. Hreyfing, sem kall-
ar sig Samfylkingu jafnaðar-
manna samanstendur af fjór-
um flokkum, sem vilja hafa
samband við kínverska komm
únista.
í MALAYA, LAOS og SUÐ-
UR-VIET-NAM hafa jafnað-
armenn ekki getað látið að
sér kveða í stjórnmálalífinu.
Þessa dagana berast fregnir
um uppreisnaráætlanir komm
únista í Laos. Konungsríkið
Laos er hið eina af fjórum
smáríkjum, sem hélt velli
eftir vopnaviðskiptin milli
Frakka og kommúnistaheri
Viet-Minh í Indó-Kína árið
1954. Hin þrjú eru kommún-
istaríkið Norður-Viet-Nam,
Suður-Viet-Nam og Cambo-
dia.
iiiimiiiiiiiimiiiiiiimiimiimmmiiimiiiiiHiiiimiimi
I Rússi nær
| af rrgeim¥afni,r I
MOSKVUÚTVARPIÐ 1
skýrir frá því, að sovézk- jj
tir jaröfræðingur hafi §
fundið vatn á hlutunt úti 5
í geimnum, og þannig |
sannað aftur, að klettar |
j á jörðu og loftsteinar hafa |
j sömu efnafræðilega sam- |
I setningu. Jarðfræðingur 5
j þessi heitir Lydia Kvasha. |
Segir útvarpið, að efni |
j þetta hafi verið hluti af |
I loftsteini, er féll í Úral- |
j fjöllum fyrir 30 árum, og |
j ungfrú Kvasha hafi orðið |
j fyrsti maður til að ná drop |
j um af „geimvatni“. Seg- |
j ir útvarpið fund þennan |
j sanna samræmi efnisins1 í I
j alheiminum,
-iifiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiuiiiimiiiiiiif