Alþýðublaðið - 08.08.1959, Síða 9
( ÍÞróttir )
segir Karl Guðimimbson
IÞROTTASÍÐAN hefir átt
'tal við Karl Guðmundsson,
Iandsliðsþjálíara um Færeyja-
för B-Iandsliðsins. En liðið lék,
svo sem kunnugt er landsleik
við Færeyinga hinn 29. júlí s. I.
■og var leikurinn einn liður há-
tíðahalda Ólafsvökunnar, sem
er þjóðhátíðardagur Færeyja.
A Ólafsvökunni er jafnan mik-
ið um dýrðir í Færeyjum, þó
auðvitað séu hátíðahöldin hvað
stórfenglegust í höfuðborginni,
Þórshöfn, en áætlað var að um
10 þús. manna hafi tekið þátt
í Ólafsvökufagnaðinum þar, að
þessu sinni. Hátíðahöldin stóðu
í 2 J/2 sólarhring samfleytt, —
með dansi úti og inni og márg-
víslegum öðrum •skemmtunum.
Við fórum með m. s. Heklu
og komum með henni aftur,
sagði Karl, og gekk förin að
heiman og heim mjög vel. Við
vorum gestir Færeyska íþrótta
sambandsins, en forseti þess er,
Martin Holm, íþróttasamband
Færeyja er stofnað árið 1902
og innan vébanda þess eru mörg
félög. Móttökur allar voru með
mikilli prýði og gestrisnin með
eindæmum. Við bjuggum allir
saman í stóru timiburhúsi, sem
er eign Nordisk film.kompani,
en félagið, sem hafði unnið að
kvikmyndagerð í Færeyjum að
undanförnu, hafði nýlokið verk
efnj sínu þar, og stóð húsið því
autt, en var fengið af hálfu
móttökunefndarinnar, sem sá
um komu okkar, til að hýsa
okkur í, en við borðuðum hins-
vegar í Hotel Föroyar, sem er
nýasta hótelið í Þórshöfn. Að-
búnaðurinn í húsi kvikmynda-
félagsins og viðurgjörningur
allur í hótelinu, var hvort-
tveggj a með ágætum.
Á Ólafsvökudaginn kl. 4 e. h.
hófst svo landsleikuinn. Knatt-
spyrnuvöllurinn í Þórshöfn er
ekki sem beztur, en þar er nú
í undirbúningi bygging fullkom
inns leikvangs, með hlaupa-
brautum og öðrum aðbúnaði til
frjálsra íþrótta, auk knatt-
spyrnuvalla. Eins og er, er
gengi frjálsra íþrótta ekki mik
ið í Færeyjum. Aftur á móti
eru knattspyrna og handbolti í
miklum metum. Sérstök hand-
boltafélög eru þar starfandi, —
auk þess sem önnur íþróttafélög
einkum þó knattspyrnufélög —
hafa sérstakar handknattleiks
deildir innan vébanda sinna. En
sú íþrótt sem þó á kvað mestrar
hylli nýtur, er róður. Er sú í-
þróttagrein einn meginþáttur
þeirra íþrótta, -sem fram fara
á Ólafsvöku, og taka þátt í
henni, bæði karlar og konur,
ungir og gamlir, og er róið á 4
til 10 manna fórum. Færeying-
ar sækja fast róðurinn og er
keppni hinna mörgu flokka
mjög hörð.
„kaupa sig inn“. Lið okkar sigr
aði með 5 mörkum gegn 2. En
eftir tækifærunum hefði sá
sigur átt að vera meiri. Bezti
maður Færeyinga var h. útherj
inn Magnús Thorsteinsen. •—
Færeyska liðið hafði þol og
hraða, en skortir á í leikni. —
Áhorfendur voru yfirleitt vin-
samlegir, og klöppuðu lof í lófa
þeim, sem hverju sinni sýndi
góðan leik og snjallt viðbragð.
Þó þeir auðvitað héldu með
sínu liði. Guðjón Einarsson
dæmdi leikinn og voru allir
mjög ánægðir með hann. Dag-
inn eftir leikinn fórum við í
heimsókn að Kirkjubæ til Páls
Paturson. Var sú för mjög á-
nægjuleg. Páll skýrði okkur frá
Stærsta myndin er af ísl. B-3
Iandsliðinu um borð í Heklu,!
sú tveggja dálka er tekin í|
kveðjuhófinu og sýnir for-
mann íþróttasamhands Fær-|
eyja afhenda Ragnari Láíus-|
syni fararstjóra stórt og'J
glæsilegt málverk að gjöf.
Minnsta myndin sýnir lög-|
mann Færeyja, Peter Mohrl
Dam, halda ræðu í kveðju-|
hófinu. ('Ljósm. Karl Guð- j
mundsson).
★
Úrslit landsleiksins er þegar
öllum kunn, svo óþarfi er að
fjölyrða mikið um hann. En
aðsókn að leiknum var mjög
mikil, áætlað var aþ nær 4 þús.
manna hafi sótt hann. í aðgangs
eyri kom inn um 8 þúsund kr.,
sem mu-n vera algjört met. Þó
greiddu ekki nærri allir að-
gangseyri, því aðstaða var góð
til að sjá leikinn án þess að
sögu staðarins jafnframt sem
hann sýndi okkur hann.
★
Þá lék okkar lið aftur í Þórs
höfn, tveim kvöldum síðar, við
sameinað lið þann leik unnum
við einnig, með 5:1. Var þetta
ekki síðri leikur en landsleik-
urinn, einkum af hálfu Færey-
(Framhald á 10. síðu.)
Mf í frjáfsíþróttum:
Hverjir verða íslandsmeistarar?
NÚ verður haldið áfram með
spádómana um væntanlega ís-
landsmeistara í frjálsíþróttum
og rætt um keppnisgreinar 2.
mótsdagsins.
100 m hlaup:
Hilmar virðist vera kominn
í allgóða æfingu, en hann hljóp
100 m á 10,7 sek. á æfingu í
fyrradag. Það er því varla hægt
að búast við þvý að Valbirni
og Einari Frímannssyni takist
að ógna honum.
Spá: Hilmar Þorbjörnsson, Á.
Kringlukast:
Keppnin verður geysihörð í
kringlukastinu, eins og verið
hefur á meistaramótum undan-
farinna ára, en þar hafa þeir
orðið meistarar á víxl, Hall-
grímur Jónsson, Friðrik Guð-
mundsson og Þorsteinn Löve.
Hallgrímur sigraði á síðustu
tveim mótum sumarsins, en
Löve hefur sigrað á öllum öðr-
um opinberum mótum, en Frið-
rik náði bezta árangri sumars-
ins á innanfélagsmóti í vor,
50,30 m.
Spá: Þorsteinn Löve, ÍR.
Stangarstökk:
Þetta er ein af þeim grein-
um, sem vitað er fyrirfram,
hver verður meistari.
Spá: Valbjörn Þorlákss., ÍR.
1500 m hlaup:
Það sama er að segja um
☆
ÞAR sem Olympíuleikunum
árið 1964 hefur verið úthlutað
til Tokio, eru ýmsar borgir þeg
ar farnar að líta til leikanna
1968. Nýlega samþykkti t. d.
Olympíunefnd Argentínu, að
sækja um 1968 leikana — og
hefur sennilega Buones Aires í
huganum sem keppnisborg.
FRAM og VALUR
lelka í dag
TUTTUGASTI leikur knatt-
spyrnumóts íslands í I. deild
fer fram á Melavellinum í dag
kl. 2. Þá leika FRAM og VAL-
UR síðari leik sinn. Fyrri leik-
urinn, sem háður var í vitlausu
veðri, endaði 0:0.
þessa grein og þá næstu á und-
an.
Spá: Svavar Markússon, KR,
Þrístökk:
Þar sem Vilhjálmur Einars-
son mun vera kominn til lands-
ins eða rétt ókominp og verður
því með, er víst litilí vafi á því
hver verður meistari.
Spá: Vilhjálmur Einarss., ÍR.
110 m grindahlaup:
Aðalkeppnin verður milli
Inga Þorsteinssonar og I\iörg-
vins Hólm, sá síðarnefndi hefur
átt við veikindi að stríða og
Ingi hefur lítið keppt, en trú-
lega sigrar Björgvin.
Spá: Björgvin Hólm, ÍR.
Sleggjukast:
Undanfarin ár hefur Þórður
B. Sigurðsson verið ósigrandi í
þessari grein og lítill vafi er á
því, að hann sigrar einnig nú.
Spá: Þórður B. Sigurðss., KR.
400 m hlaup:
Okkar ágæti hlaupari Hörð-
ur Haraldsson er meðal þátt-
takenda og enginn vafi er á því,
að hann verður meistari og sigr
ar með yfirburðum.
Spá: Hörður Haraldsson, Á.
■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ntina>
1 Hæifir eflir |
i 0L í Róm ef... j
■ HINN kunni, ítalski «
: kringíukastari, Adolf Con :
; solini, fyrrverandi evrópu :
; og olympíumeistari, sagði ;
■ nýlega í blaðaviðtali, að >
: 60 m. komi bráðlega, en. 5
: mikið lengra verður ekki :
; kastað. Tæknin er ekki ;
allt, sagði þessi 43 ára ■
gamli meistari. Það þarf :
líka kraft. ;
— Bezti kastari, sem ég *
hef séð, er BandaríkiamaS •
urinn Bahka. Eg held, að :
hann kasíi fyrstur yfir 60 :
m. Bahka er mjög vel ;
byggður og tæknin er j
fyrsta flokks, en meiðsli :
í fæti há honum mikið. :
— Takmark mitt er að ;
komast í keppni Olympíu- «
leikanna í Róm, en síð- :
an held ég að það sé kom- I
ið nóg, sagði Consolini að ;
likuni. * ;
Anderson brennd-
ur í Herjálfsdal
VESTMANNAEYJUM,
um miðnætti í gærkvöldi.
EKKI blaktir hár á höfði í
Herjóífsdal. Gestafjöldinn á
þjóðhátíðinni hefur aldrei ver-
ið meiri og sérstakur hátíða-
svipur er á öllu hér.
í dag hafa farið fram ýmis
skemmtiatriði. Má til dæmis
nefna, að Lúðrasveit Vest-
mannaeyja lék, en Oddgeir
Kristjánsson stjórnaði henni nú
í 20. sinn á þjóðhátíð. í íþrótta-
keppni stökk Heiðar Georgsson
4,20 m og fleira gerðist mark-
vert.
Nú á miðnætti er kveikt í
miklum bálkesti, sem yfir er
strengdur hvítur dúkur, en á
þá hlið dúksins, sem að fólkinu
snýr, er máluð 2 m há mynd,
sem ber svip Andersons skip-
herra.
Dans er stiginn á tveim pöll-
um, og það er leikið og sungið
út ura allan dal, en í kvöidhúm-
inu glyttir í 400 tjöld.
Þrír Júgóslavar, sem komu
hingað sem laumufarþegar með
hraðlestinni milli Aþenu og
Haag, hafa verið fluttir úr landi
segir í tilkynningu hér í dag.
Sagði þar enn fremur, að dóms
málaráðherrann hefði ekki
fundið neina réttlætingu fyrir
lengri dvöl þeirra í landintt.
Þeir munu ekki hafa farið frá
Júgóslavíu af pólitískum ástæð
um, heldur af því að þeim þóttu
lífskjör þar of léleg.
Alþýðublaðið — 8. ágúst 1959 0