Alþýðublaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 1
40 árg. — Föstudagur 14. ágúst 1959 — 170 árg. - með samþykkt nýrra kosningalaga i STÖÐUGT berast kærur til lögreglunnar vegna ávísana, — sem gefnar eru út án þess að innstæða sé fyrir bendi. Næsf- uni daglega berast slíkar kær- ur, en Upphæðir eru misjafn- lega hátar. Ýmsar verzlanir skirrast við því að taka ávísanir góðar og gildar, en aðrir aðilar, þar á meðai bankarnir, kaupa oft á- vísanir á aðra banka án þess að trygging sé fyrir, að ávísanirn- ar séu ekki falsaðar. Virðist samkvæmt upplýsing um lögreglunnar betra að hafa allan varann á áður en ávísanir eru keyptar. A UNDANFORNUM árum. hafa verið gerðir samiiingar um niðurfellingu vegabréfsáritana ' við ýmis lönd, aðallega í Vest- ur Evrópu. Islendingár geta nú ; ferðast til þessara landa og dvál . izt þar í nokkurn tíma, ýmist 2 eða 3 mánuðij án þess að sækja , um leyfi til þess fyrirfram, —- enda sé ekki um dvöl í atvinnu skyni að ræða. , LÖndin, sem þannig hefur ver . ið samið við, eru þésrá; Auslurríki, Belgía, Bretland, { ásamt nýlendum, .og, verndar- _ ríkjum, Dánmörk, Finnland, j. Frakkland ('AIsír). Grikkland: Holland, írland, ítalíá,,Luxeni- burg, Monaco, Noregur, San Marino, Spánn, Sviss, Syiþjóð,, Sambandsrkið Malaya, ■ Túnis, Tyrkland, Þýzkasamfeandslýð- veldið. Þess skal jafnframt getið, að ef ferðast er eingþngu innan ; Norðurlandanna, án viðkomu á . stað utan þeirra, þarf ekki að hafa vegabréf meðfer.£is. f GÆRKVÖLDI fór fram í I. deild knattspyrnuleikur milli Fram og Keflvíkinga og sigruðu þeir fyrrnefndu með 3 mörkum gegn 1. Ólafur Bjðrnsson hmáþing ÓLAFUR Björnsson próf- essor tók í gær sæti á þingi sem varamaður fyrir Jóhann Haf- stein. Kvatt var til skyndifund- ar í Sameinuðu þingi og kjör- bréf prófessorsins samþykkt með 31 atkvæði. MEGIN STÖRFUM sumar- þingsins lauk í gær með sam- þykkt nýrra kosningalaga, sem óhjákvæmilega varð að af- greiða í kjölfar kjördæma- breytingarinnar. Eftir að neðri deild hafði fjallað um uppkast- ið og gert á því nokkrar breyt- ingar fylgdi Emil Jónsson, for- sætisráðherra, málinu úr hlaði í efri deild og skýrði helztu breytingarnar, sem gera þurfti á lögunum. Flestar þeirra orka ekki tvímælis, sagði hann, enaa aðeins til samræmis við stjórn- arskrárbreytinguna, nema skip- an yfirkjörstjórnar, sem ákveð ið hefur verið að kosin skuli af Sameinuðu þingi og féllst efri deiid á það í gær. Aðrar breytingar á kosninga lögunum e.ru þær að landlistar hafa verið felldir úr gildi og koma bví ekki framar til greina, útstrikanir og tilfærslur manna á listum hafa verið torveldað- ar og taldi forsætisráðherra það sjónarmið allra flokka, að ekki sé eðlilegt, að lítill hópur kjósenda geti þvert ofan í vilja meirihluta kjósenda og án hans vilja fellt frá kjöri ákveðna menn, sem skipa sæti á lista. Breytingin er einkum fólgin í því að hér eftir skal legg.ja.sam- an atkvæðatölur hvers manns tvisvar og þær lagðar samani við breytta seðla til að finna út hver maður listans hljóti kosn- ingu. Þá benti Emil á tillögu, sem hann taldi miður að felld skyldi í neðri deild um að kosningar skyldu fara fram Framhald af 3. síðu. MYNDIN sýnir Eyjólf Jónsson smurðan feiti áð- ur en hann leggur upp x eitt sjávarsunda sinna hér heima. EYJOLFUR JONSSON gafst upp við þriðju tilraun sína að synda yfir Ermasund eftir 13 tíma sund. Ástæðuna fyrir því að hann gafst upp, sagði hann sjóveiki og krappsævi. Eyjólfur sagði eftir sundið, að hann vildi reyna aftur á þessu ári, ef hann gæti fengið nóg fé til fararinn- ar. í einkaskeyti til Alþýðublaðs- ins í gærkvöldi sagði, að Eyj- ólfur hefði lagt í sundið kl. 2,10 í fyrrinótt frá Wissantströnd, 4 km. austur af Cape Griz. — Hann hefði þar áður orðið að bíða nokkra stund eftir vélbátn um, sem fylg.ja átti honum eftir á sundinu, en báturinn hafði farið til Cape Gris Nez. Var bát urinn kallaður til Wissant- strandar með ljósmerkjum. í bátnum, Vilhjálmi III. voru far arstjórinn Pétur Eiríksson og þjálfari Eyjólfs Eyjólfur Snæ- björnsson. Sjórinn var sléttur, þegar Eyj ólfur lagði af stað í gærmorgun. Hann synti bringusund. FYRRI ERMASUND: Að því er bezt er vitað, var fyrst synt yfir Ermasund árið 1875. Það afrek vann Englend- ingurinp kapteinn Webb. Hann synti frá Englandi til Frakklands, en sú leið er tal- in miklu erfiðari. Á árunum 1875—1958 munu samtals 103 hafa synt yfir Erma sund, eftir því sem næst verður komizt. Hins vegar eru engar Framhald af 2. síðu. Kosiðí nefsidlr á þinffi í dag ' í DAG verður gengið til nefndakosninga í sameinuðu þingi og verður kosin ný fimm manna landskjörstjórn, mennta málaráð, stjórn vísindasjóðs, Þingvallanefnd, útvarpsráð, á- fengisvarnaráð, stjórn atvinnu- leysistryggingasj óðs, og trygg- ingaráðs. Þá á sameinað þing einnig að kjósa samkvæmt nýju kosn- ingalögunum yfirkjörstjórnir í öllum kjördæmum landsins og eru þær skipaðar mönnum bú- settum í kjördæmunum. Ekki eru þær kosningar á dagskrá þingsins í dag og má af því ráða, að þingslit geta ekki farið fram í dag svo sem gert hafði verið ráð fyrir, en væntanlega verða síðustu fundir sumar- þingsins á niorgun. I- HLERAÐ Blaðið hefur hlerað Að lögreglan hafi upp- lýst, hverjir hafi ver- ið valdir að innhrot- unum, sent framin voru fyrir skömmu í Reykjavík, og frétta sé að vænta af því inn- an tíðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.