Alþýðublaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 5
ber 1889. Námið gekk Ágústi vel og lauk hann því um ára- inótin 1894—1895. Þá réðist hann sem fullgildur sveinn í prentsmiðjuna. En Ágúst var haldirin mikilli útþrá og fyrir atbeina dr. Valtýs Guðmunds- sonar, frænda síns, bauðst hon- um vinna í prentsmiðju í Kaup- mannahöfn. — Til Kaup- mannahafnar fór hann í apríl 1895 og hóf störf sín. Hann ætlaði sér að vera þar í eitt eða tvö ár, en það fór á annan veg. Hann átti unnustu heima, Pauline Charlotte Amalie Sæ- by, og kom hún út til hans og þau gengu í hjónaband í sept- ember 1897. Kostur var þröng- ur hjá ungu hjónunum, en Ágúst var regiumaður og góð- ur verkmaður og unga konan gætin og sparsöm og tókst allt vel hjá þeim. Þau eignuðust í Kaupmannahöfn fjögur börn, tvo drengi og tvær stúlkur, en annar drengurinn dó fárra vikna gamall. Þau Ágúst hugsuðu ekki heim til íslands, enda leið þeim vel í Danmörku, En svo bar það við, að Ágúst var kvaddur í hexinn, og þó að • hann mót- mælti því, virtist hann ekki losna undan kvöðinni. Fékk hann þó frest um eins árs skeið vegna heimilisástæðna. Fn áð- ur en sá tími rann út, bauðst honum vinna hér heima í ísa- foldarprentsmiðju og fór hann heim á undan konu og börn- um. Missti danski herinn þar af Ágústi. Hér hóf hann svo störf í prentsmiðjunni, en kona hans og börn komu nokkru síðar. Á Kaupmannahafnarárunuai tíu kynntist Ágúst Jósefsson jafnaðarstefnunni og verka- lýðshreyfingunni enda var þá vakning meðal verkafólks á Norðurlöndum og ekki sízt í Danmörku. Hann sótti fundi og las um þessa nýju hreyfingu. Strax og harin kom heim fór hann að taka þátt í umræðum manna á meðal um alþýðuhreyf inguna. Þá voru Bárufélögin að hætta að starfa. Prentarafélag- ið hafði verið stofnað nokkru fyrir aldamót, en ekki átti al- þýðan neitt málgagn. Pétur G. Guðmundsson og Ágúst áttu frumkvæðið að því að stofnað var blað, Alþýðublaðið (eldra). Það var stofnað 1906 og kom út fram á árið 1907, en Þá urðu félagarnir að gefast upp vegna fjárskorts. Blaðið túlkaði skoð- anir jafnaðarstefnunnar og hvatti til stofnunar samtaka meðal verkamanna. Dagsbrún var stofnuð um líkt leyti og gekk Ágúst í það félag, eri ,áð sjálfsögðu var hann félagi í Hinu íslenzka prentarafélagi. •— Brátt fór hann að tala Dagsbrúnar og leið ekki á þar til verkamenn fólu honum ýrnis trúnaðarstörf í félaginu. Var hann varaformaður um all- langt skeið. Eins átii hann lengi sæti í stjórn HÍP. Ávið ið 1916 var hann kosin í bæjar- stjórn fyrir atbeina alþýðunnar í ibænum og átti hann síðan sæti í bæjarstjórn í tæpa tvo áratugi. Árið 1918, þegar stofn að var embætti heilbrigðisfull- trúa, varð hann fyrir valinu í það og gegndi hann því af hinni mestu prýði til ársins 1950 að hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Hér eru störf Ágústs Jósefs- sonar rakin í stórum dráttum, en þau segja þó fátt af þeim. Ágúst kom víða við í félags- málastörfum: Hann var gjald- keri Styrktarsjóðs verkamanna og sjómannafélaganna í Reykja vík í full tuttugu ár, og í stjórn Alþýðubrauðgerðarinnar hefur hann verið allt frá stofnun hennar, árið 1917, Hann átti lengi sæti í sáttanefnd Reykja- víkur, fyrst sem varamaður og síðan sem aðalmaður. Hann átti lengi sæti í fasteignanefnd og fyrstu húsaleigunefndinni, sem stofnuð var. Hánn var skipaður ráðsmaður í Miðbæj- arbarnaskólanum þegar skólinn var gerður að sjúkrahúsi í spönsku veikinni árið 1918 og er mikil saga af því starfi. — Hann var einn af stofnendum barnavinafélagsins Sumargjaf- ar og einn af frumkvöðlum að stofnun Bálfararfélags íslands og í stjórn þess síðan. Hann átti uppástunguna að stofnun Starfs mannafélags Reykjavíkur og var formaður þess í fimm ár og átti einnig frumkvæðið að stofn un eftirlaunasjóðs starfsmanna Reykjavíkur og styrktarsjóði þess. II. Þetta er aðeins upptalning. Menn geta séð af henni hvílíks álits og vinsælda Ágúst Jósefs- son hefur notið. Þannig var einnig um hann í starfinu inn- an Alþýðuflokksins. Hann var í stjórn fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna og í stjórnum flokks- félaganna — og það var hefð, að hann, ásamt Kjartani Ólafs- syni múrara, var ætíð fundar- stjóri á opinberum fundum flokksins, enda var hann, eins og Kjartan, virðulegur og stjórnsamur og sómi að þeim báðum í hvívetna. Maður freistast til að gera sámanburð á forystumönnum, sem maður hefur kynnst á langri ævi. Ágúst Jósefsson er í fremstu röð þeirra, en hann hefur algera sérstöðu. Hann var alltaf glaður og reifur, mjög umburðarlyndur og aldrei smá- munasamur. Hann lagði alltaf það bezta til málanna. Hann var sáttaserrijari, maðurinn, sem jafnaði og setti niður deilur. Hann var glæsimenni og er enn og vel til foringja fallinn, enda fróður, menntaður á mæli- kvarða alþýðuhreyfingarinn- ar, vel máli farinn og bjart og heilt yfir honum öllum. En oln- bogar hans virtust ékki fallnir til troðnings og skota. Hann barðist ekki til valda, ekki í eitt einasta skipti. Félagsmála- hyggja alþýðuhreyfingarinnar og jafnaðarstefnumlar virtist honum runnin svo í merg og blóð, að hann stóð aldrei í vegi, taldi friðinn til starfs og sam- eiginlegra átaka fyrir öllu. Þó hafði hann ákveðnar skoðanir á málum og var aldrei hvikull í afstöðu sinni. En hann var einn þeirra ágætu félaga, sem tók til starfa af jafnmiklum áhuga og fórnfýsi-þó að ekki væri farin sú leið, sem hann h-afði talið ns ur rústum SEOUL - Höfuðborg Kóreu, Seoul, er að rísa úr rústum eftir • styrjöldiriá'. Það á áð endurbyggja hana og mun það verk taka tólf ár. • Það eru liðin níu ár frá því að Kóreustyrjöldin brauzt út og örunum eftir hana fækkar. Aðeins þremur dögum eftir, að Norður- Kóreumenn hófu hina skyndi legu árás sína, var borgin á valdi þeirra. Um haustið tóku herir Sameinuðu þjóð- anna hana aftur, en ári síð- ar féll hún aftur fyrir Norð- ur-Kóreumönnum og aftur tóku herir SÞ hana nokkr- um mánuðum seinna. Þá voru 40 þúsund hús í rústum og 70 þúsund fjöl- heppilegasta í það og það skipt- ið. Að líkindum er Ágúst Jósefs- son einn heilsteyptasti íslenzki socialdemokratinn, sem ég hef kynnst um dagana, þannig að skoðanirnar og framkoman, voru í fullu samræmi. Mark- miðinu hefur hann aldrei gleymt. Aukaatriði hinnar dag- legu baráttu skiptp engu máli, takmarkið var aðalatriðið fyrir honum — og það á að vera sjón- armið góðra jafnaðarmanna. •—• Aldrei vissi ég til þess, að hann stæði í togstreytu við nokkurn mann um starf eða embætti — og aldrei vissi ég hann þátttak- anda í klofningsstarfi, klíku- myndunum eða slíkum óvina- fagnaði. Slíkt á sér stað í öllurn flokkum og Alþýðuflokkurinn hefur heldur ekki farið var- hluta af því. III. Ágúst Jósefsson hefur und- anfarið unnið að Því að skrifa endurminningaþætti síná. Hann hefur lofað mér að fylgjast með því starfi. Ég hef lesið handritið að þessum þáttum og þar gefnr að lesa heila sögu um ungan svein, sem kom umkomulaus með allslausri móður sinni t,il Reykjavíkur, vann b-aki brotnu, virðist alltaf hafa fundið hina réttu leið eins og tækifærin voru þá hjá drengjum úr alþýðustétt. Hann vann á hættu legum stöðum Hótel Alexandrai og í Svínastíunni og afgreiddi brennivín ,en aldrei stafaði hon um nein hætta af því. Hann stundaði sjálfsnám, enda naut hann aðeins eins veturs náms í barnaskólanum og hann varð mjög vel menntaður alþýðumað ur. Hann var alltaf boðinn. og búinn að taká til starfa þar sem Þess var þörf. AUt þetta les maður á milli línanna í endurminningum Ágústs Jó- sefssonar og það staðfestir reynslu mína. Hann er oft gam- ansamur, en það sem fyrst og fremst setur svip á þessa þætti (Framhald á 10. síðu.) skyldur húsnæðislausar. En nú gengur endurbygg- ingin glatt. 50 þúsund íbúð- ir hafa verið byggðar af ein- staklingum og 12 þúsund með styrk frá almannafé og erlendri aðstoð. Þetta var borg með gömlu sniði, en er að verða nýtízku borg. Bílar þjóta þar um götur og ný- tízku iðnaður er að rísa. í- búar hennar eru nú innan við 2 milljónir, en munu verða yfir þrjár milljónir 1971. MMMUHIUMWUMWMUMMUHHHUMHWAMmHMtMMUmiUUMMtMMHtMHUUHtl ÁGÚST Jósefsson, fyrrver- andi heilbrigðisfulltrúi og bæj- arfulltrúi í Reykjavík, er hálf- níræður í dag. Hann er enn ungur í anda, frár á fæti og léttur í tali. Þannig hefur hann alltaf verið. Hann er einn elzti núlifandi brautryðjandi alþýðu hreyfingarinnar og verkalýðs- samtakanna. Móðir hans flutti til Reykja- víkur, ekkja frá Akranesi, ár- ið 1880 með drenginn, umkomu laus og fátæk, og hér hefur hann starfað síðan, að undan- skyldum tíu árum, sem hann dvaldi í Kaupmannahöfn sem prentari. Hann vann fyrst alls- konar störf í Reykjavík. Var sendisveinn og þúsundþjala- smiður í Hótel Alexandra og síðar í Hótel ísland, gekk á eyr- ina og stúfaði fiski í skip, seldi kjöt eftir pöntunarlistum og vann baki brotnu. Eftir ferm- inguna langaði Ágúst á sjóinn, en móðir hans vildi það ekki. Hún gat ekki hugsað sér dreng- inn á höfunum svo þungar bú- sifjar hafði hún hlotið af Ægi, er maður hennar drukknaði frá þremur börnum þeirra. Hún vildi að Ágúst lærði iðn, en í þá daga var ekki auðvelt að komast að. Fyrir atbeina Hall- gríms Sveinssonar, síðar bisk- ups, fór Ágúst til Björns Jóns- sonar ritstjóra og eiganda ísa- foldarprentsmiðju og réðist þangað sem nemandi í nóvem- AlþýðublaðiS — 14. ágúst 1959 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.