Alþýðublaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 3
Hafa hertekið allan Muong Son-dal, er nær inn í Sam Neua VIENTIANE, 28. ág. (Reuter). *— Allt virðist vera með kyrr- Mm kjörum í Laos í dag eftir að kommúnistar gerðu skyndi- árás á litla herstöð rúma 20 km. fyrir austan höfuðborgina hér í nótt og hurfu síðan á brott aftur. Segja áreiðanlegar heim- ildir innan hersins, að ekkert manntjón hafi orðið hjá hvor- Mgum aðila. Uppreisnarmenn notuðu riffla og handsprengj- ur, en hurfu inn í skóginn um- hverfis, er stjórnarliðinu bætt- ist liðsstyrkur. Árás þessi var nýjasti við- burðurinn í heilli röð átaka, Bem fréttir hafa borizt um frá héraðinu umhverfis Vientiane síðustu tíu daga, og er jafn- íramt hið næsta, sem uppreisn- arrnenn hafa komizt höfuðborg ríkisins. Uppreisnarmenn virðast hafa tekið upp fullkomna hersetu í hinum 75 km. langa Muong Son dal, er liggur frá þeim fræga stað Dien Bien Phu í Norður Viet Nam til Sam Neua héraðs. Heldur Laos-stjórnin því fram, að uppreisnarmenn njóti stuðnings kommúnista í Kína og Norður Viet Nam. Annars staðar í landinu virð ist það vera aðaltakmark upp- reisnarmanna að flytja inn vel þjálfað áróðurslið, ógna yfir- mönnum hinna ýmsu þorpa og koma á fót óleyfilegum félags- skap. Hóparnir fara hratt yfir og halda stöðugt áfram, áður en stjórnarherinn getur náð þeim. Ríkisstjórnin hefur nú ákveð ið, að. Savangrattana krónprins skuli formlega settur inn í em- bætti á mánudag sem ríkis- stjóri, en hann var skipaður ríkisstjóri fyrir viku, þegar faðir hans, Sisavongvang kon- ungur, varð alvarlega veikur, 3IARSEILLES, 28. ág. — (REUTER.) Þjófar brutust inn í peningaskáp íannlæknaskóla hér í gærkvöldi og komust und an með 2 milljónir franka og 11 pund af gulli, sem notað skyldi í fyllingar, sagði lögitegl an hér í dag. BALMORAL, 28. ág. (REIJT- ER). Eisenhower Bandaríkja- forseti hvíldi sig hér í dag með hrezku konungsfjölskyldunni frá hinni erilsömu heimsókn BÍpni til höfuðborga stórvelda Vestur-Evrópu. Hann f«'«;•, í öku- för með Elísabetu drottningu »g drakk tc undir berum himni við sumarbústað á bakka Loeh Muich vatns. Hann fór einnig í heimsókn tij Elísabetar drottn- jngarmóður í Biirkhall. í fyrramálið mun forsetinn fara flugleiðis til Chequers, sveitabústaðar brezka forsætis ráðherrans, til þess að hefja viðiæður við hann. ríðjudag PARIS, 28. ág. (REUTER). Iíin „nýja“ Francoise Sagan gef ur út nýja bók á þriðjudag — Nefnist hún „Geðjast yður að Brahnis ...“ (án spuimingar- merkis). Hún hefur verið köll- uð hin „nýja“ Sagan vegna mjög breyttra hátta sinna. Hún er sögð gjörbreytt frá því, er hún stundaði dans allar nætur og ók bifireiðum þess á milli með ofsahraða og lenti m. a. í alvarlegu slysi í eitt af þeim skiptum. Framhald af 1. síðu. am Knuth greifi, ambassador; Nils Svenningsen, ambassador; J. Paludan, skrifstofustjóri; P. Boeg, fulltrúi. Finnland: Ralf Törrígren, ut- anríkisráðherra; T. L.' Leivo- Larsson, ambassador; T. O. Va- hervuori, ríkisritari; Jaako Hal- lama, skrifstofustjóri; Aarno Karhilo, deildarstjóri. Noregur: Halvard Lange, ut- anríkisráðherra; Bjarne Börde, ambassador; Hans. Engen, rík- isritari; Sivert Nielsen, am- bassador; K. Christiansen, deildarstjóri. Svíþjóð: Östen Undén, utan- ríkisráðherra; Sten H:son von Euler-Chelpin; Agda Rössel, ambassador; Per Lind, deildar- st.jóri; Bengt Rabesus, deildar- stjóri; Dag Malm, ritari. ísland: Guðmundur í. Guð- mundsson, utanríkisráðherra; Henrik Sv. Björnsson, ráðu- neytisstjóri; Thor Thors, am- bassador; Haraldur Kröyer, for setaritari; Páll Ásg. Tryggva- son, deildarstjóri. Krag utanríkisráðherra og Svenningsen ambassador eru væntanlegir hingað til lands með flugvél Flugfélags íslands á mánudagskvöld kl. 23,55. Lange utanríkisráðherra og fylgdarlið hans kemur með Loftleiða-flugvél kl. 19 á mið- vikudag og Undén utanríkisráð herra með FÍ-flugvél sama kvöld kl. 22,40. Törngren utan- ríkisráðherra kemur e.t.v. sama kvöld með flugvél PAA. Á fimmtudagsmorgun fer fram setning fundarins, sem fyrr segir, í kennarastofu há- skólans kl. 10,30. Kl. 13 sama dag verður hádegisverður að Bessastöðum fyrir ráðherrana o.-fl. Sumir fundarmenn snæða hádegisverð í Nausti í boði ut- anríkisráðuneytisins. Kl. 15,30 er fundur, en kvöldið er ætlað til ráðstöfunar fyrir sendiherra Nörðurlandanna. NEWMAP0FS0UTR WEST AREA OF CÖM^UNIST CHINA KaoWETetS SOUHOAfíYOF ÉOMMUMST CH/MA'S UBW MAP ÍNDÍCATEO BY rfini A*£hjTT«u Þetta kort sýnir Iandsvæði það3 sem Kínverjar vilja íaka af Indverjum (svartsírikað). Það er tekið eftir indverskum blöð- um, sem áður höfðu tekið bað eftir kínverskum heimildum. Innan þess er hluti af Bhutan og allur sá fláki af Himalaja, sem liggur frá landamærum Bhutan innan indversku landa- mæranna austur úr. NEW DEHLI, 23. ág. (Reuter). — Nehru, forsætisráðherra Ind lands, skýrði frá því x dag, að nýlega liefðu blossað upp bar- dagar á milli indverskra her- manna og kínverskra konnnún- ista. Sagði hann, að Kínverjar hefðix ráðist inn fyrir norður landamæri Indlands og heíði indversku landamæraverðirnir reynt að hrekja þá til baka. En indversku hersveitirnar hörfuðu frá stöðvum sínum, eftir að Kínverjar höfðu unx- kringt þá. Kínversku hersveit- irnar hafa þeíía landsvæði á sínu valdi. sagði Nehru. Kínverjar ivéðust á landa- mæravirkin á þriðjudag og neyddu indversku varnarsveit irnar til þess að draga sig til baka, eftir að skotfæri og nauð synjai” þrutu. Er Nehru talaði í indverska þinginu, ásakaði hann Kínverja um hcrnaðarárás á indverskt Iand. Þessi kínverska innrás var í norðurhluta Indlands, Suban- sii'i, sem cr í Hiiríalayafjöllurn. Nehru liefur íýst yfir þvi, að árás á ríkin Bhutan og Sikkim yrði skoðuð sem árás á Ind- land, en Kínverjar hafa gert kröfur íií liéraða í þessum jríkj- um, í síuttu -fe PARÍS: Borgarstjórn París- ar hvatti borgarbúa tii þess í dag að skreyta hús sín og flykkjast út á götur, þegar Ei- senhower Bandaríkjaforseti kemur þangað í heimsókn eftir helgina. KÖLDU ERU V BRAGÐGÓÐIR búðingarrtir MATREIÐ S LAN AUÐVELD Fjórar bragðtegundir: • Súkkulaði • Vanillu e Karamellu p Hindberja • Til gplu 1 (lestum % matvöruverzlunum landsms. © © © ke vonar, að bundinn ve endir á spennu út af Berlín LONDON: Hinn frægi, enski tesopi er smám saman að lúta s I í lægra haldi fyrir vaxandi vin- sældum kaffis. Nýleg rannsókn sýnir, að þótt te sé enn langt á undati, minnkaði neyzla þess nokkuð á árinu 1957, ef. kaffi vann á, einkum meðal ungs i fólks. BERLÍN, 28. ág. (Reuter). — Eisenhower forseti hefur skrif- að Willy Brandt, borgarstjóra í Berlín, bréf, sem birt var í dag, þar sem hann lætur í ljós þá von, að í viðræðum næstu mánaða verði kleift „að binda endi á núverandi spennu út af Berlín“. í bréfinu telur forsetinn að meg því að halda áfram að horf ast í augu við hin sameigin- legu vandamál með hugrekki, þolinmæði og hugmyndaflugi megi með nokkrum rétti búast við, að takast megi að ná slíku takmarki. „Vesturveldin standa föst fyrir í þeirri ákvörðun sinni að vernda sjálfstæði Berlínar og hlú að aðstæðum, er smám saman leyfi, að hin þýzka þjóð vefði sameinuð í eina, frjálsa þ.ióð“. Forsetinn kvað hinn takmark aða tíma, er hann hefði til ferðalags síns um Evrópu gera það ókleift fyrir sig að koma til Berlínar í þetta skipti. Hann sendi Brandt og íbúum Berlín- ar persónulegar kveðjur sínar og lét í ljós aðdáun bandarísku þjóðarinnar á viðhorfi Berlín- arbúa til tilrauna Rússa nýlega til að fá austur-þýzkum komm- únistum borgina í hendur. -j*r NÝJU DELHI: Nehru, for- sætisráðherra, mun fara í heim sókn til Afghanistan 15. til 13. september og írans 18. til 20. september. Þeita eru fyrstu heimsóknir hans til þessara landa. 3 fílar líomust öfuga leið við Júmhó Hannihol GRENOBLE, 28. ág. (Reuter). — Þrír sxrkus-fílar komu í dag til Frakklands efíir „öf- uga-HannibaIs-för“ yfir Alp- ana frá Ítalíu. Fílarnir, sem eru í eigu ítalsks sirkuseig- anda, Darix Togni, þrömmuðu yfir Clapier-skarð, sem er rúmlega 2400 metra hátt cg talið er, að Hannibal hafi far- ið um, er liann réðist inn í Ítalíu með 37 fíla árið 218 f. Krist. KameMýr frá Asíu, dróme- dar frá Afríku og tvö lamsjdýr frá Perú voru með í iörinni sem þurðardýr. Hópuyinn dvaldi s. 1, nótt undir fetit Mont Cenis skarði eftii að hafa farxð yfir Clapier-skarð nálægt þeim stað, þar sem fíllinn Jumbó í leiðangri Bret ans John Hoyte gafst upp í síðasta mánuði þar eð skriða lokaði veginum. Alþýðublaðið — 29 ágúst 1959 £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.